Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Suður-Afríka: Sex falla í innbyrð- is átökum svartra Jóhannesarborg, Reuter. SEX til viðbótar hafa faliið í átökum milli hópa svertingja í grennd við Pietermaritzburg í Natal-héraði í Suður-Afríku. Tala látinna í átökum undan- genginna fjögurra mánaða er nú komin í 295. Lögregla sagði að lík þriggja manna hefðu fundist í Wiliow Fo- untains, einu af landbúnaðarþorp- unum þar sem átök hafa átt sér stað. Þrjú morð voru framin í Piet- ermaritzburg á þriðjudag, í öllum höfðu fórnarlömbin látist vegna hnífstungna. Lögreglumönnum hefur verið fjölgað til muna í grennd við Piet- ermaritzburg og lokar nú stórum svæðum í grennd við Pietermaritz- burg. Reynt hefur verið að koma á viðræðum milli stríðandi hópa, Ink- hata og sameinuðu lýðræðisfylking- arinnar. Inkhatar halda því fram að vinstrisinnar úr röðum samein- uðu lýðræðisfylkingarinnar séu handbendar skæruliða, en vinstri- menn í hópi sameinuðu lýðræðis- fylkingarinnar segja að stjómvöld styðji við bakið á Inkhötum. Þrjú kommúmstaríki tilkymia þátttöku í Olympíuleikunum Sofíu, Seoul. Reuter. PÓLLAND, Búlgaría og Júgó- slavía tilkynntu á þriðjudag að þau hygðust taka þátt í Ólympíu- leikunum í Seoul síðar á þessu ári. Sovétmenn hafa enn ekki tilkynnt þátttöku sína í leikunum en talið er fullvíst að þeir muni gera það í þessar: viku. Suður-Afríka: Sex farast í námaslysi Jóhannesarborg, Reuter. SEX námumenn létu lífið og eins er saknað eftir að náma- göng í næststærstu gull-námu Suður-Afriku féllu saman á þriðjudag. Jarðskjálfti varð til þess að námagöngin féllu saman í Vaal Reef námunni vestur af Jóhannes- arborg. Níu slösuðust og sex létu lífíð, eins manns er saknað. Félög námaverkamanna í Suður-Afríku hafa oft gagnrýnt öryggisbúnað í námum í landinu en hundruðir verkamanna láta árlega lífið í kola- og gull-námum. Bæði Búlgaría og Pólland, sem nú hafa þegið boð Suður-Kóreu um að taka þátt í Ólympíu-leikunum, fýlgdu Sovétmönnum og tóku ekki þátt í leikunum í Los Angeles 1984. Á mánudag gaf talsmaður sovésku íþróttahreyfingarinnar í skyn að þeir myndu taka þátt í leikunum í ár, en það hefur ekki verið formlega staðfest. 131 land hefur formlega tilkynnt þátttöku í leikunum í Seoul í sumar, að sögn undirbúnings- nefndarinnar. Reuter Heimsins elsta gæs Þessi gamla ungverska kona hét því þegar sonur hennar flutti af landi brott að gæsarunganum sem skreið úr eggi sama dag yrði þyrmt, síðan eru liðin 32 ár og enn er „gæsarunginn“ í fullu fjöri, þrátt fyrir einhvern hæsta aldur meðal gæsa. Júgóslavía: Alvarlegur skortur á smábamamat Belgrad. Reuter. SKORTUR á smábarnamat er nú svo alvarlegur í Júgóslavíu, að dæmi er um, að heilbrigðis- stofnun hafi orðið að gefa nýfæddum börnum næringu í æð, að því er júgóslavneska dagblaðið Politika sagði í gær. Í frétt blaðsins sagði, að stærsti framleiðandi landsins á þessu sviði, Pliva, hefði átt við langvarandi erfiðleika að stríða og gæti ekki flutt inn nauðsynleg hráefni til framleiðslunnar. Meðal annars varð fyrirtækið fyrir miklum skakkaföllum af völdum verðstöðv- unar stjórnvalda og gengislækkun- ar í nóvembermánuði síðastliðnum. Skorturinn hefur komið illa nið- ur á ýmsum heilbrigðisstofnunum, þar sem nýfædd börn eru til með- höndlunar. Fæðingarheimili í borginni Vrsac í austurhluta lands- ins var svo illa sett, að grípa varð til þess ráðs að gefa börnum nær- ingu í æð, að sögn blaðsins. Opinberar heimildir herma, að bamadauði hafi orðið langmestur í Júgóslavíu í fyrra af öllum Evr- ópuríkjum, en þar dóu 11.000 börn á fyrsta aldursári. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) áminnti júgóslavnesk stjómvöld um, að þar í landi hefði verið farið fram úr marktölu stofn- unarinnar, sem er 30 dauðsföll á hveija 1000 nýbura. Sovétmenn fordæma leysigeislatilraunir Bandaríkjamanna: Getum þróað geimvarnir á undan Bandaríkjamönnum segir sovéskur vígbúnaðarsérfræðingur Moskvu, Reuter. PRA VDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði i gær að tilraunir starfsmanna bandaríska flughersins nú nýver- ið með leysitæki bæru þess glöggt vitni að Bandaríkjastjórn hygðist grafa undan ABM-sátt- málanum um takmarkanir Pólland: Staða Samstöðu óljós þrátt fyrir boð um viðræður Varsjá, Rcuter. VESTRÆNIR stjórnarerindrek- ar í Varsjá telja boð pólskra stjómvalda um viðræður við hin ólöglegu verkalýðssamtök, Sam- stöðu, ekki marka