Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 51 Minning: Guðni Skúlason bifreiðasijóri Fæddur 15. júní 1910 Dáinn 29. desember 1987 Svartasta skammdegið er að baki og möndull jarðarinnar breytir af- stöðu sinni og færir okkur nær lengri degi og hækkandi sól. Síðastliðinn desember var svo mildur að ekki mun gleymast, enda sá næst hlýjasti frá því fyrst voru gerðar veðurathuganir hér á landi. Þegar daginn var byrjað að lengja og birtan að taka völdin seig ævisól Guðna Skúlasonar til viðar. Sextán dögum áður gekkst hann undir læknisaðgerð sem gaf til kynna að lífslíkur væru litlar og æviþráður- inn senn á enda. Þó sárt sé að kveðja látinn vin, er honum ekkert betra en hvíld frá okkar jarðneska lífi, eftir langan og strangan ævidag þegar heilsan er þrotin, og byija nýja göngu þar sem eilífðarljósið vísar veginn til æðra og fullkomnara lífs. Guðni var fæddur í Króktúni í Landsveit 15. júní 1910, sonur heið- urshjónanna Margrétar Guðnadóttur og Skúla Kolbeinssonar. Eftir því sem ég best veit var ekki auður í búi foreldra hans eins og flestra alm- úgans niðja á þeim árum, en með eljusemi, þrautseigju, hagsýni og dugnaði var hægt að sjá sér og sínum farborða. Öllum er skylt að hafa það hugfast og gleyma því ekki að upp af svitadropum feðra okkar og mæðra og annarra hetja hins hvers- dagslega lífs hafa vaxið þau lífgrös menningar, tækni og þægindá sem við búum við í dag. Þau eru vega- nesti sem ekki þrýtur. Þau eru fjársjóður sem aldrei fymist. Á uppvaxtarárum Guðna var hér ekkert kröfugerðarþjóðfélag, en því miður margur beygður undir vald þeirra sem betur máttu sín. Það er ekki ólíklegt að slíkt hafi haft áhrif á lífsskoðanir Guðna þegar aldur og þroski færðist yfir og hann sá sem aðrir að ýmsa hlekki þurfti að bijóta til að fjöldinn fengi að njóta sín. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir í þjóðmál- um og ýmsu fleiru, fann ég að við áttum margt sameiginlegt og var það undirstaða þeirrar góðu vináttu sem varð á milli okkar. Hann reyndist mér hreinskilinn drengskaparmáður og heiðarlegur til orða og verka. Það má segja að hann hafi tekið sér að leiðarljósi þann sígilda sannleika sem felst í þessari eilífu setningu: „Orð skulu standa." Guðni dvaldi í heimabyggð sinni til fullorðinsára og vann þar við öll algeng störf, sem mörgum mundi þykja frumstæð í dag, miðað við þá tækni og nýjungar sem nú þykja sjálfsagður hlutur. í nokkur ár stund- aði hann sjómennsku á togurum og niinni skipum, en flutti síðan til Reykjavíkur og gerðist afgreiðslu- maður og bifreiðastjóri á leigubif- reiðastöðvum meðan aldur og heilsa leyfðu. Síðustu áratugina hafa leiðir okkar Guðna legið saman á BSR. Hann var traustur hlekkur í þeirri keðju sem samtök okkar á stöðinni hafa myndað og á það einnig við um stéttarfélagið í heild. í daglegri um- gengni var Guðni bæði prúður og þægilegur og ávann sér traust starfs- bræðra sinna sem hann endurgalt með hlýju viðmóti. Aldrei lét hann skoðanamun eða ágreining valda sundrung, heldur hitt að ná sáttum með hlýju handtaki sem segir meira en orð fá lýst. Guðni hafði fágaða framkomu og var snyrtimenni í klæðaburði, og báru bílamir hans honum glöggt vitni um þrifnað og hirðusemi. Guðni var mjög góður bridsspilari og flyt ég honum kveðjur og þakkir frá starfs- bræðmm hans á BSR. sem mest og best kynntust honum við spilaborðið. Þar er nú skarð fyrir skildi sem vand- fyllt verður. Léleg spilamennska var honum ekki að skapi, en hann var ávallt reiðubúinn þegar aðstæður leyfðu að leiðbeina þeim sem lítið kunnu, og þá sérstaklega ef hann sá að var efni í þeim í góða spila- menn. Þegar hann sá að illa var spilað af þeim sem töldu sig geta nokkuð var fjarri því að slíkt færi fram hjá Guðna, tróð hann þájafnan fastara í pípuna