Morgunblaðið - 01.03.1988, Síða 57

Morgunblaðið - 01.03.1988, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 57 Ég er eins konar „allsherjarreddari“ - segir Magnús Björgvinsson, sem meðal annars selur kost um borð í íslenzku skipin ÞAÐ er fleira í Bremerhaven en fiskur, þó fiskurinn og þjónusta við sjávarútveginn sé grunnurinn undir afkomu svæðisins. Af- greiðsla skipanna er mikilvæg og kostinn þurfa allir að fá. Að sjálfsögðu er það íslendingur sem sér um þá hlið málanna á staðnum. Fyrir 8 árum ætlaði Magnús Björgvinsson að fara með fjölskylduna til Dubai til að vinna við hótelbyggingu. Þau frestuðu ferðinni vegna átak- anna milli írana og íraka og sett- ust að í Bremerhaven þar til ástandið lagaðist. Stríðið stendur enn, hótelið er byggt og Magnús og fjölskylda býr enn í Bremer- haven. Þar eiga þau og reka eig- ið fyrirtæki og sjá um ýmis kon- ar þjóiiustu fyrir nánast hvert einasta íslenzkt skip, sem þangað kemur. Fyrirtækið, sem hann byrjaði að vinna hjá, „Ágúst Grái“ féll í valinn, þegar grund- vellinum var kippt undan svoköll- uðum smjörskipum, en Magnús hélt velli. „Ég kom hingað til Þýzkalands árið 1980 með fjölskylduna og það var eiginlega hrein og klár tilviljun, sem olli því. Við vorum í fríi heima og ég hafði fengið vinnu við hótel- byggingu í Dubai. Þá var stríðið milli írana og íraka að brjótast út og ástandið varhugavert. Því frest- uðum við förinni þangað. Spurning- in var hvað gera skyldi þar til ástandið lagaðist. Þá vildi þannig til að auglýst var heima á Isiandi eftir starfsmanni við skipaþjónustu hér í Bremerhaven. Þá vantaði Is- lending til aðstoðar við afgreiðslu á íslenzkum skipum og fleira því tengt. Ég sótti um, fékk vinnuna og ákvað að drífa mig hingað með- an ástandið niðurfrá jafnaði sig. Stríðið þar er enn í fullum gangi og hér gekk vel svo hér erum við enn. Fyrsta árið var reyndar mikil lægð í siglingum íslenzkra skipa hingað svo ég var þá meira við annað til að kynnast þessum bransa. Fyrirtækið, sem ég var hjá hét August Graue og var eitt hið stærsta sinnar tegundar á megin- landinu. Þá fór maður um borð í velflest skip, sem hingað komu til að bjóða þjónustu og sölu, aðallega kostinn, en annars allt mögulegt og ómögulegt. Siglingar íslenzku skipanna hingað hafa svo aukizt talsvert og ég hef nánast haft allan íslenzka flotann á mínum snærum auk skipa fleiri þjóða. August Graue hætti starfsemi sinni á síðasta ári og þá stofnaði ég fyrirtækið Óðinn og hélt áfram þeirri starfsemi, sem ég hafði áður með höndum hjá „Ágústi Gráa“. Hann var orðinn of umsvifamikill. Viðskiptin byggðust áður að mestu á svokölluðum smjörskipum, sem ekki eru í gangi lengur. Samdráttur hafði því orðið í viðskiptunum, en yfirbygging og húsnæði of stórt svo rekstrinum var hætt. Á sínum tíma var gert út mikið af litlum skemmti- ferðaskipum, sem sigldu um Norð- ursjóinn og nálæg höf, rétt út fyrir efnahagslögsöguna og þar gat fólk keypt alls konar skatt- og tollfrjáls- an vaming. Þessar ferðir vom allt niður í tveggja tíma langar og með- al annars hægt að kaupa 5 kíló af sméri og ýmsu öðm. Þaðan kom nafnið smjörskip. Þetta gekk svo út í öfgar og smátt og smátt hefur verið tekið fyrir þessa verzlun og „Ágúst Grái“ lagði upp laupana. Þetta bar anzi snöggt að. Maður var kannski ekki alveg gmnlaus, en þetta gerðist eiginlega bara yfir helgi. Á mánudegi kom maður frá bankanum og lokaði fyrirtækinu og heimtaði uppgjör. Ég var þá með viðskipti við nokkur skip í gangi svo það var ekki um annað að ræða en bregðast hart við og stofna nýtt fyrirtæki. Við fengum inni hjá kunningjum með aðstöðu og lager. Morgunblaðið/HG Á lagernum kennir margra grasa enda óskir manna fjölbreyttar. Magnús stednur hér við vörubretti, sem fór um borð í Ógra. Samúel Hreinsson, Cuxhaven: Upplýsingamiðlun getur leyst vandann „TIL að koma í veg fyrir slysin verður að koma á fót einhverri upplýsingamiðlum á báðum end- um, sem hægt er að treysta. Þeg- ar upplýsingum er ekki treyst og sögusagnir bera sannleikann ofur- liði, fer auðvitað illa. Þess vegna er ábyggileg