Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 21

Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 21 diykkja eins og menn höfðu vonað. Neysla þeirra fer ekki að minnka fyrr en eftir að hætt er við milliölið seint á árinu 1977 og bjómeyslan hafði minnkað verulega. Eftir að sölu milliöls var hætt jókst neysla sterkustu tegundar bjórs mikið og kom að nokkru leyti í stað milliöls- ins ásamt aukinni neyslu „folköls", sem einnig er áfengt. Þrátt fyrir þessar breytingar er bjómeysla í Svíþjóð minni árið 1985 en hún var á milliölsárunum (Rapport 87). Sömu sögu er að segja frá Fær- eyjum, þar hefur aukin bjórsala ekki dregið úr sterkum drykkjum (Nordisk Statistik ársbok 1986). Ef þetta þykir ekki nægjanlega ákveðin vísbending, en hún er merkt sérstaklega í grein Snjólfs Ólafssonar, fylgir hér önnur frá Finnlandi þar sem neyslan þar er borin saman við neysluna á íslandi. Nýlega birtist í tímaritinu Alko- holpolitik (Koskikallio 1987) sam- anburður á áfengisneyslu Finna og íslendinga. Þar er sýnt, að neysla sterkra drykkja og léttra vína hefur þróast að heita má nákvæmlega eins í iöndunum frá 1935—1970, en úr því óx neysla Finna mun hrað- ar en íslendinga fram til.1976 en staðnaði þá. Neysla íslendinga hef- ur hins vegar haldið áfram að auk- ast frá 1970—1985, en mun hægar en áður, sérstaklega eftir 1979 (mynd 3). A myndinni er sýnt hvemig áfenga ölið hefur komið til viðbótar annarri neyslu í Finnlandi. Þetta telur höfundur styðja kenn- inguna um það hvemig ný tegund bætist við það sem fyrir er og eyk- ur heildameysluna, eins og segir í skýrslum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. Hann dregur jafnframt þá ályktun að áfengisneysla á ís- landi sé hin lægsta í Evrópu ein- mitt vegna þess að framleiðsla áfengs bjórs er ekki leyfð hér. Mynd 3 Sjaldan er ein báran stök þegar verið er að breyta áfengismála- stefnu eins og gert var í Finnlandi 1968 og í Svíþjóð 1965 og aftur 1977 og 1978. Sala á milliöli var leyfð í matvöruverzlunum í Finn- landi árið 1968. Jafnframt því sem milliölið var sett á markað í Svíþjóð var leyfð sala á því miklu víðar en á öðmm áfengum drykkjum svo að fjölgun dreifíngarstaða hefur eflaust stuðlað að enn meiri aukn- ingu áfengisneyslunnar en ella hefði orðið. Þrátt fyrir það telja þeir sem hafa rannsakað áhrif ölsins á heild- ameysluna í Finnlandi og Svíþjóð að það eitt hafí aukið neysluna og ekki dregið úr neyslu sterkra drykkja eins og menn vonuðust eft- ir (Mákelá og Österberg 1975). Öfugt við þessa tilslökun í áfengis- málastefnunni vom í Svíþjóð teknar upp ýmsar fleiri hömlur en að banna sölu milliölsins á ámnum 1977 og 1978 sem vafalaust hafa stuðlað að því að draga fyrr úr heildar- áfengisneyslu í Svlþjóð en í öðmm Evrópulöndum. Nýlega hafa opinberar umræður hafíst í Finnlandi um að hætta jafn- vel alveg sölu á milliöli þar eins og í Svíþjóð (Stenius 1987). Framleiðsla — dreif ing — verðstýring Það skiptir meginmáli í áfengis- málastefnu að engir einstaklingar hafí fjárhagslegan ávinning af framleiðslu og sölu áfengra drykkja. Þetta skilja jafnvel bjór- menn að því marki að þeir segjast aðeins vilja láta selja áfengt öl í útsölum Áfengisverzlunar ríkisins. Hingað til hefur ÁTVR haft einka- rétt á framleiðslu áfengra drykkja til sölu innanlands. Það lofar ekki góðu ef rétt var hermt í fréttum útvarps þ. 17. febr. að aðalathuga- semd meirihluta allsheijamefndar neðri deildar við bjórfrumvarpið skuli vera að samkvæmt því megi einungis ríkið framleiða bjórinn og frumvarpinu verði að breyta til að hleypa einkaframtakinu að. Verði það gert, er vonlaust að snúa til baka, ef þeir sem nú beijast fyrir bjór uppgötva einhvern tíma að heildameyslan og heilsufarsskaðinn hafí vaxið með tilkomu hans. Þó að verðstýring skipti miklu máli er hún engan veginn einhlít aðgerð til þess að hafa áhrif á áfengisneyslu. Hér á landi virðist neyslan hafa stýrst að einhveiju