Morgunblaðið - 07.01.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 07.01.1988, Síða 55
heim allan. Þannig veitti Ragnar það sem aldrei er hægt að þakka: hann gaf mér ný augu til að sjá undursamlega veröld sem ég vissi ekki áður að væri til. Og nú þarf að kveðja þennan vin sem var líkt og andlegur faðir. Þá leitar hugurinn til Siggu sem einnig gaf vináttu sína og visku. Og til bamanna þeirra, Onnu Aslaugar, Sigríðar og Hjálmars. Við Bera sendum þeim öllum og venslafólki þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Njörður P. Njarðvík „Isafjörður hefir fyrir mér brugð- ið liti.“ Þannig segir í sérstæðri minningargrein, sem Vilmundur Jónsson, landlæknir, skrifaði um konu nokkra á ísafirði árið 1939, Sigríði Elísabetu Árnadóttur. Þessi kona var eitt systkinanna frá Hvammkoti og það þeirra, er „sá tómt helstríð og hjálpaðist af“ þeg- ar tvö önnur bárust í kaf og drukknuðu í Kópavogslæk á heim- leið úr kirkju árið 1874. Um þann atburð orti séra Matthías Jochums- son fagurt ljóð, þar sem hann lýsti með eftirminnilegum hætti dauðan- um við læk en lífínu við strá, er í vanmætti sínum starir skjálfandi á straumfallið. Minningu þessarar konu sagðist Vilmundur Jónsson eiga óvenjulega skuld að gjalda. „Það er ýkjulaust mál“, segir hann, „að engin manneskja, sem ég hefi hitt á lífsleiðinni, hefir við jafnlitla viðkynningu,- aðeins með persónu- leika sínum, hóglátri návist sinni og þögulli framgöngu, haft dýpri áhrif á mig en hún eða orðið mér geðþekkari. Allt fas hennar verður mér ætíð minnisstætt sem ímynd mannlegrar tignar og virðuleika, hvað sem yfir dynur.“ Og nú hefur straumfall dauðans tekið með sér Ragnar H. Ragnar — og ísafjörður hefur brugðið liti. Minningu hans á þessi bær óvenju- lega skuld að gjalda, eins og Vilmundur Jónsson minningu Sig- ríðar frá Hvammkoti forðum. Með persónuleika sínum, lífsstarfi og reisn hefur Ragnar H. Ragnar markað þau spor í vitund ísafjarð- ar, að ekki mun fenna yfir, hvert sem liggja kann vegur allrar verald- ar. Fólkið í bænum mun geta sótt dijúgan styrk í minningu þess stór- brotna manns, er hingað kom á miðjum aldri til þess að leggja tón- list og menningu bæjarfélagsins lið. Um þá liðveizlu í fjóra áratugi hef- ur munað meira en frá verður sagt í fáum orðum og ef til vill meira en flestir ísfirðingar hafa enn gert sér fulla grein fyrir. Fyrir hana standa þó ekki aðeins ísfirðingar í þakkarskuld. Mað verki sínu öllu hefur Ragnar H. Ragnar auðgað íslenzka menningu og aukið alin við þann styrka stofn, er hún stend- ur á. ísafjörður hefur um langan aldur skipað ákveðinn sess í vitund þjóð- arinnar sem tónlistarbær. Slíkt gerist ekki af hendingu eða duttl- ungum en verður aðeins með þrotlausu starfi — oft að vísu ótrú- lega fárra. Tónskáldin Jón Laxdal fyrir og um aldamót og síðan Jónas Tómasson eldri og loks Ragnar H. Ragnar eru þeir útverðir, sem öðr- um fremur hafa skapað það nafn í tónlistarmenningu landsins, er ísa- fjörður hefur svo lengi notið. Vissulega mun á stundum hafa staðið styrr um Ragnar H. Ragnar, eins og lætur að líkum með mann svo stóran í sniðum og djarfhuga. Um hitt hefur enginn efast, að hann