Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Ragna Jónsdóttir er látin. Var hún fædd 15. desember 1916 að Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá, Norður-Múlasýslu. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Einarsdóttir og Jón Sigfússon, en þau voru bæði Austfirðingar. Fluttu þau til Norð- fjarðar um 1920, en Ragna varð eftir að Svínafelli og fluttist skömmu síðar með afa sínum og ömmu til Norðfjarðar. Foreldrar Jóns, Sigfús Jónsson og Stefanía Jónsdóttir, bjuggu til dauðadags á heimili sonar síns. Þar var einnig Ingólfur bróðir Jóns, og hélt hann mikið upp á Rögnu. Böm Ingibjarg- ar og Jóns voru fjögur. Ragna var elst, Sigfús lést fyrir nokkrum árum, en Snorri og Guðný búa í Neskaupstað. Bjó fjölskyldan lengst af í Bár, sem stendur á einum fegursta stað -íJjænum ofan við listigarðinn. Við þetta hús var allt fólkið kennt. Faðir Rögnu var mikill athafna- maður. Hann var kaupmaður, bæjarstjóri, fyrsti skattstjóri á Austurlandi og síðast í Kópavogi. Ragna í Bár eins og Norðfirðing- ar kölluðu hana oftast, var ágæt- lega gefín og bráðþroska. Settist hún í annan bekk Menntaskólans á Akureyri 15 ára gömul, en í þá daga voru flestir nemendur eldri. Við vorum þá fyrir í Menntaskólan- um 6 piltar frá Neskaupstað og þóttu það margir frá sama stað. Ragna varð stúdent 1936. Stund- aði hún kennslu bæði meðan hún dvaldi á Akranesi og síðan í Reykjavík. Þótti hún góður kenn- ari, og átti létt með að ná athygli nemenda. Árið 1939 giftist Ragna þeim, sem hún hafði verið heitbundin frá menntaskólaárunum, Ragnari Jó- hannessyni frá Búðardal, en hann var gott skáld og með allra skemmtilegustu nemendum í skól- anum. Ragnar var um tíma skóla- stjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi. • Ragnar lést fyrir 11 árum. Eftir það bjó Ragna með bömum sínum í húsi því sem þeir bræður Jón og Ingólfur reistu saman í Kópavogi, þegar þeir fluttu frá Neskaupstað. Böm Rögnu og Ragnars eru Ragnar, Ingibjörg og Guðrún. Það var mikill samgangur milli okkar systkinanna í Svalbarði og bam- anna í Bár, enda örstutt milli húsanna. Það skapaðist einlæg vin- átta, sem hefur haldist alla tíð. Kynnin urðu náin bæði í leik og starfí. Ég kom mjög oft til Ingi- bjargar og Jóns en þau vom ein- staklega ræðin ,og vel gefín. Átti Jón mikið af bókum og vom bæði víðlesin. Einkum var náin vinátta milli systkina minna og Rögnu og Guðnýjar, sem vom á líku reki. Ragna í Bár var kraftmikil og einstaklega lifandi í allri framkomu. Hún var alltaf bjartsýn, kát og miklaði ekki hlutina fyrir sér. Hún var mjög vinsæl og einstaklega trygglynd. Var hún mikill Norð- fírðingur og heimsótti æskustöðv- amar á hveiju sumri, þegar hún gat komið því við. Heilsaði þá upp á kunningjana á sinn hressilega hátt. Ragna var félagslynd og kom öllum sem hún umgekkst í gott skap. Var hún starfandi af lífí og sál í Norðfírðingafélaginu, og fyrir tveimur ámm heiðursgestur á árs- hátíð þess, þar sem hún flutti bráðskemmtilega minningar frá æskuámnum. Ragna sýndi vel gestrisni sína þegar hún á stundum bauð til sín vinkonum sínum frá Norðfírði, sem þá vom staddar í Reykjavík og svo einnig nokkmm æskuvinkonum, sem fluttar vom suður. Rómuðu konumar þessar skemmtilegu stundir á heimili Rögnu, þar sem rifjuð vom upp m.a. ærsl og gamanmál æskuár- anna, en sumar þessar konur nöfðu ekki sést, jafnvel um tugi ára. Þetta gat aðeins Ragna í Bár gert á sinn lifandi hátt. Ég veit, að ég mæli fyrir munn okkar systkinanna í Svalbarði, þeg- ar við kveðjum tryggan vin, góða og mikilhæfa konu, Rögnu í Bár, með söknuði ,og trega, þökkum henni góða samfylgd allt frá æsku- ámm. Við hjónin vottum bömum Rögnu, systkinum og