Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 52

Morgunblaðið - 01.03.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Guðrún Jóns- dóttir - Minning Fædd 12. febrúar 1918 Dáin 22. febrúar 1988 Guðrún var fædd á Þrándastöð- um í Brynjudal, Kjósarsýslu, á þorr- anum frostaveturinn mikla 1918, þann 12. febrúar. Hennar foreldrar voru hjónin Jón Ólafsson og Jónína Jónsdóttir. Jón var sonur Ólafs Jónssonar, bónda á Geitabergi í 18 ár og bónda í Katanesi í 12 ár, og seinni konu hans, Guðrúnar Rögn- valdsdóttur. Ólafur var fæddur í Lambhaga í Mosfellssveit, sonur Maríu Eyjólfsdóttur, sem var fædd þar, og Jóns Jónssonar, sem var fæddur í Laxnesi í sömu sveit. Þess má geta að systkini Ólafs voru Jón Jónsson bóndi í Breiðholti við Reykjavík, sem nú er orðið fjöl- mennt þéttbýli. Dóttir hans er Þóra, sem Þórufell er nefnt eftir í Breið- holti. Hún býr með syni sínum, er 97 ára og sér um heimilið, er óvenju heilsugóð og minnug. Hún hefur nýverið gefið miklar upplýsingar um ömefni og fleira á sinni föður- leifð, Breiðholtinu. Kom teikning og fróðleg grein um þetta í „Heima er bezt“, aprílblaði 1986, og einnig viðtal við Þóm í sjónvarpi. Einnig var systir Ólafs og Jóns í Breið- holti María Margrét, móðir Ólafs bónda og vegavinnuverkstjóra á Þómstöðum í Svínadal. Ólafur dó í Katanesi 1912, hann liggur á Saurbæ, en Guðrún kona hans dó 1911, og liggur í gamla kirkjugarð- inum við Suðurgötu í Reykjavík, því hún dó á sjúkrahúsi í Reykjavík. Guðrún Rögnvaldsdóttir var dóttir Rögnvaldar Jónssonar útvegsbónda og formanns í Skálatanga, hann var fæddur á Feijubakka í Borgar- firði og uppalinn á Hesti. Böm hans vora 18, konur hans vom tvær, alsystur, Guðrún og Ambjörg Jóns- dætur, Hanssonar formanns á Akranesi og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, Ambjörg var móðir Guðrúnar Rögnvaldsdóttur. Móðir Guðrúnar, sem hér er minnst, Jónína Jónsdóttir, var fædd á Hegg- stöðum í Andakíl, dóttir búandi hjóna þarv Jóns Hannessonar, Hannessonar frá Elínarhöfða á Akranesi. Hann var af Klíngin- bergsættinni hinni fjölmennu á Akranesi, um Borgarfjörð og víðar. Móðir Jóns Hannessonar var Oddný Jónsdóttir, Gíslasonar bónda á Syð- stufossum og konu hans, Guðbjarg- ar Jónsdóttur, Runólfssonar, bónda á Vatnshömmm í Andakíl. Allt er þetta rakið á blaðsíðu nr. 51 í Niðja- tali hjónanna á Gmnd á Akranesi, Þórðar og Emelíu, en Jónína var skyld þeim hjónum báðum, svo ættboginn er stór hér á Akranesi og um Borgarfjörð. Kona Jóns Hannessonar bónda á Heggstöðum var Kristjana Jónsdóttir, Björnsson- ar bónda á Skáney í Reykholtsdal og síðar í Efri-Hrépp. Á þessu sést að ættin er borg- firsk, svo langt sem séð verður af búandi bændafólki á góðbýlum Borgarfjarðar, langt aftur í aldir. Móðir Guðrúnar, Jónína, fæðist sama veturinn og faðir hennar deyr, hann dó 18. desember 1893, hún fæðist 14. apríl 1894, og er látin heita nafninu hans. Henni var strax komið í fóstur til hamlausra hjóna, sem ættuð vom úr Skorradalnum, Jóns Bjamasonar frá Vatnsenda og Guðlaugar Gísladóttur frá Stálpa- stöðum. Þau bjuggu á Ánabrekku á Mýmm og síðar á Þrándastöðum í Brynjudal. Þau byggðu sér síðar stórt steinhús á Þórsgötu 10 í Reykjavík, þar áttu þau heima síðast. Vorið 1918 fluttu ungu hjónin frá Þrándastöðum með böm sín tvö til Reykjavíkur og fengu leigt á Gmndarstígnum. Þar fæðist þeim þriðja bamið, Aðalbjörn, þann 25. nóvember 1919. Fljótlega kaupir Jón verslunina Ásbyrgi við Grettis- götu og fer að’ versla. Reyndar verslaði hann með margt, t.d. hesta. Eitt sinn keypti hann 10 vagn- hesta. Sömuleiðis 10 hestvagna og kermbúninga. Á þessum ámm var næg vinna við að keyra vömm, kolum og fleim um bæinn á hest- vögnum, en síðar