Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 57 Minning: Tómas Olason Fæddur G. ágúst 1897 Dáinn 28. desember 1987 Þegar ég minnist nú Tómásar Olasonar koma mér í hug orð Hóratí- usar sem Grímur Thomsen sneri á íslensku um „vammlausan hal og vítalausan" sem engum „fleinum, boglist eða oddum“ þarf nokkru sinni að beita. Tómas var öllum og öllu vinsamlegur, mátti aldrei aumt sjá, jafnlyndur og glaðlyndur og sneri öllu til betri vegar, hófsamur og sanngjam í öllu lífi sínu. Nóttina eftir að hann var allur dreymdi mig þau systkin, Kristínu og Óla Jón, og þau voru björt og glöð og voru að koma í fjölskylduboð eins og forðum. Góða heimvon hefur Tómas átt og góðu eiga eftirlifandi ástvin- ir hans að mæta þegar endurfundir verða. Tómas átti langa og farsæla ævi. Hann fæddist á Stakkhamri í Miklholtshreppi á Snæfellsnesi 6. ágúst 1897, og hlaut hægt andlát á Landspítalanum 28. desember sl. Tvíburi hans, Jón, lést 1925. Tómas var heitinn eftir móðurafa sínum á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi og mun reyndar hafa erft margt í skapferli og dagfari úr móðurættinni. For- eldrar hans voru þau hjónin Elín- borg Tómasdóttir og Óli Jón Jónsson bóndi og oddviti á Stakk- hamri. Að Óla Jóni látnum fluttist Elín- borg með bömum sínum til Reykja- víkur og bjó þeim heimili þar. Tómas lærði húsgagnasmíði en sneri sér brátt að verslun með bræð- um sínum. Fyrst ráku þeir Skóbúð Reykjavíkur, en síðan rak Tómas verslunina Regíó á Laugavegi. í ársbyijun 1931 gekk Tómas að eiga Maríu ísafold Emilsdóttur, sem ættuð er úr Borgarfirði og Eyjafirði, fædd 7. mars 1898, og lifir hún mann sinn. Árið 1944 flutt- ust þau hjónin með bömum sínum vestur um haf og settust að í Banda- ríkjunum. Þar starfaði Tómas fyrst við heildverslun en síðan við smíðar. Hann fluttist aftur til íslands árið 1952. Heim komin ráku þau hjónin eigið fyrirtæki við minjagripafram- leiðslu. Þau störfuðu að þeim rekstri síðan uns aldur og heilsa hindmðu og lét Tómas af starfí árið 1985. María hefur nú um skeið átt við heilsubrest að stríða en Tómas hélt hressileika sínum og fjöri allt til fyrra vors. Þá hlaut hann heilablæð- ingu og síðan tók að draga af honum. María og Tómas eiga tvö börn, Ásthildi Jónu, fædda 15. júní 1931. Hún er fasteignasali í Vancouver í Kanada, ekkja Snorra Gunnarsson- ar byggingameistara. Sonur þeirra er Sturla Tómas Gunnarsson kvik- myndastjóri, fæddur 30. ágúst 1951, kvæntur Judy, og eiga þau soninn Ara Rajin, fæddan 7. sept- ember 1987. Torfi Bjarni fæddist 20. maí 1935. Hann er fram- kvæmdastjóri í höfuðborginni, kvæntur Önnu Ingvarsdóttur fram- kvæmdastjóra. Þau eiga tvö böm, Sigríði Maríu viðskiptafræðing, f. 3. febrúar 1963, en sambýlismaður hennar er Arinbjörn Clausen versl- unarmaður, og Tómas Inga verslun- armann, f. 13. október 1966. Það er ekki ofmælt að Tómas Ólason var hvers manns hugljúfí. Frá honum stafaði hlýju og glað- værð. Hann sá gott í öllum og alls staðar kom hann auga á það sem birti og gladdi. Til þess er ekki vit- að að hann hafí skipt skapi en hláturmildur var hann. Ungur var hann kattliðugur og knár og var snar í öllum snúningum og hreyf- ingum fram til elli. Hann var umsvifamikill í störfum, reglusamur við vinnu og ósérhlífinn og hafði mikinn áhuga á atvinnurekstri, fjár- málaumsýslu og viðskiptum. En hann keppti aldrei við neinn, hafði aldrei neitt af neinum og engan beitti hann rangindum eða hörðu. Það var yndi hans að fylgjast með nýjungum á sviði