Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Minninff: RagnarH. Ragnar - ísafirði Ljótsstaðir í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu hafa verið í_eyði frá árinu 1965, en þóttu áður prýðileg bújörð. Túnstæði er gott og talsvert undirlendi í kring umbæinn, undir lágri en brattri brekku að brún Laxárdalsheiðar, sem aðskilur Lax- árdal og Reykjadal. Sunnan til í landi Ljótsstaða er verulegt skóg- lendi, Varastaðaskógur. Fýrir landi jarðarinnar endilöngu niðar Laxá, ein fegursta og veiðisælasta á landsins. Ragnar Hjálmarsson fæddist að Ljótsstöðum árið 1898. Foreldrar hans höfðu flutt á jörðina árið áður og bjuggu þar að mestu óslitið síðan. Faðir Ragnars var Hjálmar, fæddur 1865, dáinn 1954, Jónsson bónda á Litluströnd og í Svínadal, Ámasonar bónda á Sveinsströnd, Arasonar bónda á Skútustöðum, Ólafssonar bónda á Skútustöðum, Þorlákssonar annálaritara og bónda á Sjávarborg í Skagafirði, Markús- sonar lögréttumanns á Syðri-Völl- um á Vatnsnesi, Pálssonar bónda á Auðunarstöðurn í Víðidal Jónsson- ar. Kona Jóns Amasonar og móðir Hjálmars var Þuríður Helgadóttir bónda á Skútustöðum, sem Skútu- staðaætt er talin frá, Asmundsson- ar bónda í Syðri-Neslöndum og Baldursheimi, Helgasonar, Hall- dórssonar á Sveinsströnd Leifsson- ar. Meðal systkina Hjálmars á Ljóts- stöðum vom séra Ámi alþingismað- ur á Skútustöðum, Sigurður alþingismaður og ráðherra í Ysta- felli og Helgi hreppstjóri á Græna- vatni. Móðir Ragnars var Áslaug, fædd 1869, dáin 1950, Torfadóttir skóla- stjóra í Ólafsdal við GilsQörð, Bjamasonar bónda í Bessatungu, Bjamasonar bónda að Hrafnabjörg- um Tjörfasonar. Kona Torfa og móðir Áslaugar var Guðlaug Zakarí asdóttir bónda á Heydalsá í Strandasýslu, Jóhannssonar prests á Brjánslæk, Bergsveinssonar prests á Stað í Grunnavík Hafliða- sonar. Meðal systkina Áslaugar voru Ingibjörg skólastýra á Akureyri, Ásgeir efnaverkfræðingur í Reykjavík, Ragnheiður kona Hjart- ar skólastjóra og alþingismanns Snorrasonar, Markús kaupfélags- stjóri og Karl stúdent. Sjá má af þessu að mjög þekktar ættir stóðu að Ragnari og systkin- um hans. Föðurættin má teljast alveg þingeysk og er frændgarður- inn ijölmennur. Torfi í Ólafsdal, afi Ragnars í móðurætt, var á sínum tíma einn þekktasti maður landsins, og eru ýmsir afkomendur hans mjög kunnir enn í dag. Á sínum tíma þótti nokkuð í frá- sögur færandi að Hjálmar skyldi ná ástum skólastjóradótturinnar frá Ólafsdal, enda ætluðu foreldrar hennar henni annað hlutskipti. Séra Ámi bróðir Hjálmars gaf Áslaugu og Hjálmar saman í hjónaband 23. október 1891. Nágrannar töldu ótvírætt að þetta hjónaband hefði reynst gott og ástúðlegt. Bömin urðu allmörg. Elstur var Torfi, bóndi á Halldórsstöðum í Laxárdal, sem m.a. var faðir Magnúsar hæstaréttardómara og Hjálmars gullsmiðs. Yngri en Ragnar voru Karl kaupfélagsstjóri á Þórshöfn og Hvammstanga, Helgi bóndi á Ljótsstöðum, Ásgeir, sem dmkkn- aði ungur, Þórlaug húsfreyja á Hólum í Laxárdal móðir Ásgeirs skipasmiðs á ísafirði, Guðmundur kaupfélagsstjóri í Saurbæ í Dala- sýslu og Jón bóndi á Ljótsstöðum og síðar vistmaður á Ási í Hvera- gerði. Tvö böm Ljótsstaðahjóna munu hafa dáið í æsku. Hinn þekkti maður Benedikt Jónsson á Auðnum sagði eitt sinn í bréfí að á síðari hluta 19. aldar hefði stundum mátt heyra Laxárdal kveða við „af flautuspili smalanna sem kváðust á“. Víst er að þar var