Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 ísrael: Óeirðir á hernumdu svæðunum 0 30 ~W~ Belrút/ lIbanön Miöjariarhaf HÆDIH| V Gallleu^ / r / / WESTUR- / Æ/ / VH< Tel Aviy^ vvvX! / / í<Xvv /DaUí5a BAKKINN Hernuminn yi istaei^ Amman vlem " > hafið GAZA SVÆÐIÐ Hernumiö al Israel ÍSRAEL / /JÓRDANIA Knighi-Rjdder Graphcs NeiworK Reuter ísraelskir hermenn yfirgefa flóttamannabúðimar í Kalandia eftir að hafa leyst upp óeirðir með táragasi. Gamall Palestinuarabi fylgist stóískur með. A • • Alyktun Oryggisráðsms fagnað af nágrönnum Israela Kaíró og Amman, Reuter. JÓRDANIR og Egyptar fögn- uðu í gær ályktun Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem skorað var á ísraelsstjórn að reka enga Palestínumenn á brott af hernumdu svæðunum. Kýpursljórn: Villekkitaka við brottflutt- um Palestínu- mönnum Nikósíu, Reuter. KÝPUR mun ekki taka við þeim níu Palestínuaröbum, sem Isra- elsríki hyggst vísa úr landi vegna meints þáttar þeirra í óeirðum á hernumdu svæðun- Kom þetta fram í tilkynningu stjórnvalda þar í gær: „Kýgurstjóm hefur gert ríkis- stjóm ísraels það ljóst að brott- reknir aðilar fá ekki að koma til Kýpur.“ I yfirlýsingunni fordæmdi Kýp- urstjóm mannréttindabrot á hemumdu svæðunum á vestur- bakka Jórdanár og Gaza og sérstaklega brottreksti Palestínu- arabanna frá foðurlandi sínu. Hvöttu Egyptar ísraela til þess að endurskoða afstöðu sína til Palestínuaraba um leið og þeir mótmæltu enn á ný hvernig ísraelar meðhöndla ofbeldis- fulla mótmælendur á herteknu svæðunum. Jórdanir fögnuðu sérstaklega stuðningi Banda- ríkjastjórnar við ályktunina, en þetta er í fyrsta skipti í sex ár, sem Bandaríkjamenn kjósa gegn hagsmunum ísraels í Ör- yggisráðinu. PLO, Frelsissamtök Palestínu, fagnaði einnig ályktuninni. „Hún sýnir að heimurinn er fullur sam- úðar vegna hinna miklu þjáninga og hörmunga, sem dunið hafa á palestínsku þjóðinni undir oki hemáms Zíonista," sagði Sheikh Abdul-Hamid al-Sayeh, talsmaður palestínska þjóðarráðsins, sem hlotið hefur viðurkenningu nokk- urra ríkja sem útlægt þjóðþing Palestínuaraba. Utanríkisráðherra Egypta- lands, Esmat Abdel-Maguid, hefur ítrekað mótmælt aðförum ísraela á hemumdu svæðunum og sagði eftir að ljóst var að álykt- unin hefði verið samþykkt samhljóða: „Egyptar hafa. verið fyrstir þjóða til þess að vara við alvarlegum afleiðingum þess að reka almenna borgara úr landi . . . og hinir fyrstu til þess að lýsa því yfír að slík stefna bryti í bága við alþjóðalög." Stjómarandstaðan í Egypta- landi hefur að undanfömu krafíst þess að stjómmálasambandi við Israel verði slitið, en Hosni Mu- barak, forseti landsins, hefur tekið Álykturi Öryggisráðs SÞ: Fyrri afstaða til Palestínu ítrekuð New York-borg, Reuter. HÉR Á eftir fer samhljóða ályktun Öryggisráðsins, sem samþykkt var á þriðjudag, en í henni er skorað á Israela að reka enga Palestínuaraba af hernumdu svæðunum úr landi og fyrri afstaða ráðsins til málefna Palestinumanna ítrek- uð. Öryggisráðið, með hliðsjón af ályktun nr. 605 frá 22. desember 1987, með miklum