Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 % * Þröstur Arnason Evrópumeistari Skák Karl Þorsteins EINS og kunnugt er úr fréttum undanfama daga bar Þröstur Árnason sigur úr býtum á Evr- ópumeistaramóti skákmanna 16 ára og yngrí, sem haldið var í Stokkhólmi í Sviþjóð. Hann hlaut 6'/2 vinning úr niu skákum, jafn De Grave frá Frakklandi, en hærriað stigum, þar sem saman- lagðir vinningar andstæðing- anna em lagðir saman. í upphafí benti fátt til þess að til stigaútreiknings þyrfti að koma því sigurganga Þrastar var órofín fyrstu sex umferðimar. Þá kom bakslag eftir að Þröstur hafði teygt sig of langt í sigurleit í skák gegn De Grave frá Frakklandi. Það kom ekki að sök, því með jafntefli í 8. umferð tryggði hann sér sigur á mótinu, þrátt fyrir tap í lokaum- ferðinni. 18 þátttakendur tefldu í drengja- flokki og varð endanleg staða efstu manna þessi: 1. Þröstur Amason 6V2 v. af 9 mögulegum 2. De Grave (Frakklandi) 6V2 v. 3. -4. Boin (Israel) 6 v. 3.-4. Markovic (Póllandi) 6 v. Á mótinu var einnig teflt í stúlknaflokki. Þar átti Guðfriður Lilja Grétarsdóttir, íslandsmeistari kvenna í skák, í harðri baráttu við stallsystur sínar frá 12 þjóðlöndum, og endaði að lokum í fjórða sæti. Ágætur árangur þegar haft er í huga að í byrjun átti Guðfríður heldur undir högg að sækja, tapáði þannig tveimur skákum í fyrstu þremur umferðunum, en tók þá á sig rögg, og var sigursæl í síðari hluta mótsins. Júgóslavneska stúlkan Bojkovic sigraði á hinn bóginn í öllum skákum sínum að undanskilinni einni og hlaut 8V2 vinning. Guðfríður Lilja, var ein- mitt sú eina sem náði að marka á sigurvegarann og með frekari ástundun hefur hún alla möguleika á að ná langt í skákíþróttinni. Þröstur er þriðji krónprinsinn sem kemur í hóp íslensku skák- unglinganna á innan við ári, eftir eftirminnilega sigra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Héðins Steingrímssonar á heimsmótum sinna aldursflokka síðastliðið vor og sumar. Það gefur glögga mynd af því hversu framarlega ungling- amir hér á landi standa andspænis hinum fremstu jafnöldrum erlendis. Vissulega er úr færri einstakling- um að moða, en efniviðurinn er til staðar, og því er aðeins að virkja hann til enn frekari dáða í framtí- ðinni. Nýkrýndur Evrópumeistarinn slær botninn í þáttinn með fjörugri sigurskák frá mótinu. Andstæðing- urjnn, Markovic, er frá Póllandi, og stigahæsti keppandinn í mótinu. Hvítt: Markovic _ Svart: Þröstur Arnason Frönsk vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rc3 - Bb4, 4. e5 — c5, 5. a3 — Bxc3, 6. bxc3 — Re7, 7. Dg4 — Dc7, 8. Dxg7 — Hg8, 9. Dxh7 — cxd4, 10. Re2 - Rbc6, 11. f4 - Bd7, 12. Dd3 — dxc3, 13. Dxc3 — Rf5, 14. Hbl - d4, 15. Dd3 - Rce7,16. Hgl — 0-0-0 (Þessi staða hefur ósjaldan litið dagsins ljós í skákum upp á síðkastið. Hvítur hefur peði yfir, en svartur hefur mótvægi sökum öruggari kóngs- stöðu og betri liðsskipanar.) 17. g4 — Rh4, 18. Rxd4? (Einungis mestu bjartsýnismenn þiggja slík peð, því kóngsstaðan hvíta riðar til falls, auk þess sem riddarinn er bundinn í báða skó vegna yfírvof- andi árásar á hvítu drottninguna. íhuga mætti 18. — Ba4, en fram- haldið sem Þröstur velur er einnig vænlegt.) 18. — Ref5, 19. Be2 — Rxd4? (Hvítur væri í stökustu vandræð- um eftir 19. — Ba4! Þannig strandar 20. Rb5 einfaldlega á 20. — Bxb5, 21. Dxb5 — Rd4 og vinn- ur a.m.k. skiptamun.) 