Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 56

Morgunblaðið - 01.03.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 Fiskmarkaðarnir í Þýzkalandi: Mikil samkeppni og framboðið misjafnt FISKMARKAÐARNIR í Þýzka- landi, Bremerhaven og Cux- haven, eru oft miklð ( fréttum. Það er fyrst og fremst vegna meiri sveiflna í verði, en þekkj- ast á fiskmörkuðunum í Bret- landi, Hull og Grimsby. Einnig eru sveiflur í framboði á þýzku markaðina meiri en á þá brezku. Skýringar á þessu eru vafalaust margar, en blaðamaður Morgun- blaðsins brá sér fyrir skömmu til Bremerhaven til að kynna sér gang mála. Einkennandi fyrir þýzku markaðina virðist mikil samkeppni milli Bremerhaven og Cuxhaven og umboðsmanna á þessum stöðum. Telja margir þessa samkeppni of mikla og þess valdandi að framboð á markaðina verði of oft of mikið og verð þar af leiðandi of lágt. Aðrir benda á að mikil sam- keppni tveggja eða fleiri staða leiði til þess að fastur kostnaður og þjónusta verði ódýrari. Meira verði gert til að fá fiskinn til sölu, en ef markaðurinn væri aðeins einn. Aður en fískflutningar í gámum komu til, var útflutningur á fersk- um físki til Þýzkalands í nokkuð föstum skorðum. Samvinna var á milli Bremerhaven og Cuxhaven og siglingar skipanna miðuðust við upplýsingar þaðan. Jafnframt var samvinna milli umboðsmanna á þessum stöðum, sem reyndar voru aðeins einn á hvorum. Þá var van- inn að tvö skip kæmu vikulega til Bremerhaven og eitt til Cuxhaven í samræmi við getu fyrirtækjanna á hvorum stað fyrir sig til að vinna fiskinn á neytendamarkaðina inni í landi. A síðustu árum hefur sam- keppni milli staðanna farið vaxandi og umboðsmönnum ijölgað. Bre- merhaven hefur náð til sín vaxandi hlutdeild í físksölunni og samvinnan milli staðanna og umboðsmannanna riðlazt. Þá hefur umboðsmönnum fjölgað og keppnin um fískinn þeirra á milli vaxið. Siglingum ski- panna hefur ekki fjölgað, en með gámunum hefur möguleikinn á tekj- um fyrir fleiri umboðsmenn vaxið. Þar af leiðandi, segja sumir, er vaxandi hætta á því að of mikið af físki fari utan í gámum og verð- ið falli, öllum til skaða. Fleiri fískvinnslufyrirtæki eru í Bremerhaven en Cuxhaven, en svo virðist sem munurinn á fískmagni milli markaðanna sé ekki fyllilega í samræmi við þessa skiptingu. Þess vegna er alltaf talsvert af fiski flutt milli staða eftir uppboðin. Þessi flutningur er kostnaðarsamur og lendir meira á fyrirtækjum í Cuxhaven. Kostnaðurinn rýrir um leið getu kaupenda þar til að greiða hátt verð fyrir fískinn á markaðn- um, hvort sem það er i Bremer- haven eða Cuxhaven. Því er útkom- an sú að verð í Cuxhaven er ívið lægra. Stjórnendur fískmarkaðsins í Bremerhaven telja að lægra verð í Cuxhaven hafí áhrif til lækkunar á verð í Bremerhaven. Við uppboð á físki í Bremerhaven þriðjudaginn 23. febrúar var verð á karfa fyrst í stað um 1,20 mörk á pundið. Er leið á uppboðið, féll verðið skyndi- lega niður undir eitt mark. Skýring virtist vera frétt um að í Cuxhaven væri verðið fyrir karfann tæpir 90 pfenningar á pundið. Blað með þessum upplýsingum var límt á vagn uppboðahaldarans og verðið féll um leið. Hins vegar gæti það hafa skipt máli, að uppboði á físki úr Ögra var þá að ljúka og við tók fískur, eitthvað lakari að gæðum. Það er margt, sem hefur áhrif á gang mála. Ostaðfestar sögusagnir um fjölda gáma á leiðinni eða tonnafjölda um borð í skipi, geta haft þau áhrif að verðmyndun verði ekki í samræmi við raunverulegt framboð eða eftirspum. Augljóst virðist, að koma verði á fót áreiðanlegri upplýsingamiðlun á báðum endum, hér heima og úti. Upplýsingum, sem allir geta treyst og menn fari almennt eftir. Skipin verða að ákveða löndunardag ytra með allt