Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 19

Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 19 var að Biblían og bandptjónninn geti talist fulinægjandi kennslu- gögn. Námsefni skólanna þarf að breytast og þróast ekki síður en annað, ekki aðeins hvað varðar inn- tak og efni heldur ekki síður upp- setningu og útlit. Skólar nútímans þurfa að halda áhuga nemenda sinna í samkeppni við sterkari miðla en nokkru sinni fyrr og það verður ekki gert nema námsefni taki mið af veröldinni sem nemendumir hrærast í utan veggja skólans. Síðustu vikur og mánuði hefur starfsfóik Námsgagnastofnunar staðið frammi fyrir enn hrikalegri vanda en oft áður. Vegna þess að stofnuninni er ekki séð fyrir nægi- legu fjármagni neyðast starfsmenn hennar nú til að taka afdrifaríkar ákvarðanir, ekki einungis um að hætta við útgáfu á nauðsynlegu námsefni sem fyrirhugað hefiir ver- ið heldur þarf jafnvel að hætta við verkefni sem þegar er hafin vinna við. Geta allir kennt? Til þess að skólinn geti sinnt því hlutverki sínu að stuðla að farsælu námi og alhiiða þroska allra nem- enda sem í honum eru vérða þeir sem við skólana starfa að hafa að baki menntun og þjálfun til að tak- ast á við starfið. Rétt eins og í öðmm starfsgreinum þarf að kunna til verka. Góður skóli byggist á starfi góðra kennara. Kennarar verða því að hafa staðgóða menntun og almenna þekkingu á þeim greinum sem námsgreinar skólans byggjast á og einnig góða yfirsýn í uppeldis- og kennslufræðum því þeir verða að vera færir um að skipuleggja nám- ið og starfið í skólanum þannig að það myndi samfellda heild og búi nemendur undir líf og starf í marg- brotnu þjóðfélagi okkar. Þetta við- horf til skólastarfs var m.a. stað- fest með setningu laga um lög- vemdun á starfsheiti og starfsrétt- indum grunnskólakennara, fram- haldsskólakennara og skólastjóm- enda. Þeim sem að lagasetningunni stóðu — og þar áttu kennarasamtök hlut að máli — var auðvitað ljóst að við gildistöku laganna yrði erfið- ara en áður að ráða til starfa þá sem ekki hafa tilskilda menntun að baki. Það var í raun einn megintil- gangur laganna að spoma við því að til skólanna réðust starfsmenn með takmarkaða gmnnmenntun og þekkingu á skólastarfinu, kennslu- og uppeldisfræðum og námsefni skólanna. Hins vegar var einnig ljóst að nokkur aðlögunartími væri nauðsynlegur. Þess vegna er í lög- unum ákvæði um undanþágunefnd- ir sem geta veitt undanþágu til að ráða réttindalausa starfsmenn til skólanna, þó aldrei lengur er til eins árs í senn. Nú er það svo með margar starfsgreinar að leikmenn, ef svo má segja, geta stundum sinnt að einhverju leyti störfum sem þeir hafa ekki lært sérstaklega til. Sum- ir em t.d. lagnir að gera við bíla þó ekki hafi þeir lært bifvélavirkj- un, aðrir geta hlúð að lösnum þó ekki séu þeir læknar. Það er bless- unarlega svo í lífinu að menn læra ýmislegt hver af öðram og lífsreynsla þroskaðs fólks er dýr- mætur sjóður að ganga í. En það er ekki nóg þegar að formlegu skólastarfí kemur í þjóðfélagi sem byggir tilvem sína á góðri menntun þegna sinna þannig að þeir standist samanburð við þegna annarra þjóða. Það er því mikið álitamál hvort réttlætanlegt sé að ráða til kennslu starfsmenn sem hafa takmarkaða gmnnmenntun og enga eða í besta falli mjög takmarkaða innsýn í kennslu- og uppeldisfræði. Skýrslur um skólastarf Á nýliðnu ári komu fram nokkrar skýrslur um skólastarf á íslandi. Tvær þeirra vil ég nefna hér, skýrslu menntamálaráðuneytisins um menntastefnu á íslandi, OECD- skýrsluna svonefndu, og skýrslu um starfskjör gmnnskóla- og fram- haldsskólakehnara. í skýrslu OECD-fulltrúanna er dregin upp döpur mynd af skóla- starfi og menntastefnu á íslandi. En okkur sem störfum við skóla landsins segir hún engin ný tíðindi. Ámm saman hafa kennarar og samtök þeirra, á fundum og ráð- stefnum, í ræðu og riti bent á að hvergi í hinum vestræna heimi þekkist að jafn illa sé búið að nem- endum og hér er gert. Margsetning skóla og sundurslit- inn vinnudagur nemenda em óþekkt fyrirbæri annars staðar. Hér er skortur á náms- og kennslugögn- um slíkur að kennarar verða að verja miklum tíma til þess að