Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 22

Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 22
22 MORCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Lítrar Mynd 3 1930 1940 1950 1960 1970 1980 1990 Heildarneysla áfengis i Finnlandi 1935—1982 í litrum hreins vínanda á íbúa á ári skipt eftir tegundum (Koskikallio=. Greinilegt er hvern- ig áfenga ölið (bjórinn) hefur bæst við aðra áfengisneyslu og ekki dregið úr neyslu sterkra drykkja. Til samanburðar er heildarneysla áfengis á íbúa á íslandi dregin inn i myndina. Fræðileg rök gegn aukinni áfengisneyslu og bjórfrumvarpi yrði samþykkt (mynd 4). Áætlun Þjóðhagsstofnunar var eins og sést á myndinni, að búast mætti við að áfengisneysla reiknuð i hreinum vínanda ykist um þriðj- ung frá því sem var á árinu 1984. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að þróunin verði önnur en Þjóðhagsstofnun áætl- aði. Samkvæmt reynslu annarra og tiltækum heimildum má búast við því að heildarneysla áfengis auk- ist verulega og að öll vandamál, sem tengd eru áfengisnotkun og ofnotkun, muni aukast a.m.k. í hlutfalli við neysluna, ef það frumvarp sem nú liggur fyrir um breytingar á áfengislögum verður samþykkt. Tilvitnanir. Bruun, K. og samverkamenn (1975): Alcohol Cont- rol Policies in Public Health perspective. The Finn- ish Foundation for Alcohol Studies, 25. Bruun-Guldbrandsen, S. (1972): Hjemmebrentbruk og hjemmebrentbrukere. Norek Tidskrift om Alkoholspörem&l, 24, no. 2,79. Cloninger, C.R. og samverkamenn (1981): Inherit- ance of alcohol abuse. Arch. Gen Psychiatry, 38; 861-868. Grétar Sigurbergsson (1988): Nokkrar ábendingar geðlæknis varðandi bjórfrumvarpið. Morgunbladið 10. febrúar. Halldin, J. (1984): Prevalence of Mental Disorder in an Urban Population in Central Sweden with a Follow Up pf Mortality. Karolinska Institutionen, Stockholm. Hildigunnur Ólafsdóttir og Tómas Helgason (1988): Innlagnir á meðferðaretofnanir vegna mis- notkunar áfengis og annarra vímuefna 1975— 1985. Blður birtingar I Læknablaðinu. Koskikallio, I. (1987): Islands ölforbud dámpar alkoholkonsumtionen. Alkoholpolitik 4;234—236. Mákelá, K. og österberg, E. (1975): Alkoholkons- umtion och alkoholpolitik i Finland och Sverige áren 1951-1973. Alkoholpolitik, 38; 52-69. Mákelá, K. (1979: Unrecorded consumption of al- cohol in Finland 1950—1975. Reporta from the Social Research Institute of Al- cohol Studies. No. 126. Helsinki. Mákelá, K. og samverkamenn (1981): Alcohol, Society, and the State I. A Comparative Study of Alcohol Control. Addiction Research Foundation, Toronto. World Health Organization, 1980. Myers, J.K. og samverkamenn (1984): Six-month prevalence of psychiatric disorders in three com- munities. Arch. Gen Psychiatry 41;959—967. Produktachap voor gedistilleerde dranken: Hoeveel alcoholhoadende dranken worden er in de wereld gedronken? Schiedam 1983. Rapport 87 (1987) Centralförbundet för alkohol- och narkotikaupplysning. Stockholm. Robins, L.N. og samverkamenn (1984): Lifetime prevalence of specific psychiatric disordere in three sites. Arch. Gen Psychiatry 41;949—958. Romanus, G. (1983): Rapport frán Sverige: De nordi^ka alkoholbolagens konferens. Protokoll. Reykjavík. Royal College of Psychiatrists (1986): Alcohol: Our Favorite Drug. Tavistock Publication. Skog, O.