Morgunblaðið - 07.01.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.01.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 39 Annarri umræðu lokið um kvótann í neðri deild: Tíu stjórnarþingmenn f lytja breytingartillögu við greinina um smábáta Banndögum fækkað enn frekar Morgunblaðið/Þorkell Talað til triUukarlanna Alþingismenn hafa talað mikið og lengi undanfama daga um stjómun fiskveiða en annarri umræðu um kvótafrumvarpið lauk í neðri deild í gær. Mesti ágreiningurinn hefur staðið um 10. grein frumvarpsins er fjallar um veiðar smábáta. Smábátaeigendur hafa íjölmennt á þingpalla þá daga sem umræðan um frumvarpið hefur staðið og þingmenn þá gjarnan brýnt raust sína upp á þingpalla. A myndinni er það Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður Borgarflokksins á Suðurlandi, sem talar til trillukarlanna. Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, hlýðir þolinmóður á. ANNARRI umræðu um frumvarp um stjórnun fiskveiða lauk í neðri deild í gær en atkvæðagreiðsla um frumvarpið mun fara fram i dag. Mjög skiptar skoðanir eru meðal þingmanna á frumvarpinu en mestur styrinn hefur staðið um 10. grein þess, þá er fjallar um smábáta. Matthías Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar neðri deiidar, flytur nokkrar breytingartillögur við frumvarpið og settu tveir stjórnarþingmenn, þeir Pálmi Jónsson (S/Nv) og Sig- hvatur Björgvinsson (A/Vf), það sem skilyrði fyrir stuðningi sínum við frumvarpið að hluti þeirra yrði samþykktur. Kristinn Péturs- son (S/Al), sagðist skilyrða stuðn- ing sinn við að Félag smábátaeig- enda gæti sætt sig við 10. greinina. Siðdegis í gær var svo lögð fram breytingartillaga við 10. grein frumvarpsins af þeim Kjartani Jóhannssyni (A/Rn), Alexander Stefánssyni (F/Vl), Guðna Ágústs- syni (F/Sl), Ólafi G. Einarssyni (S/Rn), Matthíasi Bjarnasyni (S/Vf), Guðmundi G. Þórarinssyni (F/Rvk), Ólafi Þ. Þórðarsyni (F/Vf), Árna Gunnarssyni (A/Ne), Jóni Sæmundi Sigurjónssyni (A/Nv) og Kristni Péturssyni (S/Al). Felur breytingartillagan m.a. í sér enn frekari fækkun banndaga en ennfremur verður meðalaflahámark hækkað úr 55 lestum í 60 í reglugerð. Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegBráðherra, fór nokkrum orðum um þá gagnrýni að þingmenn ættu að vinna að endurskoðun frumvarps- ins en ekki hagsmunaaðilar. Ráð- herrann sagði það vera sína skoðun að það væri einmitt heppilegt að kalla til þá hagsmunaaðila sem þyrftu að vinna samkvæmt þessum lögum daglega. Hann teldi það líka mjög hollt fýrir þingmenn að starfa með fulltrúum hagsmunaaðila í samráðsnefndinni og kynnast þeim hugsunarhætti sem lægi að baki þeirra viðhorfum. Þó mætti vissulega gagnrýna að frumvarpið hefði komið of seint fram en á því væru ýmsar skýringar. Annað atriði sem hefði verið mikið gagnrýnt væri hlutur smábáta og jafnvel sagt að þeir hefðu verið með- höndlaðir með óréttlæti. Halldór sagðist mótmæla því að ekki hefði verið hugað að hagsmunum þessara aðila. Áður en kvótakerfið hefði ver- ið tekið upp árið 1983 hefði afli smábáta verið 12.600 tonn, eða 4,3% af heildarþorskafla, en nú væri hann áætlaður 34.000 tonn eða 8% af heildarafla. Það væri svipað hlutfall og árið 1986. Menn þyrftu líka að hafa í huga að þorskafli yrði væntan- lega 345.000 tonn