Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.03.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1988 62 Þessir hringdu . . Athyglisverð grein Kona hringdi: „Mig langar til að vekja at- hygli á góðri grein eftir Guðna Gunnarsson sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 25. febrúar. Þar fjall- ar hann um skattlagningu á heilsurækt. Þessi skattlagning bitnar mest á konum, sem verið hafa duglegri við að stunda heilsu- rækt en karlar. Enn eiga þær að gjalda þess að vera konur. Þá gildir ósamræmis í þessum nýju lögum. Til dæmis ber að greiða söluskatt af starfsemi í djassballet en ekki samkvæmisdönsum. Sam- kvæmisdans telst semsé listgrein en djassballet ekki samkvæmt lögunum. Þetta sýnir að þeir sem þessi lög sömdu háfa ekkert vit að danskennslu. Loks langar mig til að fara framá það við Hús- næðismálastjóm að hún birti nöfn þeirra lífeyrissjóða sem ekki hafa samið vegna húsnæðislána. Það Svívirðileg aðför að heilsu- faii Iandsmanna í fonni verð- stýringar með skattaálagningu er svo oft talað um einhverja lífeyrissjóði sem enn hafi ekki samið en aldrei minnst á hveijir þeir eru.“ Afgreiðsla Iðanaðarbankans til fyrirmyndar Elísabet hringdi: „Eg vil vekja athygli á góðu fyrirkomulagi í afgreiðslu Iðnað- arbankans við Lækjargötu. Ég hef alltaf litið svo á að íjármál væru einkamál og þess vegna hefur ösin fyrir framan gjaldkeraborð í bönkum farið í taugamar á mér. Oft stendur fólk beggja megin við mann og getur fylgst með öllu sem maður gerir. Hjá Iðnaðar- bankanum í Lækjargötu hefur þetta mál verið leyst á einfaldan hátt. Tvær snúmr mynda gang- veg að gjaldkeraborðinu og við- skiptavinimir em kallaðir upp einn og einn. Vonandi taka aðrir bankar einnig upp þetta fyrir- komulag." Skíðataska Salomon skíðataska var tekin í misgripum í rútunni frá Bláfjöll- um í Garðabæ. í töskuni sem eft- ir var skilin em m.a. brúnir fingra- vettlingar. Sá sem töskuna tók er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 656338. Skíði Dynastar-skíði vom tekin í mis- gripum á öskudag en önnur af sömu tegund en gyllt að lit skilin eftir í þeirra stað. Sá sem skíðin tók fór úr rútunni hjá bensínstöð- inni í Árbæ. Er sá sem skíðanna saknar er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 84086. Dráttarvél og/ eða bíll Borg í Miklaholtshreppi EFLAUST þykir það ekkert fréttnæmt þótt bóndi bregði sér til Reykjavíkur og kaupi sér þar dráttarvél til bústarfa. Svo bú- skapur geti gengið þokkalega þarf tnikið fjármagn til véla- kaupa, því landbúnaður er i dag mikið vélvæddur. Nýlega fór bóndi héðan af Snæ- fellsnesi til Reykjavíkur. Erindið var að sækja nýkeypta dráttarvél sem þar var tilbúin til afgreiðslu. Þegar bóndinn ekur af stað frá því fyrir- tæki sem seldi honum vélina vissi hann ekki fyrr en tveir Iaganna veróir, lögregluþjónar, stoppa hann þar sem hann var á keyrslu á sinni nýju vél. Lögregluþjónarnir krefja hann um ökuskírteini sem hann og sýndi þeim. Eftir stutta stundu tilkynna þeir bóndanum að hann hafí ekki réttindi til þess að keyra dráttar- vél, ökuskírteinið sé í lagi til bif- reiðakeyrslu. Skipa honum að fá annan til að aka vélinni sem bónd- inn ætlaði að taka með Akraborg- inni klukkan 4 til Akraness. Til- kynntu honum ennfremur að bænd- ur hafi ekki réttindi til þess að aka dráttarvél úti á þjóðvegum þótt þeir hafi bflpróf. Bónda fannst þetta hart að sér vegið, hringdi í lögreglu- varðstjóra og tilkynnti honum hvað yfir sig hefði verið látið