Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 47

Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 47 fræðilega, á grundvelli eignarréttar á atvinnutækjum. Það er ekki hægt. Bros og hlátur eiga ekki heima í efnishyggjunni, og ekki kemur hlát- ur heim og saman við stéttabarátt- ur. Hláturinn kemur frá Guði, en hann kunni sér ekki læti, þegar hann hafði skapað heiminn." Sagan gerist á níu árum, fyrir og um það leyti sem Alexander Dubceck gerir tilraun til að koma á „sósíalisma með mannlega ásjónu", svo að virtist vora meira að segja á steinakri kommúnism- ans. Bókin er athyglisverð heimild um hugarfar tékkneskrar alþýðu á því merka tímabili. Hún kemur og heim við það, sem undirrituðum sagði mætur maður þegar á árinu 1965: „Jafnvel kommúnistar vita, að stefna þeirra hefur beðið endan- legt skipbrot. Þeir vildu fegnir hætta þessum skrípalátum en hafa ekki hugmynd um, hvernig þeir ættu að bera sig að án þess að viður- kenna, að þeir voru asnar." Þess vegna fór hið fræga vor í Prag svo geyst af stað, að Leonid Brezhnev sá sig tilneyddan að veija sósíalismann með bróðurlegri inn- rás Rauða hersins með málamynda þátttöku flestra ríkja Varsjárbanda- lagsins. Það er ekki oft, að maður fær að lesa jafnskemmtilegt heimildar- rit. Bók hefur auk þess sína þaul- hugsuðu atburðarás, sem leynir á sér, enda er ekki verið að segja frá Áskorun til formanns LH eftir Reyni Hjartarson Ég, undirritaður, vil hér með leyfa mér að skora á Leif Jóhannes- son, formann Landssambands hestamannafélaga, að gera íslenskri hestamennsku þann greiða að segja af sér formennsku Lands- sambandsins. Áskorun þessa vil ég skýra í fáum orðum. Þeir atburðir hafa gerst í samtökunum undanfarið ár, eða síðan hann tók við stjóm, að áhorfs- mál hlýtur að verða hvort samtökin verði til ef hann stýrir þeim öllu lengur. Hvert stórslysið af öðru hefur á dunið. Fyrsta óhapp hans var í einu fýrsta viðtali, sem við hann var haft eftir kjörið, er hann hóf upp raust fyrir máli er sama þing og kaus hann hafði fellt, en það var um tvo landsmótsstaði. Ætla skyldi maður að formanni bæri að fylgja niðurstöðum landsþings, ekki síst eftir traustsyfirlýsingu sem kjör til forsætis á að vera, en enn sannað- ist þar máltækið að sjaldan launar kálfur ofeldi. Næsta stórslys formannsins varð er hann í klaufaskap sínum sendi út hina frægu spumingalista til hestamannafélaganna á Norður- landi um val á landsmótsstað, enda hygg ég að það sé ógæfa formanns- ins að hann leitar ávallt að forsend- um fyrir ákvörðunum sínum, í stað þess að taka þær sjálfur og standa svo og falla með þeim, vegna þess að þegar forsendumar eru fengnar, réttar eða rangar, er orðið svo hnýtt að hálsi hans að auðvelt er öðrum er standa hjá, að hóta því að sparka undan honum stólnum, ef hann ekki er þægur þeirra vilja, og láta hann dingla. Og hverra er þá von til að skera hann niður? Ja, þar yrði ekki biðröð. Hygg ég að mörgum manninum yrði fróðleg lesning að sjá listana er sendir voru og svör félaganna. En einkennilegust af öllu er þó túlk- unin á svörunum, enda mun nú komið fram að stjómarmenn sumir harma útsendingu snepla þessara á liðnu vori, enda var það eitt hlut- verk þeirra að ýfa sár og skapa ill- indi milli norðlenskra félaga, og sú varð raunin, en það getur formaður- inn þó huggað sig við að þau sár, sem sköpuðust hér fyrir klaufaskap meirihluta stjómarinnar, munu fyrr gróa en sárindi þau er hestamenn hér bera til samtakanna undir þinni stjóm, því við Norðlendingar eigum ekki sökótt innbyrðis út af þessum staðarvalsmálum, þótt við deilum fast á stundum. Þú, sem formaður, ert valdurinn að hvemig komið er og það sýnist mér of stór byrði fyr- ir þig, þótt herðabreiður sért. Næsta slys þitt var að sinna ekki óskum um viðræður né virða þá viðlits, sem við þig vildu tala, enda segja okkur sagnir nú, að fátt sé orðið í þeim hópi, því eru þessar línur ritaðar nú að þú ættir að hafa góðan tíma til að hugsa þig um. Enn skal tíundað. Þú brást mörg- um á landsþinginu á Selfossi og þá á ég ekki við okkur Eyfírðinga, heldur alla þá er vildu frið og sætt- „Við erum alls ekki reiðir þér, Eyfirðingar, því okkur sagði lög- fróður Fáksmaður, að þú hefðir góðan vilja til ýmissa verka, en bærir kross samskiptalegs klaufaskapar á herð- um.