hafi jafnan gengið heill að hvetju verki — oftast af eldlegri hugsjón. Og það kenna okkur hin fomu Hávamál, að „funi kveikist af funa“. Sem kennari og skólastjóri Tónlist- arskóla Isafjarðar, organisti ísa- fjarðarkirkju og söngstjóri margra kóra kveikti Ragnar funa hjá þeim, sem vildu og gátu numið, og bjarmi þess funa lýsir langt fram á veg. Sú saga verður þó aldrei nema hálf- sögð, ef ekki er nefnd til hennar hin mikilhæfa eiginkona Ragnars, Sigríður Jónsdóttir Ragnar frá Gautlöndum. Þau hafa verið sem einn maður í elju sinni og heimili þeirra að Smiðjugötu 5 verið til þess lagt nánast nætur og daga um ársins hring í fjóra áratugi að vera tónlistarmiðstöð ísafjarðar og skóli. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1988 Frú Sigríður stendur nú eftir með þremur bömum þeirra, Önnu Ás- laugu, píanóleikara, Sigríði, skóla- stjóra Tónlistarskólans, og Hjálmari Helga, tónskáldi, en þau hafa öll haldið merki foreldra sinna á lofti af þeirri sæmd og karlmennsku, er aðeins sprettur úr göfugum jarð- vegi. Þau hafa mikils notið og mikið er nú frá þeim tekið. Styrkur þeirra verður því meiri, sem minning um heimilisföður og leiðtoga er svo björt. Einn er sá þáttur í lífshlaupi Ragnars H. Ragnar, sem vert er að minnast á og muna, svo samof- inn sem hann var hinu listræna eðli hans og vakandi huga, — bæk- ur hans og bókasöfnun. Fáa menn hef ég þekkt, er umgengizt hafa verðugar bækur af jafn mikilli ein- lægni og lotningu og Ragnar. Hann bar fölskvalausa virðingu fyrir því verki hugar og handa, er þær báru vitni um, bæði að efni og ytra bún- ing, og vom þau Sigríður samvalin í því sem öðm. Ragnar átti sjálfur vandað bókasafn og mikið, þar sem ófáar bækur em taldar til fágæta. Hitt er ekki minna um vert, að hann lagði sig ævinlega fram um að kynnast efni bóka sinna til sem mestrar hlítar, var sílesandi, marg- fróður og minnugur. í Pésa um bækur og bókamann, sem Jóhann Gunnar Olafsson, vinur Ragnars og fyrmm bæjarfógeti á ísafirði, ritar í tilefni af sextugsafmæli Ragnars árið 1958, segir svo: „Bókasafn Ragnars er mikið að vöxtum og frábært, enda hefur hann verið öt- ull safnari og ekki talið eftir sér sporin, ef hann átti von í góðri bók. Ragnar hefur ekki einkenni bóka- ormsins, þó hann fái stundum þunglyndisköst, vegna þess hve báglega gengur að bæta við bóka- safnið og fýlla í skörðin. Hann kann bækur sínar og kannar þær og fer höndum um þær í hvert skipti, sem stund gefst frá öðm. Hann man hverja fagra hugsun á blaðsíðum þeirra, og hans einkunn er: Books are a finer world within in the world.“ Ragnar sökkti sér ekki að- eins niður í þá liðnu tíð, er bækur greina einlægt frá, heldur lagði hann sig einnig fram um að kynna sér nýjar hugsanir og framtíð- ardrauma, nýjungar á sviði tækni og vísinda. Áhugi hans á þeim efn- um var brennandi, og oft var unun að hlýða á eldlegar útleggingar hans á þvi mannfélagi, er bíður handan við ár og aldir. Isafjörður hefur fyrir mér bmgð- ið liti. Stundir í návist Ragnars H. Ragnar vom auðnustundir og upp- spretta fyrirheita og vona. Hann kenndi ekki aðeins með lífsstarfi sínu heldur einnig með persónuleika sínum, bjartsýni