öðmm að- standendum dýpstu samúð. Jóhannes Stefánsson „Hratt flýgur stund" er sungið um áramót og okkur fínnst tíminn líða æ hraðar eftir því sem aldursár- unum fjölgar. Jafnframt hverfa fleiri og fleiri starfsfélagar og vinir yfir móðuna miklu, en þeir standa nálægt okkur í tíma og minningu. í þann mund sem árið kvaddi andaðist Ragna Jónsdóttir kennari, hún lést í Borgarspítalanum 30. desember eftir erfiða sjúkdómslegu. Fyrir einu ári fengum við hjónin jólakveðju frá Rögnu, þar sem hún dvaldi á Kanarí með vinkonu sinni, hress og kát eins og venjulega. Vom þá góðar vonir um að hún væri búin að ná fullum bata, það vom því mikil vonbrigði er þau tíðindi bámst okkur í haust að hún væri- aftur komin í sjúkrahús. Rögnu kynntist ég fyrst þegar eiginmaður hennar, Ragnar Jó- hannesson, tók við skólastjóm Gagnfræðaskólans á Akranesi, og þau hjón fluttu þangað. Ragnar var að vísu áður kunnur fyrir sín fleygu ljóð og sem góður útvarpsmaður. Én á Akranesi kynntist ég honum persónulega, hann var ljúfmenni sem öllum vildi vel og ágætur kenn- ari. Þegar þau hjón fluttu til Akraness áttu þau þijú böm, sem öll vom ung, Ragna var því bundin við bú og böm fyrstu árin og stund- aði ekki kennslu þann tíma, sem ég kenndi við Gagnfræðaskóla Akraness. Ég kynntist því ekki kennarahæfíleikum hennar á Akra- nesi, en ræddi það við Ragnar að kona hans væri líkleg til að verða góður kennari. Hveijum þeim sem kynntist Rögnu mátti vera það ljóst, að hún var gædd þeim hæfíleikum og hafði þá skapgerð að líklegt var að flest störf fæm henni vel úr hendi. Með sinni hlýju léttu og glað- legu framkomu vann Ragna fljótt hugi Akumesinga. Þegar þau hjón fluttu til Reykjavíkur sagði Ragnar mér að Ragna væri að svipast um eftir kennslu í Kópavogi eða Reykjavík, og spurði hvort fullráðið væri við minn skóla, svo var ekki sem betur fór, það vantaði dönskukennara og Ragna tók það starf, þótt hún hafí þá fremur kosið að kenna íslensku. Dönskukennsla var ekki eftirsótt af kennumm, vegna þess að flestir nemendur vom andvígir því að læra dönsku. í fyrirferðarmiklum bekkj- um gat því reynt talsvert á dönsku- kennarann, að halda stjóm, vekja áhuga og ná árangri, en ekkert af þessu varð Rögnu vandamál. Það var sama hversu órólegan bekk Ragna fór inn í, bekkurinn varð eitt bræðralag í höndum hennar, hún virtist ekkert hafa fyrir því að stjóma hópnum, og aldrei heyrði ég nokkurn nemanda Rögnu tala um að hún væri leiðinleg. Ragna átti mjög auðvelt með að umgangast fólk, var lagið að lífga upp á andrúmsloftið og koma öllum í gott skap. Það fylgdi henni alltaf hressandi blær. Nemendur hennar dáðu hana, hún umgekkst þá með móðurlegri umhyggju og var í senn kennari þeirra og trúnaðarvinur. Kennaramir em máttarstoðir hvers skóla. Það skiptir því sköpum fyrir hvern skóla að fá góða kenn- ara. Ragna var traust máttarstoð, hún átti sinn ríka þátt í því hversu góður andi var alla tíð meðal kenn- aranna, meðal nemendanna og milli kennara og nemenda. Við samkennarar Rögnu söknum hennar og sendum dætmm hennar og syni samúðarkveðjur. Magnús Jónsson Þeim fækkar óðum gömlum vin- unum. Þeir hverfa einn af öðrum. Og nú var röðin komin að Rögnu. Fréttin um andlát hennar, þann 30. desember sl. kom ekki á óvart, því hún hafði átt við mikil veikindi að stríða undanfarið. Ragna var Austfírðingur, fædd á Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá 15. desember 1916. Foreldrar hennar vom Jón Sigfússon, skattstjóri í Neskaupstað og kona hans Ingibörg Einarsdóttir. Það var ekki algengt á upp- vaxtarárum Rögnu að unglingar legðu fyrir sig menntaskólanám og sjaldgæft um stúlkur. En Ragna ákvað að fara þá braut og settist í Menntaskólann