tóku bílamir við þessu hlutverki. Hann hafði vinnumann og stund- um fleiri í vinnu. Þau hjón bjuggu ekki lengi í leiguhúsnæði, þau keyptu gott hús á Brekkustíg 8. Þar gerðist sá sorglegi atburður þann 17. desember 1920, að Jónína, húsmóðirin, lést af bamsfararsótt. Þetta haust hafði þjónustustúlka verið ráðin á heimilið til aðstoðar. Stúlkan hét Ólöf Jónsdóttir frá Bolholti á Rangárvöllum. Þeim Ól- öfu og Jónínu féll vel hvor við aðra, svo vinátta og traust myndaðist þeirra í milli, það svo að hin dauð- vona húsmóðir mun hafa beðið Ólöfu fyrir böm sín og bú, þegar hún sá að hverju stefndi. Ólöf bar þessari húsmóður sinni alla tíð lof- samlegan vitnisburð, reyndar var Jónína þekkt gæðakona glaðlynd og kærleiksrík á allan hátt. Ólöf brást heldur ekki þessum trúnaði, því hún fómaði þessu heim- ili.lífí sínu og kröftum. Vorið eftir, 1921, fer Aðalbjöm, yngsta barnið, að Bolholti til fólks Ólafar og þar elst hann upp hjá því sómafólki. Sumarið 1921 vom Jón og Ólöf með bömin Valgarð og Guðrúnu við útileguheyskap á Klafastaða- flóa, heyið var flutt á Gmndartang- ann og þaðan sjóleiðis til Reykjavík- ur. En vorið 1922 flytja þau að Katanesi. Þá hafði Jón skipt á hús- eigninni á Brekkustíg 8 og jörðinni Katanesi. í Katanesi bjuggu þau í tæpa fjóra áratugi. Þau gengu í hjónaband 14. október 1923. Þau eignuðust tvö böm, Ólaf, fæddan 10. júní 1922, og Jónínu Bryndísi, fædda 29. maí 1923. Guðrún átti heima í Katanesi í fjórtán og hálft ár. Hún réðst í vist haustið 1936 til Guðnýjar föðursystur og Jóns Snorra bakara í Hafnarfírði. Næst fer hún til Katrínar og Ólafs H. Jónssonar kaupmanns í Hafnarfirði og þjónar þar við góðan orðstír, sem skapaði vináttu. Haustið 1939 tekur hún að sér heimili á Akranesi í veikindaforföllum húsmóður. Þetta haust kynnist hún tilvonandi manni sínum, Þorgeiri Jónssyni vélstjóra frá Bimhöfða á Akranesi. Vorið 1940 opinbera þau heitorð sitt. Þetta sumar er Guðrún ráðs- kona hjá vinnuflokki úr Reykjavík, sem vann við móskurð undir stjórn Ásgeirs Þorsteinssonar verkfræð- ings í Kataneslandi. Mórinn var að hausti fluttur á skipi til Reykjavíkur og seldur sem eldiviður. Um haustið og veturinn 1941 vinnur Guðrún á saumastofu Þór- unnar á Akri á Akranesi. Þetta vor, 1941, em þau Guðrún og Þor- geir gefín saman í hjónaband af sr. Jóni Auðuns, þá presti í Hafnar- fírði. Hann átti heima í næsta ná- grenni við Guðnýju frænku og Snorra bakara mann hennar. Þau munu hafa útvegað prestinn til þessa verks og haldið þeim nýgiftu kaffíboð ^á eftir. Allt án tilstands. Guðrún og Þorgeir fengu nú leigða íbúð á ioftinu í Nesi, við Kirkju- braut 30 núna, en var þá Óðinsgata 30. Þann 15. september 1941 fæð- ist þeim hjónum sonur þarna á loft- inu, sem hlaut nafnið Óskar Rafn. Þorgeir var um langt árabil vél- stjóri á Akranesbátum við góðan orðstír, vinsæll vinnufélagi, vandað- ur drengskaparmaður, sem var all- staðar eftirsóttur til verka. Hann hafði tekið meirapróf á vélar. Slíka menn vantaði til að sigla út til Englands með físk á stríðsámnum. Því var það að Þorgeir réðst á skip í Reykjavík í slíkar siglingar. Þau hjón höfðu hugleitt að byggja sér íbúðarhús og fengið lóð á Akranesi. En þegar hér var kom- ið sögu sáu þau að betur lá við að búa á Reykjavíkursvæðinu. Þeim var Hafnarfjörður kær og keyptu því einbýlishús þar á Urðarstíg 10. I það fluttu þau vorið 1944, alfarin frá Akranesi. Árið 1949 selja þau þetta hús og kaupa sér íbúð á Rauð- arárstíg 32 í Reykjavík. Þar búa þau til 1956, að þau kaupa íbúð á Blómvallagötu 11. Um þetta leyti kemur snurða á þráð hjónabands- ins. Það er búið að ferma Óskar og hann að heíja framhaldsnám og þau ákveða að skilja. Þorgeir vill að sonurinn taki við