Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 15 Hafnarfj örður; Félagsmiðstöð tekur til starfa í febrúar Glæsileg karlmannaföt tekin upp um áramót. Dökktvíhneppt snið fyrir yngri menn, einnig klassísk snið. Verð kr. 8.900,-og 9.900, AndreSy Skólavörðustíg22, sími 18250. Útsala FYRSTA félagsmiðstöð hafnfir- skra unglinga tekur til starfa að Strandgötu 1 um miðjan febrúar. Hingað til hafa unglingarnir sótt æskulýsheimili Hafnarfjarðar en það húsnæði er engan veginn nógu stórt að sögn Margrétar K. Sverrisdóttur, nýráðins for- stöðumanns félagsmiðstöðvar- innar. Margrét hefur verið forstöðumaður félagsmiðstöðv- arinnar Fellahellis í Breiðholti siðastliðin þrjú ár. Húsnæðið er um 500 fermetrar og sagði Margrét að sér litist mjög vel á það. Hún bjóst við að starf- semi hinnar nýju félagsmiðstövar yrði svipuð starfsemi annarra fé- lagsmiðstöðva en hún er einkum miðuð við unglinga á aldrinum 13 til 15 ára. „Munurinn er sá að þessi félagsmiðstöð verður fyrir breiðari aldurshóp,“ sagði Margrét í sam- tali við Morgunblaðið.. Húsnæðið verður leigt út til ýmiss konar fé- lagsstarfsemi, svo að ég býst við að hún þjóni fleirum en unglingum. Ég geri ráð fyrir að fyrst um sinn verði opið þtjú til Qögur kvöld í viku og eitthvað að degi til fyrir unglinga. Unglingastarfið byggi ég á Morgunblaðið/Þorkell Margrét K. Sverrisdóttir reynslu minni í Fellahelli og ég vonast til að geta skapað það um- hverfi sem krökkunum líður vel í. Starfínu og útliti húsnæðisins ætla ég að reyna að haga í samræmi við það. Mér finnst að unglingarnir eigi sjálfír að vera með í skipulagningu starfseminnar þannig að þeir fínni til ábyrgðar og fínnist þeir eiga eitt- Mannvernd: Leiðrétta verður mis- rétti í þjóðfélaginu — segir í skýrslu landlæknis MANNVERND er umfjöllunar- efni nýrrar skýrslu Ólafs Ólafs- sonar landlæknis, og segir þar m.a. að nauðsynlegt sé að sporna gegn vaxandi upplausn kjarna- fjölskyldunnar og löngum vinnutíma foreldra, sem hafi í för með sér streitu og aukin vandamál barna og unglinga. Sem leiðir til úrbóta bendir land- læknir meðal annars á stóraukn- ar barnabætur, lengingu fæðingarorlofs og aukna efna- hagslega aðstoð til einstæðra foreldra. í skýrslunni segir að beita þurfi aðgerðum sem styrkja fjölskyldu og heimili, og að fremur beri að leysa vandamál með því að treysta fjölskylduböndin heldur en að kalla á meiri aðstoð sérfræðinga og stofnana. Stjómmálamenn þurfí að huga betur að húsnæðisvanda ungs fólks, launamun karla og kvenna og dagvistunarmálum, og leiðrétta þurfí misrétti í þjóðfélaginu. Landlæknir segir ennfremur í skýrslunni um mannvemd að kjamafjölskyldan riði til falls vegna fjölgunar hjónaskilnaða, og aukin atvinnuþáttaka kvenna ásamt löng- um vinnutíma hafi dregið úr samvistum foreldra og barna. Ef ekkert verði að gert verði „í framtí- ðinni að gera ráð fyrir meiri aðstoð við unglinga, börn og foreldra og fleiri stofnanarýmum vegna sjúk- leika og vanlíðan." segir í skýrslu landlæknis. Ólafsvík: Ekkert verður af meirihlutasamstarfi Ólafsvfk. Nú er ljóst að ekki verður af þvi að fyrirhugaður bæjarstjórnar- meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags í Ólafsvík hefji störf svo sem áætlað var fyrir jólin. Þegar staðfesta skyldi þennan meirihluta á bæjarstjómarfundi var þvi frestað vegna veikinda eins bæjarfulltrúans. Þegar frá leið reyndist áhugi manna hafa dvínað svo mjög að margir höfðu orð á að viðleitni þessi virtist andvana fædd. Þegar svo við bættust fleiri persónulegar ástæður bæjarfulltrúa fyrirhugaðs meirihluta varð líka ljóst að ekki verður ýtt úr vör. Hefir forseta bæjarstjómar, Sveini Þ. Eiinbergssyni, verið til- kynnt þetta formlega. Ekki er ljóst nú hver framvindan verður, en talið að næstu vikur eða jafnvel mánuði verði enginn til- greindur meirihluti innan bæjar- stjómainnar og að sjálfkrafa muni þá ráðast hveijir binda trúss sín sam- an. Kristján Pálsson mun gegna starfí bæjarstjóra um sinn að minnsta kosti. Hann sagði starfínu lausu síðastliðið haust með sex mán- aða fyrirvara. Helgi. hvað í staðnum." Margrét kvaðst telja að það væri alls ekki sambærilegt að reka fé- lagsmiðstöð í bæ eða hverfí eins og Breiðholti, þar sem mikill fjöldi unglinga byggi. Fellahellir væri í nánum tengslum við skólastarf á daginn en félagsmiðstöðin í Hafnar- fírði væri miðsvæðis og tengdist ekki neinum skóla öðmm fremur. „Mér fínnst það af hinu góða, ég held að starfsemin verði mun fjöl- breyttari og skemmtilegri ef krakkamir tengja hana eingöngu frítíma sínum én ekki skólanum,“ sagði Margrét. Karlmannaföt, verð frá kr. 2.995,- Terylenebuxurkr. 1.195,-, 1.595,- og 1.795,-. Ull/terylene/stretch. Peysuro.fi. ódýrt. Andres, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Saumastofan Óskin Fatasaumur - Saumanámskeið eru að hefjast fyrir byrjendur og lengra komna. Aðeins4íhóp. Ásgerður Ósk Júlíusdóttir, klæðskeri, Elsa Björnsdóttir, saumatæknir, Dunhaga 23. Uppl. og innritun í símum 18706 - 21719 -18618. ATHYGLISVERÐASTA AUGLYSING ARSINS 1987 LUMAR ÞÚ Á AUGLÝSIN íslenski markaðsklúbburinn ÍMARK í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa efnir í annað sinn til samkeppni áthyglisverðustu auglýsingu ársins 1987. Skilyrði fyrir þátttöku er að auglýsingin sé gerð af íslenskum aðila og hafi birst fyrst á árinu 1987. Tilgangur samkeppninnar er að vekja almenna athygh á vel gerðum auglýsingum og auglýsingaefni og veita aðstandénd- um þeirra verðskuldaða viðurkenningu. Veitt verða verðlaun fyrir bestu auglýsinguna í eftirtöldum flokkum: ,,, W -fllT rr______, _ „____, ._•___ " ' 1 I 3ta auglýsingin l^hl5. janúar. Kvikmyndaðar auglýs Útvarpsauglýsingar Dagblaðaauglýsingar Tímaritaauglýsingar Auglýsingaherferðir Veggspjöld Dreifirit Óvenjulei Skilafrestur rennufyút á _ „eýíhbíÖð Uggja frapimi \á 105 Reykjavík, sími 29588“ :*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.