Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 17 Jón Sæmundur Siguijónsson „Á föstudag er laga- textinn tilbúinn og sendur í Alþingi til sjálfstæðismanna í sam- ræmi við það samkomu- lag, að þeir sæju hann áður en frumvarpið yrði lagt fram, sem var áætlað á mánudag. Nú brá svo við, að enginn þeirra var viðlátinn og fulltrúi þeirra í nefnd- inni var erlendis þá helgi. stæðisflokkinn, Jón Kristjánsson og Alexander Stefánsson fýrir Fram- sóknarflokkinn. Nefndinni til að- stoðar var Ingi Valur Jóhannsson úr Félagsmálaráðuneytinu. Nú var hægt að snúa sér að efnislegum breytingartillögum sjálfstæðis- manna, en þær voru í tíu liðum, þ. á m. tvær sem snertu grundvall- aratriði. Páli Péturssyni, þing- flokksformanni Framsóknarflokks- ins, fannst smekklegt að láta hafa eftir sér í Morgunblaðinu þ. 26. febrúar sl., að Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra, leggði ekkert á sig til að ná samkomu- lagi. A það reyndi t.d. þarna. Um hveija einustu breytingartillögu sem fram kom náðist samkomulag þannig að þegar upp var staðið var ekki um neinn ágreining að ræða. Ummæii þingflokksformannsins eru því ómakleg. Varðandi frekari framgang máls- ins var staðfest eftir beina spum- ingu fulltrúa Alþýðuflokksins, að ekki væri nauðsynlegt að leggja útfærðan lagatextann fyrir þing- flokkana, heldur nægði samkomu- lagið um hinar efnislegu breyting- ar. Nefndin var jú fyrst og fremst til að ná efnislegu samkomulagi til framlagningar, en síðan var öll meðferð þingsins eftir, sex umræð- ur og tvær nefndir og því næg tækifæri til að lagfæra orðalag á texta. Breytingamar vom heldur ekki það viðamiklar að tæknileg út- færsla í lagatexta kæmi til með að skapa vandamál. Sjálfstæðismenn báðu þó um, að þeim yrði sendur textinn áður en fmmvarpið yrði lagt fram. Framsóknarmenn höfðu engar slíkar óskir í frammi, en báðu um útreikninga á muninum á milli einstakra lánsforma. Misgengið Gengið var frá samkomulaginu þriðjudaginn 16. febrúar. Miðviku- dagar og mánudagar em fundadag- ar þingflokka. Miðvikudaginn 17. febrúar samþykkir þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samkomulagið ,og greinir talsmaður hans frá því um kvöldið við fulltrúa Alþýðu- flokks að grænt ljós sé komið á málið án þess að segja frá því, að nú hafi þess verið óskað að út- færsla lagatextans komi fyrir þing- flokk þeirra til endanlegrar af- greiðslu, þrátt fyrir að um annað hafi verið talað. Þetta var því ákveðin breyting, sem fulltrúi Al- þýðuflokksins var ekki látinn vita af. Á ríkisstjómarfundi á fimmtudag er greint frá samkomulaginu og fmmvarpið samþykkt þar með bók- un til framlagningar á þingi. Á föstudag er lagatextinn tilbú- inn og sendur í Alþingi til sjálfstæð- ismanna í samræmf við það sam- komulag, að þeir sæju hann áður en frumvarpið yrði lagt fram, sem var áætlað á mánudag. Nú brá svo við, að enginn þeirra var viðlátinn og fulltrúi þeirra í nefndinni var eriendis þá helgi. Engu að síður lágu gögnin tilbúin fyrir þingflokks- fund þeirra á mánudag, en þeim var ekki sinnt. Fmmvarpið kom svo fram á þriðjudag og var því mætt af samstarfsflokkunum með hróp- um og köllum um ólýðræðisleg vinnubrögð og hvaðeina, sem kom okkur Alþýðuflokksmönnum gjör- samlega í opna skjöldu miðað við það efnislega samkomulag, sem á undan var gengið. Þáttur Framsóknar Öðmvísi en samstarfsflokkunum virðist framsóknarmönnum ekki lagið að ganga rösklega til verks. Þeir vildu ekki leggja þann hluta fmmvarpsins fram, sem skipti landsbyggðina máli, en samþykktu það þó síðar. Þeir gerðu engar efnis- legar breytingartillögur, en héldu sig við tillögur sjálfstæðismanna. Þeir báðu ekki um útfærslu á laga- textanum, en fengu hann sendan á mánudag fyrir þingflokksfund og áður en frumvarpið var lagt fram ásamt umbeðnum útreikningum. Þeir tóku samkomulagið ekki fyrir á þingflokksfundi á miðviku- degi 17. febrúar og ekki heldur á mánudegi 22. febrúar. Þeir gerðu engar athugasemdir, þegar fulltrúi Alþýðuflokksins sagði í flölmiðlum fyrir