áhyggjum af ástandi mála á hemumdum svæð- um Palestínu, eftir að hafa verið tilkynnt sú ákvörðun ísraels, hemámsveldis- ins, að „halda áfram brottflutn- ingi" á palestínskum borgurum á hemámssvæðinu, með hliðsjón af ákvæðum Genf- arsáttmálans um vernd almennra borgara á stríðstímum frá 12. ágúst 1949 og sérstaklega grein- um 47 og 49 sama sáttmála, 1. Staðfestir enn að ákvæði Genfarsáttmálans frá 12. ágúst 1949 um vemd almennra borg- ara, taka til svæða í Palestínu sem og annara arabískra svæða, sem ísrael hefur hemumið síðan frá 1967, þar með talin Jerúsalem; 2. Skorar á ísrael að forðast brottflutning nokkurra Palestínu- araba frá hemumdu svæðunum; 3. Fer þess sterklega á leit við ísrael, hemámsveldið, að gegna þeim skyldum, sem sáttmálinn kveður á um; 4. Ákvarðar að hafa ástandið á þeim svæðum Palestínu og ann- arra arabaríkja, sem hemumin hafa verið af lsrael frá 1967, þar með talin Jerúsalem, til athugun- ar. Reuter Palestínskir drengir halda á lofti sigurmerkinu, en sem sjá má er steinninn ekki langt und- an. því fjarri og ítrekað að friðar- samningarnir frá 1977 verði virtir. Holkeri þakkar stuðning Leníns Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Mor^unblaðsins. HARRI Holkeri forsætisráðherra Finnlands var síðustu daga árs- ins 1987 í Leníngrad í Sovétríkjunum. Var þetta fyrsta ferð hans til Sovétríkjanna síðan hann tók við forsætisráðherraembættinu sl. vor. Heimsóknin var formlega til þess að minnast þess að byltingarsljórn bolsévikka í Rússlandi viðurkenndi sjálfstæði Finn- lands á síðustu klukkustundum ársins 1917. Förin var einnig liður í kosningabaráttu Holkeris, en hann er forsetaefni Hægri flokks- ins í forsetakosningunum um mánaðamótin janúar/febrúar. Holkeri er fyrsti forsætisráðherra úr Hægri flokknum Kokoomus, sem hefur heimsótt Sovétríkin frá stríðslokum. Hægri menn hafa sjaldan setið í ríkisstjóm Finnlands á þessum árum. Forsætisráðherra Finnlands sem tók við sjálfstæðis- viðurkenningunni frá Lenín fýrir 70 árum var hinsvegar einnig úr Hægri flokknum en hann hét P.E. Svinhufvud og var siðar kosinn for- seti landsins. Þótt engum detti lengur í hug að fullyrða, að það séu Sovétmenn sem kjósi Finnlandsforseta, eru per- sónuleg tengsl forsetans við ráðamenn í Kreml mikils virði þar eð forsetinn hefur síðasta orðið um utanríkismál Finnlands. Allir fram- bjóðendur til forseta verða að minnsta kosti að geta sýnt kjósend- um, að Kremlveijum sé ekki illa við þá. Þegar Holkeri hefur nú skropp- ið til Sovétríkjanna hafa allir forsetaframbjóðendumir fímm gert sér erindi til nágrannans í austri á þessum vetri. Byltingarstjóm Leníns, Trotskíjs og Stalíns var fyrst allra ríkisstjóra til að viðurkenna sjálfstæðisyfírlýs- ingu Finnlands. Finnland var á árunum 1809-1917 sjálfstjórnar- svæði undir Rússakeisara. Eftir byltinguna í Rússlandi öðluðust Finnar fljótt sjálfstæði. Ástæðan var ekki síst sú að Finnar höfðu eigin löggjöf, þjóðþing, landsstjórn, embættismannakerfi, jámbrautir og fleira. Af mörgum smáríkjum sem hlutu sjálfstæði