Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Nokkur orð til umhugsunar eftir Einar Örn Björnsson Eins og nú horfir í efnahagsmál- um þjóðarinnar blasir við að út- flutningsatvinnuvegimir eru reknir með tapi, einkum þær greinar sem bundnar eru við viðskipti við Banda- ríkin, og verkar það einnig á önnur viðskipti. Ef ekkert verður að gert mun verðbólgan aukast og færa allt úr skorðum er ávannst í tíð fyrrverandi ríkisstjómar. Launa- samningar em lausir um áramót og þegar hefur slitnað upp úr samn- ingaviðræðum vinnuveitenda og verkamannasambandsins. Hvað er til ráða til að forða þjóðinni frá slíkri holskeflu? 1. Gengið á að fella að því marki sem nægilegt er til að útflutn- ingsatvinnuvegimir geti gengið en fastgengisstefna er blekking er byrgir mönnum sýn eins og nú er komið. 2. Leiðrétta ber lægstu laun þess fólks er vinnur í fiskvinnslu og annarra er stunda störf er telj- ast til láglauna, en hærri laun hækki ekki. 3. Jafnhliða nefndum ráðstöfunum verður að tryggja að hverskonar þjónusta hækki ekki á því tíma- bili sem kann að verða ákveðið. Ef ekki næst samkomulag um þessi mál í frjálsum samningum aðila vinnumarkaðarins taki Alþingi og ríkisstjom í taumana og tögfesti verðlag og kaupgjald til eins árs eins fljótt og kostur er. Þetta er leiðin til að bjarga útflutningsat- vinnuvegunum frá hmni og ná viðspymu til betri lífskjara fyrir alla. Eina ráðið er að þjóðarsátt fáist um þessi mál og eitt ár er ekki langur tími í vegferð þjóðar en gæti ef vel til tekst skapað grundvöll að stöðugri efnahags- þróun en áður hefur þekkst. Þetta em gmndvallaratriði sem allir ættu að skilja áður en í óefni er komið. Bifreiðaskatturinn er ríkisstjóm- in ákvað á að fella niður en það er ranglátt skattheimta og eins- dæmi hér á landi er gæti leitt til þess að hinn almenni maður yrði skattlagður eftir þyngd á göngu sinni um þjóðfélagið. Einnig ber að fella niður 300 milljónir sem ætlaðar em til bygg- ingar radarstöðvanna og em á fjárlögum 1988. Þá ber að ná samn- ingum við Bandaríkin um að þeir greiði allan kostnað vegna bygging- ar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli þar sem gamla flugstöðin kemur vamarliðinu til nota en þær 300 milljónir sem ætlaðar em til radar- stöðvanna yrðu lagðar í flugvalla- og hafnaframkvæmdir út á lands- byggðinni. Einar Öm Björnsson „Eina ráðið er að þjóð- arsátt fáist um þessi . mál og eitt ár er ekki langnr tími í vegferð þjóðar.“ Einnig er nauðsynlegt að tekið verði gjaldeyrislán til að eyða við- skiptahalla sem fyrirsjáanlegur er og tryggja með þeim hætti við- skiptaaðstöðu útflutningsatvinnu- veganna og styðja þá efnahags- stefnu sem nefnd er hér að framan. Alþýðubandalagið hefur hafið upp mikinn hávaða um flugstöðina í Keflavík, ekki til að greiða úr málum heldur til að þeyta upp gam- alkunnum óhróðri gegn samskipt- um við vestrænar þjóðir. Hitt er augljóst að bygging flugstöðvarinn- ar hefur farið fram úr áætlun. Núverandi utanríkisráðherra lýsti því yfir áður en flugstöðvarbygg- ingin var hafín að Bandaríkin ættu að greiða allan kostnað við hana. Nú er Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra og á að standa við orð sín og beita áhrifum sínum um að slíkt verði að vemleika. Það þýðir ekki lengur að skella skolla- eymm við því að íslendingar verða að fá endurskoðun á úreltum varn- arsamningi. Flugstöðin er dæmi um það en gæti verið undanfari að endurskoðun hans. Það er orðin knýjandi nauðsyn að varnarsamn- ingurinn verði endurskoðaður í heild sinni og í staðinn komi ftjáls sam- vinna við félagsþjóðir íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. Gunnar- Thoroddsen fyrrveradi iðnaðarráðherra lýsti því yfir á fundi á Egilsstöðum 1977 að hann myndi flytja tillögur um þessi mál inn á ríkisstjómarfund um endur- skoðun vamarsamningsins, þar sem flugvellir, vegir og almannavarnir yrðu felldir inn í