Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
45
Ragna Jónsdóttir
kennarí—Minning
Fædd 15. desember 1916
Dáin 30. desember 1987
Þegar nánir vinir og félagar frá
unglingsárum hverfa reynist tregt
tungu að hræra. Svo fer mér þegar
eina bekkjarsystir okkar sem lauk
stúdentsprófi frá menntaskólaárun-
um á Akureyri er horfin. Ragna
Jónsdóttir lést 30. desember. Erum
við þá sjö á lífi af 19, sem útskrifuð-
umst frá MA 17. júní 1936. Stór
skörð hafa því verið höggvin í okk-
ar fámennu bekksögn. Þegar
Ragna kom til okkar í annan bekk
var bjart yfir þessari fallegu, hóg-
væru stúlku.
Hún var fædd 15. desember árið
1916 að Svínafelli í Hjaltastaða-
þinghá. Foreldrar hennar voru
hjónin Ingibjörg Einarsdóttir, ættuð
af Fljótsdalshéraði, og Jón Sigfús-
son bóndi á Svínafelli. Þau fluttu
þaðan í Neskaupstað og ólst Ragna
þar upp.
Jón Sigfússon var mikill prýðis-
maður. Var hann um skeið bæjar-
stjóri í Neskaupstað og síðar
skattstjóri. Sfðast var hann skatt-
stjóri í Kópavogi. Ingibjörg kona
hans var mikilhæf kona. Voru þau
hjón bæði vel látin og virt áf sam-
ferðafólki sínu.
Eins og áður segir lauk Ragna
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
á Akureyri vorið 1936. Var hún
ágætur námsmaður. Naut hún mik-
ils trausts og álits hjá kennurum
sínum og ástsældar meðal skóla-
systkina sinna.
Fyrst eftir stúdentspróf stundaði
hún kennslu við gagnfræðaskólann
í Neskaupstað árin 1936—1937.
Kennari við Gagnfræðaskólann á
Akranesi árin 1951 til 1960. Síðast
kenndi hún við Ármúla-fjölbrauta-
skólann í Reykjavík. Þótti hún
ágætur kennari, hafði gott lag á
nemendum óg naut trausts og vin-
sælda. Stundaði hún kennslu til
ársins 1986.
Ragna Jónsdóttir giftist Ragnari
Jóhannessyni cand.mag. 11. nóv-
ember 1939. Var hann ættaður úr
Dalasýslu, fjöihæfur og gáfaður
maður. Var hann lengi skólastjóri
Gagnfræðaskólans á Akranesi.
Hann var skáld gott, fyndinn og
skemmtilegur. Hann var vinsæll
útvarpsmaður bæði í bundnu máli
og óbundnu. Um skeið var hann
einnig blaðamaður við Alþýðublað-
ið.
Þau hjón fluttust til Reykjavíkur
árið 1960 en síðar flutti Ragna í
Kópavog. Ragnar lést árið 1976.
Þau hjón eignuðust þijú börn.
Þau eru Ragnar byggingaverka-
maður, Ingibjörg kennari í Kópa-
vogi en yngst er Guðrún lögfræði-
nemi, gift Áma Bimi Jónassyni
verkfræðingi. Öll eru þau börn
Rögnu og Ragnars vel gefið og
elskulegt fólk.
Ragna gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum. Hún var formaður kvenna-
deildar Slysavamafélags íslands á
Akranesi um skeið, formaður Nem-
endasambands Menntaskólans á
Akureyri og einn af stofnendum
þess. Naut hún trausts og vinsælda
þess fjölmenna hóps sem þetta
merka höfuðsetur menntunar og
menningar á Norðurlandi hefur út-
skrifað, m.a. undir forystu skóla-
meistaranna Sigurðar Guðmunds-
sonar, Þórarins Bjömssonar og
Steindórs Steindórssonar. Allir voru
þessir ágætu skólamenn miklir vin-
ir Rögnu, sem mátu hæfileika
hennar og siðfágaða framkomu.
Hún var ekki aðeins góður „skóla-
þegn“, eins og Sigurður skólameist-
ari orðaði það, heldur mikilhæf
kona, hvar sem hún fór.
Höfuðeinkenni Rögnu voru
skarpur skilningur á mönnum og
málefnum, ljós greind, vinfesti og
fordómaleysi.
Hollráð var hún vinum sínum,
fijálslynd og vel gerð.
Það sætti því engri furðu þótt
hún nyti hvarvetna trausts og vin-
sælda. Félagslyndi og góðvild
mótuðu framkomu hennar í
hvívetna. Enginn var hún yfirborðs-
maður heldur heii og sönn.