þá hljómlist í hávegum höfð á mörg- um bæjum. Næsti bær við Ljótsstaði em einmitt Auðnir þar sem Bene- dikt bjó, en hann var m.a. mikill áhugamaður um tónlist og bók- menntir. Hjálmar á Ljótsstöðum lék á harmoniku og orgel og var góður söngmaður. Ragnar ólst upp við tíðan söng á heimilinu og lærði ungur nokkuð á orgelið. Þar með hafði verið sáð fræjum sem mikið átti eftir að spretta upp af síðar á langri ævi hans. Ungur veitti Ragnar umhverfi sínu öllu mikla athygli og áhuga- mál hans urðu Qölbreytt. M.a. var honum minnisstæð koma hala- stjömu Halley’s 1910. Veturinn 1916—17 var Ragnar í unglingaskóla á Húsavík. Vorið 1920 lauk hann prófí frá Sam- vinnuskólanum í Reykjavík eftir tveggja vetra nám í honum. Meðal kennara hans þar voru Ásgeir Ás- geirsson síðar fórseti, Héðinn Valdimarsson og Ólöf Nordal, en skólastjóri var Jónas Jónsson frá Hriflu, og var vinátta með þeim Ragnari síðan, enda hafði Ragnar reynst mjög góður námsmaður. Ragnar var starfsmaður Kaup- félags Þingeyinga á Húsavík 1920—21, en hleypti þá heimdrag- anum svo að um munaði og fluttist til Kanada í fótspor margra annarra íslendinga. Fyrstu árin vestra vann Ragnar við uppskeruvinnu hjá bændum á sumrum en stundaði nám í píanó- leik og hljómfræði á vetrum. Einnig nam hann tónsmíðar og sögu. Þeg- ar árið 1923 hóf hann kennslu í píanóleik í Saskatoon, en flutti til Winnipeg ári síðar og stundaði þar kennslu og söngstjóm í meira en áratug. M.a. stjómaði hann karla- kór íslendinga í Winnipeg. Árið 1936 byrjaði Ragnar að starfa við söngstjóm og píanó- kennslu í Norður-Dakota í Banda- ríkjunum, einkum í Mountain-bæ, jafnframt störfum sínum í Winnipeg, og alfarinn fluttist hann suðuryfír landamærin 1941. Ragn- ar var þekktur einleikari á píanó, en einnig fór hann um sem undir- leikari söngvara og voru þess dæmi að skáldið Kristján N. Júlíus (K.N.) væri með í för sem skemmtikraft- ur. Því kynntist Ragnar honurn og geysimörgum öðmm Vestur-íslend- ingum. A mikilli hátíð í Bismarck vegna 50 ára afmælis fylkisins N- Dakota árið 1939 stjómaði Ragnar söng karlakórs íslendinga í fylkinu og var söngskráin að mestu leyti íslensk. Orð fór af því vestra að Ragnar væri sérstaklega laginn við að uppgötva og örva sönghneigða menn. Á þessum ámm starfaði Ragnar mikið í Þjóðræknisfélagi íslendinga, og var um tíma formaður deildar- innar Fróns í Winnipeg og Bámnn- ar, deildar félagsins í Norður- Dakota. Ragnar sagði stundum frá því að þegar hann hefði verið um það bil fertugur að aldri hefði sér fund- ist að ævi sín hlyti að vera mjög langt komin og hann myndi e.t.v. ekki fá miklu meira áorkað. Annað átti eftir að koma í ljós. Um það leyti sem seinni heims- styrjöldin var að hefjast fékk Ragnar áhUga á hermennsku, þar að hann taldi það skyldu réttsýnna manna að berjast gegn yfírgangi Hitlers og nasismans yfírleitt. Hann fékk inngöngu í Bandaríkjaher sök- um þess hve vel hann reyndist á sig kominn líkamlega, enda þótt 'hann væri þá orðinn eldri en heppi- legt þótti um hermenn. Eftir stranga herþjálfun í Suðurríkjum Bandaríkjanna var hann kvaddur til starfa á íslandi 1942, og var hann hér trúnaðarmaður Banda- ríkjahers til stríðsloka. Hann hafði aðsetur í Reykjavík, en ferðaðist einnig víða um land. M.a. var hon- um minnisstæð frá þeim ámm ferð um Vestfírði, er farið var yfír §011- in við Kaldalón. Oft síðar lét Ragnar í veðri