tilkynningaskylda heima nauðsynleg til þess að rétt- ar og áreiðanlegar upplýsingar nái til kaupenda og verðið á f iskin- um verði í samræmi við raun- verulegt framboð," sagði Samúel Hreinsson starfsmaður Peter Hein, umboðsfyrirtækis $ Cux- haven. „Fyrir nokkrum árum ákveðin nefnd við lýði, sem skipuð var íjórum mönnum, einum frá hvorum físk- markaðnum og einum frá umboðs- mönnunum, Ludwig Janssen í Bremrhaven og Peter Hein í Cux- haven. Þeir miðluðu upplýsingum til LÍÚ og skipin voru svo send út í samræmi við það. Oftast nær fóru tvö skip á viku til Bremerhaven og eitt til Cuxhaven, í samræmi við umsvif á hvorum stað. Það er okkur að kenna að þessi nefnd lagðist af. Vegna aukinna umsvifa og mark- aðsátaks í Bremerhaven juku þeir hlut sinn í fisksölunni þar og þurftu ekki lengur á samvinnu við Cux- haven að halda. Eftir þetta fóru ýmis þjónustufyrirtæki á þessum stöðum að taka að sér umboð fyrir fískseljendur og með gámunum varð til nokkur hópur umboðsmanna, sem verður að lifa á þeim. Siglingar ski- panna hafa ekki aukizt og meðan Þjóðveijarnir passa ekki upp á þetta, verða einhveijir aðrir að gera það. Nú er orðið mjög óheppilegt mis- ræmi á fisksölu í Cuxhaven og fisk- vinnslu þar. Um 15% af fiskinum er landað þar, en þar eru um 30% af fiskvinnslunni. Vinnslan þarf því að ná í fískinn í einhveijum mæli til Bremerhaven með talsverðum kostn- aði, sem leggst ofan á markaðsverð- ið. Það hefur áhrif á getu þeirra til að bjóða í fiskinn, en rýrir jafnframt afkomuna. Það er því spuming hve lengi þeir geta haldið þetta ástand út. Menn verða einnig að velta því fyrir sér hvort einhveijir fiskverkend- ur komi í stað þessara, fari þeir á hausinn, hvað gerist ef Cuxhaven falli út sem fiskmarkaður og Bremer- haven starfi þá án allrar samkeppni. Þetta gæti haft þær afleiðingar að löndunarkostnaður og annað verði óhagstæðara en ella og möguleikar á fisksölu minnki. Þess vegna er það nauðsynlegt að hafa markaðina að minnsta kosti tvo í samkeppni hvom við annan. Falli Cuxhaven út, verða menn líklega að fara að senda físk- inn til Hamborgar til að fá mótvægi við Bremerhaven. Vegna ógæfunnar um daginn féll verðið. Það var ekki bara að meira væri sent út en heppilegt var, heldur gekk líka sú saga að 60 gámar væru á leiðinni, en þeir voru bara 34. Þessi saga hafði strax í upphafi vikunnar áhrif á verðið á mörkuðunum, þrátt fyrir að fiskkaupendum vari sagt hið sanna í málinu. Það hefur smástígið síðan, en töluverðan tíma tekur að ná því upp að ráði á ný. Staðan er svo enn verri, þegar komið hefur til þess að selja á undirverði. Þegar kaupandinn er orðinn vanur því að fá fiskinn á lágu verði, er hann ekk- ert að borga hátt verð ótilneyddur. Til að koma í veg fyrir slysin verður að koma á fót einhverri upplýsinga- miðlum á báðum endum, sem hægt er að treysta. Þegar upplýsingum er ekki treyst og sögusagnir bera sann- leikann ofurliði, fer auðvitað illa. Þess vegna er ábyggileg tilkynninga- skylda heima nauðsynleg til þess að réttar og áreiðanlegar upplýsingar nái til kaupenda og verðið á fiskinum verði í samræmi við raunverulegt framboð. Fyrsta vikan í marz lítur illa út og við höfum verið að hringja í menn heima og ráðleggja þeim að senda ekki gáma til sölu þá. Mikið framboð er þá bæði af íslenzkum skipum og öðrum. Nokkrir gámar umfram heppilegt framboð geta rústað mark- aðinn og valdið öllum seljendum stórtapi. Miðað við 700 tonn í má búast við góðu verði, fari framboð hins vegar í 800, fæst væntanlega lélegt verð fyrir allt saman. Til þessa hafa skipin átt mánu- daga, þriðjudag og miðvikudaga og gámamir seinni hluta vikunnar. Svo kom um daginn skip á föstudegi út með slatta af gámum og þá varð að setja á markaðinn í upphafi vikunn- ar, ofan á skipin, þar sem ekki var hægt að geyma fiskinn lengnr. Þetta hafði sjálfsagt einhver áhrif á verðið „ÞAÐ hefur gengið vel að sljóma siglingum skipanna á markaðinn hér. Samkomulag og tilhliðranir em þar algengar, en það vantar heldur betur stjórn á gámaút- flutninginn. Þegar gámunum er hrúgað ofan á skipin, verður