helgi, að fmmvarpið yrði lagt fram á mánudag. Þegar fmmvarpið birtist á þriðjudag vom engar at- hugasemdir gerðar við fulltrúa Al- þýðuflokksins allan þann dag, held- ur var rokið í fjölmiðla um kvöldið og barðar bumbur. Þar komu e.t.v. fram spádómar Þjóðyiljans um „mótleiki Alexanders". Miðað við það efnislega sam- komulag sem gert var og Framsókn var aðili að, svo og samþykki ráð- herra flokksins í ríkisstjóm á fram- lagningu fmmvarpsins, mátti vel skilja aðgerðarleysi þingflokks þeirra og þögn sem samþykki. Alla vega er niðurstaða þeirra, þegar málið var loks tekið fyrir á þing- flokksfundi hjá þeim sl. miðviku- dag, að þeir hefðu óbundnar hendur með að flytja breytingatillögur við frumvarpið, öll hin furðulegsta mið- að við það sem á undan var gengið. Öll sú vinna, sem lögð var í undir- búningsnefndina og sem lauk með efnislegu samkomulagi allra aðila, var einmitt til þess gerð, að stjóm- arliðið væri ekki út og suður með breytingatillögur við þetta fmm- varp. Það er því ljóst, að allt sam- komulag og samstarf við Framsókn í þessu máli hefur verið gjörsamlega marklaust og að félagsmálaráð- herra hefði þeirra vegna getað lagt fram fmmvarp um kaupleigu þ. 7. desember sl. Niðurlag Félagsmálaráðherra hélt sig hafa gert heiðarlegt samkomulag og hún lagði sig alla fram um að við það væri staðið. Greinilegt er, að mis- skilningur hefur orðið út af boðleið- um og atriðum sem auðveldlega má koma í lag, en ótrúlegur hávaði hefur verið gerður út af, þannig að líkja má við upphlaup þau sem for- sætisráðherra hefur vikið að. Engu er líkara en að minnsta tilefni hafi verið notað til að bregða fæti fyrir gott málefni og verður fróðlegt að fylgjast með þeirri iðju í framhaldinu. Það skyldi þó aldrei fara svo, að alþýðuflokksmenn ættu eftir að lýsa þessu samstarfi á svip- aðan hátt og presturinn í sögu Þór- bergs, sem komst að þeirri niður- stöðu að hafa verið hjá vondu fólki. Höfundur er einn af alþingis- mönnum AJþýðuflokks. Gamlal i ffullu gltdi BOKAMARKAÐUR FELAGS ISLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA í KRINGLUNNI Þúsundir bóka Ódýrir bókapakkar Dæmi um bókapakka: Nr. 1 Drekinn með rauðu augun, Jólin hans Vöggs litla, Þekkir þú Línu langsokk, Frá morgni til kvölds með Stínu, Stína og árstíðirnar. Fimm bækur. Samtals kr. 995,- Nr. 2 Forn frægðarsetur. Þrjú bindi. Samtals kr. 990,- Nr. 3 Geirfuglarnir, Dagar við vatnið, Fjalladalslilja, Aumingja Jens. Fjórar úrvalsbækur. Samtals kr. 695,- 4 Hvað gerðist á íslandi. Árbækur 1979-1984. Sex bækur. Samtals kr. 1.000,- 5 Sjómannsævi. Þrjú bindi. Samtals kr. 990,- 6 Paddington. Fjórar bækur. Samtais kr. 90,- 7 Sjóræningjar í sjónmáli og Ofurhugar hafsins. Tvær bækur. Samtals kr. 150,- Góðar bæk Nr. Nr. 8 Oskubuskubaráttan, Kínverski kvenlæknirinn, Frídagar frú Larsen oq tvær ástarsöqur. Fimm bækur. Samtals kr. 1.199,- Nr. 9 í dagsins önn. Fjögur bindi. Samtals kr. 799,- Nr. 10 Baldursdraumar og Þiymskviða. Tvær bækur. Samtals kr. 195,- Nr. 11 Við elda Indlands og í sviðsljósinu. Tvær bækur. Samtals kr. 450, Nr. 12 Hundrað ára afmælið, Jólasagan, Eninga Meninga, Elsku litli grís. Fjórar bækur. Samtals kr. 895,- Nr. 13 Steingrímssaga. Tvö bindi. Samtals kr. 690,- Nr. 14 Stríðsminningar og Stríðsvindar. Tvær bækur. Samtals kr. 790,- Nr. 15 Sól ég sá. Tvö bindi. Samtals kr. 690,- Nr. 16 Að vestan. Þjóðlegur fróðleikur úr Vesturheimi. Fimm bindi Samtals kr. 2.999,- • Pöntunarþjónusta fyrir alla landsmenn til sjós og lands í síma 91-21190 allan sólarhringinn • Veitingahúsin opin alla helgina • Helgarstemmning í Kringlunni • Leikhorn fyrir börnin • Greiðslukortaþjónusta fiAMI I — EII\II S/UMIMI sSt? r'« Vv.;,:-' •; VtSA Bókamarkaðurinn er i í Kringlunni Opnunartími: Þriðjudagur 1. mars frákl. lOtil 19 Miðvikudagur 2. mars frákl. lOtil 19 Fimmtudagur 3. mars frákl. lOtil 19 Föstudagur 4. mars frákl. 10 til 20 Laugardagur 5. mars frákl. lötil 18 Sunnudagur 6. mars frákl. 12 til 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.