Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
Thatcher
tekurtíl
hendinni
Margaret Thatch-
er forsætisráð-
herra Bretlands er
nú á ferðalagi um
Afríku. Eftir við-
ræður við forseta
Kenýu, Daniel
arap Moi, kynnti
hún sér landbúnað
í vesturhluta
landsins. Hér sést
Thatcher höggva
sprota af sykur-
reyr. í dag kemur
forsætisráðherr-
ann til Nígeríu.
Rcuter
4. tbl. 76. árg.
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Óeinkennisklædd lögregla fer ómjúkum höndum um fíkniefnasala í miðborg Óslóar.
Reuter
Norðursjór:
Reknet og olía
ógna sjófuglum
Kaupmannahöfn, frá Nils Jörjjfen Bruun
SAMTÖK sem beita sér fyrir
verndun sjófugla í Noregi,
Svíþjóð og Danmörku krefjast
þess að reknetaveiðar verði
bannaðar á svæðum þar sem
mikið er af sjófuglum.
Að sögn samtakanna hefur
langvíum fækkað gífurlega í Nor-
egi undanfarin tuttugu ár vegna
fréttaritara Morgunblaðsins.
loðnuveiða með reknetum. Sjó-
fuglastofninn allur er sagður vera
í'hættu vegna þessa. Á ársþingi
samtakanna í Osló var áskorun
send til ríkisstjórna landanna
þriggja og þess farið á leit að olíu-
leit í Barentshafi verði hætt þar
eð sjófuglum stafi hætta af olíu-
mengun á því svæði.
Sovétríkin:
Borg og torg svipt
nafni Brezhnevs
•• *
Oryggisráð SÞ gagnrýnir Israel:
Að sögn sovésku fréttastofunnar
Tass tóku miðstjóm kommúnista-
flokksins, forsætisnefnd Æðsta
ráðsins og ríkisstjómin ákvörðun um
að áðurnefndir staðir skyldu ekki
lengur bera nafn Brezhnevs. Þess í
stað verða gömlu nöfnin tekin upp
að nýju. Nú mun iðnaðarborgin heita
Naberezhníje Tsjelníj, úthverfíð í
Moskvu Tsjeríjomushkíj-hverfi og
torgið í Leníngrad Krasnogvar-
deiskaja-torg. Endumafngift hverf-
isins í Moskvu var á sínum tíma
einkar óvinsæl meðal Moskvubúa
sem kenndu Brezhnev um fæðuskort
um þær mundir, undir lok áttunda
áratugarins. .
Síðan Gorbatsjov hófst til valda í
Sovétríkjunum hefur markvisst verið
unnið að því að endurskoða opinbert
álit manna á Brezhnev. Einnig hafa
Moskvu, Rcutor.
STJÓRNVÖLD í Sovétríkjunum
sviptu í gær iðnaðarborg á bökk-
um Volgu, úthverfi í Moskvu og
stórt torg í Leníngrad nafni Leon-
ids Brezhnevs, hins látna leiðtoga
landins. Sá háttur að borgir, sam-
yrkjubú, verksmiðjur og jafnvel
ísbrjótar væru nefndir eftir leið-
toga Sovétríkjanna komst í tísku
undir stjórn Stalíns. Khrústsjov
lagði þennan sið niður en síðasta
áratuginn á valdaskeiði Brezhn-
evs sem lést árið 1982 tók að bera
á þessu aftur.
sagnfræðingar í vaxandi mæii kraf-
ist þess að gömul og söguleg örnefni
verði hafin til vegs að nýju.
hætta við að vísa 9 Palestínuaröb-
um úr landi. Israelskir hermenn
skutu á mótmælendur og særðu
fjóra menn.
Yitzhak Rabin varnarmálaráð-
herra sagði á þjóðþinginu í gær
að nærri tvö þúsund Palestínu-
arabar hefðu verið handteknir
síðan óeirðimar brutust út þann
9. desember. Eru það mun fleiri
en stjórnin hefur hingað til viljað
viðurkenna. Að sögn Rabins hefur
helmingur þeirra verið látinn laus
aftur en þijú hundruð manns hafa
hlotið dóm, þar af hafa sex verið
sekir fundnir. Talsmenn hersins
neituðu ásökunum palestínskra
lögmanna um að föngum hefði
verið gefið raflost til að knýja fram
játningar.