20. Dxd4 — Bb5, 21. De4 - Dc3+, 22. Kf2 - Bc6, 23. De3 - Da5, 24. Hb4 (Kemur í veg fyrir lævíslega hótun 24. - Rf5! t.d. 25. gxf5 - Hxgl, 26. Kxgl — Del+ og vinnur.) 24. - Kb8, 25. Bb2 - Rg6, 26. c4 - Hh8, 27. h3 - Dc7, 28. Bd4 - Ka8, 29. Bxa7? (Fáránlegur leik- ur, sem gefur svörtum ágætt mótspil á ný fyrir peðin tvö. Báðir keppendur voru þegar hér var kom- ið sögu komnir í mikið tímahrak, og því er einungis leikið sem hendi er næst.) 29. — Rxf4, 30. Dxf4 — Kxa7, 31. De3 - Kb8, 32. Hgbl - f5! (Snjall leikur sem opnar hvítu kóngsstöðuna. Slíkir leikir eru mjög óþægilegir í tímahraki.) 33. gxf5 — De7 (33. — exf5 kom einn- ig til álita.) 34. f6 — Dh7, 35. Bf3? — Dc2+ (Úrslitin eru nú ráð- in. Við 36. Kg3 kemur mótsvarið 36. — Hxh3+! og hvítur verður skjótlega mát, og 36. Be2 — Df5+ var einnig vonlítið. Fallvísar beggja keppenda höfðu nú tekist á loft, og voru leikimir sem eftir voru leiknir á eldingarhraða, og gafst enginn tími til að stöðva við tíma- mörkin eftir 40. leiki.) 36. De2 — Hd2, 37. Hxb7+ - Bxb7, 38. Hxb7 - Kc8, 39. Ha7 - Hxe2, 40. Bxe2 - Df5+, 41. Kel - Hxh3, 42. f7 - Hhl+, 43. Kd2 - Df4+, 44. Kc2 - Dcl+, 45. Kd3 - Hh3+, 46. Bf3 - Hxf3+, 47. Ke2 — Dfl+ og hér loksins gafst hvíti liðsstjómandinn upp. LAUGARAS= = Hákarlinn er kominn aftur til að drepa og nú er hann heldur betur persónulegur. Hann er kominn til þess að eltast við þá, sem eftir eru af Brody-fjölskyldunni frá Amity, New Vork. Aðalhlutverk: LORRAINE GARRY, LANCE GUEST (úr Last Star Figh- ter), MARIO VAN PEEBLES (úr L.A. Law) og MICHAEL CAINE (úr Educating Rita og Hannah and her Sisters). Sýnd kl. 5 í B-sal 7-9 og 11 í A-sal | Y II DOLBY STEREO | Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Frá Stykkishólmi. Morgunblaðið/Ámi Helgason 1.310 íbúar í Stykkis- hólmi um áramót ^ Stykkishólmi. Á ARINU sem leið fæddust í Stykkishólmi 18 börn, 13 piltar og 5 stúlkur, og í Helgafellssveit 2 börn, tvíburar, og eru nú þrennir tvíburar að vaxa upp í þeirri fámennu sveit. Á árinu létust i Stykkishóimi 16 manns, 5 karlmenn og 11 konur, og í Helgafellssveit 2 konur. Alls lét- ust hér í sjúkrahúsinu um 30 manns. Meðalaldur þeirra er létust í Stykkishólmi og Helgafellssveit var 81 ár. Elst var aldursforseti bæjar- ins, Ingibjörg Daðadóttir, en yngst var 12 ára telpa. Sóknarprestur framkvæmdi 1 hjónavígslu og fermdi 22 ung- menni. Aldursforseti Stykkishólms er nú Sveinbjöm Pétursson áður búandi í Flatey. Næst er Hanslna Jóhannesdóttir 96 ára og þriðja er Anna Bjömsdóttir, kona Svein- bjamar, 93 ára og hafa þau Sveinbjöm og hún búið saman í 66 ár í hjónabandi. Á árinu áttu 5 borgarar 90 ára afmæli, en sam- kvæmt manntali 1. desember sl. em íbúar Stykkishólmsbæjar nú 1.310. — Ami Saknað síðan á aðfangadag LEIT lögreglunnar á Selfossi að tæplega 48 ára gömlum manni frá Þorlákshöfn hefur enn engan árangur borið. Síðast sást til mannsins á aðfangadag jóla. Maðurinn, Jón Ólafsson skip- stjóri, fór frá heimili sínu að Egilsbraut 26 í Þorlákshöfn á að- fangadag og var farið að óttast um hann um kvöldið. Lögreglan fann bifreið hans við brúna yfir Sogið á jóladag og hafa björgunarsveitir aðstoðað lögregluna við leit síðan, en hún hefur engan árangur borið. Þeir, sem geta veitt upplýsingar um ferðir Jóns em beðnir um að láta lögregluna á Selfossi vita. Jón Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.