Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988 67 Morgunblaðiö/Sverrir Vilhelmsson Arnór og eiglnkona hans, Ólöf Elnarsdóttlr, skömmu fyrir brottförína til Belgíu i gærkvöldi, ásamt flugmönnun- um, Víði Gíslasyni og Húni Snædal. Fyrir aftan sést i flugvél Hölds sf. á Akureyri, sem flutti þau hjón út. Tuttugu og einn íþrótta- maður hlaut atlö/æði Tuttugu og einn íþróttamaður hlaut atkvœði í kjöri íþrótta- manns ársins að þessu sinni. Á lista yfir þá tíu bestu voru menn úr sjö greinum. Það voru reyndar ellefu á listanum, því tveir voru jafnir í tíunda sætinu. Fyrirkomulag útnefningar íþróttamanns ársins var nú þannig í fyrsta skipti að einungis var getið um sigurvegara, en ekki gefín upp stig. Skúli Sveir.sson, formaður Samtaka íþróttafrétta- manna, kallaði upp til sín þá tíu efstu, í stafrófsröð. íþróttamennim- ir stóðu síðan á sviðinu er Skúli tilkynnti hver hlotið hefði titilinn. Þeir íþróttamenn sem skipuðu tíu efstu sætin, vom eftirtaldir, í staf- rófsröð: ■ ALFREÐ Gíslason, hand- knattleiksmaður hjá Essen í Vestur-Þýskalandi. „Alfreð hefur um nokkurt skeið ieikið með Essen og hefur hann tvívegis orðið meist- ari með félaginu. Hann og félögum hans tókst að veija titilinn á síðasta ári og átti Alfreð ekki svo lítinn þátt í því þar sem hann er einn aðalmaðurinn í liðinu. Alfreð lék einnig mjög vel með íslenska lands- liðinu á árinu,“ sagði Skúli Sveins- son meðal annars. ■ ARNÓR Guðjohnsen „þarf ekki að kynna fyrir þeim sem fylgj- ast með íþróttum," sagði Skúli. Arnór varð belgískur meistari með Anderlecht í fyrra og jafnframt markakóngur deildarinnar með 19 mörk. ■ BJARNI Fríðríksson ,júdó- maður hefur verið fremstur íslend- inga í júdó um margra ára skeið og á því varð engin breyting á síðasta ári. Bjami stóð sig framar öllum vonum á árinu því hann varð fyrir því óhappi að meiðast á Opna þýska meistaramótinu," sagði Skúli. Bjarni beit þó á jaxlinn, og „síðar á árinu náði hann þeim frá- bæra árangri að sigra á Opna Skandinavíska meistaramótinu og á Opna sænska meistaramótinu varð hann í öðru sæti.“ ■ EÐVARÐ Þór Eðvarðsson, „íþróttamaður ársins 1986, lét ekki titilinn stíga sér til höfuðs enda bjuggust þeir sem þekkja Eðvarð ekki við því,“ sagði Skúli. „Hann á 14 gildandi íslandsmet í sundi og þar af bætti hann níu þeirra á síðasta ári.“ Eðvarð setti sem kunn- ugt er Norðurlandamet í 200 m baksundi á Evrópumeistaramótinu í Strassborg. Hann á 13. besta tímann í heiminum á þeirri vega- lengd, en 19. besta tímann í 100 m baksundi. Til hamingju! Ólöf Einarsdóttir, eiginkona Arnórs, óskar honum til hamingju með sæmdar- heitið í hófi Samtaka íþróttafréttamanna á Hótel Loftleiðum í gær. ■ EINAR Vilhjálmsson setti einnig Norðurlandamet á árinu, er hann kastaði spjótinu 82,96 m á Landsmóti UMFI á Húsavík. Hann er nú í 12. sæti á heimsafrekalistan- um í spjótkasti. ■ HAUKUR Gunnarsson „er fatlaður en mjög íjölhæfur íþrótta- maður. Bestum árangri hefur hann náð í spretthlaupum og á síðasta ári gerði hann sér lítið fyrir og setti heimsmet í sínum flokki í 100 metra hlaupi er hann hljóp vegalengdina á 12,8 sekúndum sem er hreint frá- bær tími. Haukur lét sér þó ekki nægja að setja heimsmet því á Evrópumóti félagsliða sem fram fór á Englandi í sumar vann hann til þriggja gullverðlauna og fékk að auki viðurkenningu sem mesti af- reksmaður mótsins í karlaflokki," sagði Skúli. ■ KRISTJÁN Arason „hand- knattleiksmaður er öllum íslending- um að gpðu kunnur. Hann leikur nú með vestur-þýska stórliðinu Gummersbach og hefur gengið mjög vel, eftir nokkra erfíðleika fyrstu mánuðina," sagði Skúli. „Hann er meðal þeirra bestu í heim- inum og sumir, eins og suður- kóreanska stórskyttan Kang, segja að hann sé sá besti.