Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 Subarubílarnir frá Drammen: Bifreiðaeftirlit- ið yfirfór 4 bíla Verða þeir árgerð ’87 eða ’88? Keflavík. Bifreiðaeftirlitsmenn ásamt tæknimenntuðum mönnum yfir- fóru 4 af þeim rúmlega 90 Subarubílum sem fluttir hafa ver- ið inn frá Drammen í Noregi. Fjórir einstaklingar keyptu 235 Subarubifreiðar sem lentu í flóði f Drammen og vonast þeir til að bifreiðaeftirlitið gefi fjrænt ljós á skráningu þeirra í dag. Ekki er ljós hvort bifreiðarnar verða skráðar árgerð 1987 eða 1988. Fjórmenningamir segjast hafa keypt bifreiðamar sem ’87-árgerð en þeir hafi undir höndum gögn sem sýni að bifreiðar með sömu kennitölum og lægri verksmiðju- númerum hafi verið skráðar sem 1988 árgerð þjá bifreiðaeftirlit- inu. „Bílamir, sem verið er að skoða, voru valdir af bifreiðaeftirlitsmönn- um og sýningabílamir okkar voru dregnir út hjá bæjarfógetanum, því við viljum ekki láta saka okkur um að brögð séu ( tafli,“ sagði Jakob Traustason einn fjórmenninganna í samtali við Morgunblaðið. Jakob sagði að ef bílamir fengjust skráðir yrði þegar hafíst handa. „Við munum skrá 15 bíla í senn og mér sýnist að ekki þurfí að hafa áhyggjur af sölutregðu, því pantanir liggja þegar fyrir á bróðurpartinum af bílunum", sagði Jakob ennfremur. Jón Sigurðsson einn fjórmenning- anna sagði að mikil umræða hefði verið um að bílamir væru ónýt ir þar sem þeir hefðu lent í saltvatni. Þeir hefðu hinsvegar gögn undir höndum frá aðilum í Noregi sem gerðu athug- anir og rannsóknir þegar flóðin urðu og samkvæmt þeim niðurstöðum Bifreiðaeftirlitsmenn ásamt tæknimenntuðum mönnum yfirfóru 4 Skiptingu i Keflavík i gær. Á myndinni er Jakob Traustason einn ganginn á einum bílnum. hafí saltmagn vatnsins verið frá 25 milligrömmum í líter upp í 80 milligrömm. „Til samanburðar er saltmagn í drykkjarvatni í tveimur borholum í Keflavík 142 og 194 milligrömm í Hter. í Vestmannaeyj- um er þetta magn 1000 milligrömm, 800 á Dalvík og í Grindavík 400, Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Subarubíla á bifreiðaverkstæðinu fjórmenninganna að skoða stýris- þannig að ég held að menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessum þætti," sagði Jón Sigurðsson. BB I/EÐURHORFUR í DAG, 7.01.88 YFIRLIT á hádegi í gær: Noröaustan stinningskaldi eöa allhvasst og snjókoma á annesjum fyrir norðan, annars breytileg átt, gola eöa kuldi og él á víð og dreif. Mildast 1 stigs frost á Stórhöföa, kaldast 11 stiga frost á Hveravöllum. SPÁ: í dag verður austan- og suöaustanátt, víöa nokkuö hvöss meö snjókomu eöa slyddu víöa um land og rigningu syðst er líöur á daginn. Hiti um frostmark. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAQ OG LAUGARDAG: Austanátt og snjókoma nyrst á landinu í fyrstu, annars breytileg átt og slydduél á víð og dreif. Hiti um frostmark. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- A stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað / / / / / Rigning Hálfskýjað / < / * / * / * Slydda / * / Alskýjað * * # * * * * Snjókoma * * # -f 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld 4 rc Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gær að ísl. tíma Akureyrí Reykjavik hHl +6 +9 veður alskýjað urkomafgr. Bergen 3 alskýjað Helsinki 1 slydda Jan Mayen +13 snjókoma Kaupmannah. 