Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Minning’: Hermann Bærings son, yfirvélsijóri Fæddur 2. desember 1908 Dáinn 22. febrúar 1988 Nú hefur hann Hermann mágur minn kvatt okkur um sinn. Hann er farinn í sína síðustu ferð, þá ferð, sem við eigum öll fyrir hönd- um. Oft var hann búinn að leggja frá landi og viðkomustaðimir voru margir, stundum siglt á hættuslóð- um þá reyndi á þrek hans og kjark, en heim var komið um síðir til konu og bama sem vora honum allt. Hermann var fæddur í Keflavík á Rauðasandi þriðji í röð 9 bama, hjónanna Jóhönnu Ólafsdóttur og Bærings Bjamasonar, er þar bjuggu í sambýli við bróðir Bær- ings. Þar ólst Hermann upp til 8 ára aldurs en J)á flutti fjölskyldan að Tungu í Örlygshöfn og síðan þaðan .til PatreksQarðar. í Keflavík var lífsbaráttan hörð, sonum Hermanns er fóra með hann í ferð á æskuslóðir hans fyrir nokkr- um áram, fannst óskiljanlegt hvem- ig tvær stórar íjölskyldur gátu kom- ist af á þessum stað þar sem him- 'inn og haf mætast og undirlendi er lítið. Þar var sjórinn lífsbjörgin og svo bjargið, fuglinn og eggin. Ur svona umhverfi kemur kjama- fólk, það sönnuðu Hermann og bræður hans. Þeir vora sterkbyggð- ir og þéttir á velli. Hermanni vora þessar æskustöðvar kærar. Hann hafði gaman af að segja frá ýmsum uppátækjum þeirra bræðra og einn- ig af sérstæðu fólki þar vestra. Hermann stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri. Síðan lá leið hans til Reykjavíkur. Þar hóf hann nám í jámsmíði, fór síðan í Vélskóla ís- lands og lauk þaðan námi árið 1933. Þá gerðist hann einn af stofnendum Ofnasmiðjunnar í Reykjavík og dvaldi erlendis til að kynna sér hlið- stæða starfsemi. Vann sfðan við uppbyggingu hennar. En ævistarfið var unnið á sjón- um. Hann réðst til Eimskipafélags íslands árið 1937 og starfaði sem vélstjóri á skipum þess um 40 ár, lengi sem yfírvélstjóri. Hann bar hag fyrirtækisins mjög fyrir bijósti, enda naut hann trausts yfirmanna sinna. Þegar Hermann hætti á sjónum var hann frá vinnu um hríð vegna veikinda, en komst til allgóðrar heilsu á ný, og vann þá á vetuma sem eftirlitsmaður í vélasal Vél- skóla íslands. Starfsaga Hermanns var löng, og er ég ekki fær um að rekja hana nánar, þessar línur era fyrst og fremst skrifaðar sem þakklætis- vottur fyrir alla þá gestrisni og hjálpsemi sem hann auðsýndi mér og skyldfólki mínu. Þann 10. sept. 1938 giftist Her- mann Rögnu systur minni, hún var dóttir Eiríks Jónssonar bónda í Vorsabæ á Skeiðum og konu hans Kristrúnar Þorsteinsdóttur. Þau eignuðust þijá syni, þá Sigurstein Sævar vélstjóra, kona hans er Anna - Þórarinsdóttir. Jóhann Braga stýri- mann nú verkstjóra í Straumsvík, sambýliskona hans er Guðrún Inga- dóttir. Yngstur er Eiríkur Rúnar vélstjóri, kona hans er Coollen Her- mannsson. Þau Ragna og Herraann bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af í Barmahlíð 51. Þar áttu þau fallegt heimili sem þau vora samhent um að prýða. Einnig áttu þau yndisreit við Þingvallavatn, sumarhúsið er heitir Lynghagi. Þar átti fjölskyldan margar glaðar stundir og dvöldu þau hjónin þar á sumrin eftir að Hermann hætti á lyónum, yann hann þá oft við að smfða og lagfæra ýmislegt því hann var smiður góðurog starfshugurinn alltaf jafn mikill. Þau ferðuðust mikið, áttu margar góðar stundir á sólarströndum. Síðasta ferð þeirra var til Bandaríkjanna síðastliðið -sumar, er þau fóra í heimsókn til sonar síns og tengdadóttur. Þegar leið á haustið fóra veikindi Hermanns að ágerast. Ragna hjúkr- aði honum af nærfæmi og um- hyggju fram á síðustu stund. Fyrst heima, síðan erfiðar vikur á sjúkra- húsi. Fjölskyldan öll sýndi þá með umhyggju sinni hve mikils virði hann var þeim. Það verður tómlegt að koma í Barmahlíðina þegar Hermann kem- ur