Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Minning: RagnarH. Ragnar - ísafirði Þegar við kveðjum hinsta sinni Laxdælinginn Ragnar Hjálmarsson Ragnar á Isafírði, kveðjum við jafn- framt einn síðasta, ef ekki allra síðasta fulltrúa þeirrar þingeysku aldamótakynslóðar, er Arnór Sigur- jónsson segir svo fagurlega um í ritsafni Þorgils gjallanda, að hún „lét sér ekkert mannlegt óviðkom- andi“. Ragnar ólst upp við fegurstu tón- list í heimi, strengjaspil Laxár, við fegurstu sambúð gijóts og gróðurs í þessum græna, friðsæla dal og við ólgandi mannlíf þessarar byggð- ar, þar sem viljinn og löngunin til þekkingar, mennta og sjálfstæðis var slagæðin og orðin frelsi, jafn- rétti og bræðralag höfðu enn sína upphaflegu merkingu og markmið. Allt setti þetta mark á manninn sem aldrei máðist, en fáðist á löngum, viðburðaríkum lífsferli hans eins og háttur er eðalefna. Þess vegna var Ragnar, sem heimsborgari, jafn- hollur Laxdælingur og Isfírðingur, íslendingur og Vestur-íslendingur eða Bandaríkjamaður. Framboð hans til þátttöku í heimsstyijöldinni síðari hefur mér ætíð fundist tal- andi tákn þeirrar hollustu og skyldurækni við manninn og hug- sjónir hans, er einkenndu þá menntu aldamótakynslóð, sem lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Það liggur í hlutarins eðli, að mað- ur eins og Ragnar, alinn upp við mannrækt, hlaut að kjósa sér lffsstarf í hennar þágu. Og það gerði hann svo sannarlega. Um það bera nemendur hans og Tónlistar- skóli Isafjarðar best vitni. Grunn- hugsjón þessa skóla var frá upphafi og er enn sú hin sama og Fom- Grikkja, að sönglistin — tónlistin — sé æðst lista og styrki menn til allra annarra mennta og dáða. Þess vegna' þurfi allir að njóta hennar. Ragnar lagði sig fram um að svo mætti verða og hlaut að launum ómældan árangur. Fyrir allmörgum árum hafði Jón- as Jónasson útvarpsviðtal við Ragnar um tónlistarkennslu og skólann á ísafírði, og sagði þá við Ragnar: „... og nemendur þínir eru auðvitað allir séní?“ Og Ragnar svaraði að bragði: „Nei, það em þeir ekki, en ég kenni þeim eins og þeir væm séní.“ Þessi setning settist að hjá mér og hefur æ síðan verið mér bæði leiðarvísir og íhug- unarefni. Er hún ekki lykillinn að kennslu yfirleitt? Og hún segir meira um starf og viðhorf Ragnars H. Ragnar en mín fáu, fátæklegu orð. Um leið og ég kveð með söknuði mág minn og kæran vin fagna ég því, að hann fékk að kveðja þennan heim óhaltur og sjálfum sér líkur. Ásgerður Jónsdóttir A aðfangadag lést í Reykjavík Ragnar H. Ragnar, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla ísafjarð- ar. Ragnar kom til ísaQarðar árið 1948 og gerðist þá skólastjóri hins nýstofnaða tónlistarskóla á ísafírði og gegndi því starfí fram til ársins 1984 er hann lét af störfum sökum aldurs. A fundi bæjarstjómar ísafjarðar 25. maí 1978 var samþykkt að kjósa Ragnar heiðursborgara ísafjarðar- kaupstaðar í viðurkenningarskyni fyrir ómetanleg og fómfús störf að söngmennt og tónlistarmálum í kaupstaðnum um þijátíu ára skeið. Forseta bæjarstjómar var falið að afhenda Ragnari heiðursborgara- bréf við skólaslit Tónlistarskólans 26. maí 1978. Jafnhliða skólastjómarstarfí gegndi Ragnar H. Ragnar ýmsum öðrum störfum, m.a. starfí organ- ista við ísafjarðarkirkju, kórstjóra o.fl. Ragnar gerði Tónlistarskóla ísa- fjarðar að pinum af fremstu tónlist- arskólum landsins og hefur hann utskrifað marga af okkar bestu tónlistarmönnum. Bæjarstjóm ísaijarðar og íbúar Isafjarðarkaupstaðar þakka Ragn- ari H. Ragnar fyrir ómetanleg störf