vaka að hann teldi að annað aðalstarf sitt í lífínu hefði verið hermennska, og fyrir henni bar hann mikla virðingu. I Reykjavík á stríðsámnum náði Ragnar fljótt sambandi við Þingey- inga sem þar dvöldust og tók að sér að stjóma söngflokki Þingey- ingafélagsins. Í því sambandi kynntist hann Sigríði Jónsdóttur frá Gautlöndum í Mývatnssveit. Faðir Sigríðar var Jón Gauti bóndi á Gautlöndum Pétursson bónda þar og ráðherra Jónssonar bónda þar og alþingismanns Sigurðssonar. Kona Jóns Gauta og móðir Sigríðar var Anna Jakobsdóttir, bónda á Narfastöðum í Reykjadal Jónasson- ar bónda á sama bæ Bjömssonar. Hinn 21. júlí 1945 gengu Ragnar og Sigríður í hjónaband og settust að í Garðarbæ í N-Dakota, þar sem Ragnar hóf að nýju að kenna og stjóma söng. Ymsir hafa undrast að Ragnar skyldi taka upp ættamafnið Ragn- ar. Þannig var að enskumælandi Vesturheimsbúum gekk yfírleitt afleitlega að bera fram nafnið Hjálrharsson, og vildu þeir miklu fremur fá að kalla Ragnar fomafn- inu einu, sem þeim þótti mun auðveldara í framburði. Ragnar gerði þeim það þá til geðs að taka nafnið Ragnar upp sem ættamafn. Böm Ragnars nota þetta ættamafn ekki. Það var ekki fyrr en árið 1948, þegar Ragnar stóð á fimmtugu, að einna merkasti þátturinn í viðburða- ríkri ævi hans hófst. í kjölfar ábendingar frá Viktori Urbancic hafði Jónas Tómasson, tónskáld og bóksali á ísafirði, samband við Ragnar í því skyni að fá hann til að veita forstöðu nýjum tónlistar- skóla á Isafirði. Jónas Tómasson hafði áður staðið fyrir tónlistar- skóla hér í bæ árin 1911—17, en 1948 var stofnað Tónlistarfélag ísa- ijarðar, sem enn starfar, og stóð það fyrir hinum nýja skóla. Ragnar féllst á hugmynd Jónasar. Ragnar og Sigríður komu alkom- in til Isafjarðar 21. september 1948 og fengu fyrst í stað íbúð í Hafnar- stræti 2. Síðar fluttu þau að Smiðjugötu 5 og húsið þar keyptu þau af Tónlistarfélagi ísafjarðar 1977. Skömmu eftir komuna hófst Ragnar handa við að kenna Isfirð- ingum á píanó og gerði það síðan samfellt í 39 vetur til vors 1987. Skólastjóri Tónlistarskóla ísafjarð- ar var hann í 36 ár, uns dóttir hans tók við starfinu 1984. Ragnar var framkvæmdastjóri Tónlistarfélags ísafjarðar í um það bil tvo áratugi. í allmörg ár kenndi hann við gagn- fræðaskólann, bamaskólann og Húsmæðraskólann Ósk á ísafirði, og hann var í 20 ár (til 1977) organ- isti við ísafjarðarkirkju. Þá stjóm- aði hann Karlakór Isafjarðar og Sunnukómum áratugum saman. Hér verður ekki rakin saga Tón- listarskóla ísafjarðar, en hann dafnaði og efldist ár frá ári undir stjóm Ragnars. Skólinn ávann sér smám saman mjög góðan orðstír, enda hafa frá honum komið furðu margir frábærir tónlistarmenn. Fullvíst er að Ragnar bjó yfír óvenjulegum kennarahæfileikum, með eldmóði sínum hreif hann nem- endur og náði að ala þá upp, ef svo má að orði komast, með svo árang- ursríkum hætti að hann varð þjóðsagnapersóna í lífanda lífí. • Ragnari hlotnaðist ýmiss konar heiður. Hann fékk riddarakross fálkaorðunnar 1939, og hann var gerður _ stórriddari af sömu orðu 1969. Árið 1980 var hann kjörinn heiðursfélagi Félags tónlistarkenn- ara. í fáein skipti hlaut Ragnar listamannalaun, enda liggja eftir hann nokkur ágæt sönglög. Þegar Ragnar varð sextugur, árið 1958, stóð Jóhann Gunnar Ólafsson bæj- arfógeti fyrir útgáfu afmælisrits honum til heiðurs. Ritið nefnist Pési um bækur og bókamann