Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1 MARZ 1988 \T/ ERLENT Frakkland: Við útfðr Stalíns. Til vinstri eru þeir Molotov, Voroshilov, Bería og Malenkov en hœgra megin Bulganín, Khrústsjov, Kaganovitsj og Mikojan. Mitterrand á mótí end- urnvjun kjamavopna Paris, Reuter. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti sagði I blaðaviðtali sem birtist í gser að Atlantshafs- bandalaginu bæri að leggja höf- uðáherslu á að ná fram samningi við Sovétstjórnina um jöfnuð á sviði hins hefðbundna herafla. í viðtalinu ítrekaði Mitterrand andstöðu sína við áætlanir um endurnýjun skammdrægra kjarnorkuvopna i Vestur-Evr- ópu. Mitterrand sagði í viðtali við tímaritið U.S. News and World Report að yfirburðir Sovétmanna á sviði hins hefðbundna herafla væru alvarlegasta ógnunin við öryggi ríkja Vestur-Evrópu. Því væri biýnt að ná samningum um niðurskurð og jöfnuð á þessu sviði. Mitterrand Mannfjöldinn sem beið eftir kraftaverkinu í Montesilvano. Reuter Faðir Vincenzo Diodati og „sjá- andinn“ María Fiorota. Ítalía: Þúsundir bíða eftir að teikn birtist á himni Montesilvano, Reuter. YFIR 20.000 manns á Ítalíu söfn- uðust saman á sunnudag til að bíða eftir að Maria mey birti þeim yfirnáttúrulegt teikn á himni. „Sjáandi" frá bænum Montesilvano hafði boðað að kraftaverk myndi gerast þennan dag. „Sjáandinn" María Fiorita, sem heldur því fram að hún hafí séð heilaga guðsmóður í hverri viku frá því í júní á síðasta ári, sagði að María mey myndi láta yfímáttúru- leg fyrirbæri birtast á himni 28. febrúar. Helsti stuðningsmaður Maríu er faðir Vincenzo Diodati, fyrrum knattspymumaður, sem gerðist prestur. Segir hann að Kristur hafí birst sér og talað um undur á himni þennan dag. Á fostudag bað erkibiskupinn í Pescara, Antonio Ianucci, rétttrú- aða að vera heima og tilbiðja heil- aga Maríu þar eða í kirkjum. Bann- aði hann föður Diodati að messa á staðnum þar sem teiknin áttu að gerast. Allt kom fyrir ekki, bæði „sjáandinn" og fylgismaður hennar ásamt þúsundum annarra komu til staðarins og biðu kraftaverksins. Þegar klukkustund var liðin fram yfír þann tíma sem María Fiorita hafði tiltekið fór fólk að tínast burt. Margir sögðust hafa séð sólina skipta litum, en „sjáandinn" María Fiorita segir það ekki vera undrið sem beðið hafí verið heldur aðeins skynvillu vegna þess að of lengi hafí verið horft í sólina. kvaðst ekki geta tekið undir það sjónarmið að leggja bæri áherslu á endumýjun skammdrægra kjam- orkuvopna, sem draga allt að 500 kílómetra. Bretar og Bandaríkja- menn telja nauðsynlegt að end- umýja þennan hluta kjamorkuher- aflans og var það raunar ákveðið á ráðherrafundi Atlantshafsbanda- lagsins árið 1983. Mitterrand kvaðst líta svo á að það væri bæði „mótsagnarkennt" og „óviðeigandi“ að endumýja þessi vopn í ljósi þess að afvopnunarvið- ræður risaveldanna væru teknar að skila árangri. Þetta er í annað skipt- ið sem forsetinn leggst opinberlega gegn endumýjun þessara vopna, sem eru staðsett í Vestur-Þýska- landi. í viðtali við franska dag- blaðið Ouest-France sagði Mitterr- and að menn yrðu að skilja og virða áhyggjur Þjóðveija vegna skamm- drægra kjamorkuvopna þar sem ljóst væri að þeim yrði beitt á þýsku landsvæði brytust út átök milli aust- urs og vesturs. Forsetinn sagðist vera því hlynntur að risaveldin semdu um fækkun langdrægra kjamorku- vopna en samningaviðræður um þennan hluta kjamorkuheraflans standa nú yfír í Genf og eru bundn- ar vonir við að þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov undirriti samning í þessa vem á fundi í Moskvu í maí á þessu ári. Mitterrand kvaðst hins vegar telja að ekki væri síður mikil- vægt að samið yrði um jöfnuð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu. „Samningaviðræður