hans í þágu tónlistar-, menningar- og félagsmála í ísafjarðarkaupstað. í virðingar- og þakklætisskyni við hinn látna fer útför Ragnars H. Ragnar fram á vegum kaupstað- arins í kapellu ísafjarðarkaupstaðar í Menntaskólanum á Isafírði 7. jan- úar nk. kl. 14. Bæjarstjóm ísafjarðar og íbúar Isafjarðarkaupstaðar votta eigin- konu hins látna og ættingjum hans sína innilegustu samúp. Bæjarstjórn ísafjarðar Það er ekki auðvelt að skrifa um þann sem maður hefur þekkt lengi og elskað mikið. Ragnar þekktu allir ungir ísfirð- ingar og margir nutu handleiðslu hans um einhvem tíma, langan eða skamman. Heimur hans var svo víðfeðmur og stór að það reyndist engum erfið- leikum bundið að setjast að í litlu, einangruðu bæjarfélagi og byggja þar upp, stéin fyrir stein, innblásinn af göfugri hugsjón. Tilgangurinn var að leita uppi músíkina í hveiju bami og kenna því að rækta í sér manneðlið. Hver og einn var leiddur fram til þess að verða meistari, kynntur fyrir tónlistargyðjunni og kennt að lúta henni af alúð. Allt var þetta gert í einlægri trú á hið góða sem fínna má í tónlist- inni. Hann fylgdi því sem hann trúði sjálfur að væri gott sjónarmið — heill og óskiptur. Nemendum sínum kenndi hann öguð vinnubrögð jafnframt því að hvetja og auðga; hjá flestum tókst honum að kveikja löngun til að leita áfram fróðleiks, reynslu og þroska. Við nemendur hans kveðjum nú þennan mikla fræðara og hlýja vin og þökkum honum fyrir að hafa fært mann nær því að vera mann- eskja. Fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur. Elísabet Gunnarsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir. Fyrstu kynni mín af Ragnari H. Ragnar eru mér mjög minnisstæð. Sumarið 1974 fór ég í tónleikaferð vítt og breitt um landið á vegum menntamálaráðs ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur fíðluleikara og tveimur bandarískum tónlistar- mönnum. Undir lok ferðarinnar héldum við tónleika á ísafírði. Hafði ég þá oft heyrt talað um hið mikla tónlistarlíf Isfírðinga, en sérstak- lega þó um manninn, sem var aðaldriffjöður þess og hafði bók- staflega byggt það upp, Ragnar H. Ragnar. Móttökur þeirra hjóna, Ragnars og Sigríðar, voru með slíkum hætti, að allt kom þetta okkur einhvem veginn á óvart og var öðruvísi en við höfðum búist við og fór þannig á allan hátt langt fram úr vonum okkar. Þama hélst allt í hendur, óvenju höfðinglegar móttökur, veitingar, menningarlegt heimili, en síðast en ekki síst per- sónuleiki Ragnars, sterkur, lifandi og karlmannlegur. Það var jafnan eitthvað heimsborgaralegt við framkomu Ragnars. í kringum hann ríkti aldrei nein lognmolla. Það kom þegar í ljós þetta fyrsta kvöld heima hjá honum að tónleik- um loknum. í snörpum og fjörugum samræðum var tekist á við hlutina. Eftir þessi fyrstu kynni af Ragn- ari og heimili hans varð rás atburða þannig, að ég hef komið talsvert oft til ísafjarðar síðan, hvort heldur til tónleikahalds eða í öðmm erind- um. Eftir því sem kynni mín af Ragnari jukust kynntist ég betur hinu merka starfí hans sem kenn- ara. Á því sviði bjó hann yfír mikilli og langri reynslu, ekki aðeins hér heima, heldur og í fjöldamörg ár vestur í Kanada. Ragnar var enginn venjulegur kennari í píanóleik. Hann var gæddur gáfum hins sanna listamanns, sem tókst að opna augu nemenda sinna fyrir undraheimum tónlistarinnar. í kennslu hans fór s^iman mikill agi og virðing fyrir viðfangsefninu, en hann bjó einnig yfír hinum sjaldgæfa hæfíleika að geta kveikt eld, mismikinn að sjálf- sögðu, í hugarfylgsnum nemand- ans, sem