Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 13

Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 13 AVARP FORSETA ISLANÐS VEGNA NYRRA UMFERÐARLAGA: Umferðin sjálf ersameign okkar allra Ökumenn og aðrir vegfarendur, góðir landsmenn allir. Við íslendingar erum þjóð fyrir það að við eigum saman ýmsar eignir, sem móta okkur til samstöðu. Við eigum tungu, við eigum land. í þessu landi eig- um við saman allt sem skráð er til eigna lýðveldisins. Við eigum t.d. Þingvelli saman, Skálholt og Hóla, Skaftafell og Asbyrgi, allar stofnanir lýðveldisins — og síðast en ekki síst 200 mílur af haf- inu umhverfís landið. Allt þetta eigum við saman. Síðan eigum við íslendingar, allir þegnar þjóðarinnar, eilítið sem aldr- ei verður hönd á fest og er einatt á reiki hvemig beri að meta til jafns við verald- leg verðmæti. Við eigum sameiginlegar minningar um hug og hönd forfeðranna, við eigum sameiginlega umhyggju fyrir afkomu og velferð allra þjóðfélagsþegna — og við eigum þjóðarstolt. Það er að sjálfsögðu ekki tilviljun að - ég tek dæmi af sameign okkar Islend- inga þegar gengið er til móts við þjóðar- átak um aukið öryggi í umferðinni — þvi umferðin sjálf er sameign okkar allra. Hver sú stund sem umferðin renn- ur áfallalaust stuðlar að velferð og vellí- ðan allra þeirra sem taka þátt í henni. Þá tilfínningu hygg ég að allir ökumenn þekki. Ekki veit ég hvort menn hafa sett sér fyrir sjónir eða leitt hugann að því að hvar og hvenær sem við erum stödd mörg saman við stýri á farartækjum í umferð, erum við í raun og sann að skrafa saman margt fólk í senn. í stað þess að nota tungumálið til að tjá okkur beitum við fyrir okkur tæki, sem við mannfólkið höfum gáfur og getu til að stjóma. Þetta tæki lýtur vilja okkar — og við njótum þess að beita því. En und- anfarin misseri hefur slysum í umferð- Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. inni fjölgað ískyggilega. Það hlýtur að vera okkur mikið áhyggjuefni hve tíðar fréttir við fáum af því að fólk á öllum aldri, og ekki síst ungt fólk, bíði bana eða örkumlist í umferðarslysum. Þessi slys em afleiðing mannlegrar hegðunar, mannlegra mistaka. Því er það líka í mannlegu valdi að bæta úr og að því stefnum við nú. Því ökuskírteinið veitir ekki aðeins frelsi til að komast greiðlega leiðar sinnar heldur leggur einnig á mikla ábyrgð. Ábyrgð á lífí og limum annarra, ábyrgð á eigin lífí. Þorri slysa og óhappa í umferðinni stafar að því að við eram ekki með hug- ann við það sem við eram að gera, eða metum aðstæður rangt. Okkur liggur t.d. ekki alltaf eins mikið á og við höld- um. Gífurleg bílafjölgun í landinu undan- farin ár gerir það að verkum að við verð- um að ætla okkur lengri tíma til að kom- ast akandi milli staða. Ef við ætlum okkur nógan tíma, þurfum við ekki að flýta okkur, — og öllum líður betur sem ekki era í kapphlaupi við tímann. Skyn- semismerki er það einnig að leika sér ekki að hættum hraðans. Umferðarreglur, sem allir verða að þekkja eins og lófa sinn, era settar til að forðast slys. Þær era settar til að veijast því að eitthvað kunni að henda, sem aldrei verður aftur tekið. Hveija þá stund sem við föram að settum um- ferðarreglum eram við ekki aðeins að gera það fyrir okkur sjálf heldur jafn- framt fyrir alla sem okkur þykir vænt um og þykir vænt um okkur. Enginn vill fyrir hugsunarleysi verða valdur að langvarandi þjáningum eða sáram missi. A morgun, 1. mars, ganga ný um- ferðarlög í gildi á íslandi. í lögunum era ýmis nýmæli, sem eiga ekki einungis að gera umferðina greiðari, heldur umfram allt öraggari. Ég ætla aðeins að drepa á tvennt, sem breytist með gildistöku þessara umferðarlaga. Nú verður skylda að aka með full ljós alltaf, allan ársins hring. Þetta er mikil- vægt öryggisatriði til þess að við sjáumst sem best hver og einn ökumaður í farar- tæki og við eram oftar en ella með dýr- mætan farm. í annan stað varðar það sektum hér eftir að nota ekki bflbelti, en lög þess efnis hafa lengi verið í gildi í öllum ná- grannalöndum okkar. Með bflbeltunum eram við að tryggja öryggi okkar. Og gleymum aldrei bömunum. Búum þannig um þau í bflnum að þau séu eins öragg og aðrir. Þjóðarstolt var hér nefnt fyrir stundu. Við eram hreykin íslendingar af öllu því sem talið er að við gerum vel, af öllu því sem gerir þjóðargarðinn frægan. Með miklu stolti fylgjumst við t.d. þessar stundir með afrekum skákmanna okkar! — Þar fara menn sem kunna leikregl- ur. Það er metnaður okkar og þjóðarstolt að umferðarmenning á íslandi verði svo til fyrirmyndar að ljóst sé að allir kunni leikreglur og að víða verði til hennar vitnað um eftirbreytni. Special Edition " „Special Edition" af 5-línunni er hlað- in öllum þeim aukabúnaði til öryggis og þæginda sem völ er á. Við getum ekki stillt okkur um að telja upp eitthvað af jeim aukabúnaði sem þú færð með aessum bíl - vitandi að slík upptalning <ætir huga þinn. Metalic lakk, leðursportstýri, leður- skiptihnúður, BMW sportfelgur (læstar), miðstýrðar læsingar á hurðum, faranq- ursgeymslu og bensínloki. Samlitir stuð- arar og spegilhús, litað gler, sóllúga, raf- stýrðar rúðuvindur, höfuðpúðar aftan, þokuluktir, netavasar á framsætum og fleira. Verðið á 5-línunni er ffrá kr. 842.350.- stgr. Special Edition kr. 965.000.- stgr. Útborgun 25%. Eftir- stöðvar: Lán i allt að 2Vz ár * Gengi 22.1415 Aðeinsflug erbetra M * «■ | j % 'A 11 ] | j | | • j ! j L ! 1 j | j jgg!Hrea|t£ | | I j ■ j., i, ? ---y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.