og allri fram- göngu, sem verður ætíð minnis- stæð, eins og fas Sigríðar frá Hvammkoti, sem ímynd mannlegr- ar tignar og virðuleika, hvað sem yfir dynur. Sá, sem kynnzt hefur Ragnari H. Ragnar, verður ekki samur maður á eftir. Pétur Kr. Hafstein Ragnar H. Ragnar var yndislegur maður. Mér hefír alltaf fundist það hafa verið forréttindi að hafa átt hann að læriföður og vini. Hann og Siggu hans. Því gleymir enginn, sem hefír upplifað að fá að læra hjá honum á „pjano", spila með sveittum putt- um á „samæfingum“ í Smiðjugöt- unni, fá að ganga út og inn þar eins og heima hjá sér og eignast hann og Siggu að vinum á við- kvæmasta skeiði lífsins, 15—20 ára. Það var ekki einungis að maður lærði á píanó og tónfræði hjá þess- um einstöku hjónum, heldur var líka numin heimspeki, saga og ég veit ekki hvað í þijúkaffinu. Þá var opið hús og þá var minn „maestro" í essinu sínu. Hópurinn kringum borðið át gat á sig af glóðvolgu, nýbökuðu kökunum hennar Siggu og bergði um leið af viskubrunni þeirra beggja. Guð veit að ég hefði ekki viljað missa af þessum Isa- fjarðarárum. Ég gæti týnt margar endurminn- ingar til en ætla að eiga þær bara fyrir mig. En það veit ég, að allir nemendur og vinir Ragnars og Siggu hafa álíka sögu að segja. Þau gáfu svo mikið af sér. Sigga hefir misst mest. Það var ekki hægt að hugsa til eða nefna Ragnar án þess að hún kæmi um leið í hugann og það er erfítt að vita til þess að eiga aldrei eftir að hitta þau framar saman. En við dauðann deilir maður ekki frekar en dómarann. ísafjörður hefir líka misst mikið, en börnin þeirra halda og munu halda uppi merki föður síns ásamt móður sinni. Ég kveð minn góða vin Ragnar H. með virðingu og sendi Siggu, Önnu, Siggfu og Hjálmari og fólkinu þeirra innilegustu kveðjur mínar og alls míns fólks. Selma Samúelsdóttir Það tók undir í húsinu, hurð var hressilega upp lokið og aftur látin, því næst annarri hurð og í sól- bjartri stofunni á Smiðjugötu 5 á Isafirði stöð snögglega sjötugur ungur maður, hárið sveipað af vind- inum utandyra, augun hvöss og grá undir brúnum, frakkinn blár, trefill- inn hvítur með trafi, nótnataska undir hendi. Þannig sá ég fyrst tengdaföður minn, Ragnar Hjálm- arsson frá Ljótsstöðum í Laxárdal. Það eru nærri átján ár síðan fúndum okkar bar saman, en sú mynd sem mér þarna birtist af þeim manni sem ég síðan bar gæfu til að eiga samleið með stendur mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. Og í dag, þegar við fylgjum honum síðasta spölinn, þá er það fjörið sem bjó að baki augunum gráu sem þrengir sér fram fyrir allt annað, íjör fijórrar og kraftmik- illar hugsunar, tæpitungulausra skoðana og óbilandi trúar á að með eljusemi, vitsmunum og skynjun á allt sem fagurt er mætti fá tiltölu- lega meingallað mannkyn til að skilja gildi hins smáa og hugsa stórt. Ragnar kvaddi þennan heim, sem hann elskaði svo mjög en uggði einnig mjög um, á aðfangadag jóla. Þegar kirkjuklukkur hringdu inn hátíð lífs og ljóss var hann allur. Lífshlaup hans var langt og ævin- týri líkast. Hann fæddist á Ljóts- stöðum í Laxárdal, S-Þingeyjar- sýslu, ?8. september 1898, sonur hjónanna Áslaugar Torfadóttur og Hjálmars