gerði honum auðveldara að komast áfram í námi sínu, þrátt fyrir erfíða hjalla. Þannig sáði Ragnar sáðkomum tónlistarinnar víða, mörg þeirra hafa þegar borið ríkulegan ávöxt, önnur bíða síns tíma. Það var mér bæði heiður og ánægja að taka við einum nemanda Ragnars fyrir rúmum átta árum, en sá var aðeins fyrstur í hópi margra mjög efnilegra nemenda, sem Ragnar átti eftir að senda mér. Er ég honum ævinlega þakk- látur fyrir hið mikla traust sem hann sýndi mér og fyrir að fá þann- ig að taka þátt í hinu merka starfí hans. Ragnar hafði reyndar sent marga nemendur frá sér til Tónlist- arskólans í Reykjavík, sem hann taldi nauðsynlegt þrep á leið til framhaldsnáms erlendis. Það er óumdeilanleg staðreynd, að enginn tónlistarskóli utan höfuðborgarinn- ar hefur sent eins marga nemendur í píanóleik til framhaldsnáms við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóli ísafjarðar. Þeir voru að sjálfsögðu nemendur Ragnars. En Ragnar sinnti ekki aðeins kennslustörfum, þótt mikil væru, því hann gegndi jafnframt störfum söngstjóra og organista auk hins erilsama hlutverks skólastjórans. Ofan á allt þetta lögðu hann og Sigríður heimili sitt undir tónleika- hald næstum sérhvem sunnudag í fjöldamörg ár. Þetta voru hinar svonefndu „samæfíngar", en þær urðu fljótt þekktar meðal tónlistar- manna landsins. í þeim birtist hinn eldlegi tónlistaráhugi Ragnars og ósérplægni í þjónustu tónlistarinn- ar. Með þessu óeigingjama starfi sínu í þágu listarinnar vann Ragnar traust og virðingu fyrir tónlistinni sem lifandi þætti í menningu þjóð- arinnar. Vegna starfs hans hljómar nafnið ísafjörður á sérstakan hátt i eyrum tónlistamnnenda. Við kveðjum mann, sem er einn af máttarstólpum hverrar þjóðar. Ragnar H. Ragnar sýndi og sann- aði í lífi sínu gildi raunverulegs menningarlífs og með honum kveðj- um við einn af ötulustu baráttu- mönnum þess á íslandi. Við emm öll forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að njóta krafta þessa góða og merka manns. Halldór Haraldsson Árið 1948 eignuðust ísfírðingar einstakan fjársjóð, sem þeir fengu að njóta í nær fjörutíu ár. Þessi Qársjóður var Ragnar H. Ragnar. Þetta ár var Tónlistarskóli ísafjarð- ar stofnaður og var Ragnar ráðinn skólastjóri hans. Öll þessi ár var hann og heimili hans máttarstólpinn í ísfírsku tónlistarlífí og barst hróð- ur þess víða. Ég er ein af þeim fjölmörgu, sem áttu því láni að fagna að eiga hann að kennara og vini um árabil. Stór hluíi af æskuámm mínum á ísafírði er tengdur honum. Aldrei hef ég kynnst manni, sem skar sig svo mjög úr fjöldanum sem hann. Hann var ólíkur öllum, sem ég hef kynnst bæði fyrr og síðar, eins og líf hans væri að flestu -leyti byggt á öðmm og æðri forsendum en annarra manna. Slíkur var persónuleiki hans. Ég man hvað ég sem bam og nemandi hans bar ótakmarkaða •virðingu fyrir honum, að sumu leyti óttablandna. En sá ótti breyttist með tímanum í væntumþykju, þeg- ar ég kynntist betur manninum á bak við kennarann. Oft fannst mér hann mjög strangur og kröfuharð- ur, en aldrei óréttlátur í kröfum sínum. Sem ungur nemandi skynj- aði ég strax, að mestar kröfur gerði hann til sjálfs sín með ósérhlífni sinni og eldheitum áhuga. Ragnar var kennari af guðs náð. Hann kenndi okkur nemendum sínum ekki aðeins tónlist, heldur einnig um lífið sjálft og hvað það er að vera manneskja. Hann lyfti hugum okkar yfír hversdagsleikann og sáði fræjum í æsku okkar, sem við munum búa að alla ævi. Hann vakti okkur til umhugsunar um hin sönnu verðmæti lífsins, sem