Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 4

Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 íslensk uppfinning vekur athygli erlendis: Talin boða byltingu á sviði fiskeldistækm Byggir á rannsóknum íslenskra séfræðinga við Háskóla Islands ÍSLENSK uppfinning á sviði fiskeldistækni, „Bioscanner", vakti mikla athygli á alþjóðlegri ráðstefnu og sýningu, sem haldin var í Skotlandi í síðustu viku. Hér er um að ræða sjálfvirkt fiskatalningartæki, sem byggir á nýjustu örtölvutækni, þar sem talning fiskanna fer fram i svo- kallaðri geislagreiðu. Er tækið talið boða byltingu á þessu sviði og í yfirlitserindi Willie Baxter, sem er virtur aðili á Bretlands- eyjum f fiskeldistækni, kom með- al annars fram að „Bioscanner væri svar við vandamáli sem fisk- eldismenn hefðu beðið eftir I meira en áratug“. Um 60 tæki voru pöntuð á sýningunni, en talið er að markaður sé fyrir um 1.100 tæki. Verð hvers tækis er um 300 þúsund krónur. Bioscanner er sprottinn úr rann- sóknum og þekkingu íslenskra sér- fræðinga í rafmagnsverkfræði og eðlisfræði við Háskóla íslands, en fyrir um það bil tveimur árum stofn- uðu tíu aðilar á þessu sviði þróunar- fyrirtækið Birting hf. til að vinna að þróun tækisins. Stjómarformað- ur er dr. Þorsteinn I. Sigfússon, en framkvæmdastjóri var Hermann Kristjánsson rafmagnsverkfræð- ingur, sem átti upphaflega hug- myndina að Bioscanner þegar hann var við nám í Háskóla íslands. Hermann hefur nú tekið við starfi framkvæmdastjóra nýs dótturfyrir- tækis Birtings hf., Vaka hf., sem annast mun markaðssetningu og framleiðslu á Bioscanner. Vaki hf. er í eigu íslenskra og erlendra að- ila, með meirihlutaeign íslendinga. Stjómarformaður þess er Gísli Öm Lánisson. A meðan unnið var að rannsókn- um og hönnun á Bioscanner naut Birtingur hf. styrks frá Rannsókn- arráði, sem breytist nú í lán þegar þetta verkefni er í höfn. Þá hefur Iðnlánasjóður lagt verkefninu lið. Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, stjómar- formður Birtings, sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir þær góðu viðtökur og umfjöllun sem Bio- scanner hlaut á sýningunni í Skot- landi væm menn mjög bjartsýnir á framhaldið hvað varðaði markaðs- setningu erlendis, en söluaðilar fyr- ir Bioscanner verða hin virtu fyrir- tæki Fischtechnik í Þýskalandi og Skretting-Tess í Noregi. Dr. Þor- steinn sagði að tækið hefði verið prófað um nokkur skeið hér á landi, í Laxalóni og hjá íslandslax, og hefðu þær tilraunir reynst mjög vel. Auk þessarar sjálfvirku tækni við talningu byði tækið einnig upp I/EÐURHORFUR í DAG, 1.3.88 YFIRUT f gmr. Um 1300 km suðsuðvestur í hafi er 1047 mb hæð en um 150 km suður af Homafirði er 1025 mb smálægð á leið suðaustur. Þaðan liggur lægðardrag norðvestur um Breiðafjörð. Milli Grænlands og Baffinslands er 995 mb lægð, sem mun fara austur yfir Grænland í nótt. SPÁ: Hæg suðvestanátt og dálftfl súld eða rigning suðvestanlands en að mestu urkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Norðaustanátt, viða allhvöss, einkum norðan- og austanlands. Snjókoma eðc. slydda norðan- og austanlands en að mestu úrkomulaust í öðrum lands- hlutum. Kólnandi veður. Frost 0—7 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörín sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Beióskírt stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. •>*> III Skúrir El *-éttskýjað / / / / / / / Rigning Þoka Hálfskýjað / / / * / * 9 5 9 Þokumóða Súld A Skýjað / * / * Slydda / * / * * * oo 4 Mistur Skafrenningur / Alský>að * * * * Snjókoma # * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hM +2 4 vaður snjóót •úld B#rgon 3 ekýjaó Helslnkl +7 enjókoma Jan Mayon +11 akýjaft Kaupmannah. 