Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 56________________________________ hún lék á píanó. Ekki af því að hún spilaði ekki nógu vel. Hún spilaði of vel. Ég sat í grennd við prakkar- ana. Þetta voru strákar sem ólust upp við misjafnar heimilisaðstæður sem kenndu þeim snemma hóflausa sjálfsbjargarviðleitni. Þeir voru svo óralangt frá þeim tónlistarheimi sem Anna var gjörkunnug í. Ég efa að það hafí nokkum tíma hvarflað að þeim að biðjast afsökunar. Við lærðum ekki aðeins að leika á hljóðfæri í Tónlistarskólanum, heldur var tónfræðin ætíð ofarlega á blaði. Sigríður kenndi þeim hóp sem ég var í heima í borðstofunni á milli 6 og 7 á kvöldin. Stundum flýttum við borðstofuklukkunni á meðan Sigríður fór fram í eldhús að kveikja undir pottunum. En verkefnin reyndust ætíð svo mikil- væg og aðkaílandi að hún bað okkur í öllum bænum að vera aðeins leng- ur. Og smámsaman fór okkur að skiljast að við fæmm ekki út úr tónfræðitíma fyrr en á slaginu sjö, algerlega burtséð frá því hvað borð- stofuklukkan sýndi. Að sleppa billega var óhugsandi í Smiðjugöt- unni. Hins vegar fengum við oft að heyra um fleira en tónfræði. Til dæmis sagði Sigríður okkur stund- um frá því hvað væri að gerast i menningarlífínu í London þar sem Anna var í námi. Og mörgum ámm síðar þegar ég fór að hætta mér í nám erlendis þá hjálpuðu Sigríður yngri og Hjálmar mér í gegnum eyðublaðafmmskóginn sem er á leiðinni í bandaríska háskóla. Já, það var ekki einungis Ragnar sem dekraði við ísfírsk ungmenni, heldur öll fjölskyldan í Smiðjugötunni. Það er fleirum en mér sem fínnst sem Smiðjugata 5 sé ekki staðsett í ver- stöð norður við heimskautsbaug heldur einhvers staðar í grennd við London, París eða New York. Við fyrmm nemendur Tónlistar- skólans sem höfum valið okkur önnur viðfangsefni í lífínu en tón- listariðkun stöndum samt sem áður Fæddur 6. mars 1948 Dáinn 28. desember 1987 í dag kveð ég bróður minn og vin, Jón Sigurðsson, sem lést í Borg- arspítalanum þann 28. desember sl. aðeins 39 ára að aldri. Það var mikið áfall að frétta lát hans, þar sem hann tveimur dögum áður heimsótti mig hress og kátur að vanda. Langar mig að minnast hans fáeinum orðum. Jonni, eins og hann var kallaður, var fæddur í Hafnarfírði 6. mars 1948, sonur hjónanna Margrétar Þorleifsdóttur og Sigurðar Jónsson- ar. 18. júní 1970 kvæntist hann Auði Adólfsdóttur. Þau eignuðust 3 böm og em 2 þeirra á lífi. Þau heita Fjóla Björk, 16 ára, og Adólf, 12 ára. Missir þeirra er mikill. Jonni lærði húsasmíði ungur að ámm og starfaði við það æ síðan, fyrstu árin sem sveinn hjá öðmm en síðan sem meistari á eigin veg- um. Það sem einkenndi hann alla tíð var eljusemi og dugnaður. Jonni hafði gengist undir þijár erfíðar bakaðgerðir á jafnmörgum ámm og kom sér þá vel hans mikla viljafesta og bjartsýni. Einnig naut hann mikils stuðnings eiginkonu sinnar, sem ávallt stóð eins og klett- •ur við hlið hans og er ég henni þakklátur fyrir. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Ég og fjölskylda mín þökkum allar samvemstundimar, við mun- um sakna þeirra. Eiginkonu, bömum, foreldrum og öðmm ást- vinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. í stórri þakkarskuld við Ragnar og fjölskyldu. Þótt það sé vel fýrirsjá- anlegt að við munum aldrei skyggja á hvorki Vladimir Horowitz né Vladimir Ashkenazy þá munúm við lengi búa að því veganesti sem okk- ur var veitt af eindæma rausn á Smiðjugötu 5. Svala Sigurleifsdóttir Þeir sem vom að alast upp á Isafirði um miðjan sjötta áratuginn fóm fæstir með öllu varhluta af tónlistamppeldi Ragnars H. Ragn- ar. Ragnar kenndi þá söng í öllum bekkjum bamaskólans og einnig nokkmm hluta gagnfræðaskólans, auk þess að vera í óða önn að byggja upp eigin skólastofnun, Tón- listarskóla ísafjarðar. Pyrstu kynni mín af Ragnari urðu í söngtímunum í bamaskólanum. Söngtímar Ragn- ars snémst fyrst og síðast um söng, lög og ljóð, og einhvem veginn minnist ég helst hressilegra ætt- jarðarlaga við hrynfast og hljómm- ikið undirspil kennarans. Milli laga var þó stundum skotið inn stuttum en kappsfullum ræðustúfum, þeir vom eins og stef með tilbrigðum því allir fluttu þeir líkan boðskap, afdráttarlausan og auðskilinn hvetju bami: Tónlistin væri áreiðan- lega eitthvert það fegursta og eftirsóknarverðasta sem ' nokkur manneskja ætti kost á að kynnast. Ennfremur, að allir sem bæm sig eftir með dugnaði, gætu lært að syngja eða spila. Ofáar tölur með slíku inntaki flutti Ragnar yfír Is- fírðingum við ýmis tækifæri þessi árin. A hann það sameiginlegt flest- um tónlistarfrömuðum, sem áhrif hafa haft, að tjá einfaldan boðskap og skýr markmið á máli er fólk gat skilið. Ekki veit ég hvort hafði meiri áhrif orð mannsins eða æði en víst er um það að áhrif áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að í fyrrgreindum söngtímum í bama- skólanum skutu ýmis fræ rótum, í öllu falli fjölgaði með hveiju haust- Nú er komið að kveðjustund og þakka ég bróður mínum samfylgd- ina. Björgvin Þau válegu tíðindi bárust okkur hjónum símleiðis, vestur á ísafjörð, að kveldi 28. desember sl. að vinur okkar Jonni væri dáinn. Slíkum hör- mungarfregnum á maður bágt með að trúa, maður í blóma lífsins kallað- ur burt. Við trúum því að hans hafi beðið æðra starf og eitt er víst að margir hafa tekið vel á móti honum. Jonni var duglegur og góður drengur og traustur vinur vina sinna. Ég kynntist honum í Iðnskóla Hafn- arfjarðar en þá vorum við báðir 16 ára gamlir að hefja nám. Við lærðum báðir húsasmíði hvor hjá sínu fyrir- tækinu í Hafnarfirði og lukum sveinsprófí á sama tíma. A þessum árum vorum við mikið saman og mikið brallað og er ég sérstaklega þakklátur fyrir þessar góðu minning- ar sem enginn getur skyggt á. Það var mér mikil ánægja fyrir 12 árum er Jonni ákvað að kom vest- ur um tíma og vinna með mér. Var hann þá heimagangur hjá okkur hjón- um og varð sá tími einnig til að styrkja vináttuböndin. Á námsárum sínum kynntist Jonni eftirlifandi konu sinni, Auði Adolfs- dóttur, og hafa þau reynst hvort öðru stoð og stytta í gegnum árin og í sameiningu og samheldni komið sér upp glæsilegu heimili, fyrst á Blóm- vangi og síðar í Fagrahvammi 8 í Hafnarfirði. Ber heimilið með sér þokka og auðsjáanlegan dugnað og hefur alltaf verið sérlega þægilegt og skemmtilegt að heimsækja þau. Hendur þeirra hafa ávallt staðjð út- réttar til aðstoðar ef á hefur þurft að halda eins og margir hafa reynt. Jonni kom upp sínu eigin fyrirtæki og hafði alltaf nóg að gera enda var hann orðlagður fyrir dugnað og ósér- hlífni. inu þeim sem lögðu leið sína í Smiðjugötu 5 að innritast í tónlist- arskólann og reyna