Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 49

Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 49 Do . op Utvegsbanki Islandshf Tékkareikningur. BETRI TÉKKAREIKNINGUR í NÝJUM BÚNINGI! Tékkareikningur Útvegsbankans hefur tekið stakkaskiptum. Tékkheftin eru komin í nýjan búning og settar hafa verið nýjar reglur er varða yfirdráttarheimild, tekjulán og sparnaðarsamkomulag. Þetta eru breytingar til batnaðar sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. Kynntu þér þessar breytingar á næsta afgreiðslustað bankans. Drottningarbrag-ð forstjórafrúarínnar knýr ekki fram hróksókn hjá framagosanum. Framagosinn og forstjórafrúin Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Eiginkona forsijórans — The boss’ wife. Leikstjórn og handrít: Ziggy Steinberg. Tónlist: BiU Conti. Að- alleikendur: Daniel Stern, Aríelle Dombasle, Fisher Stevens, Mel- anie Mayron. Bandarísk. Trí-Star 1986. 83 mín. Það sem einkum háir Eiginkonu forstjórans er yfirdrifni. Steinberg hefði betur kynnt sér nánar myndir „svefnherbergisfarsa“-snillinga ein- sog Wilder, Edwards, að maður tali ekki um Capra, áður en hann réðst í þessa frumraun sína á hvíta tjald- inu. Söguþráðurinn er einfaldur og vitlaus, sem þarf ekki að vera lýti á ærslamynd. Stem leikur framagosa sem má berjast við Mull, annan slíkan, mun reyndari, um hylli for- stjórans. Tileftiið er stöðuhækkun og fara átökin fram um helgi í Palm Springs, þeirri dýrðlegu gróðurvin í eyðimörkinni. Ýmislegt flækir málin, bamleysi og framagimi Stem-hjón- anna, lævísi Mull, hálfóður spánsk- amerískur ljósmyndari og síðast, en ekki síst, háskaleg vergimi og strípi- hneigð forstjórafrúarinnar fögru (Combasle), sem leggur lokkandi snömr sínar fyrir hinn lítt sjóaða Stem. Þetta hljómar svosem ekkert illa og myndin á sannarlega nokkra bráð- hressa kafla. En oftast blasir gallinn við sem minnst er á í upphafí, leik- stjórinn og handritshöfundurinn Steinberg kann sér ekki hóf. Stem er alltof kauðskur, ljósmyndarinn alltof ágengur, forstjórinn of heimsk- .ur og eiginkona hans er gerð yfír- gengilega klén. Verst em þó atriðin» þar sem fraukan er að rembast við að táldraga blókina, þau em svo löng og vitleysislega háskaleg að fyndnin rennur útí Coloradoeyðimörkina. En Combasle er kynlostinn uppmálaður og yfírspenntur leikur Fisher Stevens í hlutverki ljósmyndarans er bráð- hressandi. TÉKKAREIKNINGUR *Eigir þú bankakort - átt þú kost á yfirdráttarheimild á tékkareikningi þínum, allt að kr. 30.000 þú greiðir ekkert aukagjald fyrir heimildina einungis vexti af upphæðinni sem þú færð að láni. Bæjarstjórn Bolungarvík- ur ályktar um orkuverð *Tekjulán færðu eftir samfelld viðskipti við bankann í 3 mánuði allt að kr. 150.000.- Lánshlutfallið eykst að sjálfsögðu í hlutfalli við viðskipti þín við bankann og meðalveltu hverju sinni. *Sparnaðarsamkomulagið er ekki bindandi. Þú getur byrjað og hætt hvenær sem þú óskar. Kynntu þér þessar breytingar, sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. 3 FÁÐU ÞÉR BÆKLING Á NÆSTA l AFGREIÐSLUSTAÐ ÚTVEGSBANKANS. Bolungarvík. AÐ UNDANFÖRNU hefur um- ræða um hátt orkuverð fengið byr undir báða vængi. í desember sl. hækkaði orkuverð Orkubús Vest- fjarða verulega, fyrst og fremst vegna hækkunar á heildsöluverði frá Landsvirkjun. Jaðrar nú við að orkuverðið sé sambærilegt erlendum orkugjöfum. Þetta mál hefur m.a. verið rætt í bæjarstjóm Bolungarvíkur. Forseti bæjarstjómar, Einar Jónatansson, bar upp svofellda ályktun, sem sam- þykkt var í einu hljóði: „Bæjarstjóm Bolungarvíkur skor- ar á stjómvöld að grípa nú þegar til skjótra aðgerða er leiða til lækkunar orkuverðs. Nú er svo komið að fyrir- tæki jafnt sem einstaklingar em að búa sig undir að nota erlendan orku- gjafa, olíu, til upphitunar húsnæðis. Verði slíkt gert í ríkum mæli er hags- munum annarra notenda á veitu- svæði Orkubús Vestfjarða stefnt í voða. Ekki verður hjá því litið að ein íjölmargra orsaka stórfelldrar byggðaröskunar síðustu ára er hátt orkuverð úti á landsbyggðinni. Sam- anburður orkuverðs til upphitunar húsnæðis á Faxaflóasvæðinu við gjaldskrá Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins staðfestir þá fullyrðingu. Þessi staðreynd kallar því á sterka kröfu um jöfnun orku- verðs þannig að rekstrarafkoma heimila og fyrirtækja verði sem jöfn- ust í landinu án tillits til búsetu. Bæjarstjóm Bolungarvíkur fer þess á leit við þingmenn Vestfirðinga, stjómir Orkubús Vestfjarða og Fjórð- ungssamband Vestfirðinga að þessir aðilar sameiginlega þrýsti á um að- gerðir til lækkunar orkuverðs til að stemma stigu við frekari búseturösk- un.“ — Gunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.