ekki til dyra glaður og reifur að fagna gestum. Hermann var jafnan glaðvær, hafði frá mörgu að segja og er mér minnisstætt hve faðir minn og hann áttu góðar stundir saman. Heimili þeirra stóð okkur ættingjunum að austan jafnan opið, það var mér sem annað heimili, og á ég þeim hjónum mikið að þakka. Þá kom sér vel þegar hann kom austur að Vorsabæ til að „bjarga búskapnum", eins og ég sagði stundum, með því að gera við hey- vinnuvél eða lagfæra eitthvað, því allt lék f höndum hans. Ógleymanlegt er vorið 1960, þá átti ég því láni að fagna að fara með Rögnu til Danmerkur, en Her- mann var þar á vegum Eimskips að fylgjast með smíði véla í ms. Brúarfoss. Meðan við Ragna áttum rólega daga í Kaupmannahöfn, stóð Her- mann í strönguí skipasmíðastöðinni og kom oft þreyttur heim að kveldi, því hann vildi að allt væri eins vand- að og mögulegt var í sambandi við skipið. Þannig var Hermann sam- viskusamur og taustur. Slíkra manna er gott að minnast. Hermann sigldi öll stríðsárin oft í myrkvuðum skipalestum. Þá fréttu sjómannskonumar ekki af mönnum sínum vikum saman, það mátti Ragna reyna með sonum þeirra, þá ungum. Erfíðust var raunin þegar ms. Goðafoss var skotinn niður undan Reykjanesi í nóvember 1944. Hermann var einn þeirra er björg- uðust úr þeim hildarleik. Þann at- burð talaði hann aldrei um. Nú era þau hjónin aðskilin um sinn, en seinna hittast þau á strönd- inni björtu. Við, skyldfólk Rögnu, þökkum honum alla samfylgdina. Við send- um henni, sonum þeirra, tengda- dætram, bamabömum, systkinum hans, og skylduliði öllu innilegar samúðarkveðjur. ,u „Guð er eilíf ást, engu hjarta er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið guð, sem gaf, Þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, alit er Ijós og líf.“ (Stefán frá Hvítadal). Helga Eiríksdóttir Okkur setti hljóð nokkra stund er við fréttum að afí okkar Her- mann Bæringsson ' væri látinn. Hann hafði átt við erfíðan sjúkdóm að etja síðustu mánuði. Margar góðar minningar leita fram í hug- ann ef hugsað er til þeirra ára sem við fengum að njóta með afa. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar og gat fengið fólk til þess að hlæja að hinum ótrúlegustu hlutum. Kyn- slóðabil var ekki til í hans augum, þess vegna hændust við krakkarnir svona að honum. Það var sama hvort þar átti í hlut bam eða fullorð- inn, aldrei var glettnin langt undan. Hver minnist ekki sagnanna sem afí sagði okkur í Barmahlíðinni. Þar barðist hann við ljón og tígrisdýr hatrammri baráttu og bjó í kofum með villimönnum. Versta við þetta allt saman var, hvað við vorkennd- um ömmu alltaf, því afí var giftur svartri konu í Afríku sem var eins og tunna í laginu og með henni átti hann tíu böm. Þessu trúðum við statt og stöðugt, og það var ekki fyrr en mörgum áram seinna að við sáum að þetta voru ævin- týri. Afí gat fengið okkur til að lifa atburði með sér, þannig að þeir urðu að þjóðsögum sem halda áfram áð vera til með okkar bömum. Alltaf vora allir velkomnir í Barmahlíðina til afa og ömmu. Inn á þeirra fallega heimili höfum við krakkamir ófá skipti komið, og flest okkar jafnvel búið þar í lengri eða skemmri tíma. Þangað kom maður með vinina í heimsókn og öllum fannst jafn gaman að koma til þeirra. Þar réði hlýjan og gestrisnin ríkjum og þangað gat maður alltaf leitað ef eitthvað bjátaði á. Amma og afí áttu sér líka annað heimili, en það var sumarbústaðurinn Lyng- hagi á Þingvöllum. Þar dvöldu þau öll sumur í fallegu og kyrrlátu umhverfi, þaðan er margs að minn- ast þegar allur krakkaskarinn var saman kominn með afa í broddi fylkingar. Var hann í ófá skipti stjómandi að ýmsum uppátækjum og kom þá bamið í honum greini- lega í ljós. Afí var ekki tilætlunarsamur maður. Hann vildi alltaf