Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 20
bwœ 20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Sjötugur; Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstj óri í dag, 7. janúar 1988, á Hall- grímur Dalberg, ráðuneytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu sjötugsaf- mæli. Hann er borinn og bamfæddur Reykvíkingur sonur þeirra hjóna Magnúsar Guðmundssonar, verka- manns í Reykjavík og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur og hefur hann alið mestallan aldur sinn hér í höfuðstaðnum. Hann settist í Menntaskólann í Reykjavík 1931 og lauk þaðan stúdentsprófi frá máladeild 1937, en eldri bróðir Hallgríms, Eyþór tók próf úr stærð- fræðideildinni 1935 og vorum við samstúdentar. Hallgrímur lagði stund á laga- nám við Háskóla íslands og varð cand. juris 28. janúar 1944 með góðri einkunn. Á háskólaárunum tókst góð vin- átta með bræðrunum og mér, en við Eyþór stunduðum þá báðir nám við læknadeild. Hélst traust vinátta með okkur alla tíð síðan. Hallgrímur varð fulltrúi hjá Ólafi Þorgrímssyni hrl. eftir kandidats- prófið, en fór síðan til Bretlands til frekara náms í þjóðarrétti við Lin- coln College í Oxford. Hann varð héraðsdómslögmaður 31. janúar 1945 og var þá kosinn bæjarstjóri á Siglufirði, en fór það- an og til framhaldsnáms við Sorbonne-háskóla í París í febrúar 1947. Á því ári vorum við Ragnhildur kona mín og ég í Kaupmannahöfn, en þar var ég við framhaldsnám, og varð mikil gleði hjá okkur þegar Hallgrímur birtist í dyrunum hjá okkur og með honum María kona hans, en þau giftu sig 24. janúar 1947. Við áttum afar ánægjulegar sam- verustundir í Höfn, skoðuðum þá fögru borg gengum á söfn, skoðuð- um merkar byggingar og sóttum nokkra þekkta skemmtistaði. Sumarið eftir fórum við síðan sam- an í skemmtiferð um Þýskaland til Sviss, þar sem landið var klætt í sumarskrúða. Þar dvöldum við í hálfan mánuð á ýmsum stöðum m.a. í Basel, Zúrich, Romanshom og í Fúrigen. Þaðan var síðan hald- ið til Parísar og Versala. Þama skildust leiðir því Hallgrímur og María fóm til London, en við til Kaupmannahafnar eftir ógleyman- lega ferð. Þegar þau komu hingað heim verður Hallgrímur fulltrúi í Félags- málaráðuneytinu frá 1. janúar 1948. Hinn 3. nóvember 1962 hefur hann lokið prófi hæstaréttarlög- manns og eftir að hafa verið skrif- stofustjóri verður hann ráðuneytis- stjóri frá 1. júlí 1973 og síðan. Hann hefur átt sæti í varnamála- deild og í samninganefnd við verkfræðideild Bandaríkjahers frá 1956. Hann hefur verið formaður í ótal nefndum, sem allar hafa ver- ið mjög mikilvægar á sviði félags- og hagsýslumála. Menn eins og hann em búnir slíku þreki og at- orku að allt leikur í höndunum á þeim og þess vegna er þeim trúað fýrir miklu. Þrátt fyrir erilsaman starfsferil og vandasöm og tímafrek Vegna ummæla í þættinum „Hér og nú“ í Ríkisútvarpinu sl. laugar- dag, þá vill Landssamband smá- bátaeigenda taka fram eftirfarandi: í fyrsta lagi: Markmið laga um fiskveiðistefnu er m.a. að vemda fískistofnana við ísland fyrir of- veiði. í kvótafmmvarpinu svokallaða er gert ráð fyrir skerðingu á botn- verkefni hefur hann einnig iðkað margskonar tómstundaiðju, verið í bridsklúbbi í um 25 ára skeið og eigum við félagarnir margs að minnast frá þeim ámm. Þótt við séum hættir að spila saman hitt- umst við mjög oft með konum okkar og höfum átt ánægjulegar sam- vemstundir. Hann fékk fyrir löngu laxveiði- bakteríuna og munum við félagam- ir hafa smitað hann svo rækilega að jafnan síðan hefur hann verið meðal áhugasömustu og fengsæl- ustu sportveiðimanna þessa lands og oft látið vini sína njóta veiðinnar í dýrðlegum fagnaði á heimili þeirra hjóna, þar sem