Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANUAR 1988
29
íslenskra stjórnvalda um árabil, Rio
Tinto Zink Metals, er ekki lengur
í símaskránni.
Stofnkostnaður kísilmálmverk-
smiðjunnar hefur verið áætlaður
innan við 3 milljarða íslenskra
króna. Hér er því um miðlungsstórt
fyrirtæki að ræða, sem fyllilega var
kleift fyrir íslendinga að eiga og
reka einir og óstuddir, en lög um
verksmiðjuna útilokuðu ekki sam-
starf við aðra aðila sem minnihluta-
eigendur.
Fyrirhuguðum samstarfsaðila,
Rio Tinto Zink, var veittur óskorað-
ur aðgangur að þeirri þekkingu og
samböndum, sem aflað hafði verið
á vegum íslenska ríkisins, og er það
eitt af mörgu sem er gagnrýnivert
við meðferð þessa verksmiðjumáls
í tíð ríkisstjómar Steingríms Her-
mannssonar.
Næsta skref: Útlend-
ing-arnir virki!?
Handahóf hefur ráðið ferðinni
um orkunýtingu og raforkufram-
leiðslu síðustu 5 ár. í stað þess að
halda áfram víðtækri athugun á
hagnýtingu orkunnar út frá þjóð-
hagslegum forsendum og innlendu
forræði hefur verið einblínt á út-
lenda kaupendur að orkunni með
þeim árangri sem við blasir.
En talsmenn erlendu stóriðjunnar
eru samt ekki af baki dottnir. Enn
og aftur skýtur sú hugmynd upp
kollinum að fyrst útlendingamir
vilja ekki kaupa af okkur orkuna,
sé næsta skrefið að bjóða þeim að
virkja fyrir eigin kostnað. Þessi
hugsun var sett fram við íslensk
stjómvöld af Alusuisse í „áætlun
INTEGRAL“ um miðjan síðasta
áratug. Nú birtist hún okkur í ný-
legri skýrslu Orkustofnunar
„Vatnsorka á íslandi" (júlí 1987),
þar sem rakin er uppskera af hugar-
flugsfundi („brain storming") frá í
maí 1986. Þar segir m.a.:
„Fram til þessa hefur ævinlega
verið gengið út frá því að Lands-
virkjun reisti og ætti stór vatns-
orkuver. Þeirri hugmynd var hreyft
á hugarflugsfundunum að líta ætti
á þann möguleika að heimila erlend-
um orkuneytendum að virkja fyrir
eigin reikning og nýta virkjunina í
umsaminn afskriftartíma hennar,
t.d. 40 ár . . . Þessa hugmynd þarf
að ræða hér af alvöru og án for-
dóma.“ Astæðan fyrir þessum
hugmyndum er auðvitað sú, að
menn em þótt með óbeinum hætti
sé að viðurkenna að minna en ekk-
ert sé að hafa upp úr orkusölunni
einni saman og því sé eins gott að
láta útlendingana taka á sig áhætt-
una af virkjununum líka!
Framtíð orkuiðnaðar
í byrjun gerði ég grein fyrir
megindráttum í þeirri stefnu, sem
fylgt var í orkumálum og varðandi
athugun á orkuiðnaði þau ár sem
ég starfaði sem iðnaðarráðherra.
Eg vil ekki fullyrða að allt hafi þar
vel til tekist. Þessi ár einkenndust
af mikilli olíuverðshækkun, sem að
hluta hefur gengið til baka. Stórt
átak var gert til að koma innlendum
orkugjöfum í gagnið til húshitunar.
Skipulegar aðgerðir hófust til orku-
sparnaðar. Raforkuiðnaðurinn var
endurskipulagður og komið á sama
verði í heildsölu frá afhendingar-
stöðum byggðalína.
Ég hef hér rakið hvemig orkusal-
an til útlendinga hefur siglt í strand.
Nýlegar orkuspár varðandi almenn-
an markað sýna mun hægari vöxt
í orkueftirspurn en ráð var fyrir
gert í eldri spám um þetta efni.
