Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 51

Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 51 Árni Þórðarson vélstjóri - Fæddur 22. júli 1938 Dáinn 21. febrúar 1988 Hinstu kveðjur frá vinnufélögum. Þegar þau óvæntu og sorglegu tíðindi bárut okkur að Árni Þórðar- son starfsfélagi okkar og vinur hefði látist, sunnudaginn 21. febrú- ar síðastliðinn, þá varð mörgum að orði, nú höfum við misst okkar besta mann. Enginn gat trúað því að Árni væri ekki lengur á meðal okkar, við kvöddum hann á föstu- dagskvöldið glaðan og hressan, eins og hans var venju, hann var þá meðal annars að leggja drög að lagfæringu og breytingu sem hann ætlaði að láta gera á tætaradeild verksmiðjunnar. Árni Þórðarson hóf störf á Ála- fossi 2. september 1969. Hann byrj- aði að vinna við ullarþvott og ullar- mat og varð fljótlega verkstjóri yfir ullarmati og svo ullarþvotti og var það alla tíð, þar til nú í haust að ullarþvottastöðvar Sambandsins og Álafoss voru sameinaðar og Álafoss þvottastöðin lögð niður. Ámi vann sér fljótlega mikið traust meðal starfsmanna, vinnu- veitenda og allra þeirra fjölmörgu bænda sem seldu Álafoss ull gegn- um árin. Það er ekki auðvelt starf að meta vöru til verðs, þannig að bæði kaupendur og seíjendur geti báðir vel við unað. Með góðri þekk- ingu, samvisku sem og einstakri prúðmennsku tókst Árna þetta í þau 18 ár sem hann bar ábyrgð á ullar- matinu. Minning Ámi starfaði mikið fyrir Starfs- mannafélag Álafoss og var í stjóm þess um tíma. Hann var eins og annarsstaðar úrræðagóður, hollráð- ur og áhugasamur. All stór hópur okkar átti þess kost að ferðast með Áma, þá helst til silungsveiða eða laxveiða, þeim ferðum gleymum við aldrei. Árni var listamaður við allan veiðiskaip, Veiðivötn á Landmanna- afrétti vom hans uppáhaldsstaðir enda var hann þar vel kunnugur. Oft var það þannig að þó flestir kæmu heim að kvöldi með litla Drifbúnaður fyrir spil o.f I. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 5 SÉRFRÆÐIÞJÓNÚSTA - LAGER < veiði, kom Ámi með mikinn afla, en aftur á móti ef Árni veiddi ekki mikið vom menn mjög sáttir við að vera fisklausir. Við starfsmenn á Álafossi sökn- • um Árna mikið og munum lengi minnast hans. Við emm þakklát fyrir samfylgdina. Við sendum frú Ásgerði og dætr- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð haldi sinni verndar- henddi yfir ykkur og styrki ykkur. Við geymum í hjarta okkar minn- ingar um góðan vin. Guð blessi minningu Árna Þórða- sonar. Vinnufélagar Birting afmælis- og minningargreina Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar tíl birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. S I VERIO HRG/Vn VEUK) Tækifæristékkareikning ...með allt í einu hefti! » Yfirdráttar- heimild Meira öryggi gagnvart óvæntum útgjö Með TT-reikningi geturðu sótt um Þannig geturðu einfaldlega ávísað út að fá yfirdráttarheimild tengda reikn- af reikningnum þegar óvænt útgjöld ingi þínum. koma upp. VéRZyJNflRBRNKINN -vuuutn vneð ft&i!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.