Þegar við skólabræður hennar
heimsóttum okkar gamla skóla
sumarið 1986 af tilefni 50 ára stúd-
entsafmælis okkar var Ragna ekki
heil heilsu og gat því ekki komið
með okkur til Akureyrar. Söknuð-
um bæði við og hún þess mjög. Hún
hafði hlakkað mikið til þeirrar ferð-
ar. Um þáð leyti gekk hún undir
alvarlegan uppskurð. Komst hún
þó til sæmilegrar heilsu um skeið
á sl. ári. Gat ferðast dálítið utan-
lands og innan. En sjúkdómurinn
gaf henni ekki grið. í þessum þung-
bæru veikindum kom vel fram
bjartsýni hennar, kjarkur og æðru-
leysi. Þegar ég heimsótti hana á
sjúkrahús á afmæli hennar 15. des-
ember sl. ásamt náinni vinkonu
hennar, var auðsætt að það yrðu
okkar síðustu fundir. Aðeins veikt
bros og mild þögn, hlýtt handtak.
Síðan ekkert meir utan minningin
um liðin ár, glaða æsku og órofa
tryggð gegnum öll árin.
Við bekkjarbræður og vinir
Rögnu Jónsdóttur þökkum henni
ógleymanlega samfylgd og vottum
bömum hennar og öðm skylduliði
djúpa samúð þegar hún hefur kvatt
okkur.
Hún lifði integer vitai og á góða
heimvon á landi lifenda.
Fari heil og sæl kær bekkjarsyst-
ir.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Að morgni 30. desember lést í
Borgarspítalanum í Reykjavík
Ragna Jónsdóttir kennari, á 72.
aldursári. Er þar genginn tryggur
vinur foreldra minna og æskuheim-
ilis. Vil ég með þessum orðum
minnast hennar fyrir hönd móður
minnar og okkar systkinanna.
Ragna fæddist á Svínafelli í
Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdals-
héraði 15. desember 1916. Bamung
fluttist hún til Norðfjarðar, þar sem
faðir hennar gerðist verslunarmað-
ur. Foreldrar Rögnu vom hjónin Jón
Sigfússon, um hríð bæjarstjóri í
Neskaupstað, síðar skattstjóri þar
og í Kópavogi, og Ingibjörg Einars-
dóttir, ættuð af Völlum á Héraði.
Ragna sýndi snemma ágæta
námshæfileika og haustið 1931
settist hún, ásamt fjórum félögum
sínum frá Norðfirði, þeirra á meðal
Bjama Vilhjálmssyni, föður mínum,
í 2. bekk Menntaskólans á Akur-
eyri, en Valdemar Snævarr skóla-
stjóri hafði þá undirbúið þau og
hvatt þau til fararinnar. Á þeim
tíma var óvenjulegt að stúlkur væm
sendar langan veg að heiman til
bóknáms og víst var Ragna eina
stúlkan sem brautskráðist með
stúdentspróf frá Menntaskólanum
á Akureyri vorið 1936.
í minningarorð um Bjama í mars
sl. sagðist Rögnu svo frá:
„Haustið 1931 héldu fimm norð-
firsk ungmenni til Akureyrar og
settust í annan bekk Menntaskól-
ans. Það var ævintýri líkast að stíga
inn í þetta fagra og reisulega hús,
hvað þá að búa í heimavistinni með
ungu frísku fólki víða að af landinu.
Það vom fjögur herbergi á hana-
bjálkaloftinu á suðurvistinni. Eitt
þeirra hét Brattagerði. Þar bjuggu
þHr vaskir sveinar; Bjami, Jóhann
frá Öxney og Stefán Snævarr.
Síðustu þijú árin í skólanum lásum
við saman ýmsar torræðar náms-
greinar og spiluðum þess á milli
„lomber" og „bobb“. Við vomm
kölluð Brattagerðisfjölskyldan og
undum því vel.“
Skömmu eftir stúdentsprófið
giftist Ragna Ragnari Jóhannes-
syni, sem síðar varð skólastjóri á
Akranesi. Ragnari var margt til
lista lagt. T.d. orti hann mikið af
tækifæriskveðskap sem mörgum er
kunnur, svo sem jólavísurnar um
Gunnu á nýju skónum. Hann var
kunnur útvarpsmaður, þýddi margt,
lék í leikritum og söng, en hann
lést árið 1976 eftir langvarandi
vanheilsu. Þau Ragna og Ragnar
eignuðust þrjú börn, Ragnar, Ingi-
björgu og Guðrúnu. Þau búa öll í
Kópavogi í nánd við heimili móður
sinnar og hefur fjölskyldan verið
óvenju samhent. Bamabömin em
fjögur, yndi og eftirlæti ömmu
sinnar.