þessar þurfa ekki að vera tengdar. Mestu skiptir að þær beri árangur," sagði Mitterand. Francois Mitterrand situr leið- togafund aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins, sem hefst í Briissel í dag, þriðjudag, og verður þetta í fyrsta skipti í rúm 20 ár sem Frakk- ar taka þátt í slíkum fundarhöldum. í viðtalinu við Ouest-France kvaðst forsetinn telja að Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðveijar hefðu orðið ásáttir um að taka ekki endumýjun skammdrægra kjamorkuvopna til umræðu á leiðtogafundinum. Leifar rómverska hringleikahússins, sem fomleifafræðingar fundu við Guild Hall (til hægri) í fjármálahverfinu City í Lundúnum. Bretland: Hríngleikahús und- ir fjármálahverfi St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FORNLEIFAFRÆÐINGAR, sem að undanfömu hafa grafið undir Guild Hall í City, fjármálahverfi Lundúna, komu nýlega niður á hringleikahús frá tímum Róm- veija á Englandi. Það er síðasta meiriháttar mannvirki þeirra í Lundúnum, sem ekki var vitað um, hvar valinn hefði verið stað- Guild Hall er hátíðarsalur í City og notaður við hátíðlegar athafnir, sem bæjarstjóm fjármálahverfisins stendur fyrir. Fimmtán fomleifa- fræðingar hafa grafíð undir Guild Hall í átta mánuði til að skoða leif- ar af kapellu frá 15. öld. Á fímmtu- dag voru þeir að ijarlægja jarðveg af stað, sem þeir höfðu ekki áður komist að. Þá komu í ljós tveir eins metra þykkir veggir, sem taldir em hafa verið við innganginn í hringleika- húsið. Þeim svipar mjög til annarra veggja, sem fundist hafa í Bret- landi frá þessum tíma, og við þá báða eru smáhýsi, sem álitið er, að hafi verið helgistaðir. Talið er, að veggimir hafí verið hluti af spor- öskjulaga byggingu, 100 metrar á lengdina og 80 metrar á breidd, sem byggð hefur verið á tímabilinu 70-140 eftir Krist. Peningar, sem hafa fundist á þessum stað, eiga eflaust eftir að auðvelda nánari tímasetningu. Fomleifafræðingamir telja þetta merkilegasta fomleifafund á Bret- landseyjum, frá því að seinni heims- styijöldinni lauk. Þetta sé síðasti meginþátturinn, sem vantaði í mjmdina af lífí Rómveija í Lund- únaborg. Guild Hall er notuð til að taka á móti tignarmönnum. Hún stendur við norðanvert hringleikahúsið ná- kvæmlega á þeim stað, þar sem virðingarmenn Rómveija sátu og skemmtu sér við dýraat af ýmsu tagi, skylmingar þræla og annað, sem þeir töldu sér hæfa. Moskva: Játaði ekkert en bað knékrjúpandi um vægð - segir í frásögn af síðustu dögum Bería, Skrímslisins í Kreml Moskvu. Reuter. LAVRENTÍJ Beria, lögreglu- stjóri Stalíns, fór í hungurverk- fall áður en hann var dreginn fyrir rétt árið 1953 og baðst knékijúpandi vægðar þegar hann var skotinn. Er þetta haft eftir vitnum en frásagnir þeirra voru birtar í sovésku blaði nú um helgina. Ekki hefur áður verið skýrt jafn ítarlega frá dauða Bería eða Skrímslisins í Kreml eins og hann var kallaður en fram kemur, að hann hafí, ólíkt því, sem var með mörg fómarlömb Stalíns, alltaf neitað sakargiftunum. Viðurkenndi ekkert „Hann viðurkenndi ekkert og fór í hungurverkfall, sem stóð í 11 daga. Við urðum að leggja töluvert á okkur til að tryggja, að þijóturinn lifði nógu lengi til að koma fyrir rétt," segir fyrrverandi hershöfð- ingi. Sagan um dauða Bería birtist í vikuritinu Nedelja, fylgiriti Ízvestíu, og kemur þar fram í fyrsta sinn, að Pavel Batitskíj marskálkur og síðar yfírmaður loftvamanna hafí framfylgt dauðadómnum. „Maður- inn minn minntist þess oft hvemig Bería féll á kné fyrir honum og grátbað hann um vægð,“ er haft eftir ekkju Batitskíjs. Hugðist ná völdunum Bería, sem varð lögreglustjóri árið 1938 eftir blóðugar hreinsanir í heimaríki sínu, Georgíu, reyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.