og var gefíð út í litlu upplagi. Árið 1978 var Ragnar kjörinn ■ heiðursborgari ísafjarðarkaupstað- ar. * Sá er þetta ritar var vorið 1967 staddur á Húsavík og sá þá Ragnar H. Ragnar í fyrsta sinn. Esjan renndi að bryggju, komin beint frá ísafirði með §ölda ísfirðinga ínnan borðs, og Sunnukórinn söng í Húsavíkurkirkju, troðfullri af fólki, við undirleik Hjálmars Ragnarsson- ar, 14 ára. Ógleymanlegt var að sjá hversu vel þessi prýðisgóði kór lét að öruggri stjórn Ragnars, og unun var að hlýða á sönginn. Við Ragnar vorum sveitungar úr Reykdælahreppi og að þriðja og fímmta að skyldleika frá Árna á Sveinsströnd, og m.a. af þeim sök- um leitaði ég hann skjótt uppi eftir að ég flutti til ísafjarðar. Þá var hann orðinn áttræður. Kynnin af Ragnari urðu ógleymanleg. Þó að tónlistin væri helsta áhugaefni hans, lét hann sér í reynd fátt mannlegt óviðkomandi. í samræðu- list stóð hann flestum framar. Hugur hans hvarflaði oft til æsku- stöðvanna í Þingeyjarsýslu, og hann fylgdist prýðisvel með náttúru- vemdarmálum og hafði á þeim brennandi áhuga. Ragnari stóð ekki á sama um framtíð mannkynsins á plánetu okkar. Þau vandamál sem stafa af offjölgun, ófriði, mengun og náttúruspjöllum vom honum mikið áhyggjuefni. Ragnar H. Ragnar var í raun sannmenntaður maður. Enda þótt hann hefði ekki að baki langa form- lega skólagöngu var sjóndeildar- hringur hans víður. Hann hafði víða farið, en mestu skipti þó líklega að hann stundaði af ofurkappi allt til hinstu stundar lestur góðra bóka. Einna mest las hann á ensku og þá m.a. bækur og tímarit um sagn- fræðileg efni, vísindi og nútíma- stjómmál, auk bóka er vörðuðu tónlist og aðrar listir. Ragnar hóf á Ameríkuárum sínum skipulega bókasöfnun og hélt henni áfram á ísafirði. Safn hans af Vesturheimsprenti á íslensku er að mörgu leyti því nær fullkomið. Auk þess eignaðist hann fjölda góðra og merkilegra bóka prentaðra hérlendis á fyrri tímum. Það var einkum í sambandi við bókasöfnunina sem Ragnar kynnt- ist Jóhanni Gunnari Ólafssyni fyirum bæjarfógeta á ísafirði, en •þeir urðu einstakir perluvinir. Ragnar var prýðilega máli farinn, og em minnisstæðar tækifærisræð- ur hans í stúdentaveislum Mennta- skólans á ísafírði, svo skólaslita- ræður hans, þegar hann sleit tónlistarskólanum. Hann var hug- sjónamaður af aldamótakynslóðinni og eldhugi sem hafði einstakt lag á að vera í senn fræðandi og uppal- andi. Óvenjuleg reisn og djörfung einkenndu framgöngu hans, og hann kappkostaði t.d. ætíð að ganga vel klæddur. Viðhorf hans til skólamála má m.a. marka af þeim orðum hans, að skóli væri ekki hús heldur fólk. Minni Ragn- ars var forkunnar gott og unun að heyra hann segja frá fyrri tímum. Sjálfsögun sem Ragnar beitti sig sést t.d. af því að hátt á sextugs- aldri tókst honum að hætta að reykja. Þegar hann löngu síðar var spurður hvort honum hefði fundist erfítt að hætta reykingum, sagði hann að tiu fyrstu árin hefðu verið erfíðust. Það var Ragnari mikið happ að eignast svo ágæta konu sem Sigríð- ur frá Gautlöndum er. Tæplega er á nokkum hallað þó að fullyrt sé að heimili þeirra hafi lengi verið einna mest menningarheimili á ísafírði og þótt víðar væri leitað. Gestrisni þeirra var frábær og nutu hennar ekki síst margir boðberar lista og menningar sem til bæjarins komu í áranna rás. Ragnari og Sigríði varð þriggja bama auðið. Elst er Anna Áslaug, píanóleikari, fædd 