ganga. Lögregluvarðstjórinn sagði þetta rangt, en eftir allt þetta þref og töf tapaði bóndinn af ferð Akraborgar. Varð hann að bíða til klukkan 7 um kvöldið og kom svo ekki heim til sín fyrr en eftir miðja nótt. Ég held að þessir menn þyrftu að læra betur sitt fag. -Páll Þjóðkirkjan - Háskólinn Spurt var í Velvakanda fyrir nokkru hvernig hægt væri að segja sig úr Þjóðkirkjunni og láta galdið sem greiða ber renna til Háskólans. Á Hagstofu íslands fást sérstök eyðublöð og með því að útfylla þau og skila getur fólk látið viðkomandi gjald renna til Háskólans. vi iiuiuaupviau ganga úr Þjóðkirkjunni? fn hringdi: „Ég var innlimaður í íslensku 'Þjóðkirkjuna í frumbemsku en nú er ég kominn til vits og ára og er ekki viss um að ég vilji vera í henni lengur. Hvemig á ég að fara að því að ganga úr Þjóðkirkj- unni og láta það gjald sem greiða ber fremur renna til Háskólans?" HÖGNI HREKKVÍSI tJéG SKAL EKKJ y€FA AHG EF þú ÖERU? f>A& EKK.I HELDUR ! « Yíkverji skrifar * Idag ganga í gildi ný umferðar- lög. Eins og lesa mátti á baksíðu Morgunblaðsins í fyrradag, verður það dýrt spaug að fara ekki að settum reglum. Það kostar t.d. þús- und krónur að spenna ekki bílbeltið o.sv. fry. M.a.o.: hver á að greiða sektina, ef farþegi í bíl spennir ekki beltið? Á eigandi bílsins að gera það eða farþeginn?! En hvað sem því líður er það sjálfsagt eina leiðin til þess að koma á aga í umferðinni hér að sekta menn myndarlega, ef þeir fara ekki eftir settum reglum og þá er að taka því. Víkveiji er hins vegar þeirrar skoðunar, að fleiri þurfi að taka sig á í umferðinni en almennir öku- menn. Víkveiji á oft leið um Kringlumýrarbraut m.a. þegar um- ferðin er þar mest. Ef einhver farar- tálmi er á þessari Ieið, skapast umsvifalaust öngþveiti í umferð- inni. Það tók Víkveija t.d. 15 mínút- ur fyrir skömmu að komast frá Kópavogsbrúnum að ljósunum við Kringluna. Og hvers vegna skyldi það hafa verið? Ástæðan var sú, að það hafði orðið minniháttar árekstur á leið- inni, einn bíll keyrt aftan á annan eða eitthvað slíkt. Lögreglan var komin á staðinn til þess að taka skýrslu af ökumönnum. En í stað þess að fj'arlæga umsvifalaust bílana, sem lent höfðu í árekstri, voru þeir á sínum stað en lögreglu- menn í sínum bíl að tala við öku- menn. Á meðan skapaðist stórkost- leg umferðaröngþveiti á þessari leið. XXX að skal tekið fram, að þetta var ekki í fyrsta sinn, sem Víkveiji hefur orðið vitni að svipuð- um atburði. Þvert á móti virðist það vera föst regla, að bílar eru ekki fjarlægðir umsvifalaust til þess að greiða fyrir umferðinni, heldur þvert á móti! Það hlýtur að vera hægt að afgreiða stöðu bílanna með Ijósmyndatöku á staðnum, sem tek- ur örfáar mínútur og íjarlægja þá á stundinni að því loknu. Vel má vera, að lögreglan hafi einhver frambærileg rök fyrir þessum vinnubrögðum og ef svo er stendur þessi dálkur þeim opinn til þess að koma þeim athugasemdum á fram- færi. xxx að var hægt að skilja einn af umferðarleiðtogum þjóðarinn- ar þannig í sjónvarpsviðtali nýlega, að það skipti miklu máli að losa Bifreiðaeftirlitið við það amstur, sem fylgir sérvizku manna í sam- bandi við bílnúmer. Áhugasamur lesandi Víkveija hafði samband við hann og vildi koma því á framfæri, að í stað þess að banna þessa sér- vizku ætti Bifreiðaeftirlitið að gera hana að tekjulind með því að selja mönnum dýru verði þá þjónustu að geta haldið gömlu númerunum sínum! Hvað segja menn um þetta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.