leyti milli léttra vína og sterks áfengis eftir verði. Þannig hefur neyslan aukist á þeim tegundum sem hafa hækkað minna í verði á hveiju ári. Hins vegar dugði hátt verð á árunum 1983—1985 ekki til að draga úr neyslu þegar kaup- máttur minnkaði heildameyslu. Á þessum tíma hafði útsölustöðum áfengis fjölgað frá því sem áður var og sérstaklega hafði vínveitinga- stöðum fjölgað mikið. Þannig er hægt að eyða áhrifum verðstýring- ar með öðrum aðgerðum. í Svíþjóð, sem okkur öllum er tamt að vitna til, fór neysla á léttum vínum og á sterkasta áfenga ölinu vaxandi á ámnum 1977—1983, þrátt fyrir að verð á léttu vínunum hafí hækkað meira en á þeim sterku alveg síðan 1977 og þrátt fyrir að sterkasta áfenga ölið hafi einnig hækkað meira en sterkt áfengi frá 1979 (Romanus 1983). Af þessum tveim dæmum sést að verðstýring ein dugar ekki til að skýra tegundaval og alls ekki til að halda niðri heildarneyslu ef framboð er aukið. Auk þess sem framboð eykst með nýrri áfengistegund, ef bjórfrum- varpið verður samþykkt, er líklega óhjákvæmilegt annað en gera ráð fyrir að dreifingarstöðum fjölgi. Komið hefur fram að núverandi verslanir ÁTVR hafa ekki allar rúm fyrir bjórbirgðir. Auk þess mun það verða „réttlætis- og hagræðingar- mál“ að fólk þurfi ekki að burðast langar leiðir með bjórinn sinn eða fá hann sendan í póstkröfu. Úr skýrslum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (1980; 1985 nr. 88;89 og MNH/PAD 85.14) Í bjórumræðunni að undanfömu, hafa menn deilt um það hvort leið- beiningar Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar í áfengismálum mæli með eða gegn því að bæta við nýj- um tegundum áfengis. í þessum skýrslum stofnunarinnar er fjallað um ýmislegt sem rétt er að hafa í huga. Allar þessar ábendingar hníga í sömu átt; hversu mikilvægt sé að draga úr framboði og að- gengi áfengra drykkja og minnka eftirspum. Árið 1979 lýsti Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin vandamál tengd áfengi og ofnotkun þess meðal mestu heil- brigðisvandamála sem ógna lífi, heilsu og velferð fólks. Á 35. þingi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar 1982 fór fram tæknileg umræða um áfengisneyslu og vandamál tengd áfengi. Þar var almenn sam- staða um nauðsyn aðgerða til að draga úr framboði og aðgengi áfengra drykkja og minnka eftir- spum. Breytingar á heildameyslu áfengis skipta máli fyrir heilbrigði fólks. Vegna þess að stjómvaldsað- gerðir er hægt að nota til að tak- marka neyslu er stjóm á framboði áfengis heilbrigðismál. Áður vom settar hömlur vegna siðferðilegra og félagslegra ástæðna, en nú skipta heilbrigðissjónarmið mestu. Alþjóðleg þróun (Internationaliser- ing) hefur verið sú, að áfengi er drukkið við nýjar og margbreyti- legri aðstæður og óhefðbundin ney.sla hefur einfaldlega bæst við þá hefðbundnu, en ekki komið í stað hennar. Aukin neysla leiðir til aukningar á þeim áfengistengdu vandamálum sem eru sérkennandi í hveiju landi. Niðurstöður frá Intemational Study of Alcohol Control Experiences benda til að nýir drykkjuhættir bætist við þá hefðbundnu, en komi ekki í stað þeirra (Mákelá og sam- verkamenn 1981). Ef fyrirbyggja á skaðann sem áfengisneysla veldur, er nauðsyn- legt að minnka magnið sem dmkk- ið er og breyta drykkjuháttum. Nauðsynlegt er að takmarka fram- leiðslu og sölu áfengra drykkja, hafa stjóm á dreifingu, verðlagi og kynningu. Hömlur (control) em taldar virkustu aðferðir til þess að draga úr mörgum vandamálum sem tengjast slíkri neyslu. Meðferð vegna áfengisvanda- mála er í rauninni aðeins vænleg svo fremi að jafnframt sé unnið að forvömum til þess að koma í veg fyrir ný tilvik. Forvamir gegn of- notkun áfengis og skaða sem áfeng- isneysla veldur eiga að hafa for- gang. Það er yfrin vísindaleg rök fyrir því að skaðinn, sem neysla áfengra drykkja veldur, er nátengd- ur því hversu mikið hver einstakl- ingur drekkur og hversu mikil heild- ameysla þjóðarinnar