að fímm vikna fyrirvara. Við gámasendingar er fyrirvarinn aðeins sá, að gámamir komist á markaðinn í tíma. Því berast upp- lýsingar um gámana oft full seint. Hugsanlega mætti setja upp ein- hver tfmamörk fyrir tilkynningar á gámasendingum. Þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við um þessi Morgunblaðið/HG Uppboðshaldarinn mundar lúðurinn og býður upp eina kassastæðu í einu. Verðið 1,20 mörk á pundið mál, voru ekki fyllilega sammála. Sumir vildu beina stjómun á út- flutning á gámafiski, aðrir vildu halda sig við trausta upplýsinga- miðlum. Á vegum stjómvalda er nú verið að kanna með hvaða hætti þessum málum verði bezt komið. Verðsveiflur á fískmörkuðunum hafa verið talsverðar, en nær und- antekningarlaust var verð fyrstu 6 vikur þessa árs mjög hátt. Verð á kíló af karfa fór jrfír 100 krónur, en algengt verð á fískmörkuðunum hér heima er í kringum 20 krónur. Um 20 krónur kostar að fljdja hvert kíló utan í gámum. Þegar karfínn hefur verið flakaður og er kominn í verzlanir inni í landi, er algengt verð um 20 mörk á pundið, um 880 krónur á kíló, sem er miklu dýrara en svínakjöt og kjúklingar. Verðið inni í landi fer þó talsvert eftir því á hvaða verði karfínn er kejrptur á markaðnum. Hátt verð á markaðn- um þýðir hátt smásöluverð, sem aftur dregur úr neyzlu. Stjórnendur fískmarkaðanna leggja því áherzlu á, að heppilegast fyrir alla aðila sé, að framboð verði jafnt og stöðugt, gæði í toppi og verð nálægt 60 krónum á kíló. Með því móti komist allir af með góðu móti og mögulegt sé að auka fískát, verði fískurinn ekki of dýr kominn í fískbúðimar. Það heyrir til undantekninga að umtalsvert fískmagn sé keypt á mörkuðunum til annarrar vinnslu en flökunar eða frágangs fyrir sölu fisksins fersks. Hér fer á eftir spjall við nokkra þeirra, sem standa í eldlínunni við físksölu í Bremerhaven og Cux- haven. HG Þurfum stjórn á gámafiskinn - segir Ludwig Janssen, ræðismað- ur og umboðsmaður Morgunblaðið/HG Strax og uppboði er lokið, taka kaupendur fisk sinn saman, keyra honum út og kyrrð kemst á að nýju „ÞAÐ er oft erfitt að skilja hvernig hlutirnir gerast, of oft er oft mikið af fiski frá íslandi sent á markaðinn hér. Við viljiun fá sömu stjórn á gámaútflutning- inn og LÍÚ hefur á skipunum. Þetta virðist hins vegar ómögu- legt á frjálsum markaði eins og við búuin við, þar sem engin stofnun á íslandi virðist vera fær um að leysa þennan vanda,“ sagði Ludwig Janssen, íslenzkur ræðismaður í Bremerhaven og umboðsmaður við fisksölu. „Of mikið framboð þýðir of lágt verð. Of lítið framboð þýðir of hátt verð. Mjög hátt verð eru skammtímahagsmunir einstakra seljenda, ekki hagsmunir þeirra, sem reglulega senda fískinn hingað, því háa verðið hefur alitaf í för með sér samdrátt í neyzla og lækkun á verði niður fyir það, sem eðlilegt getur talizt. Okkur skiptir mestu, og íslendinga líka, að ffamboð verði jafnt og stöðugt. Með því fæst verð, sem allir geta sætt sig við. Við gefum útflytjendum alltaf, eins ná- kvæmlega og unnt er, upplýsingar um framboð og mögulegt verð, en Morgunblaðið/HG Ludwig Janssen það er í raun ómögulegt að spá fyrir um þessa hluti með nokkurri vissi, meðal annars vegna þess, að upplýsingar berast oft of seint. Upplýsingar eru samt sem áður grunnurinn að því að ffamboð verði í samræmi við eftirspum," sagði Ludwig Janssen. Reinhard Meiners og Jochen Jantzen, Bremerhaven: Hvorki boð né bönn á frjálsum markaði „TIL þess að ná sem beztum ár- angri þarf framboð að vera stöð- ugt, i samræmi við eftirspum og gæði i lagi. Við öflun eins ná- kvæmra upplýsinga og unnt er um markaðinn, hugsanlegt verð og framboð fram í tímann og niðurstöðu fisksölunnar eftir á. Þessum upplýsingum