Jónssonar sem þar bjuggu. Áslaug var dóttir Torfa Bjarnasonar, búfrömuðar í Ólafs- dal, og konu hans, Guðlaugar Zakaríasdóttur frá Heydalsá. Hjálmar var Mývetningur, sonur Jóns Árnasonar, bónda á Skútu- stöðum og konu hans, Þuríðar Helgadóttur. Áslaug og Hjálmar eignuðust 8 börn sem upp komust og var Ragnar þeirra næstelstur. í Laxárdal ólst Ragnar upp við nið Laxár, sem „fegurst er allra áa hér í heimi og þótt víðar væri leit- að“, eins og hann sagði jafnan sjálfur. Áin, hraunið, skógurinn, sönglistin, dúkarnir sem móðir hans sveipaði með borðin á Ljótsstöðum og sóleyjar í varpa voru ævinlega hans heimkynni. Þessi heimkynni áttu sér með tímanum fyrst og fremst stað í hugskoti hans. Það fann ég þau skipti sem við gengum saman ásamt litlum sonarsyni um Ljótsstaðaland, sem nú er í eyði. Ef til vill var dalinn hans hin síðustu ár ekki síst að finna í dálitlum beiti- lyngsvendi, sem móðir hans sendi honum eitt sinn vestur um haf og hann geymdi ávallt. Þegar menn síðan hugðust sökkva þessum fagra dal í þágu íslenskrar orkufram- leiðslu á sjöunda áratugnum, reis Ragnar upp öndverður og dalurinn hans fær enn að syngja sinn óð til himinsins ósnortinn þeirri hönd sem allt metur til §ár. Eftir námsdvöl í Samvinnuskól- anum í Reykjavík og vetrarvist við verslunarstörf á Húsavík hélt Ragn- ar árið 1921 til Vesturheims, fyrst til Kanada og síðar Bandaríkjanna, knúinn þeirri löngun til menntunar, til að skilja hugsanir og sköpunar- verk manna og vita hvað væri handan fj'allsins, sem einkenndi hann til síðasta dags. Vestanhafs var lífsbaráttan hörð, það var kreppa og atvinnuleysi, en atvinnu- leysi taldi Ragnar eitt mesta böl sem menn gæti hent, þar sem það svipti menn sjálfsvirðingunni að vera einskis nýtir og ófærir um að sjá sér farborða af eigin rammleik. Talaði hann þar af reynslu. Hann kynntist hungri og vonleysi, en einnig hjálpsemi og góðvild og þetta tvennt mótaði hann á sinn hátt. Efnisleg gæði fundust honum þakk- arverð, en ekki takmark í sjálfu sér, það voru honum hins vegar bæði hjálpsemi og góðvild. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst Ragnari að bijótast til náms og afla sér staðgóðrar tónlistarmennt- unar. Af viljastyrk og skapsmunum var hann aldrei fátækur. Með tímanum gerðist hann umsvifamik- ill píanókennari, söngstjóri og undirleikari — og ekki síst gleðinn- ar maður. I dag slær ljóma á þessi fjarlægu Ameríkuár. Á ljósmyndum sjáum við vörpulegan mann, klædd- an hvítum jakkafötum, halla sér upp að rennilegum kádilják, slútandi hattur á höfði, bros á vör. Við sjáum söngstjórann sveifla heriöinni og heyrum sönginn óma, við sjáum skálaræður haldnar, blóm á borðum og við sjáum hann drekka te úr bollum með drekamyndum undir fjarlægum tijám. Hann tók sér nafnið Ragnar að eftirnafni til þess að menn vestanhafs gætu ávarpað hann að íslenskum sið með skírnar- náfni og jafnframt fylgt þarlendri venju að notast við eftirnafn til þeirra hluta. Þegar heimsstyijöldin síðari braust út var Ragnar kominn til Norður-Ðakóta í Bandaríkjunum og þegar Bandaríkjamenn gengu síðan til liðs við bandamenn gerðist Ragn- ar sjálfboðaliði í her Bandaríkja- manna, þá