Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 31 Suður-Afríka: Tugir kirkju- leiðtoga handteknir Hðfðaborg. Reuter. DESMOND Tutu, nóbelsverð- launahafi og erkibiskup i ensku biskupakirkjunni, var handtek- inn í gær og hafður í haldi stutta stund ásamt nokkrum tugum annarra kirkjuleiðtoga i Suður-Afriku. Farið var með mennina á lög- reglustöð í Höfðaborg þar sem þeir voru yfirheyrðir en þeir höfðu ráðgert að ganga fylktu liði að þinghúsinu til að mótmæla aðför lögreglunnar að samtökum, sem beijast gegn aðskilnaðarstefnunni. Eftir hálfa klukkustund var þeim sleppt og fóru þá Tutu og 20 menn aðrir að kirkjunni þar sem gangan hafði átt að hefjast. Tutu sagði, að lögreglan hefði verið að athuga hvort prestamir og aðrir kirkjunnar menn, sem Reuter Desmond Tutu og aðrir kirkjunnar menn færðir til yfirheyrslu. Þeir ætluðu að ganga að þinghúsinu í Höfðaborg tU að mót- mæla aðskilnaðarstefnunni. voru af öllum kynþáttum og trúfé- lögum, hefðu brotið lög um öryggi ríkisins með því að efna til óleyfi- legrar mótmælagöngu. Allan Bo- esak, kunnur klerkur í Suður- Afríku, sagði, að atburðir gær- dagsins hefðu verið sögulegir. „Aldrei fyrr hafa jafn margir kirkjuleiðtogar komið saman til mótmæla. Við höfum komið þeim skilaboðum til stjómarinnar, að við ætlum ekki að horfa þegjandi upp á það, sem er að gerast í þessu landi." Friðarför Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Egyptar taka tillögum Bandaríkj asli óruar vel Jerúsalem, Damascus, Tel Aviv, Paris, Reuter. Sovétmenn kúg- uðu Waldheim -segir fyrrum lögfræðingur banda- ríska dómsmálaráðuneytisins Toronto, Moskvu, Reuter. SOVÉTMENN kúguðu Kurt GEORGE Shultz, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, kom til Jórdaníu í gær eftir að hafa átt viðræður við Hosni Mubarak Egyptalansdsforseta um tillögur Bandaríkjamanna um hvernig binda megi enda á átök ísraela og Palestinumanna á hernáms- svæðum ísraels. Að sögn banda- rískra embættismanna ' ríkti já- kvæður andi i viðræðum þeira Shultz og Mubaraks. Yasser Ara- fat, leiðtogi Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO), fordæmdi friðarför Shultz á sunnudag og sagði til- ganginn með henni vera þann að kveða niður andóf Palestínu- manna. Viðræður Shultz og ráðamanna í Jórdaníu, ísrael og Sýriandi hafa reynst árangurslausar en hann virt- ist ánægður með fund sinn með Mubarak er hann ræddi við frétta- menn í Egyptalandi. Kvaðst hann telja tillögur Bandaríkjastjómar til lausnar deilu Palestínumanna og ísraela uppbyggilegar og sagði að Bandaríkjamenn og Egyptar hygð- ust vinna saman að lausn málsins. Bandarískir embættismenn sem voru í för með Shultz sögðu að fulltrúar Egyptalandsstjómar hefðu kynnt ákveðnar hugmyndir sem orðið gætu til þess að treysta áætlun Banda- ríkjastjómar. Samkvæmt henni munu Palestínumenn á herteknu svæðunum fá takmarkaða sjálfs- stjóm eftir að fulltrúar þeirra og ísraelsstjómar hafa samið um frið. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) sagði í við- tali við franska sjónvarpsmenn í Túnis um helgina að George Shultz vildi með för sinni bijóta á bak aftur uppreisn Palestínumanna á herteknu svæðunum. Arafat hvatti enn og aftur til þess að málefni Palestínu- manna yrðu tekin til umfjöllunar á alþjóðlegri ráðstefnu og sagði það einu færu leiðina til að binda enda á átökin. Hvatti hann jafnframt til þess að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna tæki málið til umræðu. Shultz situr leiðtogafund Atlants- hafsbandalagsins, sem hefst á morg- un í Brussel í Belgíu, og er talið hugsanlegt að hann haldi áfram frið- arför sinni um Mið-Austurlönd síðar i þessari viku. Shultz ræddi á nýjan leik við ráðamenn í Jórdaníu í gær og sögðu bandarískir embættismenn að Jórdanir væru að íhuga tillögur Bandaríkjastjómar. Richard Murp- hy, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, mun eiga fundi með sýrlenskum og saudi-arabískum embættismönnum í dag og á morgun. Ágreiningoir í ísrael Alvarlegur ágreingur er uppi inn- an ísraelsstjómar um hvemig stilla megi til friðar á herteknu svæðun- um. Hefur Shultz af þessum sökum þurft að eiga sérstaka fundi með Shimon Peres utanríkisráðherra og Yitzhak Shamir forsætisráðherra. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun dagblaðsins Yedioth Ahronoth styðja 51 prósent ísraela friðartillögur Bandaríkjastjómar. 