Það er því eðlilegt að spurt sé
hverjar séu horfurnar. Eiga menn
að pakka saman, hætta að hugsa
um virkjun vatnsafls og jarðvarma
og orkunýtingu til iðnaðar?
Ég held ekki. Hins vegar er nauð-
synlegt að endurmeta nú stöðuna
og þær aðferðir sem beitt hefur
verið á þessu sviði.
Við getum prísað okkur sæla að
hafa hér yfir gnótt óbeislaðrar orku
að ráða og þurfa t.d. ekki að horfa
framan í vanda kjarnorkuiðnaðar í
eigin landi. Ég hef aldrei skilið
söknuð manna yfir að sjá vatn
streyma óbeislað til sjávar eða reyki
stíga upp frá óspilltum jarðhita-
svæðum! Einmitt slík ósnortin gæði
em hluti af auðæfum lands okkar.
Staðan í orkumálum umheimsins
er ótrygg. Það á ekki síst við um
kjarnorkuiðnaðinn og verðlag á
olíuvörum. íslenskar orkulindir eru
að vísu fábrotnar og duga ekki með
beinum hætti til að knýja sam-
göngutæki, bíla og skip. Hins vegar
eru þar möguleikar í framtíðinni,
bæði með framleiðslu á fljótandi
eldsneyti svo sem metanóli og
ammóníaki og með rafgeymum.
Skylt er að fylgjast með og þróa
slíkar aðgerðir til að við séum við-
búnir breyttum aðstæðum, þótt slík
framleiðsla sé óhagkvæm enn sem
komið er. I þessu sambandi má
minna á rannsóknarverkefni, sem
unnið er að í samvinnu Háskóla
íslands og Tennessee-háskóla í
Bandaríkjunum um hagnýtingu
ammóníaks í aflvélar sem nýta
mætti í skipum.
Rannsóknir og þróun-
arstarf undirstaðan
Á sviði orkunýtingar verðum við
að tefla fram innlendu hugviti og
þekkingu og átta okkur á að ekk-
ert fæst án fyrirhafnar í heimi
vaxandi samkeppni og alþjóðlegrar
verkaskiptingar.
Rannsóknir og þróunarstarf er
því óhjákvæmilegur undirstöðuþátt-
ur á þessu sviði, ef við ætlum að
standa á eigin fótum og geta aðlag-
að erlenda þekkingu að íslenskum
aðstæðum. Fastar greiðslur fyrir
tækniþóknun til erlendra aðila,
hvort sem þeir heita Alusuisse eða
Elkem, eru fornaldarsamskipti sem
við eigum ekki að láta bjóða okkur.
Þess í stað eigum við að eiga sam-
starf við útlendinga á jafnræðis-
grundvelli og hagnýta okkur
reynslu og þekkingu sem víðast að.
Eitt af fáum innlendum þróunar-
verkefnum hefur tengst Sjóefna-
vinnslunni á Reykjanesi, en það
fyrirtæki hefur ekki verið hátt skrif-
að í umræðu síðustu missera.
Ýmislegt fór þar úrskeiðis í fjár-
hagslegu tilliti, ekki síst vegna
skipulagsleysis. Hinu vilja menn
gleyma, að þama er verið að vinna
brautryðjendastarf í hagnýtingu
jarðvarma til iðnaðar. Síðustu tvö
árin hefur þar tekist að þróa vinnslu
á afurðum eins og kolsýru, heilsu-
salti og kísil, sem lofa góðu og
gætu orðið upphaf að umtalsverð-
um útflutningi. Þarna er einnig
unnið að hagnýtingu jarðvarmans
til fískeldis og forráðamenn Sjó-
efnavinnslunnar telja einnig að
ylrækt (hydrophonics) með samspili
varma, raflýsingar og kolsýru geti
orðið áhugaverður framleiðslukost-
ur.
yissulega er það umhugsunar-
efni, hversu takmörkuð hagnýting
er á jarðvarma til iðnaðar. Éf til
vill er ástæðan sú, að virkjun jarð-
varma er flókin og alláhættusöm.