kominn á fimmtugsald- ur. Fyrir Ragnari var þátttaka í styijöldinni eðlilegur hlutur og ef til vill sá þáttur í ævistarfi hans sem honum sjálfum fannst mikilvægast- ur. Ragnar trúði því að hið illa væri til og léki lausum hala í veröld- inni. Holdgervingu þess sá hann í Hitler og nasismanum og hans skoðun var að hin vondu öfl mætti ekki láta afskiptalaus, gegn þeim yrði að vinna með öllum ráðum til að hið góða og fijálsa fengi þrifist. í bandaríska hernum var Ragnar þjálfaður til eyðimerkurhernaðar og bjóst við að verða sendur til Afríku, þar sem hersveitir Rommels sóttu þá fram. Herdeildin hans var send þangað og týndi þar nær hver mað- ur lífi. Ragnari voru sköpuð önnur örlög, hann steig aldrei á land við sunnanvert Miðjarðarhaf. Formála- laust og án útskýringa var hann fluttur úr herdeild sinni og settur um borð í herskip sem lét úr höfn í Boston. Vissi enginn hermanna hvert förinni væri heitið. Þegar líða tók á siglinguna tóku menn eftir að kólnaði í veðri og nótt eina heyr- ir Ragnar hermenn á þiljum uppi tala um að þeir sjái ísjaka. Hann gengur upp á þiljur og svipast um og í dimmri ágústnóttinni sér hann Snæfellsjökul rísa úr sæ og bera við himin. Eftir rúmlega tveggja áratuga útivist var hann skyndilega kominn heim, hafði ekki átt von á því að líta ættland sitt aftur. Ragnar lýsti því oft hve einkenni- legt það var að standa á þilfari myrkvaðs herskips, hermaður, sigla inn Hvalljörð í dimmunni og finna landið umlykja sig á nýjan leik. Hans fyrstu verk eftir að hann steig á land voru að hringja norður í Laxárdal til móður sinnar og að ganga upp á Þyril og horfa yfir landið sem hann unni. Á Islandi var Ragnar trúnaðar- maður Bandaríkjahers meðan á styijöldinni stóð og störf hans margvísleg. Næmur á mannlegar þarfir útvegaði hann eitt sinn heilan bragga af vískíi handa hermönnun- um að ylja sér við um jólin. Var ekki örgrannt um að síðan fyndust honum minni birgðir af bijóstbirtu heldur smáar í sniðum. Á stríðsárunum kynntist Ragnar eftirlifandi konu sinni, Sigríði Jóns- dóttur frá Gautlöndum í Mývatns- sveit. Má segja að hann hafi leitað langt yfir skammt að konuefni, því tæplega hálf dagleið er á milli Gaut- landa og Ljótsstaða í Laxárdal. Var hjónaband þeirra upphafið að öllu því sem á eftir kom. Á þeim grunni reis heimilið á Smiðjugötu . 5 á ísafírði, þegar Ragnar og Sigríður fluttust þangað eftir þriggja ára dvöl í Islendingabyggðum í Banda- ríkjunum, og það var undirstaðan ekki einungis undir velþekkt starf Ragnars á ísafírði, heldur einnig 55 lífslist hans þar, gleði og andans gjafmildi. Ragnar hafði ákaflega gaman af að ræða við fólk, ekki síst þá sem voru á öndverðri skoðun við hann sjálfan. Skoðanir hans á heimsmálum og þjóðmálum verða seint dregnar í dilka á þann veg að þeim megi skipa í viðtekna pólitíska skúffu af einhveiju tagi. Hann hafði enda tilhneigingu til að efast um eigin skoðanir á slíkum hlutum um leið og margir voru orðnir sammála honum. Þó er óhætt að fuliyrða að hann hafi óttast of- stjórn og heimsku meira en annað, einkum ef þetta tvennt fór saman, og þá meginreglu hafði hann, fengna úr kínverskri speki, að þeir