á næsta ári en hefði verið 380.000 tonn á síðasta ári. Hlutdeild þessara aðila í veiðum hefði því farið vaxandi. Nauðsynlegt væri nú að setja ein- hveijar reglur um þessar veiðar, vegna fjölgunar báta, ágætrar tíðar og fleiri atriða. Samdráttur í veiðum þyrfti að koma niður á alla aðila með réttlátum hætti. Sjávarútvegsráðherra vék einnig nokkrum orðum að breytingartillög- um Matthíasar Bjamasonar, form- anns sjávarútvegsnefndar neðri deildar. Varðandi þá tillögu að ráð- herra gæti ákveðið að rækjuafli sem fluttur væri út óunninn skyldi ákveð- inn með allt að 15% álagi, sagði Halldór að auðvitað mætti færa fýrir því rök að slíka heimild þyrfti í lög. Þetta hefði þó ekki verið vandamál nema einu sinni þegar rækjuafli brást í Barentshafi og mikið var flutt út af óunninni rækju til Noregs. Hann efaði þó að þetta gæfi tilefni til svona breytingar á lögunum. Einnig ræddi hann þá tillögu Matt- híasar að ráðherra gæti bætt byggðarlagi aflatap ef togari yrði seldur úr byggðarlaginu. Hann sagði heimild af þessu tagi vera mjög vand- meðfama og mjög teygjanlegt hvenær væri réttlætanlegt að beita svona ákvæði. Það gæti verið frei- standi fyrir byggðarlag að selja í burtu skip ef hægt væri að setja þrýsting á stjómvöld að bæta byggð- arlaginu það upp. Hins vegar þyrfti Alþingi að vera reiðubúið að taka á málum af þessu tagi. Einnig væri lagt til að samráðs- nefndin yrði kosin af Alþingi. Halldór sagði að sér hefði fundist rétt að þeir sem best þekktu til í þessum málum ættu sæti í nefndinni. Þama væri um málefni framkvæmdavalds- ins að ræða og teldi hann fullkomlega óeðlilegt að Alþingi væri að þrýsta sér á hveijum tíma í framkvæmda- valdið sjálft, það hefði fyrst og fremst löggjafarvald. Stefán Valgeirsson (SJF/Ne) spurði hvort það væri sjálfgefið að ef skip væri selt fylgdi aflinn með. Hann vék einnig að þeim ummælum sjávarútvegsráðherra að óeðlilegt væri að nefnd þingmanna yrði kosin til þess að íjalla um lögin þegar þau hefðu verið sett og vera n.k. um- sagnaraðili við hlið ráðuneytisins. Rétt væri að slíkt hefði ekki verið venjan hingað til en það bæri að hafa í huga að um óeðlilega löggjöf væri að ræða. í henni væru um 30 heimildir fyrir ráðherra og ráðuneyt- ið. Það gæti allt eins talist óeðlilegt að hafa allar þessar heimildir í lögun- um. Stefán sagðist telja að ef Halldór yrði sjávarútvegsráðherra þau þijú ár sem lögin ættu að gilda myndi hann taka þannig á máiunum að þolanlegt væri. Það myndi hins vegar koma honum á óvart miðað við þá „helstefnu“ í vaxtamálum sem nú ríkti. Stefán sagðist styðja tillöguna um tveggja ára gildistíma. Alexander Stefánsson (F/Vl) sagðist telja að fiskveiðistjómun und- anfarinna ára hefði náð ótrúlegum árangri. Hún hefði örugglega komið í veg fyrir ofveiði og mörg óbætanleg mistök sem hefðu getað reynst þjóð- arbúinu dýrkeypt. Þýðingarmikill þáttur stjómunar- innar byggðist á Hafrannsóknastofn- un og hefði hún gert það mögulegt að móta stefnu í þessum málum. Alexander sagði það hörmulegt að þingmenn hefðu ekki náð saman um að efla Hafrannsóknastofnun meira, framtíð íslensks sjávarútvegs væri í veði. Á þessu yrði að verða breyting því þessi stofnun ætti að segja til um uppbyggingu fískistofnanna. Auðvitað væru gallar á lögum um stjómun flskveiða