sína, hristi kollinn og strauk sér á bakvið eyrað, sagði fátt en svipurinn leyndi því ekki hvað hugurinn meinti. Guðni var mikill hestamaður og mun það hafa komið strax í ljós þeg- ar hann var ungur maður í heima- byggð sinni. Þá var það metnaðarmál ungra manna að eignast gangmjúk- an gæðing og þeysa um sveitina og næsta umhvcrfi _þegar frítími og að- stæður leyfðu. Á sumar- og sunnu- dögum sáust oft heilir skarar af ríðandi fólki þeysa um sveitirnar á mismunandi gæðingum og njóta reið- skjótans og veðursins að ógleymdri náttúrufegurðinni sem oftast er fyrir hendi í ríkum mæli. Þá veit ég að Guðna hafa oft verið í huga þessar sígildu ljóðlínur Einars Benedikts- sonar: Maður og hestur, þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna markaða baug. Það finnst, hvemig æðum alls fjörs erveitt úr farvegi einum, frá sömu taug. Þeir eru báðir með eilífum sálum, þó andann þeir lofi á tveimur málum, - og saman þeir teyga í loftsins laug lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum. Síðustu áratugina sem Guðni bjó hér í borginni, naut hann þess í ríkum mæli að eiga hér nokkra gæðinga, sem hann hafði bæði yndi og ánægju af. Ég veit að það hentaði honum vel að loknu annríki líðandi stundar, að umgangast hestana sína, þrífa þá og snyrta, klappa þeim og tala við þá, og finna að í raun og veru voru þeir allir með eilífum sálum. Síðustu rúm þijátíu árin var Guðni í sambúð með Herdísi Karlsdóttur, hún er Húnvetningur að ætt og voru æskuheimili okkar nágrannabæir þegar við vorum börn að aldri. Herdís er mikil sómakona, hagsýn og hirðu- söm. Bjó hún þeim gott heimili sem Guðni kunni vel að meta. Honum þótti vænt um Dísu og bar virðingu fyrir umhyggju hennar og ástúð í sinn garð. Guðni var skemmtilegur, glaður og hress í góðvinahópi, söngmaður ágætur og kunni vel að meta að skála í gómsætum guðaveigum. Við Guðni nutum þess nokkrum sinnum að skála saman og átti það vel við okkur báða. Þá opnast oft nýir heim- ar sem sýna og sanna að lífið er dásamlegt. Ég kveð svo minn góða vin, með þessum sígildu gömlu ljóðlínum, sem ég lærði ungur að árum, og þá er það ekki síður lagið við textann sem heillar, og oft er sungið þar sem góðravinafagnaður er annars vegar: Hin gömlu kýnni gleymast ei enn glóir vín á skál. Hin gömlu kynni gleymast ei né gömul tryggðamál. 0, góða gamla tíð með gull í mund. Nú fyllum bróðir bikarinn og blessum liðna stund. (Þýtt úr ensku.) Við hjónin þökkum traust og góð kynni, og ekki síst umhyggju og vin- semd síðustu árin. Blessuð sé minning Guðna Skúla- sonar. Friður sé með sálu hans. Jakob Þorsteinsson hagstæö magninnkaup: 15 til 40% verðlækkun á 26 vörutegundum. 20% VERÐLÆKKUN 25 í kassa. Verð pr. stk. áður 165,- nú 129,- Hallarmúla 2, S 83211 SÝNINGIN SEM SLÓ í GEGN Á NÝÁRSDAG! td ckeywitewda, Flugglaðir hf. tilkynna brottför flugs SAG 66 til dægurlanda öll iaugardagskvöld í janúar. Ýmsar helstu stórstjömur íslenskrar poppsögu síðustu tveggja áratuga verða um borð og bera fram hugljúfar og bráðfjörugar tónlistarkræsingar meðan kokkarnir á Sögu sýna listir sínar. Maggi Kjartans yfirflugstjóri og áhöfn hans hafa viðkomu í . mörgum bestu dægurlöndum endurminninganna - og þeir Pálmi Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannsson, Rúnar Júl, Engilbert Jensen, Einar Júlíusson, Anna Vilhjálms, Magnús Þór Sigmundsson og fleiri listamenn skapa stemninguna. Góður matur, fyrsta flokks skemmtun, danshljómsveit í sérflokki og frábærir gestir gera laugardagskvöldið í Súlnasal að frábærri byrjun á nýja árinu. Verð á þessu öllu er aðeins kr. 2.900. Og munið: Þessi dagskrá verður aðeins í janúar! Tryggið ykkur far í tíma. Flugfarseðlapantanir í síma 29900. Brottför kl. 19:00 GILDIHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.