framboðið auðvitað of mikið og verðið fellur. Miðað við þessar aðstæður verður maður að sætta sig við verð rétt yfir 50 krónur á kíló. Við seljum líka fyrir rúm- ar 16 milljónir, en það byggist allt upp á því að við emm með mikið af fiski, um 320 tonn. Ann- ars hefði þetta orðið gjörónýtur túr,“ sagði Snæbjörn Óssurarson, skipstjóri á Ögra. „Allt í þessu sambandi hefur áhrif og það er hart að þurfa að sjá menn eyðileggja fyrir sér og öðrum án þess að nokkuð sé hægt að gera. Ég er á móti því að beita boðum og bönnum en samt verður til skipanna, jafnt sem verð á þessum fiski úr gámunum. þeir komu á röng- um tíma. Miðað við hæfilegt framboð fæst verð, sem allir geta sætt sig við. Við þurfum að uppfylla ákveðna þörf fyrir físk á þessum slóðum. Þurfum að gæta þess að bjóða alltaf heldur minna en þeir þurfa. Með því móti þarfnast markaðurinn okkar, en við ekki hans í sama mæli og ella. Um- fram allt er ábyggileg upplýsinga- miðlun lykillinn að eðlilegu framboð og góðri afkomu fyrir alla,“ sagði Samúel Hreinsson. að gera eitthvað í þessu máli. LÍÚ stjórnar skipunum og gerir það vel, en það eru sömu mennimir, félagar í LÍÚ, sem setja fiskinn í gáma. Menn eru famir að nota markaðinn hér sem rusiakistu. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að talsvert verður að fást fyrir að flytja atvinnu úr landi. Þjóðveij- amir sjálfir ættu líka að gera sér grein fyrir því hve miklu meira þeir hafa út út silgingum skipanna en gámumun, hvað varðar alla þjón- ustru og viðskipti. Þeir ættu því einnig að reyna að hafa áhrif á þessi mál, en þeir virðast telja sig hagnast á ótryggu verði. Það er bara engin áhöfn á gámunum til að eyða peningum í landi. Það þarf engan kost í gámana og svo fram- vegis. Það virðist vera of mikil vanþekk- ing á markaðnum, sem ræður ferð- inni. Þetta er eins konar „gullgraf- Snæbjöm Össurarson, skipstjóri á Ögra RE; Vanþekking virðist ráða allt of miklu Magnús Björgvináé«ffiunblaðaið/HG Mér fannst þetta kjörið tækifæri til að stofna eigið fyrirtæki, þar sem ég hafði orðið stóran hóp viðskipta- vina og ástæðulaust að færa ein- hveiju örðu fyrirtæki þá á silfur- fati. Veltan er orðin talsverð, ná- lægt 60 milljónum króna á ari, enda eru viðskiptin mjög fjölbreytt og við komin í gott leiguhúsnæði. Kost- urinn er auðvitað stór liður, en að auki er ég með verkfæri af ýmsu tagi, varahluti og alls konar vaming fyrir áhafnir skipanna. Þess vegna er ég með nokkuð góðan lager til að geta brugðizt strax við ef eitt- hvað vantar. Maður er einskonar „allsheijarreddari“. Menn leita til okkar með smá og stór erindi, allt frá skrúfu upp í mastur. Skipsvélar og sælgæti og allt þar á milli. Ég fæ auðvitað margvíslegar óskir, margar skrýtnar. Ég hef til dæmis þurft að skipta fyrir karlana á magabeltum og slíkum fatnaði, sem ekki hefur passað á konumar. Það er alltaf mikið keypt. Hver maður úr áhöfn fær 1.500 mörk og þeim peningum er yfirleitt öllum eytt í varning og þjónustu af öllu mögu- legu tagi. Skipin koma oft og það eru því miklir peningar, sem skipta um eigendur hér, svo miklir að þjón- ustan við íslendingana skiptir menn talsverðu máli og það yrði áfall, hættu skipin að koma hingað. Það, sem mér hefur einnig dottið í hug að gera, er að koma á fót hér eins konar íslenzkri útflutning- smiðstöð. Dreifingu á upplýsingum, heildsölu og nánast hvers lags þjón- ustu sem er, sem tengist útflutningi á íslenzkum vörum. Eg er með sam- bönd víða um Evrópu og langar að sjá til hvað hægt er að gera. Ég býst einnig við þvi að miðstöð af þessu tagi komi útflytjendum heima að gagni," sagði Magnús Björgvins- son. Snæbjörn Össurarson, skipstjóri á Ögra. arastemming" yfir útflutningum. Umboðsmennimir héma úti virðast hafa takmörkuð áhrif á gang mála, nema þegar þeir hlaupa í símann og betla fisk að heiman. Það þýðir ekkert annað en offramboð og verð- fall. Þeir virðast vita lítið eða ekk- ert um það, sem máli skiptir, en hafa góða lager af afsökunum, er öðmvísi fer en þeir sögðu," sagði Snæbjöm Össurarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.