Morgunblaðið - 07.01.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1988
67
Morgunblaðiö/Sverrir Vilhelmsson
Arnór og eiglnkona hans, Ólöf Elnarsdóttlr, skömmu fyrir brottförína til Belgíu i gærkvöldi, ásamt flugmönnun-
um, Víði Gíslasyni og Húni Snædal. Fyrir aftan sést i flugvél Hölds sf. á Akureyri, sem flutti þau hjón út.
Tuttugu og einn íþrótta-
maður hlaut atlö/æði
Tuttugu og einn íþróttamaður
hlaut atkvœði í kjöri íþrótta-
manns ársins að þessu sinni.
Á lista yfir þá tíu bestu voru
menn úr sjö greinum. Það voru
reyndar ellefu á listanum, því
tveir voru jafnir í tíunda sætinu.
Fyrirkomulag útnefningar
íþróttamanns ársins var nú
þannig í fyrsta skipti að einungis
var getið um sigurvegara, en ekki
gefín upp stig. Skúli Sveir.sson,
formaður Samtaka íþróttafrétta-
manna, kallaði upp til sín þá tíu
efstu, í stafrófsröð. íþróttamennim-
ir stóðu síðan á sviðinu er Skúli
tilkynnti hver hlotið hefði titilinn.
Þeir íþróttamenn sem skipuðu tíu
efstu sætin, vom eftirtaldir, í staf-
rófsröð:
■ ALFREÐ Gíslason, hand-
knattleiksmaður hjá Essen í
Vestur-Þýskalandi. „Alfreð hefur
um nokkurt skeið ieikið með Essen
og hefur hann tvívegis orðið meist-
ari með félaginu. Hann og félögum
hans tókst að veija titilinn á síðasta
ári og átti Alfreð ekki svo lítinn
þátt í því þar sem hann er einn
aðalmaðurinn í liðinu. Alfreð lék
einnig mjög vel með íslenska lands-
liðinu á árinu,“ sagði Skúli Sveins-
son meðal annars.
■ ARNÓR Guðjohnsen „þarf
ekki að kynna fyrir þeim sem fylgj-
ast með íþróttum," sagði Skúli.
Arnór varð belgískur meistari með
Anderlecht í fyrra og jafnframt
markakóngur deildarinnar með 19
mörk.
■ BJARNI Fríðríksson ,júdó-
maður hefur verið fremstur íslend-
inga í júdó um margra ára skeið
og á því varð engin breyting á
síðasta ári. Bjami stóð sig framar
öllum vonum á árinu því hann varð
fyrir því óhappi að meiðast á Opna
þýska meistaramótinu," sagði
Skúli. Bjarni beit þó á jaxlinn, og
„síðar á árinu náði hann þeim frá-
bæra árangri að sigra á Opna
Skandinavíska meistaramótinu og
á Opna sænska meistaramótinu
varð hann í öðru sæti.“
■ EÐVARÐ Þór Eðvarðsson,
„íþróttamaður ársins 1986, lét ekki
titilinn stíga sér til höfuðs enda
bjuggust þeir sem þekkja Eðvarð
ekki við því,“ sagði Skúli. „Hann á
14 gildandi íslandsmet í sundi og
þar af bætti hann níu þeirra á
síðasta ári.“ Eðvarð setti sem kunn-
ugt er Norðurlandamet í 200 m
baksundi á Evrópumeistaramótinu
í Strassborg. Hann á 13. besta
tímann í heiminum á þeirri vega-
lengd, en 19. besta tímann í 100 m
baksundi.
Til hamingju!
Ólöf Einarsdóttir, eiginkona Arnórs, óskar honum til hamingju með sæmdar-
heitið í hófi Samtaka íþróttafréttamanna á Hótel Loftleiðum í gær.
■ EINAR Vilhjálmsson setti
einnig Norðurlandamet á árinu, er
hann kastaði spjótinu 82,96 m á
Landsmóti UMFI á Húsavík. Hann
er nú í 12. sæti á heimsafrekalistan-
um í spjótkasti.
■ HAUKUR Gunnarsson „er
fatlaður en mjög íjölhæfur íþrótta-
maður. Bestum árangri hefur hann
náð í spretthlaupum og á síðasta
ári gerði hann sér lítið fyrir og setti
heimsmet í sínum flokki í 100 metra
hlaupi er hann hljóp vegalengdina
á 12,8 sekúndum sem er hreint frá-
bær tími. Haukur lét sér þó ekki
nægja að setja heimsmet því á
Evrópumóti félagsliða sem fram fór
á Englandi í sumar vann hann til
þriggja gullverðlauna og fékk að
auki viðurkenningu sem mesti af-
reksmaður mótsins í karlaflokki,"
sagði Skúli.
■ KRISTJÁN Arason „hand-
knattleiksmaður er öllum íslending-
um að gpðu kunnur. Hann leikur
nú með vestur-þýska stórliðinu
Gummersbach og hefur gengið
mjög vel, eftir nokkra erfíðleika
fyrstu mánuðina," sagði Skúli.
„Hann er meðal þeirra bestu í heim-
inum og sumir, eins og suður-
kóreanska stórskyttan Kang, segja
að hann sé sá besti.“
■ KRISTJÁN Sigmundsson
hefur lengi staðið í eldlínunni í
handknattleiknum „og varið mark
Víkinga og íslenska landsliðsins af
sérstökum glæsileik," eins og form-
aðurinn orðaði það. „Hann var á
síðasta ári kjörinn besti leikmaður
íslandsmótsins í handknattleik og
kom það víst fáum á óvart sem
fylgst hafa með honum í hinni erf-
iðu stöðu markvarðar í handbolta."