ekkert hefur verið til sparað í orði eða verki, ef það mætti gleðja gestina. Síðan þau María fiuttu á Hofs- vallagötu 60 í einbýlishús með stómm garði þá má segja með sanni að „hann hefur ræktað garðinn sinn“ með elju og dugnaði. Hallgrímur og María hafa bæði gerst félagar í Oddfellowregiunni þar sem þau hafa gegnt mikilvæg- um trúnaðarstörfum um árabil og lagt mannúðar og hjálparstarfí reglunnar dijúgt lið. Þau áttu 40 ára hjúskaparaf- mæli 24. janúar sl. og vom þá miklir fagnaðarfundir á heimili þeirra, þar sem saman komin vom vinir, venslamenn 'og börn þeirra og makar þeirra: Guðmundur Stef- án, læknir og kona hans Ingibjörg K. Kristjánsdóttir, Magnús Rúnar, heildsali og kona hans Ragnheiður Njálsdóttir. Þriðja barnið Ingibjörg er gift Sigurði Á. Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra og búa þau nú í Bretlandi. Eg vil að lokum árna vini mínum Hallgrími og Maríu konu hans allra heilla á þessum tímamótum og um leið þakka þeim alla þá tryggð og vinsemd, sem þau hafa sýnt okkur og vinum okkar alla tíð. Óska ég þeim og fjölskyldu þeirra allra heilla, gæfu og gengis um ókomin ár. Bjarni Konráðsson fískveiðum allra báta og skipa- flokka. Smábátaeigendur hafa marglýst sig reiðubúna að taka sinn hlut af þeirri skerðingu. í öðru lagi: Eins og kvótafmm- varpið hefur verið afgreitt frá efri deild Alþingis, þá er gert ráð fyrir að skip, sem velja sér sóknarmark, geti árlega aukið afla sinn um 10%. Sé gert ráð fyrir að um eða yfir helmingur þorskafla 1988 verði veiddur samkvæmt slíku sóknar- marki þýðir það að þeim skipum leyfist sjálfkrafa á næsta ári að auka veiðikvóta sinn um 20 þús. tonn eða meir. Ætla verður að þetta aukna afla- magn sé að dómi frumvarpshöfunda innan áhættumarka um ofveiði þorskstofnsins. Að auki er svo helmingur línuafla skipa 10 brl. og stærri utan kvóta á besta línuveiði- tíma ársins og mun þorskstofninum heldur ekki talið hætt við ofveiði vegna þeirra mörgu þúsunda tonna, sem þannig bætast við áætlað afla- magn. Með þessar leiðir opnar í frum- varpinu til sjálfvirkrar aukning- ar á kvóta og veiði hlýtur að vera gert ráð fyrir því af höfund- um þess að þorskstofninn geti þolað 25—35 þús. tonna veiði- aukningu. Aftur á móti er það aflamagn sem getur skilið á milli bjargálna og örbirgðar smábátaeigenda miklu minna. Það er því dæmi um örgustu öfugmgeli þegar sagt er að lífsbjörg trillukarla geti valdið ofveiði físki- stofna við Island. Landssamband smábátaeigenda, Öm Pálsson. fect Fjölbreytt og vandað námskeið í notkun ritvinnslukerfisins WordPerfect. FORRITIÐ ER Á ÍSLENSKU OG MEÐ ÍSLENSKU ORÐASAFNI. Dagskrá: ★ Helstu grundvallaratriði í DOS ★ Byrjendaatriöi í WordPerfect ★ Helstu skipanir við textavinnslu ★ Verslunarbréf og töflusetning ★ Dreifibréf ★ Gagnavinnsla ★ islenska orðasafnið og notkun þess ★ Umræður og fyrirspurnir Leiðbeinandi: iir Matthías Magnússon, ríthöfundur Tími: 12., 14., 19. og 21. janúar kl. 17-20 Innifalin í námskeiðsgjaldínu er nýja WordPerfect bókin. VR og BSRB styðja sfna félaga til þátttöku á námskeiðinu. Inniritun í símum 687590 og 686790 Tölvufræðslan Borgartúni 28 / Landssamband smábátaeigenda: •• „Orgustu öfugmæli“ Hraðaðu þér til umboðsmannsins 0$ tryggðu þér númer v NÚNA! Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti! Vinningamir 1988: 9 á 5.000.000 kr./ 108 á 1.000.000 kr./108 á 500.000 kr./ 324 á 100.000 kr./1.908 á 25.000 kr./ 10.071 á 15.000 kr./122.238 á 7.500 kr./ 234 aukavinningar á 25.000 kr./ Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr. tfþr HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS Vœnlegast til vinnings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.