4 rignlng Narssarssuaq +1 qrkomafgr. Nuuk +8 léttskýjað Osló 1 komsnjór Stokkhólmur 0 snjókoma Þórshöfn 0 snjókoma Algarve 16 skýjað Amsterdam 8 lóttskýjað Aþena vantar Barcelona 16 skýjað Berlln 12 skýjað Chicago +26 helðskirt Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 9 rignlng Qlasgow 4 skýjað Hamborg 10 skýjað Las Palmas 21 hálfskýjað london 8 úrkoma i gr. LosAngeles 7 þokumóða Lúxemborg 6 rign. á s. klst. Madrid 8 skýjað Maiaga 13 alskýjað Mallorca 17 skýjað Montreal +21 léttskýjað NewYork +12 heiðskirt París 8 hálfskýjað Róm 16 skýjað Vin 4 þokumóða Washlngton +11 lóttskýjað Winnipeg +31 heiðskfrt Valencia 14 skýjað Fisksölumetin slegin daglega 132 krónur fyrir gámaþorsk í Hull 87 fyrir karfa í Bremerhaven FISKVERÐ hækkaði enn á ferskfiskmörkuðunum f Bret- landi og Þýzkalandi í gær. Togarinn Ottó N. Þorláksson RE setti met í Bremerhaven er hann seldi fyrir 19,1 milljón króna, meðalverð 87,47 krónur, en afl- inn var að mestu karfi. Þá var gámaf iskur úr Andvara VE seld- ur á metverði í Hull. Meðalverð fyrir aflann, sem var að mestu þorskur og ýsa, var 126,29 krón- ur. Met hefur verið slegið við hverja fisksölu erlendis í þessari viku, þar sem framboð er mun minna en eftirspum. Fiskurinn úr Andvara var viku gamall, er hann var seldur, sam- tals 12,8 tonn, en báturinn var á sjó milli jóla og áramóta. Meðal- verð fyrir þorsk var 132,64 krónur og fyrir ýsu 128,09. Heildarverð var 1,6 milljónir króna. Eigandi Andvara er Hvoll hf. á Eyrarbakka og skipstjóri Ingvi Sigurgeirsson. Fiskurinn var seldur á vegum Jóns Ásbjömssonar og Skipaaf- greiðslu Vestmannaeyja, en Gísla- son og Marr Ltd. sá um söluna í Hull. Jón Ásbjömsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að þetta verð sýndi að útflutningur á fiski í gám- um ætti rétt á sér og þessi leið yrði að vera opin. Þetta verð væri hærra en verð á frystum flökum í Bretlandi. Skilaverð fyrir fryst flök þar væri um 120 krónur, en rúm- lega tvö kfló af fiski þyrfti til að fá kíló af flökum. Ottó N. Þorláksson RE seldi alls 218,6 tonn, mest karfa í Bremer- haven. Heildarverð var 19,1 milljón króna, 868.700 mörk, meðalverð 87,47 eða 3,93 þýzk mörk. Sala togarans er sú hæsta hvað varðar heildarverð í krónum talið og með- alverð er það hæsta, sem fengizt hefur, hvort sem miðað er við mörk eða krónur. Skipstjóri á Ottó er Sigurður Steindórsson. Með þessari sölu er aflaverðmæti skipsins frá síðustu áramótum orðið 152 millj- ónir og aflinrr 6.015 tonn. Fyrra meðalverðsmet í krónum talið átti Viðey RE síðan á mánu- dag og miðað við mörk Engey fyrir tæpu ári. Hæsta heildarverð ,í mörkum talið fékk Viðey 1. apríl 1985, er hún seldi 338 tonn fyrir rúmlega eina milljón marka. Arnarflug: Aætlunarflug til Italíu í fyrsta sinn ARNARFLUG mun hefja beint áætlunarflug til Milanó á Ítalíu í júní nk. og er þetta í fyrsta sinn sem islenskt flugfélag flýg- ur áætlunarferðir til ítaliu, en áður hefur aðeins verið flogið til landsins frá íslandi i leigu- flugi á vegum ferðaskrifstofa. „Ástæðan fyrir því að við hefjum þetta áætlunarflug til Mílanó er helst mikil fjölgun ítalskra ferða- manna hérlendis á undanfömum árum," sagði Kristinn Sigtryggs- son, forstjóri Amarflugs, í samtali við Morgunblaðið. „Mílanó er einn- ig miðsvæðis fyrir marga staði sem Islendingar hafa sótt, eins og ströndina við Adríahafið, ítölsku Rivieruna og Garda-vatnið.” Flogið verður einu sinni í viku I sumar og einnig sagði Kristinn í athugun að fljúga til Mílanó næsta vetur, enda væri stutt að aka það- an til margra góðra skíðasvæða. Hann sagði ennfremur að verð á áætlunarferðunum væri ekki fastá- kveðið, en yrði hliðstætt við annað áætlunarflug frá íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.