Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 68
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Breytingartillaga frá tíu stjórnar- þingmönnum við kvótafrumvarpið: Banndögum smabata enn fækkað verulega ANNARRI umræðu um kvóta- frumvarpið lauk í neðri deild í gær en atkvæðagreiðsla um frumvarpið og breytingartillög- ur mun fara fram í dag. Ljóst er að breytingar verða gerðar á frumvarpinu í deiidinni og þarf það því að fara aftur til efri deildar til einnar umræðu til að öðlast lagagildi. Tíu stjórnar- þingmenn lögðu í gær fram breytingartillögur við smábáta- grein frumvarpsins sem gera m.a. ráð fyrir enn frekari fækk- un banndaga. Ef tillagan öðlast samþykki verða banndagar 65 á jTessu ári en voru 70 í fyrrá. Enn er ágreiningur um frum- varpið í þingflokkum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks og lýstu þeir Pálmi Jónsson, . Sjálfstæðisflokki, og Sighvatur Björgvinsson, Al- þýðuflokki, því yfir í gær að stuðningur þeirra við frumvarpið væri bundinn því skilyrði að hluti breytingartillagna, sem Matthías Bjamason, formaður sjávarútvegs- nefndar, flytur, verði samþykktur. Ámi Gunnarsson féll frá því að gera breytingartillögur eftir að breytingartiUaga þingmannanna kom fram. Sjá nánar þingfréttir á bls. 39. Óskað eftir skipta- meðferð á Nesco . Maimfacturing NESCO Manufacturing var í gær tekið til skiptameðferðar hjá borgarfógetaembættinu í Reykjavík, að ósk stjórnar fyrirtækis- ins. Áður hafði nýtt fyrirtæki, Nesco-Xenon iðnfyrirtæki hf. keypt og yfirtekið allan erlendan rekstur Nesco en það var megin- verkefni Nesco Manufacturing. Skiptameðferðin varðar ekki verslanir Nesco á Laugavegi og Að sögn Óla A. Bieltvedt, stjóm- arformanns Nesco Manufacturing, er aðdragandi þess að stjóm fyrir- tækisins ákvað að óska eftir skipta- meðferð sá að fyrirtækið varð fyrir um 120 milljóna kr. gengistapi í í Kringlunni. erlenda rekstrinum árið 1986. Vax- andi fjármagnskostnaður hafí síðan hækkað þetta tap á sl. ári um 40-50 milljónir króna og hækkunin á yfir- standandi ári hefði getað orðið 8Ó-90 milljónir kr. Háir vextir hafi því verið meginástæðan fyrir því að stjóm fyrirtækisins treysti sér ekki til að takast á við og ráða fram úr vandanum, og því gripið til þess að stokka upp erlendan rekstur Nesco og óska eftir skiptameðferð á Nesco Manufacturing. Hinn inn- lendi rekstur Nesco standi hins vegar vel. Sjá nánar „Uppstokkun á er- lendum rekstri Nesco“ í viðskiptablaði Bl. Með styttuna til Belgíu Arnór Guðjohnsen hlaut sæmdarheitið íþróttamaður ársins 1987, éi* Samtök íþróttafréttamanna lýstu kjörinu á Hótel Loftleiðum í gær. Arnór og Ólöf Einarsdóttir, eiginkona hans, voru á ferð og flugi í gær. Þau höfðu skamma viðdvöl, aðeins fjóra tíma, og héldu svo strax aftur til Belgíu. Hér eru þau að stíga um borð í einkaflugvélina sem flutti þau aftur til Belgiu. Sjá nánar bls. 66-67. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Grænland: Nýr samningur Ice- con í burðarliðnum Samningsupphæð um 320 milljónir króna Morgunblaðið/Bjarni Þessar ungu blómarósir brugðu sér á skíði á Mikla- túninu í gær. Ekki enn -skíðafært ALHVÍT jörð biasti við aug- um íbúa á suðvesturhorninu er þeir litu út í gærmorgun. Þrátt fyrir snjóinn er ekki enn skíðafært. Síðast var alhvít jörð á höfuðborgar- svæðinu þann 13. október. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að á Suður- og Vesturlandi væri spáð aust- an og suðaustanátt, víða yrði allhvasst eða hvasst. Snjókoma éða slydda verður á Suður- og Vesturlandi. Veður fer hlýnandi og hiti gæti farið yfir frostmark á suðvesturhominu. Norðan- lands verður heldur kaldara. í Bláfjöllum er enn ekki nægur snjór til að skíðafært sé og sömu sögu er að segja úr Skála- Tívolíbombu hnuplað Sýningarflugeldum var hnuplað frá Hjálparsveit skáta á Blönduósi milli nýárs og þrettánda. Meðal þess sem stolið var er tívolíbomba sem er sex tommur í þvermál og getur verið stórhættuleg í höndum þeirra sem ekki kunna með hana að fara. ENGIN vinna hefur verið hjá Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar síðan á Þorláksmessu, en þá lok- aði Orkubú Vestfjarða fyrir rafmagn til frystihússins vegna vangoldinna skulda. Jens Valdi- marsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins, vildi ekki tjá sig um hvenær hægt yrði að opna að nýju í samtali við Morgun- Fiskvinnslufyrirtækið Godt- háb Fiskindustri í Nuuk á Grænlandi er nú að ganga frá samningum við íslenzka fyrir- tækið Icecon um byggingu nýs frystihúss í Nuuk. Ole Ramlau- Hansen, framkvæmdastjóri Godtháb Fiskindustri, segist vona að endaiílegir samningar verði undirritaðir í þessum mán- uði en samningsupphæð sé um blaðið í gær. Hraðfrystihús PatreksQarðar er langstærsti vinnuveitandinn á Pat- reksfírði með um 60-70 manns í vinnu. Sigurey, eini togari Patreks- fírðinga, sem gerð er út af Hrað- frystihúsinu, er nú að veiðum, en að sögn Jens Valdimarssonar hefur ekki verið ákveðið hvar hún landar afla sínum. 320 milljónir króna, 55 milljónir danskar. Náist þessir samningar hefur Icecon samið um og unnið verkefni á Grænlandi fyrir rúm- lega 600 milljónir króna á skömmum tíma. Oje Ramlau-Hansen sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að málið væri komið það langt, að aðeins ætti eftir að ganga frá ýmsum Útgerð hefur verið með minnsta móti frá Patreksfirði upp á síðkast- ið. Bátamir Patrekur og Vestri, sem Oddi hf. gerir út, eru nú í landi vegna launadeilna áhafna þeirra, og báturinn Tálkni, sem geróur er út af Straumnesi hf., hefur verið í viðgerð síðan í nóvember. formsatriðum, sem í flestum tilfell- um sneru að verktökum og verka- lýðsfélögum á Grænlandi. Ákveðið væri, yrði frystihúsið byggt, að Icecon sæi um það ásamt undirverk- tökum sínum. Hér væri um að ræða byggingu húss frá grunni, búnað í það og uppsetningu hans, físk- vinnsluvéla, vinnslulína, tölvukerfís og fleiri þátta. Hann sagði að mjög góð reynsla væri af fýrra starfí Icecon á Græn- landi og samstarfíð við Pál Gíslason, framkvæmdastjóra og hans menn, hefði verið ánægjulegt. Fyrirtækið byggi yfír mikilli þekkingu á sviði sjávarútvegs og starfsmenn á veg- um þess kynnu vel til verka. Því vonaðist hann til að samningar næðust. Icecon hefur á síðasta ári samið um ýmis verkefni á Grænlandi og ber þar hæst verkefni fyrir græn- lenzku landsstjórnina við endur- byggingu þriggja frystihúsa fyrir um 260 milljónir króna. Ennfremur hefur fyrirtækið endurhannað og aukið framleiðslugetu í tveimur frystihúsum í Eystri byggð, sem er á sunnanverðu landinu. Frystihúsinu á Patreks- firði lokað vegna vanskila
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.