á Akur- eyri. Þaðan lauk hún stúdentsprófi vorið 1936. Var hún eina stúlkan í hópnum. Ragna giftist haustið 1939 Ragnari Jóhannessyni eand. mag. sem lauk háskólanámi sínu það ár. Þau hjónin bjuggu fyrstu árin í Reykjavík þar sem Ragnar fékkst við blaðamennsku og kennslu auk þess sem hann var vin- sæll útvarpsmaður. Árið 1947 flytja þau til Akra- ness, en þar tók Ragnar við stjórn Gagnfræðaskólans. Á Akranesi bjuggu þau til ársins 1960 að þau flytja aftur til Reykjavíkur, þar sem þau bjuggu þar til Ragnar lést 1976. Þaðan fluttist Ragna í Kópa- vog og bjó síðan þar. Þau Ragna og Ragnar eignuðust þtjú böm, en þau em: Ragnar verkam. í Reykjavík, Ingibjörg kennari í Kópavogi og Guðrún bankam. í Kópavogi gift Áma Jónassyni verkfr. Ég fluttist til Akraness haustið 1948 og réði þá tilviljun því að við hjónin tókum á leigu íbúð í sama húsi og þau Ragna og Ragnar bjuggu í. Við þekktumst áður þar sem maðurinn minn og Ragna höfðu verið bekkjarsystkini og sam- stúdentar frá MA. En Ragnar var skólabróðir þeirra, stúdent tveim ámm áður eða 1934. En þarna urðu kynni okkar nán- ari og vináttan dýpri, því samgang- ur varð strax mikill milli heimilanna og börn okkar sem vom á svipuðu reki urðu góðir leikfélagar. Áttum við hjónin og börn. okkar margar ánægjustundir á heimili þeirra Ragnars og Rögnu. Ragnar klippti út margskonar konur og karla handa börnunum að leika sér að en Ragna ávallt hress og skemmtileg-og ekki upp- næm fyrir þótt ýmsilegt væri úr lagi fært þar sem börnin vom að leik. Eitt af því sem við Ragna áttum sameiginlegt var áhugi okkar á brids. Á þessum ámm var ekki al- gengt að húsmæður störfuðu utan heimilis og átti það einnig við um okkur. Gáfum Við okkur oft tíma til að grípa til spilanna ásamt vin- konum okkar og var ekki hikað við að taka daginn snemma ef því var að skipta. Kom jafnvel fyrir að við suðum kartöflurnar fyrir hádegis- matinn allar saman spilakonurnar til að nýta tímann betur til spila- mennskunnar. Á síðari hluta þess tíma sem þau bjuggu á Akranesi fékkst Ragna við kennslu við gagnfræðaskólann hjá Ragnari manni sínum. Eins og vænta mátti var hún vel til kennslu fallin. Með hispursleysi sínu og græskulausri gamansemi vann hún strax hug og hjarta nemenda sinna og ekki var til hjá henni neitt sem hét agavandamál. Þau hjón voru bæði félagslynd. Tóku þau þátt í margháttuðu fé- lagslífi á Skaga. Var Ragna m.a. form. Kvennadeildar Slysavarnafé- lagsins í allmörg ár. Eftir að Akranesdvölinni lauk og fjölskyldan flutt aftur til Reykjavík- ur hóf Ragna kennslustörf þar og kenndi hún m.a. við Gagnfræða- IWIHÉIHHaSSSHiB i * ÉffaSilS Verzlunarskóli íslands FULLORÐINSFRÆÐSLA Innritun á vorönn verður á skrifstofu skólans 5.-8. og 11. janúar 1988 kl. 08.00-19.00. Boðið er upp á eftirtalda náms- möguleika auk stakra námskeiða: ÖLDUNGADEILD Nám til verslunarprófs og stúdents- prófs. StARFSNÁM Bókhaldsbraut og skrifstofubraut. FORNÁM TÖLVUHÁSKÓLA VÍ Áfangar fyrir þá nemendur, sem ekki hafa lokið stúdentsprófi af við- skiptabraut, en hafa áhuga á að sækja um íTVÍ næsta haust. Áfangalýsingar, umsóknareyöublöð og nánari upplýsingar fást á skrif stofu skólans, Ofanleiti 1. HANDKNATTLEIKSLAIMDSLIÐ í HEIMSKLASSA! Á Ólympíuleikunum 1984 og heimsmeistarakeppninni 1986 átti ÍSLAND 6. besta landslið heims ÞINN stuðningur getur gert gæfumuninn á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Afram ísland 14. desember 1987 var dregið um 1S bíla. 5 SUZUKI FOX komu upp á eftirtalin númer: 9401 13709 70457 75462 98385 10 SUZUKI SWIFT komu upp á eftirtalin númer: 42457 44260 53685 63614 65235 68125 85377 85568 89571 104540
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.