hann. Meðráð- herrar hans urðu hljóðir við og sumir reyndu að eyða málinu, en það lifir góðu lífi og ætti með góð- um vilja og samstöðu þjóðarinnar að fást í gegn. Lokaorð Ef sú leið er farin sem hér er lýst þá er hægt að minnka þá miklu skattbyrði er dynur á þjóðinni. Söluskattur á matvæli er ósæmi- legur og skapar erfíðleika í að ná samningum aðila vinnumarkaðarins og ýtir þar með undir óðaverðbólgu er skapar niðurrifsöflum áframhald iðju sinnar og ættu því stjórnvöld að gefa eftir í þessu efni. íslendingar verða að skilja að gjaldmiðillinn verður að fylgja þeim breytingfum sem verða á heimsvið- skiptum á hverjum tíma. Höfundur er bóndi á Mýnesi. PIOIMEER GEISLASPILARAR ÞÚ GETUR GRÆTT stórfé með því að mæta til leiks með réttar upplýsingar Viðskipta- og tölvublaðið, 6. tbl. ’87, er komið í bóka- og tölvuverslanir. Áskriftarsími 91-82300 Vi? - Frjálstframtak 8? imm 6. TBL 6. ARG W87. VERÐ KR- 329 TÖLVUSAMSKIPTI - TÖLVUTELEX - SÍMFAX GAGNANET - RAFEINDAPÓSTUR - SKRIFSTOFUKERF! Hvað þýðir þessi rtýja tækní fyrír atvinnulíf? Samanburður á kostnaði við kaup og rekstur fjölnot- endakerfa. Hugbúnaður skoðaður; Nýtt launakerfi fyrir IBM PC. Nýtt launakerfi fyrir Macintosb, MegaFlight-kerfið, hagkvæm öryggisafritun. TÆKNINÝJUNGAR - TÖLVUNÝJUNGAR Nýjungar frá Hewlett-Packard Nýjar tölvur frá Digital Nýr búnaður frá IBM Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Fyrir 40 árum: Hún: Þér virðist þykja vænna um kjötbohurnar en um mig! Hann: Nei, elskan mín, mér þykir auðvitað vænna um þig, vegna þess hve þú býrð til góðar kjötbollur. Matar-ástin er lífseig. Sagan gæti hafa verið sögð í dag. Hún hljómar jafnvel betur með smá breytingu á hlutverkaskipan, þannig að „hann“ fer í hlutverk „hennar", og „hún“ í hlutverk „hans“. Það hljómar ágætlega svona til tilbreytingar. Ekki rétt? Til að létta „piltunum" starfíð á nýju ári, fylgir hér réttur kjörinn til að öðlast ást og virðingu „els- kunnar“ sinnar. Skötuselur gratineraður með osti 1 kg skötuselur, 3 bollar vatn, 2 ten. kjúklingakraftur, 1 laukur, 2 gulrætur, 4 matsk. púrra (græni hlutinn saxaður), 1 tsk. parsley eða 1 matsk. söxuð steinselja, 1 lárviðarlauf, l'/2 tsk. tarragon (estragon), 2 tsk. salt, 4—5 heil piparkom. 1. Best er að útbúa soðið í jafn- inginn fyrst. Sett er í pott vatn, kjúklingakraftur, laukur saxaður, gulrætur hreinsaðar og saxaðar, púrra, parsley eða steinselja, Iár- viðarlauf brotið í sundur, tarrag- on, salt og piparkom. Suðan er látin koma upp og er sósuefnið soðið eða látið krauma í 20 mínút- ur á meðan bragðefnin eru að jafnast. 2. Skötuselurinn er skorinn í stykki og soðinn í 10—15 mínútur eða þar til hann er laus frá beini eða brjóski. Þau eru síðan Ijar- lægð ásamt hinni hlaupkenndu himnu sem umlykur fiskinn. Fisk- urinn er síðan hlutaður í stykki í munnbitastærð. Því næst er jafningurinn út- búinn: 25 gr smjörlíki, 4 matsk. hveiti, 2 bollar grænmetissoð síað, V3 bolli mjólk, % bolli rifínn ostur mildur. 1. Smjörlíkið er hitað í potti, hveiti er bætt út í og hrært með grænmetissoðinu (grænmetið síað frá) og mjólk eða undanrennu (nú eða ijóma). 2. Sósan látin sjóða í nokkrar mínútur og er stöðugt. hrært í á meðan hún er að jafnast. Helm- ingur af ostinum er settur út í heita sósuna. Hún á að vera bragðmikil og hæfilega þykk. Bætið í hana salti og möluðum pipar ef þurfa þykir. 3. Skötuselsbitamir eru settir í eldfast fat og er sósunni hellt yfir þá og því sem eftir er af ostin- um stráð yfír. 4. Fatinu með fiskinum er síðan brugðið undir grill, eða þar til sósan er orðin vel heit í gegn og osturinn bráðinn með létt- brúnum lit. Með rétti þessum er og vinsælt að bera fram „franskar", þ.e. þessar þráðmjóu úr dós! Það má án ef nota aðrar fisk- tegundir en skötusel í þennan ágæta rétt. Gangi ykkur vel. Verð á físki á nýju ári liggur ekki fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.