mölur og ryð fá ekki grandað. Hann beindi okkur inn á brautir, sem við hefðum aldrei fengið að kynnast í þessu litla samfélagi, ef hans hefði ekki notið við. Hann opnaði okkur heima, sem náðu langt út yfír þann heim, sem hversdagslífíð bauð upp á. Hann fyllti líf okkar af list og fegurð. Ég man sjálfa mig sem litla stúlku ganga heim eftir spilatíma eða sam- æfingu, að kvöldi dags að vetrar- lagi, með brakandi hjamið undir fótunum og höfuðið fullt af tónum evrópskrar fagurtónlistar og viku- skammti af lífsspeki, svo sæla yfir að þessi fegurð næði líka til okkar, norður á hjara veraldar. Ég gæti skrifað svo margt og mikið um Ragnar. Þessi fáu orð eiga að lýsa þakklæti mínu fyrir að hafa fengið að njóta þeirra for- réttinda að vera nemandi hans. Elsku Sigga og þið öll, fjölskyldan. Ég bið guð að blessa ykkur í sorg ykkar. Þótt Ragnar sé nú horfinn frá okkur, munum við, sem kynnt- umst honum, fá að njóta anda hans áfram. Hann sló á strengi í ungum hjörtum okkar nemenda sinna þá hljóma, sem aldrei þagna. Hólmfríður Sigurðardóttir Hann kenndi mér að hlusta á Schumann. Þá var vetur á ísafirði og menn ráku för í snjólagið á göt- unum til minnis um ferð sína milli húsa og frostguðinn stráði í förin glitrandi kristöllum og úr varð æv- intýraland og brostu til jarðar kátar stjömur á svörtum himni. Arabeskan hans Schumanns óp. 18 ómar í huga mér nú, þegar ég er að muna yndisstundir í námi og leik hjá meistara mínum í tónlist- inni og ævintýraprinsessunni hans úr Mývatnssveit, Sigríði Jónsdóttur, sem varð eins og móðir þessum Reykjavíkurpilti sem kom vestur til þeirra að verða að einhveiju. í húmi margra nátta sat ég með þeim og lærði þá göfugu list að hlusta. Lærði reyndar líka að tjá tilfínningar mínar, ekki bara á tón- borðinu heldur og í orðum og rhuna að lífíð er fagurt ef þú leikur það vel. Kannski man ég hvað best ein- mitt nú hlátur Ragnars, ákaflega gefandi og hlýjan, næstum eins og tóninn sem reynt var að kenna mér að láta óma, löngu eftir að hann var í raun þagnaður. Þessi vetur varð mér þýðingar- meiri en flest annað það sem gæfan hefur rétt mér úr lífskörfunni. Ragnar var svo lifandi og glæstur að söknuðurinn verður yfírgefínn en kátar og fallegar minningagyðj- ur taka mig örmum og flytja umsvifalaust til Regnbogalandsins að sjá er stillt Gleðin tekur á móti Ragnari, einum af bestu mönnum þessa lands, manni sem markaði spor í snjólagið yfir okkar menning- arlandi og guðimir munu strá í gullglitri sem lýsa kynslóðum með- an stjömur brosa á himni í minn- jngu hans. Það verður ákaflega auðvelt og gott að muna Ragnar H. Ragnar. Hann mun óma lengi eins og sá tónn sem er vel leikinn og sannur. Jónas Jónasson í minningunni tengjast tveir at- burðir og renna saman í einn, þótt engan veginn sé víst að þeir hafi gerst samtímis í raunvemleikanum. Annar var setning Gagnfræðaskól- ans á ísafirði þegar 12 ára drengur hóf þar nám. Ovenjumargir nýir kennarar vom komnir til starfa og litu nemendur þá forvitnisaugum. Starsýnast varð þeim þó á einn þeirra. Hann bar af öðmm í klæða- burði í skjannahvítri skyrtu með marglitt hálsbindi og í svo vönduð- um fötum, að jafnvel þeir hlutu að veita því athygli sem aldrei höfðu gert samanburð á jakkafötum. Hann var skarpleitur og svipfastur með mikið hár sem eins og þyrlað- ist upp og aftur af höfðinu. Hinn var sá að tekinn var stóri glugginn úr íbúðinni yfír Bókhlöðunni, sett talía á þakbrúnina og híft upp svo stórt píanó, að það komst ekki inn um nokkrar dyr. Þvílíkur maður og þvílíkt