fyrir sér í músík. Ég átti því láni að fagna að hefja tónlistamám mitt í þessum skóla, nánar tiltekið á áttunda starfsári hans, og síðar kennslufer- il minn einnig. Tónlistarkennsla er margþættara fyrirbæri en margur hyggur. Hún snýst vissulega um sýnu fleira en að kenna bömum nótur og fíngra- setningar. Milli kennara, nemanda, tónlistar og jafnvel hljóðfæris ríkir flókið samspil þar sem hver þáttur getur ýmist eflt eða staðið í vegi fyrir framgangi annars. Hver sem hlutföllin kunna að vera milli með- fædds og áunnins tónlistaráhuga hvers einstaklings er fullvíst að eitt mikilvægasta hlutverk kennarans á fyrstu námsámm ungs nemanda er að glæða áhuga, virðingu og ást á viðfangsefninu. Ragnari tókst að blása okkur þessum kenndum í bijóst, hvort sem við vomm nem- endur skólans eða kennarar, honum tókst það af því að við skynjuðum að sjálfur var hann heill og sannur. Ragnari var gefín sú einlæga og óbilandi trú (eða kannski ræktaði hann þessa trú með sér) að það sem hann var að miðla öðmm skipti þá miklu máli að læra. Fyrir áhríf Ragnars lögðum við, sem undir hann vomm sett, enn meira að okkur en ella að leysa verk okkar sem best að af hendi, hvort sem við vomm í hlutverki kennara eða nemanda. Hans eigin ósérhlífni og smitandi eldmóður sá til þess. Trú Ragnars á gildi starfs síns, og þá um leið gildi tónlistarmennt- unar, var honum augljóslega uppspretta mikillar orku og dæma- fás úthalds. Hann var dæmi um tónlistamppalanda sem sótti fag- legan styrk sinn og stefnufestu í þrauthugsaða heimspeki, er hann hafði sjálfur smíðað úr aðföngum frá hinum mestu andans jöfmm, og aðlagað eigin reynslu og per- sónuleika á langri ævi. Stefna Þau Auður og Jonni eignuðust tvö myndarleg börn, Fjólu 16 ára og Adolf 12 ára, og biðjum við góðan guð að styrkja þau í þeirra .niklu sorg. Elsku Auður mín, guð blessi þig og'styrki í raunum þínum svo og fjöl- skyldu ykkar og aðra ástvini. Megi minningin Iifa um góðan dreng og ylja okkur um ókomin ár. Eiríkur og Margrét Mér hefur sjaldan bmgðið meir en þegar hringt var til mín og mér tjáð að Jón maður Auðar vinkonu minnar væri dáinn. Hvað átti þetta nú að þýða? Loksins þegar farið var að birta hjá þeim báðum eftir tíð og iangvarandi veikindi. Jón var að ganga inn úr dyrunum á heimili sínu um miðjan dag, til að fara með böm sín á jólaskemmtun, þegar kallið mikla kom, svo skyndilega og miskunnarlaust. Andspænis dauðanum fínnur maður að engin orð, hversu voldug og viðamikil sem þau kunna að vera, eiga svör við þeirri spumingu sem leitar á hugann í sífellu. Hvers vegna deyja þeir sem manni þykir svo vænt um? Jón Sigurðsson var fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, sonur hjón- anna Margrétar Þorleifsdóttur og Sigurðar Jónssonar. Hann bjó alla tíð í Hafnarfírði. Á unglingsárunum varð hann þeirrar gæfu aðnjótandi að komast Ragnars, svo skýr og afdráttarlaus sem hún var, er auðvitað umdeilan- leg og þess vegna efni í merka þrætubók. Sú bók ætti ekki aðeins skilið að vera skrifuð heldur einnig að vera lesin, hugleidd og rædd af íslenskum tónlistarkennumm og kennaraefnum. Hver var t.a.m. þáttur viðhorfanna (heimspekinn- ar), og hver var á hinn bóginn þáttur hinna tæknilegu vinnu- bragða í árangri Ragnars á Isafírði? Hefðum við svar við þeirri spum- ingu vissum við sýnu meira