78 Palestínumenn hafa fallið í átökum undanfamar 11 vikur og talið er að um 1.000 manns hafi særst. Talsmaður ísraelsku her- stjómarinnar tilkynnti á sunnudag að hermenn sem hugðust grafa fjóra Palestínumenn lifandi yrðu dregnir fyrir herrétt svo og þrír félagar þeirra, sem voru myndaðir, er þeir handleggsbrutu tvo unga Palestínu- menn sem veittu enga mótspymu. Yfirmönnum í hemum var gert að horfa á myndband af atburðinum og var brýnt fyrir þeim að sýna ekki meiri hörku en nauðsynlegt væri. Shamir forsætisráðherra ísraels sagði í gær að til greina kæmi að neita fréttamönnum um aðgang að herteknu svæðunum. Moshe Katzav, félagsmálaráðherra í stjóm Shamirs, tók í sama streng á blaðamanna- fundi og sagði að fréttaflutningur af svæðum þessurn væri síst til þess fallinn að draga úr óeirðunum. Waldheim, forseta Austurríkis, til að fjölga sovéskum starfs- mönnum við Sameinuðu þjóðirn- ar meðan hann var aðalritari stofnunarinnar, að þvi er Eli Rosenbaum, fyrrum saksóknari við þá deild bandaríska dóms- málaráðuneytisins sem rannsak- ar stríðsglæpi, sagði á sunnudag. Að sögn Rosenbaums hótuðu Sovétmenn Waldheim að afhjúpa tengsl hans við nasista í seinni heimsstyrjöldinni gengi hann ekki að kröfum þeirra. Málgagn sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, birti í gær grein um Waldheim, sem bendir til þess að sovésk yfirvöld vi(ji ekki leng- ur halda uppi vörnum fyrir Wald- heim. Rosenbaum sagði á sunnudag að sovésk stjómvöld hefðu vitað að Waldheim hefði starfað undir stjóm Alexanders Loehrs, hershöfðingja nasista, sem var hengdur fyrir stríðsglæpi árið 1947. Sovétmenn hefðu haldið þessum upplýsingum leyndum til að þær gætu orðið þeim að gagni. „I stað þess að afhjúpa Waldheim notuðu Sovétmenn upplýsingamar til að ná samkomulagi við Waldheim um að fjölga sovétmönnum í starfs- liði aðalritara Sameinuðu þjóð- anna,“ sagði Rosenbaum. „Þar til fyrir nokkrum árum, þegar banda- rískum lögum var breytt, voru Sam- einuðu þjóðimar helsta njósnastöð Sovétmanna í Bandaríkjunum." Rosenbaum sagði ennfremur að Waldheim hefði orðið aðalritari Sameinuðu þjóðanna vegna stuðn- ings Sovétmanna, sem hefðu hafn- að öllum öðrum frambjóðendum og beitt neitunarvaldi gegn þeim. Pravda birti í gær grein þar sem greint er frá kröfum um að Wald- heim segi af sér, en ólíkt fyrri umfjöllunum sovéskra fjölmiðla er ekkert ritað Waldheim til vamar. Að sögn fréttaskýranda virðist sem sovésk stjómvöld séu komin á þá skoðun að Waldheim verði að segja af sér og þau vilji því hætta stuðn- ingi við hann. OECD: Hagvöxtur meiri en áð- urvartalið Verðhrunið í október hafði lítil áhrif á efnahagslífið Parfs. Reuter. FULLTRÚAR helstu iðnríkjanna eru sammála um, að svartsýnin á viðgang efnahagslifsins í heim- inum i kjölfar verðhrunsins i október hafi ekki verið á rökum reist. Telja þeir þess vegna nauð- synlegt að endurskoða hagvaxt- arspár og hækka flestar tölur. Hagfræðingar OECD, Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofnun- arinnar, hafa ákveðið að hækka áætlaðan hagvöxt í Vestur-Þýska- landi úr 1,5% í 1,75% og sagði Bemhard Molitor, formaður vest- ur-þýskrar sendinefndar á ráð- stefnu, sem nú er haldin á vegum OECD, að „ástandið er miklu betra en flestir höfðu talið". Til ráðstefnunnar eða fundarins var boðað að kröfu lítilla aðildar- þjóða OECD, sem óttuðust áhrif verðhrunsins á efnahagslífið, og vom menn sammála um, að ástæða væri til að hækka hagvaxtarspár í flestum löndum. Helmut Schlesing- er, aðstoðarseðlabankastjóri í Vest- ur-Þýskalandi, sagði, að „það er nú ljóst, að menn vom allt of svart- sýnir í október. Verðhmnið hefur haft mjög lítil áhrif á hagvöxtinn". Ml Engar uppistöður Frábaer lausn Falleg og sterk hillujárn sem bera ótrúlegan þunga. Hillur búnar til úr SPUR MF hillujárnum eru níðsterkar og þola ótrúlegan þunga. Eins meters löng hilla þolir allt að 75 kg. Pær eru frábær lausn ef þig vantar hillu undir t.d. sjónvarp, myndbandstæki, hljómflutningstæki, yfir ofna, undir spegla, í eldhús, undir blóm í garðstofunni, fyrir ljósakappa, í barnaherbergi, í verslun- ina eða í skrifstofuna svo eitthvað sé nefnt. SPUR MF hillujárnin eru fyrir 16 mm þykkt hilluefni og allt að 40 cm á breidd. Hillujárnin eru í lengdunum 60 cm, 80 cm, 100 cm, og 200 cm, hvít, brún eða silfurlit- uð pökkuð í plast með skrúfum og töppum og er auðvelt að setja upp. ' . Hillurnar er gott að þrífa því þær falla alveg að veggnum og því kjörnar í eldhús og baðherbergi. Einnig er til í einum pakka hillujárn og glerhilla, sem er kjörið í baðherbergi. Þú þarft ekki að leggja heilu veggina undir hillusamstæður. Hillujárnin frá SPUR leysa vandann. Fást í flestum byggingarvöruverslunum. Umboðsaðilar: Hagvís s. 41068
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.