að öllum liði sem best, og lagði oft mikið á sig til þess að af því yrði. Hann miðlaði málum ef eitthvað kom upp á, og rifrildi var það leiðinlegasta sem hann vissi. Aldrei sá maður afa skipta skapi eða reiðast, hann var alltaf sá sem reyndi að komast hjá deilum. Margs er að minnast og væri til efni í heila bók, um þá atburði sem hann hefur upplifað. Æviágrip hans verður ekki tíunduð hér, þetta er aðeins lítil kveðja til hans, sem okkur þykir svo vænt um. En það sem eftir lifír býr innra með okkur, og það sem nær ból- festu þar deyr ekki þó afi sé horf- inn á braut. Djúpt skarð er nú hogg- ið, sem aldrei verður alveg fyllt aftur, en tíminn læknar öll sár. Minningin lifir um besta afa sem hægt er að hugsa sér, er gegndi sínu ævistarfí vel, komst vel frá öllum hlutum og allir elskuðu. Þótt afí hefði lent í ýmsum raunum komst hann alltaf klakklaust út úr þeim með bjartsýni og þessari óbil- andi trú á lífið. Ævi hans var bæði góð og viðburðarrík, og eram við stolt að hafa fengið að lifa með honum part af henni og njóta þess sem hann gaf okkur. Elsku amma, guð styrki þig í sorg þinni, við vitum af afa í öragg- um höndum því nú líður honum vel. Barnabörnin. Framtíð Ferð þín er hafin. fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjonhnngar nýir sindra þér fyrir augum. En alnýjum degi fær þú aldrei kynnst. í lind reynslunnar fellur Ijós hverrar stundar og birtist þar slungið blikandi speglun alls þess er áður var. (Hannes Pétursson) Hermann Bæringsson, okkar trausti skólabróðir, er nú horfinn af okkar sjónarsviði. Hann var til moldar borinn 29. þ.m. Hann var jafn traustur í einu Sem öðru. í félagslífi okkar var hann trúr öllu sem honum var falið og hann tók að sér og í störfum öllum var hann ekki síður. Þar stóð allt heima, sem gera þurfti og ekki vantaði hæfí- leika, vandvirkni og hagsýni til allra verka og framkvæmda. Hermann var einstakt ljúfmenni í öllu sínu viðmóti, hógvær og elskaði frið við allt og alla. Aldrei stökk. honum blótsyrði af vöram þótt á móti blési. Hann og frændur hans margir not- uðu þá önnur mildari ákvæðisorð þótt skapfestan væri ekki minni fyrir því. Hermann var Iíka harður starfsmaður þegar því var að skipta. Ofanþilja varð vélstjóri oft að vinna á siglingu skipanna, t.d. við lagfæringu á vindum. Það þurfti helst að gerast áður en komið var til hafnar svo ekki tefðist meir en nauðsynlegt væri við fermingu og affermingu skipsins. Það hefur ver- ið haft á orði að Hermann hafí þá stundum verið „algallaður" þ.e. í öllum sjóklæðum í ágjöf og vonsku veðri við lagfæringar á vindum skipsins og lokið því svo vel að ekki varð á betra kosið. Hermann var fæddur 2. desem- ber 1908 í Keflavík í Rauðasands- hreppi í Barðastrandarsýslu. Faðir hans, Bæring Bjamason, fæddur á Hvallátram, var bóndi og sjómaður. Móðir Hermanns var Jóhanna Guð- björg Ámadóttir frá Keflavík í Rauðasandshreppi. Hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Rögnu Eiríksdóttur, 10. september 1938. Ragna er dóttir Eiríks Jónssonar, bónda og oddvita í Skeiðahreppi og Kristínar Þorsteinsdóttur. Þau Ragna og Hermann eignuðust þijá syni, sem allir hafa stofnað sín eig- in heimili. Þeir era: Sigursteinn Sævar, vélstjóri, Jóhann Bragi, stýrimaður (nú verkstjóri í Straumsvík) og Eiríkur Rúnar, vél- stjóri. Bamabörnin era 9. Eftir nám í smiðju og Iðnskólan- um í Reykjavík 1931 hóf Hermann nám við Vélskóla íslands og lauk þaðan prófi 1933. Síðan var hann kyndari og vélstjóri á togurum til 1936. Hann vann við'uppbyggingu Ofnasmiðjunnar hf. í Reykjavík, var einn af stofnendum þess fyrirtækis og síðar verkstjóri þar. 1937 gerð- ist hann undirvélstjóri hjá Eim- skipafélagi íslands og síðar yfírvél- stjóri þar. Hann „sigldi" meðal ann- ars öll