0 anjókoma Naraaaraauaq E rlgnlng Nuuk S aúld Oaló 1 anjókoma Stokkhólmur +2 anjókoma Þórahfifn +3 anjóól Aigarva 13 hslðeklrt Amsterdam 4 akúr Aþena 14 MttskýJaA Barcelona 10 helðskírt Bartln 1 anjóól Chlcago ♦1 Mttakýjaó Fenayjar 8 þokumófta Frankfurt 2 snjóél Olaagow 4 akýjað Hamborg 3 akúr Laa Palmaa vantar London 4 iéttskýjaö Loa Angalaa 16 skúr Lúxemborg vantar Madrfd 9 lóttakýjaó Malaga 13 hálfakýjað Mallorca 13 láttakýjaft Montraal +4 akýjaft NawYork 0 mlatur Paría 3 akýjaft Róm 11 þokumóða Vln 2 láttakýjaft Waahington vantar Wlnnlpog +S akýjaó Valanda 15 láttakýjað Morgunblaðið/Ámi Sæberg Dr. Þorsteinn I. Sigfússon, stjórnarformaður Birtings hf., Gísli Örn Lárusson, formaður stjórnar Vaka hf., Hermann Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Vaka hf. og Hólmgeir Guðmundsson, rafmagnsverk- fræðingur og starfsmaður Birtings hf., með nýja talningatækið, Bioscanner. á möguleika til að meta massa, það er vigtun fisksins án snertingar, með talsverðri nákvæmni, en sá þáttur hönnunarinnar er enn í þró- un. Þeir aðilar sem standa að Birt- ingi hf. auk dr. Þorsteins og Her- manns Kristjánssonar eru þeir Ólaf- ur Skúlason fiskeldisbóndi, Brandur Guðmundsson rafinagnsverkfræð- ingur, Hólmgeir Guðmundsson raf- magnsverkfræðingur, Ámi Mathie- sen dýralæknir, Smári Þ. Sigurðs- son eðlisfræðingur, Þorsteinn Víg- lundsson iðnverkfræðingur, dr. Jón Pétursson ljóseðlisfræðingur og Pétur Bjamason fiskeldisfræðing- ur. Tveimur bjargað er Víðir SH sökk TVEIMUR mönnum var bjargað nm borð í Sindra RE 46 á sunnu- dagsmorgun, eftir að bátur þeirra, Víðir SH 301, sökk norð- ur af Akurey. Sindri RE var að sigla út frá Reykjavík á sunnudagsmorguninn um kl. 9 þegar skipveijar urðu varir við annan bát skammt frá. Skömmu síðar tóku þeir eftir að báturinn var horfinn og ákváðu að kanna nánar hveiju það sætti. Þeir tóku því stefnuna á þann stað þar sem þeir urðu síðast varir við bátinn og sigldu þá fram á tvo menn í sjónum. Þeir vom orðnir nokkuð þrekaðir af kulda. Menn- imir reyndust hafa verið um borð í Víði SH 301, sem sökk skyndi- lega. Mennimir vom fluttir til hafnar. í gær átti að taka lögregluskýrslu af þeim, en því var frestað þar sem þeir vom enn á sjúkrahúsi. Því er ekki upplýst enn hvað olli því að Víðir sökk. Þjóðminjasafnið 125 ára: Teiknisamkeppni um gamla tímann í TILEFNI af 126 ára afmæli Þjóðmiqjasafns íslands hefur safnið efnt til teiknimyndasam- keppni meðal grunnskólanema um efni tengt gamla tímanum og íslandssögunni. Myndunum verður skipt í þijá flokka eftir aldri listamannanna, 6-9 ára, 10-12 ára og 18-16 ára. í verð- laun fyrir bestu teikningar eru silfureftirlíkingar af þórshamri, þúsund ára gömlum skartgrip eða verndargrip. Myndum verð- ur að koma til Þjóðminjasafnsins fjrrir 16. mars. Myndimar eiga að vera af ein- hveiju sem tengt er fortíðinni og/eða söfnun og varðveislu menn- ingarminja. Þær geta til dæmis verið af munum á Þjóðminjasafninu eða byggðasöfnunum, eða af gömglum húsum eða húsarústum. Eins geta þær verið af daglegu llfí fólks áður fyrr eða af atburðum úr íslandssögunni. Sem dæmi um myndefni má nefna landnámsmenn á leið til landsins, kappa á söguöld eða Alþingi á Þingvöllum. Þá má líka teikna myndir af söfnum fram- tíðarinnar og velta til dæmis fyrir sér hvað verði sýnt á Þjóðminja- saftiinu eftir 300 ár. Myndimar eiga að vera A3 eða A4 að stærð og nota má allar gerð- ir lita. Rétt til þátttöku eiga öll böm og unglingar á gmnnskóla- aldri. A bakhlið myndanna skal skrifa nafn, aldur, heimilisfang og síma og senda þær fyrir 15. mars. Utanáskriftin er „Teiknisam- keppni", Þjóðminjasafni íslands, Pósthólf 1489, 121 Reykjavík. í dómnefnd keppninnar sitja Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Ra- kel Pétursdóttir, safnkennari Lista- safns íslands og Þóra Kristjáns- dóttir, listfræðingur. Reynt verður að sýna eins margar af myndunum og mögulegt er á sýningu sem verð- ur opnuð á Þjóðminjasafninu 26. mars og verða verðlaun þá afhent. Fréttatilkynning. Dag’ljós- in duga DAGLJÓS, sem eru á mörgum gerðum nýrra bifreiða, teljast fullnægjandi ökuljós á bif- reiðum að degi til, nú þegar skylt er, samkvæmt nýjum umferðarlögum, að aka ávallt með ljósin kveikt. Slík dagljós eru til dæmis á Saab- og Volvo-bifreiðum. Þau eru hvft eða gul og loga alltaf þegar bifreiðin er í akstri. Sam- kvæmt reglugerð með nýjum umferðarlögum, sem gefín var út á föstudag, 26. febrúar, telj- ast þessi ljós fullnægjandi þegar hvorki er skuggsýnt eða lélegt skyggni og koma þá í stað aðal- ljósa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.