Þegar bömin- komust á legg fór
Ragna að kenna, fýrst á Akranesi
en síðan í Reykjavík. Hún kenndi
lengi við Gagnfræðaskóla verknáms
á meðan hann var við lýði, en síðan
við Ármúlaskóla, einnig eftir að
hann varð að fjölbrautaskóla. Eftir
að hún lét af störfum fýrir aldurs
sakir hljóp hún oft í skarðið í forföll- .
um og aðstoðaði einstaka nemendur
í lengri eða skemmri tíma: Ragna
kenndi dönsku. Lengi hefur loðað
við dönsku að hún þætti leiðinlegt
fag, en ég hef fyrir satt að hún
hafí ekki orðið það hjá nemendum
Rögnu, svo vel sem henni lét að
umgangast ungt fólk og gæða
kennsluna lífi.
Ragna var líka fjölmenntuð kona
í orðs þess bestu merkingu. Hún
var alls staðar heima og gat spjall-
að við hvem sem var um hvað sem
var. Umræða um bókmenntir og
listir og holl ráð um heimilishald
og matargerð voru henni jafntöm á
tungu'. Oft áttum við tal saman um
ýmis efni. Stundum bar skólamálin
á góma, enda stóðu þau okkur báð-
um nærri, en oft geymdust mér í
minni ummæli hennar um ýmislegt
sem varð mér til leiðsagnar um
lífshætti, fyrst og fremst þess efnis
að fylgja eigin sannfæringu.
Á heimili foreldra minna var hún
ætíð góður og velkominn gestur.
Hún fylgdist af áhuga með högum
allrar fjölskyldunnar, bama, barna-
bama og skylduliðs þeirra. Hún var
sjálfsagður gestur í afmælum,
fermingum og brúðkaupum þeirra
og í brúðkaupum okkar systranna
stjómaði hún eldhúsinu af skör-
ungsskap. Hún var hrókur alls
fagnaðar í ''eislum og var gjaldgeng
í hvaða spilamennsku sem var. Hún
var líka vitur kona og lét ekki spila-
fíknina hlaupa með sig í gönur,
heldur gerði gott úr öllu ef ágrein-
ingur reis við spilaborðið.
En fyrst og fremst var hún for-
eldrum okkar báðum hollur vinur,
uppörvaði og kætti, og móður okkar
var hún best þegar sorgin barði
dyra. En áhyggjur sínar og vandr
kvæði bar hún ekki á torg, síst á
meðan hún barðist við þau.
Brattagerðisfjölskyldan leystist
ekki upp heldur héldust og efldust
vináttuböndin. Meðan líf entist
gengu skólasystkinin um garða
hver hjá öðru, venjulega leiftrandi
af fjöri og andagift. Þau spiluðu á
spil, sungu stúdentasöngva bg
ræktu tengslin við gamla skólann
sinn, og þeim mun betur sem tíminn
leið og aldurinn færðist yfír þau.
En Ragna var alltaf prinsessan í
hópnum, sem skólabræðumir dáðu
og virtu.
Það var því skarð fyrir skildi
þegar stúdentahópurinn frá 1936
hélt hátíðlegt 50 ára afmæli braut-
skráningar sinnar vorið 1986 og
Ragna gat ekki verið með, ekki síst
vegna þess að elsta bamabam
hennar, Ragna Árnadóttir, lauk þá
stúdentsprófí frá sama skóla. Ann-
ars hefði Ragna verið sjálfkjörin til
að tala fyrir munn hópsins, svo
mjög sem hún vann að því heils
hugar að halda saman hópi gamalla
nemenda frá MA á höfuðborgar-
svæðinu. Þá hafði sjúkdómur sá
sem varð henni að aldurtila vitjað
hennar.
Ragna treysti sér heldur ekki til
að halda upp á afmæli sitt er hún
varð sjötug 15. desember árið 1986.
