Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „ ivuttfMn'm'HlL Þessir hringdu . . . Skautasvell á Tjörnina Gamall Reykvíkingur hringdi: „Nú er Tjömin öll ísilögð eftir frostið undanfarna daga. Ég vil beina því til borgaryfirvalda að láta gera gott skautasvell í norðu- renda Tjamarinnar eins og gert hefur verið. Einnig þyrfti að koma upp einhverri aðstöðu fyrir fólk sem vill stunda skautaíþróttina þama. Ekki þyrfti miklu til að kosta, t.d. mætti flytja vinnuskúr á staðinn." Meira þungarokk Þungarokkari hringdi: „Tónlistarsmekkur þeirra sem ráða ferðinni hjá nýju útvarpsstöðvunum er óneitanlega nokkuð einhæfur og fylgja þær því miður að mestu leyti þein-i stefnu sem rás 2 mótaði illu heilli í upphafi. Alls kyns undanrennu- músík er flutt frá morgni til kvölds og reyndar allar nætur. Ærlegt þungarokk heyrist hins vegar alltof sjaldan. Stjórnendur þessara útvarsstöðva ættu að taka sig á og hafa nokkra þætti í viku þar sem flutt væri þungarokk ein- göngu." Hefur skattbyrðin aukist? F.S. hringdi: „Ég hef verið fremur fylgjandi staðgreiðslukerfí skatta en hitt en nokkuð bregður mér í brún nú þegar ég kynnist því að eigin raun. Er það ekki rétt hjá mér að skattar hafí verið hækkaðir töluvert með tilkomu þessa kerfís? Ég hélt að látið yrði nægja að setja á matarskatt þó gömlu skattarnir yrðu ekki hækkaðir líka. Gaman væri að sjá nákvæ- man samanburð á þessum tveimur skattkerfum og úttekt á því hversu mikið skattbyrði þjóðar- innar hefur aukist að undanf- örnu.“ Látið ekki hundana ganga lausa Til Velvakanda. Ég sá mig tilneydda að skrifa nokkrar línur í Velvakanda út af skoðanakönnun sem Skafís vann fyrir skrifstofu borgarstjóra um hundahald. Þar kemur fram að 66% Reykvíkinga sem tóku afstöðu í könnuninni telja að tekist hafi vel með þessa tilraun en 33,8% telja hana hafa tekist illa. Ég ætla að taka það fram að ég er ekki á móti hundahaldi ef farið er eftir settum reglum um hundahald. í götunni sem ég bý í er allt fullt af hundum, flestir ganga þeir laus- ir og oft hef ég séð þá glefsa að bömunum og urra. Það er ekkert grín að vera bam í þessu hverfi og vera hræddur við hunda. Dóttir mín sem er sex ára kemur oft og iðulega hlaupandi heim skjálfandi úr hræðslu og segir mér frá hinum og þessum hundi sem gengur laus. Og ekki fer hún aftur fyrr en ég hef sannfært hana um að hundurinn sé farinn. Þetta skap- ar oft vandræði þegar hún er á leiðinni í skólann. Fyrir rúmu ári var hún ekki hald- in þessari ofsahræðslu við hunda. Þá skeði það að hún og vinkona hennar fóru að elta hund sem býr hér í götunni, og hljóp hann út á stóra umferðargötu hér í grennd við okkur, og hún hljóp á eftir hund- inum og varð fyrir bíl. Það var bara fyrir snarræði ökumanns að hún varð ekki undir bílnum heldur skall hún á hliðarspegli bflsins og fékk heilahristing. Börn blindast oft í hita ieiksins. En þið hundaeigend- ur ættuð ekki að gefa þeim færi á að leika sér svona. Hvemig væri að birta tölur um hunda sem em skráðir hjá borginni og hvað margir hundar em í eigu fólks í borginni, ekki sakar að fá birtar reglur um hundahald. Að lok- um, kæm hundaeigendur, hafíð hundanna inni hjá ykkur ef þið eig- ið ekki ólar handa þeim. Móðir Fæðingarorlof verði jafnt fyrir allar konur Draumvísa Til Velvakanda Ömmu mína dreymdi vísu sem hún hefur aldrei heyrt áður eða les- ið. Vísan er henni mjög hugleikin og ef einhver kannast við vísuna væri gaman að vita hvaðan hún er. Vísan er svona: Lestu bréfið, látu það svo rata bjartan, glaðan eldinn á, svo enginn maður fái að sjá. Jónína Bjarnadóttir Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, em ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistía og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Til Velvakanda Undanfama daga hefur staðið yfír kynning á breyttu fyrirkomu- lagi fæðingarorlofs. Þar á meðal er lenging fæðingarorlofs um einn mánuð og aukin réttindi maka bænda. Samt virðist mér að einn hópur kvenna hafi algerlega orðið útundan eins og áður en það em heimavinnandi húsmæður. Heldur háttvirtur ráðherra virkilega að húsmæður nái ekki 1032 dagvinnu- stundum á heilu ári? (þ.e. tæplega þrjár klukkustundir á dag!) Nei, samkvæmt þessum nýju reglum eins og þeim gömlu fá hús- mæður aðeins um það bil einn þriðja af því sem útivinnandi konur fá. Hugsið ykkur mæður með böm á skólaaldri, böm sem sífellt em að fara í skólann eða koma hpim. Stundartöflur í sumum skólum em ekki beint til að hrópa húrra fyrir. Yngri börnin komast ekki í leik- skóla fyrr en um þriggja ára aldur og hvar eiga þau að vera þangað til? Og sem betur fer emm við líka til sem viljum og langar til þess að vera hjá bömunum okkar fyrstu árin (ekki bara ijóra mánuði) og viljum við sannarlega ekki vera flokkaðar þriðja flokks þjóðfélags- þegnar vegna þess. Hið nýja staðgreiðslukerfi skatta gerir okkur ekki einu sinni kleift að nýta fullan persónuafslátt ef við emm svo ósvífnar að afla ekki tekna, þ.e. beinharðra peninga, til heimilisins. Er ekki tímabært að leiðrétta þetta misrétti? Auðvitað á fæðingarorlof að vera jafnt fyrir allar konur. H.Þ. a KASKÓ skemmtir MÓDELSAMTÖKIN S Ý N A. HUGLEIDA fSm HOTEL AAguigMyrir kr. 200.- Byijendanámskeid hjá karatedeild Gerplu eru að hefjast. Kennt verður Shotokan karate. Æft verður á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum í íþróttahúsi Gerplu, Skemmuvegi 6, Kópavogi. Innritun í síma 74925 eftir kl. 16.00. Byrjendanámskeið í KARATE Þjónustumiöstöð EIMSKIPS í Sundahöfn er vettvangur góöra atvinnutækifæra. Þessa dagana leitum við að starfsmönnum til framtíöarstarfa í eftirfarandi stööur: 1. Lyftarastörf 2. Vörumóttaka (8 tímar á dag) 3. Almenn störf á hafnarsvæði 4. Afleysingastarf í smurstöð Hjá okkur er góður vinnuandi, næringaríkt mötuneyti og lifandi starfsmannafélag. Ef þú hefur áhuga á góðri vinnu með mikla framtíðarmöguleika þá skaltu hringja í síma 689850 Framtíðar- starfið færðu hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.