Morgunblaðið - 01.03.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 01.03.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 33 Japan: Hvatt til þess að her- aflinn verði aukinn Tókió, Reuter. í nýrri skýrslu japanska vamar- málaráðuneytisins er hvatt til þess að herafli landsins verði aukinn og efldur til að Japanir geti varist hugsanlegum ógnun- um af hendi Sovétmanna. Dag- blaðið Yomiuri Shimbun skýrði frá þessu í gær og sagði i frétt blaðsins að höfundar skýrslunn- ar legðu álierslu á að Japanir gætu á fyrstu stigum átaka var- ist árás Sovétmanna á eyjuna Hokkaido án hjálpar Bandaríkja- manna. í skýrslunni segir að Sovétmenn myndu að líkindum ráðast á Hokka- ido eftir að átök hefðu brotist út á milli risaveldanna í Evrópu eða í Mið-Austurlöndum. Af þessum sök- um yrði ef til vill ekki unnt að senda bandarískan herafla snimhendis til Japans á fyrstu stigum vopnaðra átaka. Því væri mikilvægt að Japan- ir réðu jrfír fullkomnum vopnabún- aði til að veija strendur eyjarinnar. Að sögn blaðsins hefur fram til þessa verið gert ráð fyrir að land- her Japana gefí eftir norðurhluta eyjunnar og veijist í nágrenni borg- arinnar Sapporo. I áætlunum japanska vamar- málaráðuneytisins er gert ráð fyrir að fram til ársins 1990 verði lögð megináhersla á að styrkja flugher og flota landsins á kostnað land- hersins, sem telur um 160.000 menn. Arið 1986 ákváðu stjómvöld að afnema reglu sem takmarkaði útgjöld til vamarmála við eitt pró- sent af vergri þjóðarframleiðslu landsmanna. Á næsta fjárlagaári, sem hefst í apríl, er áætlað að veija rúmum eitt þúsund milljörðum íslenskra króna til vamarmála og svarar það til 1,013 prósents af vergri þjóðarframleiðslu. Flugslys í Síberíu: Fjöldi lát- innaekki tilgreindur Moskvu. Reuter. ÓTILGREINDUR fjöldi manna beið bana þegar sovézk far- þegaþota brotlenti á flugvellin- um í Surgut í Síberíu síðastliðinn laugardag, að sögn TASS-frétta- stofunnar. Að sögn TASS vom 45 farþegar og sex manna áhöfn með þotunni, sem var af gerðinni TU-134, er hún brotlenti í Surgut. Var flugvélin að ljúka áætlunarflugi frá borginni Minsk í Hvíta Rússlandi. Brotnaði hún í marga parta og kom eldur upp í brakinu. Castro ekki andvígnr eftirlití með fangelsum Havana. Reuter. FIDEL Castro, forseti Kúbu, sagði í viðtali við ba'ndaríska sjónvarpsstöð að hann væri í sjálfu sér ekki andvígur því að fulltrúar Alþjóða Rauða krossins fengju að skoða sig um i fangels- um á Kúbu. Hann sagði að það yrði þó aldrei leyft vegna utanað- komandi þrýstings. Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins hafa aldrei fengið að kynna sér aðbúnað og meðferð fanga í tugt- húsum á Kúbu. „Við höfum ekkert að fela,“ sagði Castro er hann lýsti sig tilbúinn til að leyfa kynnisferðir af þessu tagi. Pulltrúar Banda- ríkjanna lögðu í síðustu viku fram ályktunartillögu á árlegri mannrétt- indaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfír í Genf, þar sem Kúbumenn em fordæmdir fyrir kerfísbundin mannréttindabrot og hvattir til að leyfa eftirlitsferðir í fangelsi sín. Ályktunartillagan kemur til atkvæða í þessari viku. Castro sagði að allt tal um pynting- ar á Kúbu væri „móðgun við lands- menn“. Sakaði hann fámennagagn- byltingarklíku um að hafa stundað rógburð og lygar í samstarfi við bandaríska aðila. Lavrentíj Bería eða Skrímslið í Kreml að ná undir sig völdunum eftir lát Stalíns en var þess í stað hand- tekinn á fundi helstu valdamann- anna í Kreml í júlí 1953. í frásögn- unum í Nedelja, sem blaðamaðurinn Nikolaj Zhúsenín tók saman, er upplýst, að réttarhöldin yfir Bería og sex nánum aðstoðarrnönnum hans hafi farið fram dagana 18.-23. desember sama ár og hafi þeir allir verið skotnir strax eftir dómsupp- kvaðningu. Herflokknum smyglað inn í Kreml Af öðru, sem fram kemur, má nefna: - Eftir dauða Stalíns reyndi Bería að fá þá Nikita Khrústsjov og Nik- olaj Bulganín í lið með sér við að bola burt Georgíj Malenkov, sem Stalín vildi, að yrði forsætisráð- herra. - Herflokknum, sem handtók Bería, varð að smygla inn í Kreml í bílum Bulganíns og Georgíjs Zhúkovs, sem þá var fyrsti aðstoð- arvamarmálaráðherra. Var það vegna þess, að Kremlar var þá gætt af MVD-sveitum Bería. - Zhúkov, sem var helsti herforingi Sovétmanna í stríðinu en féll í ónáð hjá Stalín eftir 1945, skipulagði sjálfur handtökuna og hafði mikil afskipti af framhaldinu. - Eftir handtökuna var Bería hafð- ur í sérstöku herbergi í Kreml í nokkrar klukkustundir og síðan smyglað út til að vekja ekki grun- semdir bandamanna hans. í Nedelja vora einnig birt minn- ingabrot eftir konu, sem sagði frá því þegar ráðist var fyrirvaralaust á vinkonu hennar í miðborg Moskvu og hún flutt til Bería, og dóttir ívans Konjevs, sem var kunnur marskálk- ur í stríðinu, minnist þess þegar faðir hennar var að reyna að hugga mæður stúlkna, sem Bería hafði svívirt. iGlœsifiœ kl. Ip.jo ad Ðerdmœti loo.ooo Lipurtá — Fótaaðgerðastofa Þórhalla Ágústsdóttir Snyrti- og fótasérfræðingur Eiðistorgi 15, Seltjarnarnesi Sími 61-11-61 (Á sama stað og Snyrtistofa Sigríöar Guöjónsdóttur) Sérsmíða spangir á niðurgrónar neglur. Fjarlægi líkþorn og harða húð. Þynni neglur. Gef ráðleggingar um : Vörtur, fótasveppi, naglasveppi o.fl. 20% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. NYJAR FRABÆRAR VORUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.