Þá minnist Bjami hennar í afmælis-
grein með þessum orðum:
„Ragna er gædd fágætri lífsgleði
og tápi sem geislar af henni, hvar
sem hún fer. Þar sem glaðlyndi
hennar er samfara nærgætnisleg
góðvild til ungra sem aldinna, er
auðskilið, að hún er hvarvetna au-
fúsugestur, hvort sem er á fagnað-
arstundu eða í önn hins daglega
lifs. Oft hefur hún brýnt gamla
bekkinn okkar til samstöðu, ef
henni fínnst eitthvert mál vita að
okkur, þó að við þessir gömlu bekkj-
arbræður hennar séum orðnir býsna
þungir í taumi og durtslegir,
síversnandi eins og allur mann-
heimur. Hún var einn af frumkvöðl-
um við stofnun NEMA,
Nemendasambands Menntaskólans
á Akureyri, sat lengi i stjóm þess
og formaður um skeið við góðan
orðstír, enda hafa námsárin á Akur-
eyri ávallt verið henni afar hugfólg-
in. Líkt má segja um Norðfirðinga-
félagið í Reykjavík. Hún var í hópi
þeirra, sem beittu sér hvað ein-
dregnast fyrir stofnun þess, og átti
sæti í fyrstu stjóm þess.“
En Ragna hresstist þegar leið á
veturinn og ekki barmaði hún sér.
Hárið sagði hún jafnvel betra viður-
eignar þegar það óx aftur eftir
lyfjameðferðina og hún ræddi ann-
marka þá, sem sjúkdómurinn setti
henni, eins og alla aðra erfiðleika
af heimspekilegri yfírsýn án beiskju
eða biturðar. Síðla vetrar hélt hún
síðbúna afmælisveislu. Bekkjar-
bræðumir höfðu vikum saman
hringst á til að ráðgast um afmælis-
gjöfína. Bjarni var kjörinn til að
afhenda hana með fáeinum orðum
fyrir hönd hópsins. Ragna segir frá
þessum degi í minningargrein sinni
um Bjama:
„Sunnudagurinn 1. mars var
runninn upp. Ég var í sólskinsskapi
vegna þess að ég átti von á bekkjar-
bræðmm mínum með fríðu föru-
neyti. Mætingin var sérstaklega góð
að þessu sinni. Við vomm létt í
lund og rifjuðum upp margt spaugi-
iegt frá skólaámnum og seinni
kynnum. Svo hélt Bjami ræður,
vitnaði í Jóns sögu helga og sagði
frá Ingunni nokkurri sem var á
Hólum^ fræðinámi, ein kvenna og
engum vöskum lærisveinum lægri
í bóklistum. Við töluðum saman í
síma um kvöldið. Þá var Bjami far-
inn að blaða i bókum sínum og við
ræddum svolítið um Ingunni, það
var gott samtal — svo lagðist lág-
nættið yfír og Bjami var allur.“
Þannig var þetta kæra verkefni,
að færa Rögnu afmælisgjöf, eitt
hið síðasta verk Bjarna í þessum
heimi. í minningu hans sendum við,
böm hans og eiginkona, bömum
Rögnu og öðrum aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur
með þökk fyrir að hafa fengið að
njóta vináttu hennar í svo ríkum
mæli.
Kristín Bjarnadóttir
Síst gmnaði mig er við Ragna
vorum á Kanaríeyjum fyrir ári að
þetta yrði síðasta ferðin sem við
færum saman, svo hress var hún
þá. Þó meinsemdin sem dró hana
til dauða hefði þá þegar náð tökum
á henni.
Ragna Jónsdóttir var fædd á
Svínafelli ( Hjaltastaðaþinghá 15.
desember 1916, dóttir Jóns Sigfús-
sonar bæjarstjóra og skattstjóra í
Neskaupstað og konu hans, Ingi-
bjargar Einarsdóttur. Hún ólst upp
í Neskaupstað. Átti þar glaða og
góða æsku. Snemma bar á góðum
námshæfileikum hennar og að
loknu námi í bama- og unglinga-
skóla Valdimars Snævars ákvað
hún að halda áfram námi í Mennta-
skóla Akureyrar. Hún tók próf upp
í annan bekk og lauk svo stúdents-
prófí 1936 — eina stúlkan í sínum
árgangi. Þetta sýnir hve óvenjuleg
stúlka Ragna var. Það var ekki al-
gengt að stúlkur legðu stund á
menntaskólanám á þeim tímum,
síst ef þær áttu um langan veg að
sækja. Á námsámnum dvaidist
Ragna á heimavist. Samtímis henni
vom margir þjóðkunnir gáfumenn.
Við þessa menn batt hún vináttu
og spilaði við þá bridge meðan ent-
ist líf og heilsa.