Sjá frétt á bls. 30.
- segja talsmenn ísraelsstjórnar
ins sagðist einnig vonsvikinn
yfir því að Bandaríkjamenn
hefðu greitt ályktuninni at-
kvæði.
Fulltrúi Yitzhaks Shamirs for-
sætisráðherra sagði að þetta
myndi þó ekki hafa áhrif á sam-
skipti ríkjanna. Bandaríkjamenn
tóku í sama streng; Shimon Peres
utanríkisráðherra ísraels sagði á
hinn bóginn að hér væri á ferðinni
„gróf stefnubreyting í samskiptum
ríkjanna".
Óeirðir færðust í vöxt í gær á
Gaza-svæðinu og vesturbakka
Jórdanár eftir að ljóst var að ísra-
elsmenn hygðust ekki verða við
áskorun Oryggisráðsins um að
Jerúsalem, Reuter.
ÍSRAELSMENN sögðust í gær
harma ályktun Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna sem gagn-
rýndi harkaleg viðbrögð þeirra
við óeirðunum á herteknu svæð-
unum. Þeir sögðu að ályktunin
ýtti einungis undir „öfgasinnuð
öfl á yfirráðsvæði Israels“.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
Noregur:
Glæpum fjölgar
í höfuðborginni
Ósló, Reuter.
LOGREGLA í Ósló er nú að
sligast undan síauknu álagi
vegna glæpa og ofbeldis í borg-
inni. Arne Huuse, yfirmaður
glæparannsóknardeildar lög-
Dollarinn
hækkar enn
New York, Reuter.
GENGI Bandaríkjadals
hækkaði enn í gær á mörkuð-
um í Evrópu og í Banda-
ríkjunum. Það gerðist þegar
fréttir bárust um að stjórnir
sjö iðnríkja hefðu gert með
sér leynilegt samkomulag um
aðgerðir til að styrkja gjald-
miðilinn ef gengi hans færi
undir 130-jena mörkin.
Talið er að Vestur-Þjóðveij-
ar, Japanir og Bandaríkjamenn
hafi samþykkt á fundi fyrir jól-
in að leggja sem svarar fimm
milljörðum Bandaríkjadala til
hliðar hvert um sig til að kaupa
dollara ef gengisfall gjaldmið-
ilsins héldi áfram. í New York
seldist dalurinn á 1,6490 vest-
ur-þýsk mörk og 129,60 jen í
gær.
reglunnar, sagði í samtali við
Reuters-f réttastof una að á
síðasta ári hefðu verið slegin
öll met hvað varðar dauðsföll
tengd eiturlyfjum og fjölda
skotvopna sem lögreglan hefur
gert upptæk. „Við höfum mikl-
ar áhyggjur af því hvort við
getum ráðið við ástandið,“
sagði Huuse ennfremur.
Fyrir tíu árum var Óslóborg
með tæplega hálfa milljón íbúa,
eins og friðsælt sveitaþorp. En
auður sem streymt hefur til borg-
arinnar í kjölfar olíuvinnslunnar í
Norðursjó hefur breytt Ósló í
heimsborg með öllum hennar
skuggahliðum. Huuse sagði að
lögreglunni hefði á síðasta ári
borist 71 tilkynning um bruna eða
helmingi fleiri en árið 1986. Fíkni-
efni voru gerð upptæk 2.543
sinnum og 27 manns létust af
völdum ofneyslu eiturlyfja.
Nauðgunum fjölgaði um 20% á
síðasta ári og svipaða sögu er að
segja af vopnuðum ránum.
Nú er svo komið að hver lög-
regluþjónn í 1.400 manna sveit
Óslóarlögreglunnar verður að
vinna 300 yfirvinnutíma á ári til
að unnt sé að sinna öllum verkefn-
um.
Hörmum ályktun sem
ýtir undir öfgahópa