en það væri eðli- legt í svo víðtæku máli. íslenska sjómannastéttin og útvegsmenn skyldu að hans mati nauðsyn stjóm- unar og Alþingi ætti að virða það. Að lokum lagði Alexander áherslu á að endurskoðunamefndin kæmi sem fyrst til starfa. Pálmi Jónsson (S/Nv) sagði galla kvótakerfisins vera að koma æ skýr- ar í ljós. Með þessu fmmvarpi væri verið að leggja til að færa fleiri grein- ar undir miðstýringu sjávarútvegs- ráðuneytisins. Þó meirihluti hefði náðst í sjávar- útvegsnefnd flytti formaður nefndar- innar breytingartillögur. Þessar tillögur sagði Pálmi yfírleitt vera til bóta og hann fengi ekki séð að þær röskuðu að neinu leyti kerfinu þó samþykktar yrðu. Pálmi ræddi síðan breytingartil- lögur Matthíasar. Sagði hann það geta orðið mikilvægt áð hafa í lögun- um ákvæði um.álag á útflutta rækju því svo gæti farið að ásókn yrði í þennan útflutning. Tillöguna um að Alþingi kysi hluta samráðsnefndarinnar hefði ráðherra sagt að hann gæti ekki sætt sig við. ALþingi væri að þrengja sér inn á svið framkvæmdavaldsins. Pálmi sagði að oft væru skýr fyrirmæli í lögum hvemig framkvæmdavaldið ætti að halda á málum en þessi lög væm með öðmm hætti. í þeim væm 30 heimildir sem væri að mestu í höndum ráðherra hvernig hann not- aði. Það væri ekkert óeðlilegt við það að Alþingi vildi hafa samráð um hvemig á málum yrði haldið. Pálmi sagðist vilja lýsa því yfir að afdrif ýmissa tillagna Matthíasar kynnu að hafa áhrif á afstöðu hans við lokaafgreiðslu málsins. Hann hefði einnig viljað sjá hagsmunum smábátaeigenda betur fyrir komið þó sjálfsagt væri að viðurkenna að mikið hefði verið komið til móts við þeirra sjónarmið. Skoraði hann á sjávarútvegsráð- herra að taka enn dagsstund til þess að ná samkomulagi um þessi mál. Ef ekki tæki hann þá áhætt.u að mál kynnu að ganga á annan veg en hann teldi æskilegt. Málmfrfður Sigurðardóttir (Kvl/Ne) spurði hvort menn á Al- þingi hefðu hugsað sér hvernig smábátaeigendur myndu bregðast við minni afla og fjölgun banndaga. Taldi hún að menn myndu fara að róa í verri veðmm og einir í auknum mæli. Sagði hún að það væri mikil ábyrgð sem menn væru að taka á sig með samþykkt þessa frumvarps. Kristín Halldórsdóttir (Kvl/Rn) sagði Kvenhalistann styðja tillögúr Matthíasar Bjamasonar um kosn- ingu í samráðsnefnd og að hægt sé að bæta byggðarlagi það upp ef skip er selt úr byggðarlaginu. Tillögur Alþýðubandalagsins sagði hún vera nálægt hugmyndum Kvennalistans en samt frábrugðnar. Þær myndu styðja tillöguna um breytingu á 10. greininni. Af tillögum Borgara- flokksins sagði hún að þær gætu að mörgu leyti tekið undir þær um fram- kvæmdanefnd og fískveiðidóm en báðar drægju úr valdi ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/ Ne) sagðist taka í einu og öllu undir framsögu Hjörleifs Guttormssonar (Abl/Ne) daginn áður. Þar hefði af- staða Alþýðubandalagsins verið tíunduð. Steingrímur J. sagði meirihluta sjávarútvegsnefndar gera meira úr þeim breytingum sem hún legði til en efni stæðu til. Það væri borin von að einn sjómaður gæti rekið sjálfan sig og bát á þeim veiðiheimildum sem væru boðaðar. Breytingartillögur meirihlutans breyttu ekki þeirri stað- reynd. Þingmaðurinn vék síðan að viðtali við Steingrím Hermannsson, utanrík- isrðaherra, sem birtist í Tímanum 