Morgunblaðið - 07.01.1988, Page 4

Morgunblaðið - 07.01.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Subarubílarnir frá Drammen: Bifreiðaeftirlit- ið yfirfór 4 bíla Verða þeir árgerð ’87 eða ’88? Keflavík. Bifreiðaeftirlitsmenn ásamt tæknimenntuðum mönnum yfir- fóru 4 af þeim rúmlega 90 Subarubílum sem fluttir hafa ver- ið inn frá Drammen í Noregi. Fjórir einstaklingar keyptu 235 Subarubifreiðar sem lentu í flóði f Drammen og vonast þeir til að bifreiðaeftirlitið gefi fjrænt ljós á skráningu þeirra í dag. Ekki er ljós hvort bifreiðarnar verða skráðar árgerð 1987 eða 1988. Fjórmenningamir segjast hafa keypt bifreiðamar sem ’87-árgerð en þeir hafi undir höndum gögn sem sýni að bifreiðar með sömu kennitölum og lægri verksmiðju- númerum hafi verið skráðar sem 1988 árgerð þjá bifreiðaeftirlit- inu. „Bílamir, sem verið er að skoða, voru valdir af bifreiðaeftirlitsmönn- um og sýningabílamir okkar voru dregnir út hjá bæjarfógetanum, því við viljum ekki láta saka okkur um að brögð séu ( tafli,“ sagði Jakob Traustason einn fjórmenninganna í samtali við Morgunblaðið. Jakob sagði að ef bílamir fengjust skráðir yrði þegar hafíst handa. „Við munum skrá 15 bíla í senn og mér sýnist að ekki þurfí að hafa áhyggjur af sölutregðu, því pantanir liggja þegar fyrir á bróðurpartinum af bílunum", sagði Jakob ennfremur. Jón Sigurðsson einn fjórmenning- anna sagði að mikil umræða hefði verið um að bílamir væru ónýt ir þar sem þeir hefðu lent í saltvatni. Þeir hefðu hinsvegar gögn undir höndum frá aðilum í Noregi sem gerðu athug- anir og rannsóknir þegar flóðin urðu og samkvæmt þeim niðurstöðum Bifreiðaeftirlitsmenn ásamt tæknimenntuðum mönnum yfirfóru 4 Skiptingu i Keflavík i gær. Á myndinni er Jakob Traustason einn ganginn á einum bílnum. hafí saltmagn vatnsins verið frá 25 milligrömmum í líter upp í 80 milligrömm. „Til samanburðar er saltmagn í drykkjarvatni í tveimur borholum í Keflavík 142 og 194 milligrömm í Hter. í Vestmannaeyj- um er þetta magn 1000 milligrömm, 800 á Dalvík og í Grindavík 400, Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Subarubíla á bifreiðaverkstæðinu fjórmenninganna að skoða stýris- þannig að ég held að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum þætti," sagði Jón Sigurðsson. BB I/EÐURHORFUR í DAG, 7.01.88 YFIRLIT á hádegi í gær: Noröaustan stinningskaldi eöa allhvasst og snjókoma á annesjum fyrir norðan, annars breytileg átt, gola eöa kuldi og él á víð og dreif. Mildast 1 stigs frost á Stórhöföa, kaldast 11 stiga frost á Hveravöllum. SPÁ: í dag verður austan- og suöaustanátt, víöa nokkuö hvöss meö snjókomu eöa slyddu víöa um land og rigningu syðst er líöur á daginn. Hiti um frostmark. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAQ OG LAUGARDAG: Austanátt og snjókoma nyrst á landinu í fyrstu, annars breytileg átt og slydduél á víð og dreif. Hiti um frostmark. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- A stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / / / / Rigning Hálfskýjað / < / * / * / * Slydda / * / Alskýjað * * # * * * * Snjókoma * * # -f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld 4 rc Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyrí Reykjavik hHl +6 +9 veður alskýjað urkomafgr. Bergen 3 alskýjað Helsinki 1 slydda Jan Mayen +13 snjókoma Kaupmannah. 