um hvemig meistarakennarinn er sam- an settur. Að Ragnari gengnum mun elja hans, hugsjón og trú halda áfram að vera mér jafnt ráðgáta sem leið- arljós. Hvílík gæfa að hafa fengið að kynnast og starfa með slíkum manni, og heiður að mega tilheyra sömu stétt. Siggu, bömunum ogtengdaböm- unum sendum við Kristín innilegar samúðarkveðjur. Þórir Þórisson Ragnar H. Ragnar, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla ísafjarð- ar, er látinn, hátt á níræðisaldri. Ragnar kom til ísafjarðar árið 1948 og starfaði þar óslitið síðan. Hann var fyrsti skólastjóri Tónlist- arskóla Ísafjarðar sem þá var nýstofnaður. Áður hafði starfað skóli um sjö ára skeið sem Jónas Tómasson eldri stjómaði, sá skóli lagðist niður um 1918. Þeir sem stóðu að þessum nýstofnaða skóla voru félagar í Tónlistarfélagi Ísa- fjarðar með þá Jónas Tómasson, bóksala og tónskáld, og Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeta, í broddi fylkingar. Ekki vafðist það fyrir mönnum þó skólahús væri ekki til staðar og fátt um hljóð- færi, það var hafíst handa. Ragnar var skólastjóri Tónlistarskólans þar til dóttir hans Sigríður tók við skóla- stjórastarfmu árið 1984. Allan þann tíma starfaði skólinn að meira eða í sveit til þeirra sæmdarhjóna Magnúsar Finnbogasonar og hans góðu konu, Auðar, að Lágafelli í A-Landeyjum. Hann minntist ætíð dvalar sinnar þar með virðingu og væntumþykju. Á því heimili var og er Vilborg Sæmundsdóttir, sem var honum sérlega góð, og héldu þau tryggð hvort við annað alla tíð. Jón var góðum gáfum gæddur, samviskusamur og hörkuduglegur. Það var enginn svikinn af hans vinnu. Jón gekk í Iðnskólann í Hafnar- fírði og lauk þaðan sveinsprófí í húsasmíði með fyrstu einkunn 20. júní 1969 og síðar meistaraprófí. 18. júlí 1970 gekk hann að eiga ástina sína miklu, Auði, dóttur hjón- anna Adólfs Sigurðssonar sem látinn er fyrir all mörgum árum og Ingibjargar Daníelsdóttur. Auður er Hafnfirðingur að ætt og upp- runa. Hjónaband Jonna, en svo var hann ávallt kallaður meðal vina, og Auðar auðkenndist af ást og virð- ingu fyrir hvort öðru. Þau eignuðust þrjú böm. Tvö eru á lífi, en þau eru: Fjóla Björk, fædd 29. jan. 1971, og Adólf, fæddur á afmælis- degi föður síns 6. mars 1975. Börn þeirra eru einkar mannvænleg og bera foreldrum sínum gott vitni. Jonni og Auður voru búin að byggja sér sérstaklega fallegt hús í Fagrahvammi 8. Sannkallaðan fagrahvamm. Jón var mikið fyrir hesta og átti nokkra og var fjölskyldan samhent með þá tómstundaiðju, sérstaklega börnin. Jón var hægur maður en þéttur fyrir. Hann meinti nei þegar hann sagði nei og já þegar hann sagði já. Það var gott að þekkja Jón, létt- leikinn og kátínan var alltaf á næsta leiti sem og skopskyggnin. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti hon- um er hann fór yfír móðuna miklu inn_ í annað líf. Ég bið svo alla góða vætti að halda verndarhendi-yfír konu hans og börnum. Helga Jóna Ásbjarnardóttir Hinn 28. desember sl. varð Jón Sigurðsson, húsasmiður, til heimilis Minning: Jón Sigurðsson - húsasmiður minna leyti á heimili skólastjóra- hjónanna. Þar var öllum tekið opnum örmum hvenær sem var, eins og þeir vita sem þekkja. Ragnar var hugsjónamaður sem starfaði af eldmóði þar til hann lét af kennslu á sl. hausti. Hugsjönamenn eru fátíðir og fer fækkandi í nútíma