Því þyrfti að vera til staðar virkj-
unaraðili, sem býður orkuna beisl-
aða, svipað og er um vatnsaflið,
eins og vísir var að meðan Jarð-
varmaveitur ríkisins störfuðu.
Eitt af því sem leggja þarf
áherslu á er fullnýting eða þrepa-
nýting framleiddrar orku og
samstilling mismunandi orku-
kerfa, vatnsafls og jarðvarma.
Þetta á m.a. við í ljósi núverandi
vitneskju um takmarkaðan orku-
forða jarðhitasvæðanna. í því
sambandi má minna á tillögur, sem
settar voru fram fyrir tveimur árum
um að Landsvirkjun byði Hitaveitu
Reykjavíkur að kaupa umframraf-
orku til húshitunar með það í huga,
að unnt væri að fresta í allmörg
ár framkvæmdum við Nesjavalla-
virkjun. Eðlilegt hefði verið að gerð
væri úttekt á þjóðhagslegu gildi
slíkrar orkunýtingar, áður en hug-
myndinni væri hafnað. Með þessu
móti hefði jafnframt verið unnt að
draga úr álagi á núverandi jarð-
varmakerfi, sem mjög er farið að
tapa styrkleika.
Fiskeldi stærsta
viðfangsefnið
Margt af framtíðarverkefnum í
orkunýtingu getur tengst matvæla-
framleiðslu, ekki síst fiskeldi. Þar
er að opnast stórfellt nýtingarsvið
á lághita, sem í senn kallar á rann-
sóknir og varmavinnslu. Einnig
getur orðið um umtalsverða raf-
orkunýtingu að ræða, m.a. í
tengslum við dælingu á sjó í þágu
strandeldis. Annað alifiskeldi, eins
og á lúðu, sandhverfu og ál, þarfn-
ast lághita við íslenskar aðstæður.
Til að fiskeldi verði hér samkeppnis-
fært skiptir afar miklu að unnt sé
að leggja til orku með sem hagstæð-
ustum kjörum. Hér er líklega um
stærsta mál í íslenskri atvinnu-
þróun að ræða um þessar
mundir. Það er stórbrotið verkefni
að tengja saman náttúrugæði eins
og orku, ferskt vatn og ómengaðan
sjó í ræktunarbúskap í fiskeldi víða
um land.
Einnig á öðrum sviðum sjávarút-
vegs þyrfti að auka hlut innlendrar
orku og afla markaðar fyrir um-
framorku með sveigjanlegri verð-
lagningarstefnu. Þetta á bæði við
um nýtingu jarðvarma í fiskimjöls-
verksmiðjum og raforku í fiskiðn-
aði, en frystihús kaupa raforku á
allt að 10-földu verði á við það sem
gildir um orkufrekan iðnað.
Með þessu er ég ekki að hafna
efnaiðnaði eða málmbræðslum,
ef góðir kostir finnast. Líkurnar á
hagkvæmum og viðráðanlegum fyr-
irtækjum á því sviði eru hins Vegar
minnkandi vegna samkeppni við
orku og ódýrt vinnuafl í þróun-
arríkjum. Minna má þó á nýlegar
athuganir svo sem á natríumklór-
atvinnslu og magnesíumvinnslu
hérlendis, hið síðartalda í tengslum
við járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga. Fjórtán þúsund
tonna magnesíumverksmiðja þyrfti
um 170 gígavattstundir árlega í
orku og um 140 manna starfslið
eða svipað og í ráðgerðri kísilmálm-
verksmiðju.
Efla þarf rannsóknir í tengslum
við starfandi fyrirtæki í orkuiðnaði
og vegna þróunar nýrra tækifæra.
Þar má nefna gott fordæmi hjá
Jámblendiverksmiðjunni, sem leitað
hefur samstarfs við Háskóla Islands
með góðum árangri. Markaðsrann-
sóknir og vöruþróun mega síst
af öllu sitja á hakanum. Það er al-
varlegt íhugunarefni, að nú þegar
þekking og hugvit eru orðin mikil-
vægustu þættir í atvinnulífi skuli
íslensk stjómvöld ganga fram af
tillitsleysi gagnvart rannsóknar-
starfsemi í landinu.