-J. (1985): The Collectivity of drinking Cultures: A theory of the distribution of alcohol consumption. British Joumal of Addiction, 80;83—99. Snjólfur Ólafsson (1988): Bjórinn og aðgerða- rannsóknir: Morgunblaðið 17. febr. Stenius, K. (1987): Finsk mellanölsdebatt. Nordisk námnd för alkohol- och drogforekning, Nyhetsbrev 3. Tómas Helgason (1982): Rannsóknir á áfengis- neyslu. Geðvemd, 17;57—62. Tómas Helgason og samverkamenn (1983): Ný- gengi drykkjusýki og áfengisnotkunar. Læknablað- ið, fylgirit 17;82—89. Tómas Helgason (1984): Alkoholmisbrugets epi- demiologi. Nord. Med. 99; 290—293. World Health Organization (1980): Problems rel- ated to alcohol consumption. WHO Technical Rep- ort Series 650. World Health Organization: Walsh, B. og Grant, M. (1985): Public Health Implications of Alcohol Production and Trade. WHO Offset Publication No. 88. World Health Organization: Moser, J. (ritstjóri) (1985): Alcohol Policies in National Health and Development Planning. WHO Offset Publication no. 89;1985. World Health Organization: Farrell, S. (1985): Review of National Policy Measures to Prevent Alcohol-Related Problems. WHO/MNH- /PAD/85.14.. Nordic Statisk Árebok 1986 (1987): NU: 1986:5. Höfundur er dr. med. prófessor i geðlæknisfræði við Háskóla ís- lands og forstöðulæknir geðdeiid- nr Landspítaians. Kvenfélagið Hlíf í Breiðdal: Ályktað gegn bjór Á STJÓRNARFUNDI kvenfé- ar á þingmenn að fella bjórfrum- lagsins Hlífar í Breiðdal, mánu- varp það sem nú liggur fyrir Al- daginn 22. febrúar 1988, var þingi. Ennfremur telur stjórn kven- gerð svohljóðandi ályktun: félagsins að atvinnuástand í Aust- urlandskjördæmi sé nú með þeim Kvenfélagið Hlíf í Breiðdal árétt- ' hætti að þingmenn þess ættu frem- ar fyrri samþykktir félagsins gegn ur að beita kröftum sínum og áhrif- sölu áfengs bjórs á íslandi og skor- um á þeim vettvangi. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins: Samstaða NATO-ríkja og af- vopminarviðræður efst á baugi LEIÐTOGAR allra 16 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins koma saman til tveggja daga fundar í Brtissel á morgun, miðvikudag, og er almennt búist við þar verði lögð megináhersla á að treysta sam- stöðu bandalagsrikjanna auk þess sem linur verða að líkindum lagð- ar í frekari afvopnunarviðræðum við Sovétmenn. Þetta er í annað skiptið á undanförnum sex árum sem boðað er til leiðtogafundar NATO. Hefur á undanförnum vikum verið unnið að því að semja lokaályktun fundarins og þar með einnig að þvi að samræma við- horf ríkisstjórna landanna 16 til Sovétrikjanna. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sem á sínum tíma fór lofsamlegum orð- um um Mikhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga og stefnu hans fer nú fyrir fylkingu þeirra sem þykir nóg komið af svo góðu og hyggst hún, eftir þvi sem heimildir herma, hvetja til þess á fundinum að brugðist verði af aukinni hörku við áróðri Sovétmanna. ó svo ríki Atlantshafsbanda- lagsins greini á um hvað leggja beri höfuðáherslu á í af- vopnunarviðræðum og hvemig halda megi uppi sannfærandi kjamorkufælingu leggja embættis- menn áherslu á að hér sé ekki um nýjung að ræða. Sambærileg vandamál hafi áður komið upp í 40 ára sögu bandalagsins. „Það virðist svo sem glundroði sé ávallt ríkjandi innan bandalagsins. En okkur gengur best að vinna saman þegar erfiðleikar koma upp,“ sagði ónefndur vestur-þýskur embættis- maður í viðtali við fréttamann Re- utere-fréttastofunnar nú nýlega. Segja má að þetta lýsi í raun „eðli“ Atlantshafsbandalagsins. Þegar sú staða kemur upp að taka þarf stefnumótandi ákvarðanir verða aðildarríkin 16 að freista þess að ná samstöðu og það kostar oftar en ekki ágreining vegna ólfkra hagsmuna ríkjanna. Hins vegar þarf að taka ákvarðanir vegna hinna sameiginlegu hags- muna sem em í húfi. Þannig þarf nú að taka til umfjöllunar hvemig treysta megi kjamorkuvamir Vest- ur-Evrópu eftir að risaveldin hafa orðið ásátt urh að útrýma meðal- og skammdrægum kjamorkueld- flaugum í álfunni, sem er án nokk- urs vafa mikill sigur fyrir Atlants- hafsbandalagið. Á þennan hátt kallar árangur á einu sviði á ágrein- ing á því næsta. Áhyggjur V-Þjóðverja Sovétmenn hafa hleypt af stað mikilli áróðursherferð frá því að sáttmálinn um Evrópuflaugamar var undirritaður í Washington í desember. Þeir telja að næsta skref í afvopnunarviðræðum eigi að verða útrýming þeirra kjamorku- flugskeyta í Evrópu sem sáttmálinn nær ekki til. Á þessu sviði sem flestum öðmm njóta Sovétmenn yfirburða. Vestur-Þjóðveijar hafa áhyggjur af eldflaugum þessum, sem draga innan við 500 kíló- metra, og leggja áherslu á að hafn- ar verði viðræður um fækkun þeirra. Ástæðan er einfaldlega sú að verði þessum vopnum einhvem tíma beitt munu þeir bardagar fara fram á þýsku landsvæði. Á hinn bóginn ákvað Atlantshafsbanda- lagið árið 1983 að endumýja þessi vopn og þykir mörgum það brýnna en áður í ljósi yfirburða Varsjár- bandalagsins á sviði hins hefð- bundna vígbúnaðar. Ríkisstjómir flestra stærri ríkja Atlantshafs- bandalagsins telja að niðurskurður hins hefðbundna herafla sé for- senda fyrir frekari samningum um fækkun kjamorkuvopna í Evrópu. „Að mínu áliti kemur ekki til greina að semja um frekari fækkun kjam- orkuvopna í Evrópu fyrr en náðst hefur samkomulag um vemlegan niðurskurð hefðbundins herafla og efnavopna," sagði Margaret Thatc- her er hún sótti höfuðstöðvar Atl- antshafsbandalagsins heim fyrir skömmum og fór ekki á milli mála að þessum orðum var beint til Vest- ur-Þjóðveija. Á hinn bóginn mun ríkja samstaða um það innan bandalagsins að vísa tiliögum Sov- étmanna um kjamorkuvopnalausa Evrópu á bug sem áróðri enda er hugmyndin í einfölduðu máli óraunhæf og alvitlaus. Hvatt til frekari viðræðna Ekki verður betur séð en að Vestur-Þjóðveijar hafi unnið að minnsta kosti áfangasigur í deilum um endumýjun skammdrægustu kjamorkuvopnanna því eftir því sem næst verður komist verður ekki vikið að þeim beinum orðum í lokaályktun leiðtogafundarins í Briissel. Fullvíst má telja að leið- togamir hvetji til viðræðna um nið- urskurð hins hefðbundna herafla. Washington-samningnum verður sérstaklega fagnað og lagt