“ ■ KRISTJÁN Sigmundsson hefur lengi staðið í eldlínunni í handknattleiknum „og varið mark Víkinga og íslenska landsliðsins af sérstökum glæsileik," eins og form- aðurinn orðaði það. „Hann var á síðasta ári kjörinn besti leikmaður íslandsmótsins í handknattleik og kom það víst fáum á óvart sem fylgst hafa með honum í hinni erf- iðu stöðu markvarðar í handbolta." ■ PÉTUR Ormslev var kjörinn besti leikmaður íslandsmótsins í knattspymu í haust. Hann „lék mjög ve! með liði sínu, Fram, í sum- ar og þeir sem gleggst til þekkja að hann hafi trúlega aldrei leikið betur. Hann varð markahæsti leik- maður íslandsmótsins með 12 mörk og með landsliðinu lék hann mjög vel.“ ■ ÚLFAR Jónsson „varði ís- landsmeistaratitil sinn í golfí með miklum yfírburðum í sumar og varð fyrstur íslendinga til að fá +1 í forgjöf sem er frábært," sagði Skúli. „Doug Saunders bauð honum skólavist í Bandaríkjunum eftir að Úlfar hafði sýnt allar sínar bestu hliðar á móti í Skotlandi og er hann þar með fyrsti íslendingurinn sem hlotnast slíkur heiður fyrir golf- leik.“ ■ ÞORGILS Óttar Mathiesen fyrirliði landsliðsins í handknattleik og FH „lék einstaklega vel á síðasta ári,“ sagði Skúli. „Hann er ódrep- andi á leikvelli og einstaklega hjálplegur við að aðstoða skyttur okkar við að komast í færi við mark andstæðinganna og þannig átt stóran þátt í þeim Ijölmörgu glæstu sigrum sem landsliðið hefur unnið," sagði hann m.a. HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND Páll frábær gegn Massen- heim Skoraði sjö mörk í gær og Dussldorf erí2. sæti. Essen vann Milbertshofen PÁLL Ólafsson átti stórleik með liði sínu Diisseldorf er það vann Massenheim 25:23 á úti- velli í gærkvöldi. Hann skoraði sjö mörk og var maðurinn á bak við sigurinn. Alfreð Gísla- son skoraði fjögur mörk fyrir Essen er liðið sigraði Milberts- hofen í miklum baráttuleik 17:13. Fni Jóhannilnga Gunnarssyni i Þýskalandi Dusseldorf skaust upp í 2. sæti deildarinnar með sigrinum í gærkvöldi. Liðið hefur komið mjög á óvart í vetur. Massenheim hafði aðeins tapað einum heimaleik þar til í gærkvöldi og er talið mjög erfitt heim að sækja. Dússeldorf hafði yfir forystu í leiknum allan tímann og leiddi í hálfleik, 11:8. Essen vann mikilvægan sigur á stjömuliði Milbertshofen 17:13. Staðan í hálfleik var 7:5 fyrir Ess- en. Vamarleikurinn var í aðalhlut- verki hjá báðum liðum eins og tölumar gefa til kynna. Alfreð Gíslason stóð sig vel og skoraði 4 mörk. Fraatz var markahæstur með 7 mörk. Wunderlich var marka- hæstur í liði Milbertshofen með 6 mörk. Páll Ólafsson sýndi sfnar bestu hliðar í gærkvöldi og skoraði qó mörk ■gegn Massenheim. Gummersbach er með eins stigs forystu á Dússeldorf f efsta sæti deildarinnar. Kiel er í öðm sæti og Essen í fjórða. Það má því segja að íslensku leikmennirnir blandi sér verulega í toppbaráttuna í þýsku Bundesligunni um þessar mundir. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Birgir í Þór jjk BIRGIR Skúlason, varnar- maður úr Völsunai. ákvaA i "vsso BIRGIR Skúlason, varnar- maður úr Völsungi, ákvað f gærkvöldi að ganga til liðs við Þór frá Akureyri. Birgir verður 27 ára á þessu ári. Hann lék alla leiki Völs- Blrglr Skúlason. ungs í 1. deildinni síðastliðið sumar, nema einn, og skoraði eitt mark. Alls á hann 18 leiki að baki í 1. deildinni — fyrir nokkrum árum var hann í herbúðum ÍA og tók þá þátt í einum leik. Það er greinilega ætlun Þórsara að Birgir fylli skarð það sem Ámi ----------- —----- ----- hann leikur sem kunnugt er með^ Leiftri frá Ólafsfírði næsta sumar. | KNATTSPYRNA / SKOTLAND McCoist skoraði fyrir Rangers - hefur skorað 29 mörk í vetur Rangers sigraði Dundee með einu marki gegn engu í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær- kvöldi. Skoski landsliðsmaðurinn Ally McCoist skoraði eina mark leiksins og var þetta 29. mark hans fyrir liðið í vetur. Sigurmarkið kom á 28. mínútu eftir McCoist og Ian Durrant höfðu splundrað vörn Dundee. Ragners heldur enn í vonina um meistaratitilinn því liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar fimm stig- um á eftir Glasgow Celtic. m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.