1946, og er mað- ur hennar Ludwig Hoffmann, píanóleikari og prófessor við Tón- listarháskólann í Miinchen. Þá kemur Sigríður, fædd 1949, skóla- stjóri Tónlistarskóla ísaijarðar frá 1984, gift Jónasi Tómassyni yngra, tónskáldi og tónlistarkennara. Yngstur er Hjálmar Helgi, fæddur 1952, tónskáld og tónlistarkennari í Reykjavík, kvæntur Sigríðu Dúnu Kristmundsdóttur mannfræðingi og fyrrverandi alþingismanni. Barna- böm Ragnars og Sigríðar eru fjögur. Síðustu mánuðina sem Ragnar lifði fór honum nokkuð aftur líkam- lega. Hjartamein þjakaði hann auk þess sem heymin var tekin að bila. Bóklestur stundaði hann þó sem fyrr, enda var hann við fulla and- lega heilsu. Á Þorláksmessu nú fyrir jólin féll hann illa á gólfinu í herbergi sínu og mun hafa lær- brotnað. Upp úr hádeginu á aðfangadag var hann fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavík, en þeg- ar komið var á sjúkrahús þar var hann örendur. Undirritaður á Ragnari margt að þakka. Hann var vinur vina sinna. Sérstaklega er ljúft að minnast margra ánægjulegra sam- ræðustunda á heimili þeirra Sigríð- ar. Mér finnst að ég hafi naumast kynnst á lífsleiðinni neinum eftir- minnilegri einstaklingi en Ragnari H. Ragnar, slíkar vom íjölþættar gáfur hans og andríki. Sigríði ekkju Ragnars, bömum þeirra og öðrum vandamönnum, votta ég innilega samúð. Sérstakar kveðjur flyt ég af hálfu Menntaskól- ans á ísafirði, en hinn látni var ætíð mjög áfram um að halda uppi góðu samstarfi tónlistarskólans og menntaskólans. Með Ragnari H. Ragnar er hnig- ið í valinn hið síðasta af Ljótsstaða- systkinunum. Björn Teitsson Þegar okkur barst andlátsfregn Ragnars H. Ragnar á aðfangadag jóla gerðist það af sjálfu sér að við héldum okkar eigin minningarstund um hann í stofunni heima á Vestur- götu. Við skenktum söngstjóra- kokkteil á glös og skáluðum í minningu þessa ógleymanlega manns. Við létum hugann reika 20 ár aftur í tímann, þegar við vorum að gróðursetja Menntaskólann á ísafírði í skjóli Tónlistarskóla Ragn- ars H. og Sigríðar. Minningamar marsémðu fram á sviðið, hver á fætur annarri og stökktu brott söknuði, trega og hugarvíli. í heilan áratug vom Ragnar og Sigríður okkar nánustu vinir og samstarfs- menn á ísafirði. Okkur finnst enn í dag við standa í þakkarskuld við forsjónina fyrir þá sólskinsstund tilvemnnar, sem þetta samstarf var; og fyrjr að hafa eignast vin- áttu þessara óvenjulegu hjóna í blóma lífs og starfs. Fram í hugann leituðu nöfn allra þeirra tónlistarmanna, einleikara, einsöngvara, kammersveita — jafn- vel heilla sinfóníuhljómsveita — sem komu til Ísaíjarðar á vegum þeirra hjóna; efndu til tónleika og sátu síðan ógleymanlegar veislur í stof- unni heima á Smiðjugötu 5. Aldrei höfum við setið aðrar eins veislur. Hvað var það sem gerði þessi sam- kvæmi svo óviðjafnanleg? Hjarta- lag, framkoma og orðræður húsráðenda, sem sköpuðu í kringum sig sérstakt andrúmsloft. Þar var ekki lágkúran, mærðin eða helgi- slepjan. Ragnar gaf tóninn: Orðræður hans gneistuðu af and- legu fjöri, lærdómi sem aldrei var uppáþrengjandi en alltaf upplífg- andi. Honum virtist eðlislægt að laða fram það besta í viðmælanda sínum, rífa af honum slenið, örva hann til hugsunar, til að blanda geði undandráttarlaust við hugs- andi fólk, glaðvært, alvörugefið, elskulegt. Oftar en ekki var einhver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.