verður að risaveldunum að semja um bann við framleiðslu efnavopna og fækk- un langdrægra kjamorkuvopna, sem verður að líkindum helsta umræðuefni þeirra Gorbatsjovs og Ronalds Reagans Bandaríkjafor- seta á fundi þeirra í Moskvu. Þá verða samskipti austurs og vesturs eftir Washington-samninginn tekin til umfjöllunar. Reagan forseti mun sitja fundinn í Briissel og verður þetta að líkind- um síðasta heimsókn hans til Evr- ópu áður en hann lætur af störfum. NATO-ríkin hafa tekið forsetann í sátt.en eins og menn rekur vafalít- ið minni til vakti frammistaða Re- agans á fundinum í Reykjavík árið 1986 takmarkaða hrifningu meðal ráðamanna í Vestur-Evrópu. Eftir þann fund tóku að nýju að heyrast þær raddir að Bandaríkjamenn hygðust ganga á bak vamarskuld- bindingum sínum í Evrópu. Nú hafa menn gert sér ljóst að þessi ótti er með öllu ástæðulaus. Bandarísk kjamorkuvopn verða áfram staðsett 1 Vestur-Evrópu auk þess sem um 330.000 bandarískir hermenn em þar til reiðu. (Því má bæta við til fróðleiks að að í Aust- ur-Þýskalandi einu eru um 380.000 sovéskir hermenn). í ávarpi sem Reagan forseti flutti á dögunum og sjónvarpað var til Vestur-Evr- ópu lagði hann ríka áherslu á að takmarkið væri ekki að útrýma vígtólum í Evrópu heldur að tryggja þar áframhaldandi frið. „Hermenn okkar verða áfram í Evrópu til að tryggja að örlög Bandaríkjanna og ykkar fari sam- an,“ sagði Reagan og bætti við að ekki stæði til að draga úr fælingar^ mætti kjamorkuheraflans. Einangrunarstefnan á undanhaldi Þott Reagan forseti verði vafalít- ið í aðalhlutverki á fundinum í Brussel mun athyglin einnig bein- ast að öðmm manni, Frangois Mit- terrand Frakklandsforseta. Frakk- ar taka ekki þátt í hinum sameigin- lega vamarviðbúnaði Atlantshafs- bandalagsins og hafa þeir ekki se- tið leiðtogafundi bandalagsins i 22 ár. Sú ákvörðun Mitterrands að sækja fundinn sýnir svo ekki verð- ur um villst að Frakkar hafa breytt um „áherslur", svo notað sé kunn- uglegt orð, í steftiu sinni gagnvart NATO. Einangmnarstefnan hefur verið látin víkja í nafni samstöðu bandalagsríkjanna en Frakkar hafa að undanfömu verið helstu tals- menn þess að Evrópuríkin treysti og samhæfi eigin vamir. Hug- myndir þessar hafa fengið byr und- ir báða vængi eftir að samið var um upprætingu meðaldrægu flaug- anna og greinilegt er að Frakkar ætla sér ákveðið hlutverk á þessum vettvangi ekki síst sökum þess að þeir og Bretar ráða einir Evró- puríkja yfir eigin kjamorkuherafla. Þetta kallar á nánara samstarf við NATO-ríkin í Evrópu, einkum Breta og Vestur-Þjóðveija. Á þenn- an hátt hafa Frakkar „nálgast" NATO á ný en ekkert bendir til þess að þeir hyggist hverfa frá fyrri ákvörðunum og taka þátt í vamarsamstarfi bandalagsins. Þátttaka Mitterrands í fundarhöld- unum er því táknræn fyrir nauðsyn þess að NATO-ríkin standi saman gagnvart ógninni í austri og að ekki verði hvikað frá gmndvallar- atriðum í kjamorkuvömum Vest- ur-Evrópu. Reuter Blaðamenn munu að sjálfsögðu fylgjast grannt með gangi leiðtogafundar- ins í Brilssel og sýnir myndin hvar verið er að vinna að því að reisa palla fyrir þá við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.