Hugvit og þjóð-
legur metnaður
Mikilvægt er að bæta stjórnun
og skipulag af opinberri hálfu vegna
orkuiðnaðar. Þar þarf iðnaðarráðu-
neytið að veita skilmerkilega
forystu í stað þess að treysta um
of á nefndir úti í bæ. Eðlilegt er
að fela stofnunum á vegum ráðu-
neytisins og verkfræðistofum
athuganir og úrlausn verkefna sem
varða rannsóknir og þróun í orku-
iðnaði. En forysta fyrir slíkum
verkum og fjárhagslegt aðhald þarf
að vera tryggt.
Alþingi hlýtur sem fjárveitinga-
vald að gera kröfu til þess að eiga
aðgang að upplýsingum um áform
og rannsóknaþörf í orkunýtingu,
og þinginu ber að móta almenna
stefnu til að greiða fyrir æskilegri
þróun. í því sambandi þarf að gefa
meiri gaum en hingað til að minni
iðnaðartækifærum sem byggja á
orku og hugviti og hlúa að því að
slík fyrirtæki geti risið víða á
landinu.
I orkuiðnaði eigum við að beina
sjónum okkar meira að gæðum en
magni, að þjóðhagslega arðbærum
fyrirtækjum sem falla að getu og
gerð íslensks samfélags, eins og við
viljum sjá það þróast. Ein af forr
sendum orkuiðnaðar á að lúta að
ströngum kröfum um mengunar-
varnir og virkjunum eigum við að
raða í forgangsröð með tilliti til
umhverfisverndar.
Islenskir verkfræðingar og hug-
vitsmenn á mörgum sviðum þurfa
að sameina krafta sína til að laða
fram þær lausnir í atvinnulífinu,
sem tryggt geti góð lífskjör í
landinu um langa framtíð. Aðeins
með því að tengja saman hugvit,
orku og þjóðlegan metnað getum
við vænst þess að gæði landsins
verði til blessunar fyrir okkur og
komandi kynslóðir.
Höfundur er nlþingismaður Al-
þýðubandalags fyrir Austurlands-
kjördæmi.
Váet^'ösa9
1
útoab'"
Gæðatónlist á
góðum stað.
gramm
Laugavegi 17 101 Reykjavík
Sími 91-12040
ÍRasses
Bteta-
ÝMSIR GÆÐAGRIPIR:
TheBambiSlam-ls
Black Sabbath
Elvis Costello - T rust
Cramps - Live
Death Angel - The Ultra Violence
Don Dixon - Romeo at Julliard
Everly Brothers
- Greatest Recordings
Fields of Nephilm - Dawn Razor
Godfathers - Hit by Hit
Grateful Dead - In tha Dark
Nanci Griffith
- The Last of the True
tSS*
"Ö&f
Guana Bats - Live Over London
John Hiatt - Bring the Family
Jesus and the Mary Chain
- AprilSkies
Elmore James - The Original Metor
Jet Black Berries
- Desperate Fields
Microdisney
- The Clock Comes Down
Miracle Legion - Surprise
Mike Oldfield - Islands
Pink Floyd - A Monumentary Lapse
of Reason
Princess Tinymeat - Herstory
Scholly D - Saturday Night
ÓTRÚLEGT VERO: FRÁ 100 KR. OG UPP ÚR.
Sendum í póstkröfu samdægurs.
SS5T
Vi\&xöV.\jt.
Swans - New Mind
Stryper
- The Yellow and Black Attack
TheTriffids - Raining Pleasure
Jackie Wilson - Reet Petitte
Woodentops - Live
Jim Croce - Time in a Bottle
Camper Van Beethoven
GameTheory
New Order - Brotherhood
IkeTurner
ÍSLENSKAR PLÖTUR
BLUES
SOUL
ROCK’N’ROLL