stjórnendur sem fæstir fyndu fyrir væru þeir ákjósanlegustu. En það var ekki síst lifandi áhuginn sem fólst í skoðunum hans, neistarnir sem flugu, sem hrifu og voru í raun lífsskoðun í sjálfu sér. Oft var hann samt svartsýnn hin síðari ár. Umhverfismál voru hon- um hugleikin, hann sá gjörla að hveiju stefndi með stórfelldri iðnað- armengun og gróðureyðingu og var óþreytandi við að afla upplýsinga um þessi mál og koma þeim þangað sem hann vonaðist til að þær mættu einhveiju breyta. Uggði hann mjög um framtíð manns og heims í þess- um efnum. Ragnar hafði til síðasth dags brennandi áhuga á að vita og skilja allt milli himins og jarðar. Hann var víðlesinn, bókmaður og bóka- safnari, áhugamaður um öll vísindi, „hlutlaus" jafnt sem hlutdræg. Hann var sannfærður um að innan tíðar yrði eins konar þekkingarbylt- ing, að menn myndu uppgötva nýjar víddir í tilverunni, sem gæfu splunkunýjan skilning á eðli manns og heims og viðfangsefnum manns- andans. Verst þótti honum að vera orðinn of gamall til að geta vonast til að lifa þann tíma, geta ekki sjálf- ur tekið þátt í því undri. Má vera að nú, þegar blæjunni sem skilur á milli lífs og dauða hefur verið svipt frá augum hans, hafi honum opn- ast sú sýn sem hann þráði. „Skyldi afí nú fá hörpu“ sagði lítill drengur og bætti við — „ég vona ekki, ég vona að hann fái píanó, hann vill það örugglega miklu heldur. Músíkin, uppspretta gleði og fögnuðar, tjáning tilfinn- inga og skynjunar, sem vart verða í orðum bundin, var Ragnari upphaf og endir allra hluta, í raun tilvistin sjálf. Miklu ævistarfi er nú lokið. Megi hinn skapandi máttur, neisti þeirrar gleði sem í músíkinni býr, fylgja Ragnari Hjálmarssyni frá Ljótsstöðum hvar hann nú gengur. Sigríður Dúna Kristinundsdóttir „Munurinn á ykkur og rússnesku píanósnillingunum er sá að á ykkar aldri æfðu þeir sig í tvo tíma á morgnana áður en þeir fóru í skól- ann,“ sagði Ragnar eitt sinn á samæfingu í stofunni í Smiðjugötu 5. Ég var þama að læra á klari- nett og tók þetta ekki til mín, en píanónemendum var greinilega brugðið. Svona staðhæfing var ekki brandari fyrir Ragnari heldur leit hann á það sem gefið mál að nem- endur hans hefðu tiltrú á sjálfum sér, mikinn metnað og stefndu hátt. Eitt sinn heyrði ég konu segja ann- arri frá skiptum sínum við Ragnar. Hún hafði komið dóttur sinni í Tón- listarskólann og nú æfði stúlkan verk löngu liðinna meistara öllum stundum á píanóið. Ekki orðinn fló- arfriður fyrir músík á heimilinu. Konan kom að máli við Ragnar og sagði honum að markmiðið með píanónámi dótturinnar ætti að vera það að hún gæti skammlaust. leikið lögin í Islenska söngvasafninu í fyöl- skylduboðum. Og hveiju svaraði Ragnar? „Þá er hún í röngum skóla. Eg get ekki litið á nemendur mína sem neitt minna en séní!“ Nemendur Ragnars voru ekki einungis píanónemendur í Tónlist- arskólanum heldur kenndi hann öllum söng í bamaskólanum og í gagnfræðaskólanum. Og þótt við værum kannski ekki vandræðalýður þá var þetta enginn englahópur, svo mikið er víst. Eitt sinn á árshátíð gagnfræðaskólans klappaði hópur stráka Önnu Áslaugu niður þar sem

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.