þjóðfélagi, þar sem allt snýst um peninga og frama. Það liggur við að nútíminn skilji ekki þetta hugtak, þessvegna eru hugsjónamenn oft misskildir og umdeildir. Ragnar var ekki umdeildur sem tónlistarmaður, þar bar hann hátt, langt út yfír okkar litla samfélag, ísafjörð. Hann vildi veg og vanda tónlistarinnar sem mestan og bezt- an. Ragnar gerði miklar kröfur til nemenda sinna og annars tónlistar- fólks sem hann var með, hann gaf líka mikið í staðinn sem þetta fólk býr að alla ævi. Hann var ekki ein- göngu tónlistarmaður, hann var einnig fjölfróður og lét sér fátt óvið- komandi sem einhvetju máli skipti. Við ísfírðingar eigum honum margt að þakka, svo margir hafa notið tónlistarkennslu hans og vax- ið að visku og vexti undir hans handleiðslu. Tónlistarmenning okk- ar hefði orðið á annan veg ef hans hefði ekki notið við. Þegar Ragnar kom til ísafjarðar var hann kvæntur maður og átti litla dóttur. Eftirlifandi kona hans er Sigríður Jónsdóttir, ættuð úr Þingeyjarsýslunni eins og hann. Hún er mæt kona sem okkur þykir öllum vænt um. Þau eignuðust þijú börn, Önnu Áslaugu, Sigríði og Hjálmar Helga, sem öll starfa að tónlistarmálum. Tónlistarfélag Ísaíjarðar sendir ástvinum Ragnars H. Ragnar ein- lægar samúðarkveðjur um leið og hann er kvaddur með þökk og virð- ingu. F.h. Tónlistarfélags ísafjarðar, Bára Einarsdóttir. í Fagrahvammi 8, Hafnarfirði, bráðkvaddur. Hann var fæddur 6. mars 1948. Foreldrar hans eru Sig- urður Jónsson og Margrét Þorleifs- dóttir. Jón var fæddur og uppalinn í Hafnarfírði og bjó þar alla tíð. Þar lauk hann sinni skólagöngu úr Iðnskólanum og síðan frá Meistara- skólanum í Reykjavík. Starfaði hann lengst af sjálfstætt í iðn sinni. Jón var harðduglegur maður. Lagði hann hart að sér við vinnu og var afkastamikill. Jafnframt því byggði hann sér og fjölskyldu sinni myndarlegt heimili á síðustu árum. Féll Jóni sjaldan verk úr hendi. Jón var hraustmenni, en veikindi í baki reyndust honum erfið raun. Héldu þau honum frá vinnu langtímum saman. Kjarkur hans og bjartsýni var þó óbilandi. Var hugur hans ætíð jákvæður þrátt fyrir það. Jón var fremur hlédrægur mað- ur. Hann var traustur og góður vinur vina sinna. Hann hafði sig ekki mikið í frammi, en gerði allt vel og samviskusamlega, sem að honum snéri. Hann varð félagi í Lionsklúbbnum Ásbimi haustið 1977. Hann var skyldurækinn fé- lagi og starfsamur. Öllum trúnaðar- störfum sinnti hann af kostgæfni. í öðm félagsstarfi var hann ríkur þátttakandi og léttur félagi. Starfið var Jóni hans mesta áhugamál. í frístundum átti hesta- mennska hug hans allan. Stóð öll fjölskyldan saman um það áhuga- mál og átti þar sínar góðu stundir. Jón var gæfíimaður í sínu einkalífi. Konu sinni Auði Adólfsdóttur giftist hann 1970. Böm þeirra em Fjóla Björk, fædd 1971, og Adólf, fæddur 1975. Sveinbam misstu þau í fæð- ingu. Jón var fjölskyldumaður góður. Þungur harmur er kveðinn að Q'ölskyldunni. Eiginmaður og faðir er burt kallaður langt um aldur fram. Við félagar í Lionsklúbbnum Ásbirni þökkum fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að verða samferða svo ágætum félaga og góðum dreng. Við vottum eiginkonu hans, bömum þeirra, foreldmm hans og öðmm ástvinum okkar dýpstu samúð. Félagar úr Lions- klúbbnum Ásbirni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.