miðlum við síðan til bæði kaupenda og selj- enda og þeir taka síðan ákvörðun um kaup eða sölu í samræmi við það. Annað getum við ekki gert. Boð og bönn eiga ekki heima á frjálsum markaði,“ sögðu stjórn- endur fiskmarkaðsins í Bremer- baven, Reinhard Meiners og Jochen Jantzen. „Við höfum mikið rætt við íslend- inga um framboð á fískinum. Stað- an er einfaldlega sú, að þeir verða að leysa vandamál því tengdu sjálf- ir. Við getum ekki hafnað fískinum, vilji einhver senda hann. Við reyn- um því að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að seljandi fái sem hæst verð fyrir hann miðað við aðstæður hveiju sinni. Með því móti verða menn ánægðir og halda áfram að selja okkur físk. Við viljum opna íslendingum dymar að þýzka fískmarkaðnum og þær dyr eru hér í Bremerhaven. Þetta eru því sam- eiginlegir hagsmunir. Við ráðum orðið betur við mikið af físki í einu á skikkanlegu verði. Um daginn náði Ögri rúmlega 50 krónum að meðaltali á kíló, þrátt fyrir mikið magn og framboð frá öðrum. Verðið má ekki heldur fara miklu hærra. Það ræður markaður- inn ekki við til lengdar. Neytandinn inni í landi er tilbúinn til að borga ákveðið verð fyrir fískinn. Ef kaup- andinn hér á markaðnum þarf að borga of hátt verð fyrir fískinn, gengur hann of nærri sér eða físk- urinn verður of dýr fyrir fólkið. Verð á kjöti er í flestum tilfellum svo miklu lægra en á físki, að leið- in til aukningar er í gegn um áróð- ur fyrir því hve heilsusamlegt físká- tið er. Við getum ekki aukið umsvif markaðsins, möguleika hans til að taka við auknu magni, ef við tölum stöðugt um að takmarka framboð og komum í veg fyrir að einhvem tíma komi of mikið inn á markað- inn. Með því móti verður verðið of hátt og getan fyrirtækjanna til að kaupa fiskinn minnkar. Hins vegar eru það gæðin, sem ráða verði og möguleikunum til að dreifa físksöl- unni á vikuna. Um _90% af fiskinum, sem við fáum frá íslandi er í góðu lagi, en það er ekki nóg. Það er ekki hægt að bíða með gám af slök- um físki fram eftir viku til að létta Reinhard Meiners, forstjóri fiskmaraðsins í Bremerhaven. á sölunni fyrri hluta vikunnar. Fisk- kaupandinn getur heldur ekki keypt slakan físk í vikulokin til að geta látið byija vinnslu strax á mánu- dagsmorgunn í stað þess að láta fólkið bíða eftir fískinum af mark- aðnum. Miðstökin við tollskrárgerðina í Brussel hafa valdið okkur miklum áhyggjum og geta haft mjög nei- kvæð áhrif á gang mála hér. Við reynum því að gera allt, sem í okk- ar valdi stendur, til að leysa málið. Foiystumenn bæjarfélaganna, at- vinnurekenda og fleiri vinna stöð- ugt að leiðréttingu á tollinum og við vonumst til að árangur náist fljótlega. Við ábyrgjumst enn mis- muninn á 2% og 15% tolli á djúp- sjávarkarfanum, en það getum við ekki gert til lengdar Fiskverðið er lægra í Cuxhaven en í Bremerhaven. Þar er minni samkeppni um fískinn og lágt verð þar heftir áhrif til lækkunar hér. Við viljum því heldur beina viðskipt- unum hingað í meiri mæli, þannig að eðlilegt hlutfall verði á milli markaðanna. Mikill tími fer í að flytja fískinn á milli markaðanna, þó leiðin sé kannski ekki löng og því fylgir talsverður kostnaður. Meiri fískvinnsla er hér og það væri bezt fyrir báða staðina, að físk- magnið á markaðnum samsvaraði að miklu leyti afkastagetu vinnsl- unnar á sama stað. Það er líka tilfinning okkar að fyrirtækin hér vilji heldur kaupa fískinn á markaðnum en kaupa hann á föstu verði. Þau eru þá í nánari snertingu við það, sem er að gerast. Kaupendumir sjá fískinn, en kaupa hann ekki óséðan og geta þá betur greitt fyrir hann í sam- ræmi við gæði,“ sögðu þeir Jochen Jantzen og Reinhard Meiners.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.