sínum eignar- hlut og þau mæðginin búi áfram saman, og það verður, Óskar býr með móður sinni. Þau búa stutt á Blómvallagötunni en kaupa næst á Snorrabraut 24, all stóra íbúð sem þau selja eftir fá ár og kaupa nú nýja, stóra og fallega íbúð í sambýl- ishúsi á Háaleitisbraut 39. Reyndar eignast Óskar þar einnig minni íbúð og þau skipta með sér eignum. Þá íbúð selur hann og byggir stórt ein- býlishús uppí Mosfellsbæ. Óskar stundaði nám í vélsmíði og vélfræði og gerðist vélamaður á skipum Eim- skipafélags íslands. Á þeim sigldi hanri samfleytt í 10 ár, þar af 6 ár á Brúarfossi. Þegar Guðrún var orðin ein í þessari stóm íbúð, taldi hún hyggi- legt að minnka við sig. Hún seldi á Háaleitisbrautinni og keypti minni íbúð með bílgeymslu, en hún átti og keyrði sinn bfl. Sú íbúð stendur við Safamýri 44. Þar átti hún heima til lokadags. Guðrún var framúrskarandi vinnusöm kona, dugleg og eftirsótt vegna þes hve traust hún var og ábyggileg, hún lagði metnað sinn í verkið, manndóm og hæfileika. Lengst vann hún vð afgreiðslustörf, í Lindinni í Hafnarstræti, Mjólkur- samsölubúð, en lengst í Versluninni Elfur á Laugarvegi, líklega um tvo áratugi. Þar myndaðist sönn vinátta við það góða fólk sem vom þar hennar vinnuveitendur, þau hafa sýnt henni trygga vináttu. Lengi sá Guðrún um ræstingar á Veður- stofu íslands og víðar, t.d. vann hún síðustu árin á Borgarspítalanum í Reykjavík. Guðrún var heilsugóð þartil á árinu 1985, að hún gekkst undir holskurð. Þá kom í ljós að um alvar- legan sjúkdóm var að ræða, en þó var vonast til að aðgerðin skilaði árangri. Snemma árs 1987 veikist hún á ný og þá verður að endur- taka skurðaðgerðina og kom allt neikvætt útúr því. Síðan var hvað eftir annað verið að gera aðgerðir og allt var reynt sem í mannlegu valdi stóð til að hjálpa, en án árang- urs. Það má segja að þetta veikinda- stríð hafi staðið yfír í eitt ár, þar til að öllu var lokið eftir miskunnar- lausa baráttu en ótrúlegt hugarþrek og hörku. Guðrún var svo sannar- lega ekki tilbúin til að deyja, lífs- þróttur, harka og dugnaður var með eindæmum. Guðrún átti heim- ili búið góðum og dýmm munum, þar vom einnig öll nútíma heimilis- tæki. Hún var greiðvikin og áhuga- söm um velferð annarra, ekki síst unga fólksins. Hún bjó yfir geysi- legum áhuga og lífsþrótti, alltaf var hún hvetjandi en aldrei letjandi. Þegar unga frændfólkið kom til Reykjavíkur í atvinnuleit eða skóla opnaði hún fyrir því hús sitt og bauð því að vera eins og heima hjá sér. Það fékk sitt herbergi og að- gang að eldhúsi með öllum tækjum og öðmm þægindum, sem til staðar vom. Guðrún var snotur kona að vallarsýn, smekkleg í klæðaburði, ákveðin og einörð í framkomu, skaprík en traustur vinur og vin- mörg. Hreinlynd og sagði meiningu sína, hvort sem líkaði betur eða verr, stundum var brosað að hennar hispursleysi og tilsvömm. Að eðlis- fari var Guðrún með heimsborgara hugarfar, hún hafði mjög gaman af að skemmta sér, dansaði mikið og sótti böllin stundum stíft. Hún ferðaðist mikið til útlanda og kunni því vel að kynnast stór- borgarlífinu. Hún ferðaðist til márgra landa og oft. Þær vom ófá- ar ferðirnar hennar til sólarlanda, þegar hún átti frí frá störfum. Hún naut þess ríkulega að skoða sig um og vera þar sem mannhafið og gleð- in ljómaði. Hún var algjör reglukona bæði á vín og tóbak. Hún sannaði fólki að vel er hægt að njóta gleð- innar í ríkum mæli, laus við öll nautnalyf. n----- BÍLASALAN TOYOTA Skeííunni 157Enaursala notaðra bíla. T0Y0TA Nýbýlavegi 8. Þjónusta og sala nýrra bíla. T0Y0TA verkstæði og umboðssölur um allt land. VIÐ STÖNDUM Á ÞVÍ FASTAR EN FÓTUNUM AÐ T0Y0TA ER AREIÐANLEGT MERKI m

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.