vatnaskil í baráttu hreyfingarinnar fyrir viðurkenningu stjómvalda. Sam- staða er ennþá ólögleg og hlutverk hennar við lausn erfið- leika Póllands, jafnt pólitískra sem efnahagslegra, er mjög óljóst. Boðið, sem talið er bera vott um sáttfýsi stjórnvalda þó takmörkuð kunni að vera, kom fram í yfirlýs- ingu talsmanns stjórnarinnar, Jerzy Urbans á blaðamannafundi á þriðjudag. Háttsettur maður innan Sam- stöðu fagnaði yfirlýsingunni, en Lech Walesa, leiðtogi samtakanna, vísaði henni á bug sem áróðurs- bragði. Sagði hann afstöðu stjóm- valda hina sömu og fyrr, nema Jerzy Urban, talsmaður komm- únistastjórnarinnar í Póllandi. hvað að nú vildu þeir notfæra sér einstaklinga innan Samstöðu, án þess að hnika nokkru til í samræmi við óskir hreyfingarinnar. „Ég er tilbúinn til þess að ræða við hvem sem er án nokkurra skilyrða . . . en kröfur stjómvalda eru gamlar. Það eina sem þau biðja mig ekki um að gera er að skipta um nafn.“ „f raun og vem breytir hún engu,“ sagði vestrænn stjórnarer- indreki í Varsjá. „Stjómin setur sömu skilyrði og áður og Samstaða leitar enn sömu viðurkenningar og fyrr.“ „Það er er til pólskt máltæki, sem segir frá því þegar boðin er ólívuvið- argrein í hauksgoggi," sagði annar sendimaður vestræns ríkis, sem hafði efasemdir um ágæti þessarar yfirlýsingar Urbans. Samstaða var brotin á bak aftur með setningu herlaga árið 1981 og voru opinber verkalýðsfélög sett á laggimar í hennar stað. Allt frá því hafa leiðtogar Samstöðu hvatt til þess að hreyfingin hljóti lagalega viðurkenningu og að frjáls verka- lýðsfélög verði virt eins og stjóm- völd gengust inn á árið 1980. gagneldflaugakerfa frá árinu 1972. Sagði í frétt blaðsins að Bandaríkjamenn hygðust gera tilraunir með búnað þennan, sem bandarískir vísindamenn nefna „Alpha“ i geimnum árið 1990. Sovéskur herforingi sagði í við- tali við blaðið að Sovétmenn gætu komið upp geimvarnar- kerfi á næstu 10 til 15 árum og lét þess getið að Sovétmenn gætu þróað slíkt kerfi á undan Banda- ríkjamönnum. Talsmenn flughers Banda- ríkjanna staðfestu fyrr í þessari viku að eiginlegar tilraunir með leysibúnaðinn hefðu hafist í Banda- ríkjunum í síðasta mánuði. í frétt Prövdu sagði að tæki þetta gæti leyst úr læðingi orku sem samsvar- aði tveimur milijónum vatta. Blaðið gekk ekki svo langt að segja að tilraunir Bandaríkjamanna brytu gegn ákvæðum ÁBM-sáttmálans en bætti því við að ráðgert væri að reyna tækið í geimnum árið 1990 og væri það augljóslega ekki í samræmi við samninginn. „Til- raunimar sem nú eru hafnar sýna svo ekki verður um villst að banda- ríska vamarmálaráðuneytið vinnur að því að grafa undan samningnum sem kveður á um hvemig stöðug- leika í vígbúnaðarmálum verði viðhaldið,11 sagði í fréttinni. Bandaríkjamenn telja að ABM- sáttmálinn taki ekki fyrir tilraunir með leysivopn í geimnum svo fram- arlega sem vopn þessi geti ekki grandað kjarnorkueldflaugum. Sov- étmenn hallast að svonefndri „þrengri túlkun“ sáttmálans sem þeir segja að banni allar tilraunir með slíkan búnað í geimnum. Leið- togum risaveldanna þeim Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins og Ronald Reagan Bandaríkjaforseta tókst ekki að leysa þetta ágreiningsefni á fundi þeirra í Washington í síðasta mánuði en geimvarnaráætlun Bandaríkjastjómar og túlkun gagn- eldflaugasamningsins var eitt helsta deiluefni leiðtoganna á fundi þeirra í Reykjavík árið 1986. Áform Sovétmanna Sovéskur herforingi, Boris Sur- ikov að nafni, sagði í viðtali við Prövdu að geimvarnarkerfi Sovét- manna gæti verið fullbúið eftir 10 til 15 ár. Gorbatsjov Sovétleiðtogi staðfesti í viðtali við bandarískan sjónvarpsmann í síðasta mánuði að Sovétmenn væru einnig að vinna að tilraunum með geimvopn en því höfðu stjómvöld í Sovétríkjunum neitað fram að þessu. Pravda hafði það eftir Surikov, sem blaðið sagði vera sérfræðing í þróun nýrra vopnategunda, að Sovétmenn gætu þróað eigin geimvamarkerfi á und- an Bandaríkjamönnum. Bætti hann við að þetta yrði gert ef Bandaríkja- menn féllust ekki á að hætta við geimvamaráætlunina, sem Surikov sagði miða að því að smíða nýja tegund „árásarvopna". Bandaríkja- stjóm hefur þráfaldlega lýst yfir því að þessi sé ekki raunin heldur sé tilgangurinn með áætluninni sá að smíða vamarkerfi gegn lang- drægum kjamorkueldflaugum til að draga úr hættunni á gjöreyðinu af völdum kjamorkuvopna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.