stríðsárin og lenti þá í ýms- um háska sem eðlilegt var á þeim tíma, en sú vá verður ekki rakin hér. Hann hafði eftirlit með smfði ms. Brúarfoss (n) og var yfírvél- stjóri á honum þar til að því kom að Hermann veiktist snögglega við störf sín úti á sjó 1969 og lét þá af þeim störfum. Er hann hresstist á ný réðst hann sem tækjavörður við Vélskóla íslands, þar sem kenn- arar nutu hans fyrirgreiðslu. Hann vann í skólanum ekki síður trútt með hæfíleikum sínum en á öðram stöðum. Þar endumýjaði hann tæki og vélar og leiðbeindi um notkun þeirra. Þar fór ekkert forgörðum. Þeir sem heimsótt hafa þau hjónin Rögnu og Hermann í sumarbústað þeirra við Þingvallavatn (austan- vert) hafa ekki komist hjá því að sjá hið prýðilega handbragð á öllu þar, sem lýsir Hermanni og Rögnu vel. Þar eins og annars staðar ger- ir hagsýni og smekkur þeirra hjóna vel vart við sig. Hermann var félagi í Oddfellow- reglunni og hafði haft orð á því við konu sína að þegar hann væri hætt- ur sjómennsku og farinn að starfa í landi, gæti hann farið að sækja fundi þar með félögum sínum og þau hjónin glaðst þar með þeim sameiginlega þegar við ætti. Það fór svo að sjúkleiki fór aftur að gera vart við sig svo að Hermann gat ekki notið fundarsetu þegar til kom þótt hann bæri það ekki utan á sér. Hermann hafði ávallt mikinn áhuga fyrir því að við skólabræð- umir hittumst með konum okkar reglulega. Fyrst lengi vel var það gert á 5 ára fresti, síðar á 2 ára fresti. Síðan talaði Hermann fyrir því að við hittumst árlega á meðan einhveijir tveir væra enn lifandi og rólfærir. Því var vel tekið. Við eram nú aðeins 8 eftirlifandi af þeim 22 sem vorið 1933 luku prófí frá Vél- skóla Islands og það er eins og skörðin verði ávallt stærri þegar einhver fellur frá af þeim, sem eft- ir era. Við skólabræðumir kveðjum Hermann með söknuði og minn- umst þeirra gleðistunda sem við höfum átt saman, líka með konum okkar. Minningin um hann skapar með okkur virðingu fyrir sönnu og drengilegu lífemi. Rögnu, eftirlif- andi eiginkonu hans, bömum og bamabömum, sendum við bestu samúðarkveðjur. Skólabræður Martin Chr. Fred- eriksen- Minning Hann afi pkkar er dáinn. Þá rifj- ast mikið upp fyrir manni. Margar vora stundimar sem við áttum með honum. Hann afí var vélstjóri til sjós og lengst af á ms. Helgafelli, frá því við munum og þar til hann lét af störfum fyrir tæpum 10 áram. Nú síðustu árin hefur afí verið veik- ur og hefur hann þurfti að fara nokkuð margar ferðir upp á Landa- kotsspítala. En afí kom alltaf heim aftur og var hann ánægður að koma heim til ömmu og Maju frænku. Þær hjúkraðu honum allan sólar- hringinn því að afí þurfti mikla ummönnun. En Maja frænka kvart- aði aldrei, hún gerði allt fyrir pabba sinn sem hún gat, ekkert var of gott fyrir hann. Afí var 77 ára þegar hann dó. Hann var sonur Aage Martin C. Frederiksen vélstjóra og Margrétar Halldórsdóttur Frederiksen og var afí elstur sjö systkina en fjögur era enn á lífi. Nú þegar elsku afi er ekki lengur meðal okkar, viljum við þakka hon- um fyrir allt gamalt og gott og biðj- um góðan guð að geyma hann. Elsku amma og Maja, guð blessi ykkur. Fari hann í guðs friði. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn er ég græt ■ því drottinn telur tárin mín ég trúi og huggast læt. (Kl) Martin og Hcrmann Haukssynir í dág er til moldar borinn elsku- legi faðir okkar. Viljum við minnast hans hér fyrir allt það góða sem hann gerði og gaf okkur og þökkum guði fyrir þá góðu sturidir sem við áttum með honum. Megi guð varð- veita hann og geyma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guðí sé lof fýrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hvíli elsku pabbi í friði. Börnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.