4 rignlng Narssarssuaq +1 qrkomafgr. Nuuk +8 léttskýjað Osló 1 komsnjór Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 0 snjókoma Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 lóttskýjað Aþena vantar Barcelona 16 skýjað Berlln 12 skýjað Chicago +26 helðskirt Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 9 rignlng Qlasgow 4 skýjað Hamborg 10 skýjað Las Palmas 21 hálfskýjað london 8 úrkoma i gr. LosAngeles 7 þokumóða Lúxemborg 6 rign. á s. klst. Madrid 8 skýjað Maiaga 13 alskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal +21 léttskýjað NewYork +12 heiðskirt París 8 hálfskýjað Róm 16 skýjað Vin 4 þokumóða Washlngton +11 lóttskýjað Winnipeg +31 heiðskfrt Valencia 14 skýjað Fisksölumetin slegin daglega 132 krónur fyrir gámaþorsk í Hull 87 fyrir karfa í Bremerhaven FISKVERÐ hækkaði enn á ferskfiskmörkuðunum f Bret- landi og Þýzkalandi í gær. Togarinn Ottó N. Þorláksson RE setti met í Bremerhaven er hann seldi fyrir 19,1 milljón króna, meðalverð 87,47 krónur, en afl- inn var að mestu karfi. Þá var gámaf iskur úr Andvara VE seld- ur á metverði í Hull. Meðalverð fyrir aflann, sem var að mestu þorskur og ýsa, var 126,29 krón- ur. Met hefur verið slegið við hverja fisksölu erlendis í þessari viku, þar sem framboð er mun minna en eftirspum. Fiskurinn úr Andvara var viku gamall, er hann var seldur, sam- tals 12,8 tonn, en báturinn var á sjó milli jóla og áramóta. Meðal- verð fyrir þorsk var 132,64 krónur og fyrir ýsu 128,09. Heildarverð var 1,6 milljónir króna. Eigandi Andvara er Hvoll hf. á Eyrarbakka og skipstjóri Ingvi Sigurgeirsson. Fiskurinn var seldur á vegum Jóns Ásbjömssonar og Skipaaf- greiðslu Vestmannaeyja, en Gísla- son og Marr Ltd. sá um söluna í Hull. Jón Ásbjömsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þetta verð sýndi að útflutningur á fiski í gám- um ætti rétt á sér og þessi leið yrði að vera opin. Þetta verð væri hærra en verð á frystum flökum í Bretlandi. Skilaverð fyrir fryst flök þar væri um 120 krónur, en rúm- lega tvö kfló af fiski þyrfti til að fá kíló af flökum. Ottó N. Þorláksson RE seldi alls 218,6 tonn, mest karfa í Bremer- haven. Heildarverð var 19,1 milljón króna, 868.700 mörk, meðalverð 87,47 eða 3,93 þýzk mörk. Sala togarans er sú hæsta hvað varðar heildarverð í krónum talið og með- alverð er það hæsta, sem fengizt hefur, hvort sem miðað er við mörk eða krónur. Skipstjóri á Ottó er Sigurður Steindórsson. Með þessari sölu er aflaverðmæti skipsins frá síðustu áramótum orðið 152 millj- ónir og aflinrr 6.015 tonn. Fyrra meðalverðsmet í krónum talið átti Viðey RE síðan á mánu- dag og miðað við mörk Engey fyrir tæpu ári. Hæsta heildarverð ,í mörkum talið fékk Viðey 1. apríl 1985, er hún seldi 338 tonn fyrir rúmlega eina milljón marka. Arnarflug: Aætlunarflug til Italíu í fyrsta sinn ARNARFLUG mun hefja beint áætlunarflug til Milanó á Ítalíu í júní nk. og er þetta í fyrsta sinn sem islenskt flugfélag flýg- ur áætlunarferðir til ítaliu, en áður hefur aðeins verið flogið til landsins frá íslandi i leigu- flugi á vegum ferðaskrifstofa. „Ástæðan fyrir því að við hefjum þetta áætlunarflug til Mílanó er helst mikil fjölgun ítalskra ferða- manna hérlendis á undanfömum árum," sagði Kristinn Sigtryggs- son, forstjóri Amarflugs, í samtali við Morgunblaðið. „Mílanó er einn- ig miðsvæðis fyrir marga staði sem Islendingar hafa sótt, eins og ströndina við Adríahafið, ítölsku Rivieruna og Garda-vatnið.” Flogið verður einu sinni í viku I sumar og einnig sagði Kristinn í athugun að fljúga til Mílanó næsta vetur, enda væri stutt að aka það- an til margra góðra skíðasvæða. Hann sagði ennfremur að verð á áætlunarferðunum væri ekki fastá- kveðið, en yrði hliðstætt við annað áætlunarflug frá íslandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.