er. Tíðni þeirra skaða sem af áfeng- isneyslu leiðir verður áberandi ef drukkið er meira en 20 gr. af hrein- um vínanda að jafnaði á dag, þ.e.a.s. jafngildi innihalds tveggja flaskna af milliöli. Það em engir ákveðnir einstaklingsbundnir þættir sem greina verðandi drykkjusjúka frá öðmm. Ekki er hægt að segja með neinni vissu að neinn sérstakur þáttur sem valdi diykkjusýki erfíst, en umhverfís- og erfðaþættir fram- kalla í sameiningu það sem er kall- að „familial alkoholism". Þegar neysla staðnar eða minnk- ar í framleiðslulöndum, eykst þrýst- ingur til að fínna nýja markaði. Þar sem áfengisneysla fer minnkandi í flestum iðnaðarlöndunum hefur þrýstingur á áfengisneyslu í þróun- arjöndunum aukist. Þetta á einnig við um Island. Hér ér nýr markað- ur, að vísu ekki stór, en nægur til þess að framleiðendur og umboðs- menn geti hagnast vel á okkar mælikvarða. Ekki er nóg að veita upplýsingar um áhrif áfengis, heidur þarf fræðsla einnig að stuðla að þróun ábyrgðartilfínningar fólks fyrir eig- in heilsu og velferð og fyrir heilsu og velferð þjóðfélagsins. Aukin framleiðsla og markaðs- færsla hefur aukið á þrýsting til að draga úr hömlum. Á síðustu árum hefur sums staðar aftur auk- ist fylgi við strangari hömlur, m.a. í Noregi og Svíþjóð þar sem lögð hefur verið áhersla á að draga úr áfengisneyslu í þágu heilbrigðis, sbr. lög Svía frá 1978 og Stortings- melding nr. 24, Om Alkoholpoliti- ken, frá Noregi. Hættur sem heilsu fólks eru bún- ar vegna drykkju kunna að vera meiri en þær sem eru tengdar reykingum, og félagslegar afleið- ingar mikillar drykkju, bæði fyrir einstaklinginn og þá sem hann hef- ur áhrif á, eru miklu alvarlegri en afleiðingar mikilla reykinga á þjóð- félagið. Vegna þess að heildarneysla áfengis getur vaxið verulega þegar nýjar áfengistegundir koma á markaðinn er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, að kostnaður vegna áfengistengdra vandamála samhliða félagslegum kostnaði muni aukast. Spár um aukningu áfengistengdra vandamála, sem aðeins eru byggðar á aukningu í heildameyslu á íbúa, eru líklegar til að vanáætla aukningu vandamál- anna. Þrátt fyrir hina miklu aukningu sem varð á skráðri áfengissölu Finna eftir breytinguna 1968 hélst óskráð neysla óbreytt allt tímabilið frá 1950—1975. Gagnstætt því sem búist var við kom hin mikla aukning í skráðri neyslu ekki í stað hinnar óskráðu, heldur sem viðbót. Stefna í áfengismálum skal miða að því að stuðla að lágri heildar- neyslu áfengis. Tryggja þarf að stjómvaldsaðgerðir auki ekki hætt- una á áfengistengdum vandamálum og að þær stuðli að minnkandi neyslu. Mynd 4 Lokaorð Eins og sjá má af framansögðu em næg fræðileg rök til þess að stjómvöld leggist gegn öllu, sem getur hugsanlega leitt til aukinnar áfengisneyslu. Allar ábendingar Alþjóðaheilbrigðistofnunarinnar hníga að því að ekki skuli ieyfa framleiðslu og sölu á áfengu öli hér á landi. I öllum þróuðum löndum hefur á síðustu árum verið unnið að því að draga úr áfengisneyslu. Áðgerðir sem gætu verkað í gagnstæða átt, eins og t.d. mundu fylgja auknu áfengisframboði í formi bjórs, mundu gera okkur að viðundri. Það er liðin tíð að upplýst fólk geri grín að því sem gert er til að koma í veg fyrir of mikla áfengisneyslu. Margir líta hým auga til þess spam- aðar sem við höfum náð með því að leyfa ekki eina mjög eftirsótta tegund áfengis og halda heildar- neyslunni þannig niðri. Þegar síðast var flutt fmmvarp um breytingu á áfengislögum til þess að leyfa framleiðslu og sölu á áfengu öli, gerði Þjóðhagsstofnun áætlun um hve áfengisneyslan mundi aukast mikið ef fmmvarpið SJÁ NÆSTU SÍÐU Breytingar á heildarneyslu áfengis í Htrum hreins vinanda á mann 15 ára og eldri á ári í Svíþjóð og 15 öðrum Evrópulöndum 1950—1985 (Rapport 87) bornar saman við breytingarnar á islandi. ísland er eina landið þar sem ekki er leyfð sala áfengs öls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.