■ PÉTUR Ormslev var kjörinn
besti leikmaður íslandsmótsins í
knattspymu í haust. Hann „lék
mjög ve! með liði sínu, Fram, í sum-
ar og þeir sem gleggst til þekkja
að hann hafi trúlega aldrei leikið
betur. Hann varð markahæsti leik-
maður íslandsmótsins með 12 mörk
og með landsliðinu lék hann mjög
vel.“
■ ÚLFAR Jónsson „varði ís-
landsmeistaratitil sinn í golfí með
miklum yfírburðum í sumar og varð
fyrstur íslendinga til að fá +1 í
forgjöf sem er frábært," sagði
Skúli. „Doug Saunders bauð honum
skólavist í Bandaríkjunum eftir að
Úlfar hafði sýnt allar sínar bestu
hliðar á móti í Skotlandi og er hann
þar með fyrsti íslendingurinn sem
hlotnast slíkur heiður fyrir golf-
leik.“
■ ÞORGILS Óttar Mathiesen
fyrirliði landsliðsins í handknattleik
og FH „lék einstaklega vel á síðasta
ári,“ sagði Skúli. „Hann er ódrep-
andi á leikvelli og einstaklega
hjálplegur við að aðstoða skyttur
okkar við að komast í færi við
mark andstæðinganna og þannig
átt stóran þátt í þeim Ijölmörgu
glæstu sigrum sem landsliðið hefur
unnið," sagði hann m.a.
HANDKNATTLEIKUR / ÞÝSKALAND
Páll
frábær
gegn
Massen-
heim
Skoraði sjö mörk í
gær og Dussldorf
erí2. sæti. Essen
vann Milbertshofen
PÁLL Ólafsson átti stórleik
með liði sínu Diisseldorf er það
vann Massenheim 25:23 á úti-
velli í gærkvöldi. Hann skoraði
sjö mörk og var maðurinn á
bak við sigurinn. Alfreð Gísla-
son skoraði fjögur mörk fyrir
Essen er liðið sigraði Milberts-
hofen í miklum baráttuleik
17:13.
Fni
Jóhannilnga
Gunnarssyni
i Þýskalandi
Dusseldorf skaust upp í 2. sæti
deildarinnar með sigrinum í
gærkvöldi. Liðið hefur komið mjög
á óvart í vetur. Massenheim hafði
aðeins tapað einum
heimaleik þar til í
gærkvöldi og er talið
mjög erfitt heim að
sækja. Dússeldorf
hafði yfir forystu í leiknum allan
tímann og leiddi í hálfleik, 11:8.
Essen vann mikilvægan sigur á
stjömuliði Milbertshofen 17:13.
Staðan í hálfleik var 7:5 fyrir Ess-
en. Vamarleikurinn var í aðalhlut-
verki hjá báðum liðum eins og
tölumar gefa til kynna. Alfreð
Gíslason stóð sig vel og skoraði 4
mörk. Fraatz var markahæstur með
7 mörk. Wunderlich var marka-
hæstur í liði Milbertshofen með 6
mörk.
Páll Ólafsson sýndi sfnar bestu
hliðar í gærkvöldi og skoraði qó mörk
■gegn Massenheim.
Gummersbach er með eins stigs
forystu á Dússeldorf f efsta sæti
deildarinnar. Kiel er í öðm sæti og
Essen í fjórða. Það má því segja
að íslensku leikmennirnir blandi sér
verulega í toppbaráttuna í þýsku
Bundesligunni um þessar mundir.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Birgir í Þór
jjk BIRGIR Skúlason, varnar-
maður úr Völsunai. ákvaA i
"vsso
BIRGIR Skúlason, varnar-
maður úr Völsungi, ákvað f
gærkvöldi að ganga til liðs við
Þór frá Akureyri.
Birgir verður 27 ára á þessu
ári. Hann lék alla leiki Völs-
Blrglr Skúlason.
ungs í 1. deildinni síðastliðið
sumar, nema einn, og skoraði eitt
mark. Alls á hann 18 leiki að baki
í 1. deildinni — fyrir nokkrum
árum var hann í herbúðum ÍA og
tók þá þátt í einum leik.
Það er greinilega ætlun Þórsara
að Birgir fylli skarð það sem Ámi
----------- —----- -----
hann leikur sem kunnugt er með^
Leiftri frá Ólafsfírði næsta sumar. |
KNATTSPYRNA / SKOTLAND
McCoist skoraði
fyrir Rangers
- hefur skorað 29 mörk í vetur
Rangers sigraði Dundee með
einu marki gegn engu í skosku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær-
kvöldi. Skoski landsliðsmaðurinn
Ally McCoist skoraði eina mark
leiksins og var þetta 29. mark hans
fyrir liðið í vetur. Sigurmarkið kom
á 28. mínútu eftir McCoist og Ian
Durrant höfðu splundrað vörn
Dundee.
Ragners heldur enn í vonina um
meistaratitilinn því liðið er nú í
fjórða sæti deildarinnar fimm stig-
um á eftir Glasgow Celtic. m