Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Fjölmenni á 125 ára afmælishátíð Þj óðminj asafnsins í HÁSKÓLBÍÓI sl. sunnudag var hátíðardagskrá í tUefni af 125 ára afmæli Þjóðminjasafnsins 24. febrúar sl. Musica Antiqua lék í upphafi dagskrárinnar og Þór Magnússon, þjóðmiqjavörður, bauð gesti velkomna. Arni Bjömsson, þjóðháttafræðingur, var kynnir á samkomunni og flutt var m.a. ágrip hans af sögu safnsins í máli og myndum. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Birgir ísleifur Gunn- arsson, menntamálaráðherra, fluttu ávörp. Sjónvarpað var beint frá samkomunni, sem var fjölmenn. Kristinn Sigmundsson söng m.a. við undirleik Jónasar Ingimundar- sonar, píanóleikara, kvæði Steingríms Thorsteinssonar, sem samið var í tilefni af 25 ára af- mæli Þjóðminjasafnsins. Sigurður Rúnar Jónsson (Diddi fíðla) lék á fíðlu sem smíðuð var af ólærðum íslenskum manni og er að ölium líkindum a.m.k. 200 ára gömul. Sýnd var stutt kvikmynd sem Ós- valdur Knudsen gerði um fomleifa- uppgröft í Skálholti sumarið 1954 en höfundur textans og þulur var dr. Kristján Eldjám fyrrverandi þjóðminjavörður. Elsa E. Guðjónsson, deildarstjóri textíl- og búningadeildar Þjóð- minjasafnsins, sýndi myndir af klæðnaði íslendinga frá miðri 16. öld til loka 18. aldar og lýsti hon- um. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur sýndu úrval af íslensk- um þjóðbúningum undir stjóm Elsu og lýsti hún þeim búningum einnig. Búningamir spönnuðu tímabilið frá lokum 18. aldar fram til okkar daga og vom unnir af félagsmönnum eftir fyrirmyndum og upplýsingum sem þeir hafa aðallega fengið á Þjóðminjasafninu undanfarinn ald- aifyórðung. Þá spilaði Gunnar Eg- ilsson m.a. á flautu langafa síns, Sveinbjamar Egilssonar rektors, lagið Heims um ból. Morgunblaðið/ Morgi Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og Þór Magnússon, þjóðmiqjavörður, i Háskólabfói sl. sunnudag. Hlutverk og skylda Þjóðminjasafnsins að velja og varðveita þjóðargersemar Ræða forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, á 125 ára afmælishátíð Þjóðminjasafnsins í Háskólabíói sl. sunnudag Kirkjuklukkan frá Tröllatungu í Háskólabiói sl. sunnudag. Klukk- an er nú til sýnis í anddyri Þjóð- minjaaafnHÍns. Góðir hátíðargestir. Hvert sem litið er til þjóða heims og spurt: Hvað skrifa menn nú um stundir? verður fyrir bók sem heitir Upphafíð, Rætumar eða eitthvað í þá áttina og reynist fialla um sögu þjóðarinnar eða bókmenntaarf og vitna um leit hennar að uppmna sínum og rótum. Einkar brýn virð- ist þessi leit hafa orðið nú á tímum einnotanna þegar hiutum er hent að lokinni einni notkun. Við íslendingar höfum lengi stært okkur af að eiga betri heimild- ir en aðrar þjóðir um „rætur" fnenn- ingar okkar, sjálfan þann jarðveg sem við, nútímafólkið, emm úr sprottin. Þessar rætur megum við aldrei vanmeta en okkur er samt hollt að minnast þess að þær em flestar varðveittar í orðum; þær em sögur og sagnir, kvæði og kviðling- ar. Þetta kemur okkur stundum í hug á erlendum fomminjasöfnum þegar við lítum þann menningararf sem þar er saman kominn — elleg- ar þegar við ökum um grónar byggðir meginlands Evrópu og lítum kastala og stórbrotnar kirkjur sem reistar vom meðan Snorri Sturluson lék sér að stráum. Þá sýnist fátækleg fomminjasaga þeirrar þjóðar sem á sér Viðeyjar- stofu að einna elstu húsi. Hvar sem ég hef komið á undan- fömum misserum, og verið sýnt það besta í eigu þjóða, hefur á ein- hverri stundu verið kveðið svo að orði að þessi eða hinn hiuturinn eða byggingin sé „þjóðargersemi" — og þess vegna sé mönnum kappsmál að varðveita hana. Hváð er það þá í eigu þjóðar sem verður að þjóðargersemi? Þeirri spumingu er fljótsvarað: Hvaðeina það sem tengist sögu eða minnis- ■ ...og malið er leyst! Jö.ju-20. 7* og 8. mars. 30.og 20.40-22.40 waiska mSKA SsSKA “apSka ^Pplýsingar og innrituii í - ^"Oendlnga 8 mnntun i sima 10004/21655 afslátt svo og «m ellilífeyrisþegar - oc 't' Öryrkíar °S sinna nmis. NANAUSTUM1S niou stæðum atburðum liðinnar tíðar. Hvaðeina það sem getur orðið fólki á tímum einnotanna til upprifjunar á sögunni og leiðarvísir til rótanna í fortíð. Allt slíkt getur orðið að þjóðargersemum og kallað nútíma- manninn til þeirrar skyldu að leggja rækt við minningar og söguna. Þar er einmitt hlutverk og skylda Þjóðminjasafnsins: að velja og varð- veita þjóðargersemar okkar. Um aldir bjuggu íslendingar við fátækt sem naumast verður með orðum lýst. Um aldir urðu þeir að láta sér nægja húsakynni sem illa voru til þess fallin að varðveita nokkum hlut. Því er ekki að undra að við eigum ekki á íslandi viðlíka fomminjasafn og aðrar þjóðir. En við megum vera og emm hreykin af því sem við eigum og mikla þökk ber að gjalda þeim mönnum sem fyrir 125 ámm lögðu gmndvöllinn að þjóðminjasafni okkar íslendinga, — sem og þeim sem æ síðan hafa léð því metnað sinn og liðsinni. Fyrir þeirra tilstyrk getum við í dag gláðst við að eiga ekki aðeins orðs- ins minjar heldur einnig glæsilegt safn hluta sem um ókomna tíð geta orðið okkur að leiðarhnoða við leit okkar að rótunum. í þjóðfélagi hinna öm breytinga, þegar merkingarmið orðanna hverfa hratt úr notkun, er Þjóð- minjasafnið einnig mikilvægur styrkur fyrir tunguna, staðurinn þar sem böm okkar og bamaböm, þau sem taka við arfinum af okk- ur, geta fundið hlutina sem hin fjöl- mörgu orð hafa átt við um aldir. Þannig er og verður safnið á ótal mörgum sviðum gleðileg upp- sprettulind þekkingar. Traustar rætur tiyggja grósku laufkrónunnar. Því er það skylda okkar sem nú lifum að leggja rækt við og varðveita allt sem hönd verð- ur á fest og kemur að gagni til varðveislu sögunnar og rótanna, því einungis með þeim hætti mun okk- ur takast að sætta fortíð, nútíð og framtfð. Þá munú komandi kynslóð- ir geta kveðið með skáldinu Einari Benediktssyni og sagt: Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lyft upp i framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, ef fmmlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sést ei, hvað er nýtt. Ég óska okkur íslendingum öll- um til hamingju með merkilegt af- mælisbam og bið Þjóðminjasafni íslands gæfu og blessunar framfara um ókomna tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.