Ragna sagði mér oft að hún teldi
heimavistarárin ekki síður hafa
þroskandi og mótandi áhrif á sig •
en sjálft skólanámið. Það hefði get-
að orðið erfítt fyrir eina stúlku að
standa sig í svo stómm hópi pilta,
en Ragna var jafningi þeirra, bæði
í leik og námi. Hún var jafnan í
fremstu röð í ýmsum framkvæmd-
um. Þannig var hún aðaldriffjöðrin
í að stofna Nemendasamband MA
og var formaður þess í mörg ár.
Heimavistarárin urðu henni örlaga-
rík á fleiri vegu. Þar kynntist hún
mannsefni sínu, ljúfmenninu Ragn-
ari Jóhannessyni, skáldi og síðar
skólastjóra. Hann var stúdent -
tveimur ámm á undan henni og
lagði stund á norræn fræði og lauk
kandidatsprófi árið 1939. Sama ár
gengu þau í hjónaband og stofnuðu
bú í Reykjavík, þar sem Ragnar
starfaði við útvarpið og blaða-
mennsku allt þar til árið 1947 er
hann varð skólastjóri Gagnfræða-
skóla Akraness og þau fluttust.
þangað uppeftir. Þau áttu nú orðiö
þijú böm, þau Ragnar, Ingibjörgu
og Guðrúnu — mannvænleg böm,
sem nú syrgja móður sína ásamt
fjómm bamabömum.
Á Akranesi stundaði Ragna
kennslu, þegar bömin stálpuðust,
við gagnfræðaskólann og iðnskól-
ann. Þau hjónin tóku bæði mikinn
þátt í félagslífí þar og Ragna var
formaður kvennadeildar slysa-
vamafélagsins og Kvenfélags
Akraness. Þau eignuðust þar fjölda
vina og fór Ragna oft þangað upp
eftir til að hitta þá eftir að þau flutt-
ust burtu.
Þau bjuggu á Akranesi til ársins
1960, en þá fluttu þau til Reykjavík-
ur og Ragnar gerðist kennari við
Miðbæjarskólann en Ragna réðst
sem dönskukennari við Gagnfræða-
skóla verknáms. En þá var það sem
kynni okkar hófust og með okkur
tókst vinátta sem aldrei bar skugga
á. Við störfuðum saman í hálfan
þriðja áratug, fyrst við verknáms-
skólann og síðan við Fjölbrautaskól-
ann við Armúla.
Kennaralið Gagnfræðaskóla
verknáms var skipað miklu hæfí-
leikafólki undir stjóm hins ágæta
skólamanns Magnúsar Jónssonar.
Þarna var gott að starfa en ytri
aðstæður þættu víst ekki góðar í
dag. Þrátt fyrir hinn ágæta anda
sem þama ríkti trúi ég að vart
hafí fundist skemmtilegri vinnu-
staður en eftir að Ragna kom. Slíkt
§ðr, glettni og hlýja fylgdi henni.
Skipst var á gamanyrðum og alls ‘r~
konar spaugi, sem þó var alltaf
græskulaust. Ef nýir kennarar
komu til starfa var Ragna manna
fyrst til að ræða við þá. Hún hafði
sérstakan hæfíleika til að komast
að og finna það besta ( öllu fólki
svo að nýju kennaramir fundu ekki
annað en að þama hefðu þeir alltaf
átt heima og féllu inn í hópinn.
Sama viðmótið sem einkenndi
framkomu Rögnu við kennarana
sneri að nemendum. Ef henni fannst
einhver hópurinn vera að gleyma
sér í deyfð og dmnga þá átti hún
það til að gera eitthvert óvænt
sprell svo að allir hmkku við og
úr varð glens og gaman og nemend-
ur tóku hressir til við námið. Hún
lét sér annt um heilsufar ungling-
anna og ef henni sýndist einhver
illa útlítandi átti hún það til að
senda hann til læknis og láta hann
hafa peninga til að greiða fyrir
læknishjálpina ef þess þurfti.
Fyrir slíkan kennara vildu allir
allt gera, jafnvel læra dönsku, sem
þó var ekki mjög vinsæl grein eftir
að holskefla enskunnar reið yfír.
Það hefur að nokkm komið fram
hve félagslynd Ragna var. Auk
þess sem áður er á minnst var hún
framarlega í félagsmálum okkar (
Gagnfræðaskóla verknáms. Hún
var formaður Kvenfélags Grensás-
sóknar um árabil og formaður
Norðfirðingafélagsins í Reykjavík.
Ég held að óhætt sé að segja að
hún hafi verið sannur mannvinur.
Hún dró alltaf úr ef hún heyrði
SJÁ BLAÐSÍÐU 46