frá Rússlandi á ámnum eftir byltinguna er Finn- land hið eina, sem Sovétmönnum hefur ekki síðar tekist að ná undir yfírráð sín. Þau skjöl sem Lenín og félagar undirrituðu varðandi Finn- land sýndu umheiminum að bylting- arstjómin ætlaði ekki að gerast erfingi keisarans, og við svo búið gátu önnur ríki eins og Frakkland og Þýskaland viðurkennt sjálfstæði Finnlands. Tékkóslóvakía: Fallist á eftirlits- ákvæði af- vopnunar- sáttmálans Prag, Reuter. YFIRVÖLD í Tékkóslóvakíu hafa samþykkt framkvæmd eft- irlits þar í landi í samræmi við ákvæði afvopnunarsáttmálans sem þeir Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi undir- rituðu í Washington í síðasta mánuði. Ceteka, hin opinbera fréttastofa Tékkóslóvakíu skýrði frá því í gær að embættismenn í tékkneska ut- anríkisráðuneytinu og bandarískir stjórnarerindrekar hefðu skipst á skjölum þar sem segir hvernig eftir- liti með því að ákvæði sáttmálans verði virt skuli hagað í Tékkósló- vakíu. Eftirlitsákvæðin taka gildi er sáttmálinn hefur verið formlega staðfestur í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Samkvæmt afvopnunarsáttmál- anum verða meðaldrægar banda- rískar kjarnorkueldflaugar, sem komið hefur verið í ríkjum Vestur- Evrópu, upprættar. Hið sama gildir um meðaldrægar og skammdrægar flaugar Sovétmanna, sem komið hefur verið upp austan jámtjalds- ins. Þann 24. desember samþykktu Austur-Þjóðverjar að heimila bandarískum embættismönnum að halda uppi eftirliti þar í landi en samkvæmt afvopnunarsamningn- um verður fylgst með eyðingu flauganna, sem ráðgert er að taki þijú ár. Að þeim tíma loknum munu eftirlitsmenn risaveldanna fylgjast með framleiðslu kjamorkueldflauga til að ganga úr skugga um að smíði meðal- og skammdrægra flauga hafi verið hætt. Slysið í Thule fyrir 20 árum: Fara í mál við Banda- ríkjaher Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. DANIR, sem störfuðu við Thule- herstöðina í Grænlandi eftir að bandarisk herflugvél hrapaði þar með fjórar vetnissprengjur, þann 21. janúar árið 1968, hafa höfðað mál á hendur bandaríska flugliernum. Segjast þeir hafa skaðast af geislum frá sprengj- unum en þær brunnu með flugvélinni. A fundi, sem haldinn var í Kaup- mannahöfn, ákvað 21 fyrmm starfsmaður í Thule að ráða bandarískt lögfræðifyrirtæki til að reka málið og er búist við, að fleiri bætist við fram til 21. janúar en þá verða liðin 20 ár frá því slysið varð og málið fymt. Ætlar hver og einn starfsmannanna að krefjast allt að einni milljón dkr. (5,8 millj. ísl. kr.) í skaðabætur. Það var aðeins fyrir tveimur ámm, að farið var að tengja saman slysið í Thule og óútskýranlega sjúkdóma í fyrrverandi starfsmönn- um herstöðvarinnar. Sumir hafa látist úr krabbameini og margir fengið á sig sár, sem ekki vilja gróa. Samt þykir ekki óvefengjanlega sannað, að geislunin hafí valdið þessum meinum. Krabbameinið er aðallega lungnakrabbi og vísinda- menn hafa hingað til ekki talið, að hann stafaði af geislun frá plútón eða tritíum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.