hljóðfæri höfðu aldrei áður sést á ísafirði, enda hljóp drengur- inn alla leið heim til sín og spurði föður sinn andstuttur hvort ekki væm einhver ráð að eignast píanó til að læra að spila. Faðir hans leit upp hissa frá verki sínu, bað um skýringu og kvaðst svo skyldu at- huga málið. Þetta var árið 1948 og maðurinn með hljóðfærið stóra Ragnar H. Ragnar sem nú er kvaddur með sámm söknuði margra sem eiga honum mikla þakkarskuld að gjalda. Hann var kominn vestan af sléttum Kanada, en vaxinn upp í mjúkum dal í Þingeyjarsýslu sem er umlukinn ávölum ásum vöfðum mildum gróðri. Nú var hann sestur að í hörðum fírði með hvössum fjöll- um og nöktum skriðum þar sem skammdegið geymir svartara myrk- ur en í öðrum stöðum. Ragnar lét þessi fjallaþrengsli ekki byrgja sér sýn. Víðsýnið bar hann innra með sér og okkur sem urðum nemendur hans, gaf hann ný augu að sjá undursamlega veröld sem við viss- um ekki áður að væri til. Ragnar sagði einu sinni að skóli væri ekki hús, heldur fólk. Því má bæta við að góður skóli er fundur nemenda og kennara sem bera gagnkvæma virðingu fyrir við- fangsefni sínu. Og góður kennari verður sá einn sem ber svo mikla virðingu fyrir nemendum sínum að hann gerir til þeirra miklar kröfur og leitast sífellt við að örva þá til að leggja sig fram og vinna helst betur en þeir gera sér sjálfír grein fyrir að þeir geti. Slíkur kennari var Ragnar, og engu líkara en það væri honum ósjálfrátt. Okkur brá í brún og við skildum það ekki al- veg strax, að allt í einu var kominn maður sem tók mark á okkur. Sem talaði ekki niður til okkar eins og við værum heimskir krakkar heldur við okkur eins og við værum vel viti borið og þroskað fólk. Og enn torskildari var í fyrstu sú aðferð Ragnars þegar hann tók upp á því að glæða skilning okkar með því að knýja okkur til að vera ósam- mála sér. Sá sem þetta ritar var svo hepp- inn að gerast nemandi Ragnars í píanóleik og tónfræði tólf ára að aldri. Hann varð ekki tónlistarmað- ur, en samt hefur fátt haft meiri áhrif á líf hans en þetta nám við píanóið stóra. Það segir kannski meira en margt annað um áhrifa- mátt Ragnars. Hann átti það nefnilega sameiginlegt með organ- istanum í Atómstöðinni að kenna hljóðfæraleik lífsins — eða eigum við að segja lífslistarinnar. Hins vegar hafði hann það umfram org- anistann að vera lifandi og nálægur og sífellt að koma manni á óvart. Það hefur auðvitað verið erfítt að þurfa að kenna á heimili sínu vegna húsnæðisleysis skólans. En mér varð það ómetanlegt að fá að ger- ast heimagangur hjá Ragnari og Siggu, eignast vináttu þeirra sem stráklingur, og öðlast þannig hjá vandalausu fólki andlegt athvarf sem var í senn sístreymandi upp- spretta undrunar — og staðfesting þess að list (sem talin var eitthvað Qarlægt og óskiljanlegt) væri í raun jafn sjálfsagt fyrirbæri í lífi mann- eskjunnar og andardrátturinn sjálfur. Kannski var þetta mest um vert: að undrunarefnið væri sjálf- sagður hlutur. Og það hefði enginn skilið ef námið hefði endað um leið og staðið var upp frá píanóinu. En þá tók við spjall sem aldrei var hægt að giska á fyrirfram hvert stefndi: um skáldskap, heimspeki, trúarbrögð, mannfræði, myndlist, sagnfræði. Það gat því teygst úr þessum píanótímum sem áttu að standa í hálftíma — og ævinlega fór unglingurinn heim ruglaður, gagntekinn og orðlaus. Á þessum stundum var eins og Ragnar settist í sjálfa Hliðskjálf. Fjörðurinn þröngi víkkaði, fjöllin sem byrgðu sýn hrundu og engu líkara en sæi of
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.