út- búa, semja og ljósrita verkefni og annað sem þarf að vera fyrir hendi. Algengt er að íslenskir kennarar þurfí að hafa umsjón með tveimur eða fleiri bekkjardeildum. Alls stað- ar þar sem ég þekki til, t.d. hér í nágrannalöndum okkar, er óþekkt að kennarar hafi umsjón með fleiri en einni bekkjardeild vegna þess hve mikil ábyrgð og álag fylgir slíkri umsjón. Hvergi þekkist að kennarar bama séu að stómm hluta fólk sem skórtir tilskilda menntun og starfs- þjálfun og þar af leiðandi búa kenn- arar annars staðar ekki við það álag sem því fylgir að leiðbeina réttindalausum starfsmönnum skól- anna sem hvorki þekkja til skóla- starfs né þess námsefnis sem þeir eiga að fara að kenna. Annars staðar viðgengst ekki að . ákvarðanataka um skólastarf stjómist meira og minna af geð- þótta stjómmálamanna sem ekki telja alltaf þörf á að hafa samvinnu við kennara og samtök þeirra. Hin skýrslan er í rauninni fram- hald af endurmatsskýrslunni svo- kölluðu sem staðfesti og færði sönn- ur á það hvemig skólastarf og starf kennara hefur breyst á undanföm- um áram og hvemig skólanum er nú ætlað víðara og viðameira hlut- verk en áður. Starfskjaranefndir vom settar á laggimar í síðustu kjarasamningum við kennara. Miklar vonir vom bundnar við störf þeirra, einkum vegna þess að í þetta sinn átti fjár- málaráðuneytið fulla aðild að þeim. Margar þeirra tillagna sem neftid- imar urðu einhuga um munu ef þær koma til framkvæmda verða skóla- starfí í landinu mikil lyftistöng og gera mögulegt að bæta starfsað- stöðu í skólum og laun kennara. Athafnir í stað orða Nú standa yfir kjarasamningar við kennara í gmnnskólum og fram- haldsskólum. Kennarar og samtök þeirra hljóta að treysta því að fjár- málaráðuneytið taki fulla ábyrgð á aðild sinni að starfskjaranefndun- um og sjái til þess að kjör kennara- stéttarinnar verði bætt. Að sínu leyti em samtök kennara þess albúin að axla þá ábyrgð sem því fylgir að móta skólastarfíð í landinu. Þeim er mikilvægur stuðn- ingur og samvinna við foreldra og hijóta að fagna þróttmiklu starfi margra foreldrafélaga sem m.a. hefur birst í útgáfu glæsilegs tíma- rits sem nýlega hefur komið út. Kennarasamtök hafa sýnt vilja sinn í verki með útgáfu heildar- stefnu Kennarasambands Islands í skólamálum, heildarstefnu sem tek- ur á öllum meginþáttum skólastarfs og fellur í öllum meginatriðum að gildandi grannskólalögum. Nú er tækifæri til að snúa vöm í sókn og láta ekki orðin tóm á hátíðis- og tyllidögum nægja — sýna í verki og viðurkenna að unga kynslóðin er dýrmætasti fjársjóður okkar. Spurningin er aðeins: „Hvað má skólinn kosta?" Ef hér á að reka skólastarf á þann hátt sem landslög gera ráð fyrir og í samræmi við þær kröfur sem menningarþjóðin hlýtur að gera til menntakerfis síns verður að veita meira fjármagni en nú er gert til skólanna, til innri og ytri búnaðar þeirra og til að bæta laun kennara þannig að þeir fáist þar til starfa. Með því einu móti getum við stuðlað að úrbótum til handa æsku þessa lands og skilað menningararf- inum áfram til komandi kynslóðar. Höfundur er formaður Kennara■ sambands íslands. LÉTT. LIPUR OG VANDVIRK HAGKVÆM OG HEILNÆM Já, svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, áreftirár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Aðeins 6,1 kg á svifléttum hjólabúnaði. Stillanlegt sogafl og afbragðs sogstykki. STERK OG TRAUST Rcynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. 10 lítra poki og svo frábær ryksíun að hún hreinsar einnig andrúmsloftið. Nýlegar hollusturannsóknir leiddu í Ijós að flestar ryksugur 'rykmenga loftið, sumar hrikalega. NILFISK HEIMSINS BESTA RYKSUGA Stór orð, sem reynslan réttlætir /Fönix HÁTÚNI6A SlMI (91)24420 Kennitölur, nafnnúmer og aðrar helstu upplýsingar um 10.000 starfandi fyrirtæki alls staðar á landinu er að finna í Vantar þig gólfteppi, bátakrana eða einhvem til að sjá um tískusýningu eða ráðstefnu? Upplýsingar um útflytjendur, erlend umboð eða farsímanúmer einhvers íslensks skips? Svarið finnur þú í „ÍSLENSK FYRIRTÆKI1988“. ÍSLENSK FYRIRTÆKI - ómissandi uppsláttarrit í 18 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.