atvinnurekstrar og í viðskiptum almennt og hann gladdist hjartanlega þegar hann frétti af verðskulduðum sigrum annarra, ekki síst ef hann vissi að í hlut áttu ungir menn sem vænleg- ir voru til framtíðargengis. Áhugi hans á nýjungum, tilraunum, hvers konar bjargræði og sjálfsbjörg hélst í hendur við lífsgleði hans og bjart- sýni. Fyrir föður minn vil ég nú þakka alla aðstoð og umhyggju eldri bróð- ur, sem veitt var bæði fyrr og síðar. Fyrir okkur systkinin og móður okkar þakka ég hlýju og vináttu. Síðast en ekki síst þakka ég Tóm- asi föðurbróður fyrir okkur bræð- uma, sem hann studdi og leiddi, hvatti og ýtti undir á Frímúrara- brautinni, en þar eigum við gæfuspor og ævistefnu að þakka. Maríu, bömum og fjölskyldum Birting afmælis- og minningargreina, Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt. er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Áhersla lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð með tvö- földu línubili. Cy) PIONEER KASSETTUTÆKI þeirra sendum við hlýjar kveðjur. Tómasi Ólasyni fylgir virðing og þökk til austursins eilífa. Hann var valmenni. Jón Sigurðsson Maður sem fæddist í þennan heim á síðustu öld hefur án efa upplifað margt. Tómas Ólason, eða Tómas-afi, er engin undantekning frá því. Hér er ekki ætlunip að rita sögu Tómasar-afa, aðeins tína fram nokkra punkta, er prýða myndu lokakaflann í Tómasar-afa-sögu, ef hún yrði skráð. Er ég fæddist var afi tæplega sjötugur. í sautján ár þar á eftir vom samskipti okkar eins og þau gerast í venjulegri fjölskyldu, milli sonarsonar og afa. Er ég fékk bílpróf kom það jafnan í minn hlut að keyra afa. Þróuðust þá sam- skipti 17 ára stráksins og 86 ára afans í dýrmæta vináttu. Ef eitt- hvað stóð til hjá mér, skólaball, ferðalag, félagsmál eða ef stelpa var í spilinu, fylgdist afi spenntur með og vildi gjarnan fá fréttir eftir á hvernig hefði gengið. Og spurn- ingar eins og: „Var gaman? Var soldið kenderí? Var mikið af falleg- um dömum? Þú hefur ekki náð þér í eina?“ sýndu að hann var ekki búinn að gleyma því hvað það er að vera ungur. Á móti gaf hann góð ráð og deildi með mér u.þ.b. 70 ára sögum er sögðu mér að það1 sem í dag er kallað að vera táning- ur hefur alltaf verið jafn skemmti- legt. Að rúnta með afa í gegnum bæinn var að sjálfsögðu svolítið frá- bmgðið því að rúnta með jafnöldr- um sínum, svolítið afslappaðra og rólegra, en einnig fróðleiksríkara. Ekki sögðu jafnaldrarnir manni sögu husanna í bænum eða hvaða búð var í hvaða húsi fyrir langa löngu. Á nýársnótt fyrir ári munaði ekki miklu að við félagamir, annar 89 ára og hinn tvítugur, hefðum lent á smá ralli saman. Það má eig- | inlega segja að þrátt fyrir háan aldur hafi afi gleymt að verða gam- all, allt þangað til hann varð skyndilega veikur og hægt og hljótt á hálfu ári yfirgaf þennan heim. Tómas-afí sagði oftar en einu sinni: „Við hin gömlu fömm og nýir einstaklingar koma í staðinn." — Við sem fengum að kynnast Tóm- asi-afa geymum minninguna í hjarta okkar og treystum því að almáttugur Guð gefi okkur tæki- færi á því að hittast á ný. Tommi iODFÓDRAOUR SAMFESTINGUR: MJRROGM.fR r ÞOMÓTlBlASI Til aö þú getir notiö þín utan dyra, jafnt í starfi sem leik, þarftu réttan klæönaö. Hann verður aö vera hlýr, sterkur og endingargóöur, en jafnframt léttur og þægilegur SJOKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagötu 51 - Reykjavík - Símar 1-15-20 og 1-22-00 SEXTÍU OG SEX NORÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.