Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
17
Hildur Magnúsdóttir hjúkrunar-
fræðingur.
Rauði Kross íslands:
Hjúkrunar-
fræðingnr
til starfa í
Thailandi
HILDUR Magnúsdóttir hjúkrun-
arfræðingur hélt til Thailands á
vegum Rauða Kross íslands 4.
janúar sl., þar sem hún mun
dvelja næstu sex mánuði við störf
á sjúkrahúsi í fl+ottamannabúð-
um í Khao-I-Dang á landamærum
Kamputseu og Thailands.
Hildur Magnúsdóttir tók þátt í
námskeiði fyrir sendifulltrúa sem
RKÍ hélt í Munaðamesi sl. vor í
samvinnu við aðalstöðvar Rauða
krossins í Genf, að því er segir í
fréttatilkynningu frá RKÍ, en hún
er tuttugasti sendifulltrúi sem send-
ur er héðan til starfa í Thailandi.
Sjúkrahús Alþjóða Rauða kross-
ins í Khao-I-Dang flóttamannabúð-
unum er skurðsjúkrahús, en auk
erlendra lækna og hjúkrunarfræð-
inga er flest starfsfólkið úr hópi
flóttamanna, að því er segir í frétt-
atilkynningunni. Yfir 200 þúsund
manns dveljast í flóttamannabúðum
á landamærum Thailands og Kamp-
utseu, og hafa flestir þeirra verið
þar um árabil.
Asmundarsalur:
Sýningá
lokaverkefn-
umarkitekta
SÝNING á lokaverkefnum ný-
lega útskrifaðra arkitekta
verður opnuð í kvöld, 7. janúar,
í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, í
húsi Arkitektafélags íslands.
Á sýningunni gefur að líta loka-
verkefni fólks sem á að baki langt
nám í ólíkum skólum í ólíkum lönd-
um. Þau sem eiga verk á sýningunni
eru: Andrés Narfi Andrésson,
Hafdís Hafliðadóttir, Halldóra
Bragadóttir, Helgi Már Halldórs-
son, Hjördís Sigurgísladóttir, Ólöf
Flygenring, Pálmi Guðmundsson og
Ragnar Olafsson. í tengslum við
sýninguna kynna höfundamir verk
sín. Helmingur verkanna verður
kynntur strax eftir opnun sýningar-
innar í kvöld kl. 20.00, hinn
helmingurinn verður kynntur
fímmtudaginn 14.janúarkl. 20.00.
Sýningin verður opin virka daga
kl. 17.00-21.00 og um helgar kl.
14.00-18.00. Henni lýkur sunnu-
daginn 17. janúar.
^/^pglýsinga-
síminn er 2 2480
Umboðsmaður Alþingis
ekki tekinn til starfa enn
Umboðsmaður Alþingis hefur
ekki hafið störf enn, þó að lög
um embættið hafi tekið gildi
þann 1. janúar. Að sögn dr.
Gauks Jörundssonar, sem kjör-
inn var af Alþingi til starfsins,
hefur ekki verið ákveðið hvar
embættið mun hafa aðstöðu, og
Alþingi á eftír að setja nánari
reglur um starfsmannafjölda og
aðra tilhögun starfsins.
Dr. Gaukur kvaðst ekki geta sagt
hvenær hann myndi taka til starfa,
en það yrði þá auglýst. Friðrik Ól-
afsson, skrifstofustjóri Alþingis,
sagði að þessa dagana væri verið
að ganga frá ákvörðun um hvar
embætti umboðsmanns Alþingis
fær skrifstofu. Hann sagðist reíkna
með að starfsmenn embættisins
yrðu ekki færri en þrír, en ráðning
starfsmanna væri í höndum dr.
Gauks.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
ALFABRENNA
Fáks verður á félagssvæðinu Víðivöllum
í Víðidal laugardaginn 9. janúar og hefst
kl. 16
Álfakóngur og drottning hans ásamt
fylgdarliði mæta á svæðið.
Veitingar í félagsheimilinu. Dansleikur um
kvöldið hefst kl. 23.00. Diskótek.
Hestamannafélagið Fákur
99
TOLLMEISTARINN
ER TILBÚINN...EN ÞÚ?
1«
HUGBÚNAÐARPAKKI FYRIR
TOLLAFGREHÐSLU
Forritiö er afar einfalt í notkun og
hannaö af Níels Einarssyni.
Tollmeistarinn er tilbúinn meö
öllum þeim breytingum sem tóku
gildi þann 1. jan. 1988. (Já, nú er
óhætt að kasta öllum eldri tollforr-
itum!) Forritiö, sem er afgreitt á
nafn fyrirtækisins, gengur á allar
IBM samhæfðar F'C tölvur.
Notandinn er leiddur gegnum
völundarhús nýju tollalaganna
hratt og örugglega.
'IXILLNEISTARIXN
• Auðvelt í notkun, leiðir þig áfram
• Endurskoðar með athugasemdum
• Rétt unnin tollskýrsla flýtir
afgreiðslu
• Margar útfærslur verðútreikninga
• Tollvörugeymslu - úttektir
• Eftirsöluþjónusta
BERK> TOLLMEISTARINN SAMAN
VK> ÖNNUR FORRfT!
Komiö, skoöiö og sannfærist um
hvaö Tollmeistarinn vinnur
auöveldlega fyrir kaupinu sinu.
HJÁLPUM TOLLYFIRVÖLDUM
Tollmeistarinn er allsherjarlausn
fyrir innflytjendur. Hann er seldur
á skrifstofú okkar í Ármúla 17 A.
•Pantaðu í dag og tollafgreiösluáriö
veröur auöveldara frá upphafi.
TOLLMEISTAUINN
Vínnur fyrir kaupinu sínu!
#.
TOIJJIIiISTAlUIVN _________________
Opiö frá kl. 8 - 22
Sími: 91-685223 Ármúli 17 A (austurhliö),Reykjavík