30. desember sl. Þar segði ráðher- rann að samkomulag hefði náðst í ríkisstjóminni um að ef fiskveiði- stjómunarfrumvarpið yrði ekki samþykkt fyrir áramót þyrfti að sam- þykkja það strax á nýju ári og ekki yrðu gerðar á því neinar þær breyt- ingar sem sjávarútvegsráðherra gæti ekki sætt sig við. Þetta væri eitt það versta sem hann hefði séð í mörg ár, sagði Steingrímur J. Samkvæmt þessu ættu þingmennimir 63 ekki að gera annað en að rétta upp hönd- ina eins og sjávarútvegsráðherra þóknaðist. Ummæli af þessu tagi væru með slíkum eindæmum að þótt ýmislegt skrautlegt hefði verið haft eftir þessum ráðherra þá hefði aldrei verið jafn vegið að störfum Alþingis. Það væri stjómarskrárbrot að knýja þingmenn til þess að greiða atkvæði gegn samvisku sinni. Skoraði hann á utanríkisráðherra að draga þessi ummæli sín til baka og biðja þingið afsökunar. Hann minntist einnig á þau um- mæli sjávarútvegsráðherra að það væri fullkomlega óeðlilegt að Alþingi kysi samráðsnefnd. „Hvers konar bull er þetta?" spurði Steingrímur. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagðist hafa haft annað og betra að gera en að hlusta á „bullið“ í þessum þingmanni sem á undan honum hefði talað. Ráð- herrar hefðu öðrum skyldum að gegna. Dylgjur um persónu hans á borð við þessar sæmdu ekki nokkmm þingmanni. Utanríkisráðherra sagði að síðan hann hefði fyrst tekið sæti á þingi hefði alltaf verið reynt að ná sam- komulagi um framgang mála fyrir jólaleyfi. Það hefði þó aldrei gengið eins illa og nú. Ekki væri verið að binda hendur Alþingis heldur ná samkomulagi um framgang mála. Hann sagði að lokum að það hefðu verið vonbrigði að sjá afskræmið um byggðakvóta í tillögum Alþýðu- bandalagsins. Þar væri frekar um að ræða atkvæðaveiðar en fiskveiðar. Sighvatur Björgvinsson (A/Vf) bar saman flugráð við samráðsnefnd- ina og sagði flugráðið líkt og hana vera hugsað sem samstarfsnefnd með ráðherra um skipulag mála. Hann vék einnig að rimmunni um ummæli utanríkisráðherra og sagði eðlilegt að ríkisstjómin hefði tekið ákvörðun á borð við þá sem utanrík- isráðherra hefði lýst. Sighvatur gagnrýndi nokkuð spá- dóma Hafrannsóknastofnunar og sagði löngu vera kominn tíma til þess að skoða þær kennmgar sem verið væri að byggja fískveiðistefnu okkar utan um. Skoraði hann á form- ann sjávarútvegsnefndar neðri deildar að skoða forsendur útreikn- inga Hafrannsóknastofnunar og jafnframt fá utanaðkomandi vísinda- menn til að skoða starfsemi stofnun- arinnar. Sighvatur sagðist vera andvígur meginefni þessa frumvarps þar sem það gerði ráð fyrir því að sameign þjóðarinnar yrði skipt milli örfárra einstaklinga. Hann myndi þó geta unað við frumvarpið ef þorri tillagna Matthíasar Bjamasonar yrði sam- þykktur. Ef misbrestur yrði á því myndi hann gera lokatilraun við þriðju umræðu. Næði lunginn af til- lögunum ekki fram að ganga þá myndi hann greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Kristinn Pétursson (S/Al) sagði þetta mál vera mjög viðamikið og slæmt að þurfa að vinna það í jafn miklu tímahraki og raun bæri vitni. Hann ræddi aðallega um málefni smábáta og sagði það vera sína skoð- un að miðstýring kæmi illa við smábátaútgerð og smá byggðarlög úti á landi. Kristinn lýsti yfír stuðningi við tillögu Matthíasar Bjamasonar um