“ ir innan samtakanna, og eins og segir í þjóðsögunni, „margir gerð- ust þar hestburðimir af klaufahætt- inum“. Ég ætla ekki að fara út í einstök efnisatriði undanfara alls þessa, svo sem „Varmahlíðarsamþykktar", það hafa aðrir gert og þú lýst yfir að undirskrift bindi engan ef árs- gömul yrði eða meir. Og enn gerast slys. Ekki verður skilið hér fyrir norðan hví hin fé- lagsmálalega skapanom hefir lostið þig svo fast, sem sjá má í gjörðum þínum, er þú leiddir alla að sama trogi, prestinn, bæjarstjórann og aðra þá er haldið hafa lífi í blaði samtakanna, og skarst þá. En illa hefur hnífurinn bitið úr því að kenn- arinn frá Skógum var settur á, eða skyldi hann ekki vera hinum jafn- sekur, það er að hafa skoðun á gjörðum stjómarinnar? Illa þekkir þú Albert í Skógum ef þú hyggur að svo sé, enda tók hann pokann sinn líka, eins og Sigurður Haukur orðaði það. Nú getur þú ekki, Leifur, rétt- lætt gerðir þínar með því að þeir sem ósammála em þér, séu félags- lega vanþroska, eins og þú sagðir um okkur Eyfirðinga í þeirri einu orðsendingu er frá þér kom norður yfir Oxnadalsheiði. Þessir menn em hafnir yfir slíka dóma af störfum sínum í þágu okkar hestamanna. Ég 'lýk nú þessum skrifum f þeirri góðu trú að þú íhugir þessa áskomn mína. Við emm alls ekki reiðir þér, Eyfirðingar, því okkur sagði lögfróður Fáksmaður, að þú hefðir góðan vilja til ýmissa verka, en bærir kross samskiptalegs klaufaskapar á herðum. Þú veist efalítið, Leifur, að nú hafa Dalvíkingar ákveðið á aðal- fundi að kveðja sambandið og vitað er um þijú önnur félög þar sem tillaga um úrsögn mun koma til aðalfunda þeirra, og em þá ekki talin eyfirsku félögin þijú, er áður höfðu ákveðið brottför sína. Ég hefi reynt hér að veitast ekki að persónu þinni, heldur eingöngu störfum þínum sem formanns landssamtakanna fyrrverandi, þvi ég er ekki jafn fjáður og Skáneyj- arfrúin. En hin sorglega staðreynd er að við söknum ekki samtakanna og samskiptanna við þig, heldur hefir allt þetta vafstur þjappað okkur eyfírskum hestamönnum saman sem ég hygg að leiði okkur til góðra verka undir góðum stjómendum. Höfundur er bóndi, prentari og hestamaður. hlutunum samvizkusamlega í réttri tímaröð. Böhmerland er ekki spennusaga, en samt er lykillinn að henni falinn nær sögulokum. Lesarinn er ekki fyrr búinn með bókina en hann sökkvir sér í lestur- inn aftur í leit að ábendingum, sem honum hafa yfírsézt, meðan hann grunlaust naut frásagnargleði höf- undarins. Benda má á, að Morgunblaðið hefur á undanförnum árum birt tvær greinar eftir höfund þessarar smellnu bókar. Höfundur er prestur og býr í Hrísey. KAUPUM ALLA £AiMkflái 11111 Tökum á móti brotajárni, samkvæmt samkomulagi, í endurvinnslu okkar að Klettagörðum 9 við Sundahöfn. SINDRA^STÁLHF BORGARnjNI 31. SlMI 272 22 (10 LlNUR) Með 100 krðna VlSfl framlagi á mánuði gerir þú Krabbameinsfélaginu kleift að vinna ttflugt rannsðknarstarf og veita sjúklingum míkilvægan stuðning Kæru korthafar VISA. Krabba- meinsfélag íslands leitar til ykkar um styrk. Vinsamlegast kynnið ykkur bæklinginn sem barst með VISA sendingu nú um mánaðamótin. Framlag til baráttunnar gegn krabbameini er í raun framlag til okkar sjálfra, þvíþriðji hver íslend- ingur fær krabbamein einhvern- tíma á lífsleiðinni! Við væntum þess að margir bregðist vel við erindi okkar og fylli út VISA svarseðilinn eða hringi í síma 91-62 11 00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.