að Alþingi kjósi í samráðsnefndina að hluta til og lagði áherslu á að vandað yrði til endurskoðunar þessa máls. Hann sagðist að lokum hafa viljað sjá meira fijálsræði í lögunum og setti þann fyrirvara við stuðning sinn að Landssamband smábátaeig- enda gæti sætt sig við 10. greinina í endanlegu formi. Kjartan Jóhannsson (A/Rn) kynnti næst breytingartillögu á 10. greininni sem samkomulag hafði náðst um. Sagði hann breytinguna m.a. felast í því að kaflinn um veiði- leyfí til handa bátum sem bindandi samningur hefur verið gerður um fyrir gildistöku laganna er umorðað- ur. Væri það gert vegna þess að erfitt gæti reynst að sanna að smíði á smábát væri hafín og kaflinn þyí umorðaður svo ekki yrði gengið á rétt þeirra sem lagt hefðu út veruleg- ar fjárhæðir í þessu skyni en gætu ekki sannað með tilhlítandi hætti. Einnig væri lagt til að banndögum yrði fækkað enn frekar og væri það vegna áhyggna af afkomu smæstu bátanna. Einnig væri verið að stuðla að því að menn héldu sig frekar við handfæri og línu. Ef þessi tillaga yrði samþykkt yrði mismunurinn á banndagaflölda miðað við síðasta ár einungis fímm dagar. Þeir hefðu verið 65 en yrðu nú 70. ' (• Óli Þ. Guðbjartsson (B/Sl) sagð- ist ekki sjá betur en að stjómarliðar væru á skipulögðu undanhaldi varð- andi þau þijú atriði sem Borgara- flokkurinn hefði lagt mesta áherslu á í efri deild, nefnilega varðandi gild- istíma laganna, norður/suður-línuna og smábátana. Gildistíminn hefði verið lækkaður úr 4 í 3 ár, aukning á karfakvóta á suðursvæðinu væri að verða staðreynd og rýmkað væri til fyrir smábáta. Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) sagðist styðja breytingar- tillögur þær, er meirihluti sjávarút- vegsnefndar hefði gert á 10. grein frumvarpsins um veiðar smábáta, þótt hann teldi þær ganga skammtj Hann taldi þó að það væru ekki ein- göngu smábátamir, sem illa væru staddir. Svo væri einnig farið um stóru loðnuskipin. „Þau virðast ekki á hægra bijóstinu hjá LÍÚ,“ sagði Hjörleifur og bætti því við að þessi skip hefðu tapað réttindum til þors- kveiða smátt og smátt, þar sem tveim þriðju þorskkvótans væri úthlutað óháð stærð. Hjörleifur gerði einnig að umtals- efni fjárveitingar til hafrannsókna og nauðsyn rannsókna og eftirlits, en hvom tveggja taldi hann ábóta- vant. Að lokum taldi Hjörleifur að fyrir- komulag fískveiðistjómunar væri afar mikilvægt hvað byggðamálin varðaði. Hann sagði að fólksfjölgunin á Suðvesturlandi, sem á undanföm- um árum hefði verið tíu sinnum hraðari en á landsbyggðinni, hefði eflaust orðið hægari ef stjóm fisk- veiða hefði verið með viðunandi hætti og aðstaða sjávarplássa þannig tryggð. Arni Gunnarsson (A/Ne) sagðist hafa haft fyrirvara á því fyrr í um- ræðum um frumvarpið að hann myndi samþykkja ákvæðin um veiðar smábáta í tíundu grein þess. Hefði hann þá ekki sagst munu samþykkja greinina óbreytta og ekki frumvarpið að henni óbreyttri. Nú hefði meirf- hluti sjávarútvegsnefndar hins vegar gert tillögur til breytinga á grein- inni, sem að sínu mati væru til mikilla hagsbóta fyrir smábátaeig- endur. Hann og aðrir, sem um frumvarpið hefðu fjallað, teldu þess- ar breytingar svo veigamiklar að hægt væri að sættast á greinina að þeim viðbættum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.