Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 21

Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 21 tíu ár, ferðast með mér og gefíð mér fjölskyldulíf, en nú eigum við átta mánaða dóttur og það hefur breytt lífi okkur til hins betra, þrátt fyrir vanda vegna ferðalaganna. Mæð- gumar fylgja mér í lengri ferðir. Mér fínnst erfítt að vera í burtu frá þeim, býst við að hægja á mér núna, þó það sé erfítt. Víkjum frá tónlistinni og að lífinu. Þú valdir að flytjast frá Sovétríkjun- um. Hvers vegna? „Lífíð í Sovétríkjunum var mér svolítið snúið. Samt ekki alslæmt og ég er þakklátur fyrir þá menntun, sem ég fékk þar. En síðustu tvö árin voru slæm. Fjölskylda mín var smátt og smátt að tínast burt til ísraels, sótti um brottfararleyfí og fékk. Ég gerði það ekki og það var þá álitið að ég ætlaði mér að ljúka skólanum til að geta flutt með prófskírteinið upp á vasann, þótti ljóst að ég myndi fara á endanum. Þetta var að hluta rétt. Mér var reyndar skítsama um skólaskírteinið, fékk það heldur aldr- ei, en þótti sárt að þurfa að hætta hjá Rostropovitsj. Ég stóð mig í skó- lanum, svo þar höfðu þeir ekkert á migt en þeim leggst alltaf eitthvað til. Ég var á endanum settur i vinnu- búðir og var þar í áiján mánuði. Svo var ég í tvo mánuði á geðveikra- hæli, fór þangað af ftjálsum vilja, því mér hafði verið bent á að það væri leið til að sleppa við herþjón- ustu. Allan þennan tíma sá ég ekki hljóðfærið mitt. Þessi þraut hefur hjálpað mér í tónlistinni. Erfíð reynsla, en ég sé ekki eftir þessum tíma, því manni lærist alltaf eitt- hvað, bara spuming um afstöðu. Þetta er einungis hluti af lífí mínu forðum. Eina ástæðan fyrir að það eru ekki fleiri settir inn í Sovétríkjunum er plássleysi. Þrátt fyrir að fangelsishftin sé risavaxin, þá eru þó takmörk hve marga hún getur gleypt. Ég veit að öll fangelsi í landinu eru eins full og hægt er, en sama samt." Tengslin við forfeðurna fyrir tvö þúsund árum „Ég flutti til ísraels, ekki endilega vegna þess að ég vildi fara þangað, heldur vegna þess að það var leiðin til að komast burt frá Sovétríkjunum og þar býr systir mín. Ég var ekki zíonisti, en um leið og ég kom þang- að, skynjaði ég eitthvað í umhverf- inu, fannst ég komin heim, þó ég fengi ekki gyðinglegt uppeldi sem bam. Fannst ég strax skynja einhver . tengsl við forfeður mína þama fyrir um tvö þúsund ámm. En mér fannst ég heldur aldrei eiga heima í Sov- étríkunum, enda stóð gyðingur í vegabréfínu, þó ísrael sé eini staður- inn þar sem er hægt að vera gyðing- ur að þjóðemi. Og bara í útliti fell ég miklu betur inn í þaraa. í Sov- étrílq'unum eru líka sterkir and- gyðinglegir straumar, þó ekki sé af öðru, en að það er alltaf auðvelt að kenna minnihlutahópum um það sem fer afvega. Vegna þessa alls veittist mér auð- velt að byija nýtt lff í ísrael og þar býr öll nánasta fjölskylda mín. Sum þjóðarbrotin í ísrael halda saman, en ég sækist ekki sérstaklega eftir að umgangast rússneska gyðinga, eða tala rússnesku. Ég reyndi að læra hebresku, sem ég kunni ekki frekar en ensku, því ég vil geta kom- ist í samband við fólk. En það dettur jrfír mig að fara í heimsókn til rússne- skra vina þama, og koma að bömun- um þeirra horfandi á rússneska sjón- varpið í gegnum gervihnattadisk í hverfinu. Eins og sovéska sjónvarpið er nú skelfilegt. Standandi brandari eftir að rásimar þar urðu tvær, að kveikti maður á þeirri fyrri var þar átta tfma ræða um framgang komm- únismans og væri skipt yfír var þar fyrir hermaður sem beindi að manni vélbyssu og spurði hvort manni félli ekki ræðan. Mér fínnst það andlegur öfug- uggaháttur að fara frá Sovétrfkjun- um og láta svo eins og maður búi þar. En ég ásaka ekki þá, sem haga sér þannig, því fólkið er alið svona upp. Það er heilaþvegið og þvf veit- ist erfítt að aðlaga sig þjóðfélagi, þar sem það þarf að vejja sjálft. Nei, ég áfellist það ekki...“ Textí: Sigrún Davíðsdóttír Málþing fyrir almenning um brj óstkrabbamein SKIPULEG leit að bijóstkrabbameini með hjálp fullkominnar röntgentækni (mammó- grafíu) á vegum Krabbameinsfélags íslands er að fara af stað um þessar mundir. Að sögn Baldurs F. Sigfússonar yfírlæknis á röntgendeild Krabbameinsfélagsins mun þetta átak valda byltingu í greiningu brjóstkrabba- meins. Erlendar rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að með þessari aðferð má greina mun fleiri krabbamein á viðráðanlegu stigi, en möguleikar á lækningu krabbameins fara að vemlegu leyti eftir því hversu snemma það greinist. Auk þess mun sjaldnar þurfa að fjarlægja allt bijóstið við skurðaðgerð. Til að kynna þetta nýja verkefni stendur Krabbameinsfélag Reykjavíkur fyrir málþingi mánudaginn 18. aprfl kl. 20.30 í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Þingið ber yfírskriftina: Málþing fyrir almenning um leit að bijóst- krabbameini og breytíngar á meðferð. Að loknum inngangsorðum Sigurðar Bjömssonar læknis verða flutt fímm stutt erindi. Baldur F. Sigfússon yfírlæknir fjallar um bijóstmynda- töku, Einar Hjaltason læknir um skipulag bijóstkrabbameinsleitarinnar, Hjalti Þórarins- son prófessor talar um skurðaðgerðir við bijóst- krabbameini, Guðjón Baldursson læknir greinir frá meðferð, annarri en skurðlækningum, og Kristbjörg Þórhallsdóttir kynnir Samhjálp kvenna en svo nefnast samtök kvenna sem fengið hafa bijóstkrabbamein og veita aðstoð og ráðgjöf. Fundarstjóri verður Sigurður Bjömsson. Að erindum loknum verður kaffíhlé og síðan pallborðsumræður þar sem frummælendur svara fyrirspumum. Á staðnum verður sýning Krabbameinsfélag íslands er um þessar mundir að fara af stað með skipulega leit að bijóstkrabbameini. á hjálpargögnum á vegum Samhjálpar kvenna. Öllum er heimill aðgangur að málþinginu meðan húsrúm leyfír. (Fréttatílkynnmg) OPNUM AFTUR EFTIR GAGNGERAR BREYTINGAR 1.. KmP ,fí' 2 if .. . . Hp^: 1 '' . .. i ... teiiT' ■ 1 — f~ ~ 1 YGSBbHÍM ’ '•■ . .. : 1' N5P >\g • - 1 i | jKL. •■■■■'■ ELDHÚSINNRÉTTINGAR - BAÐINNRÉTTINGAR — FATASKÁPAR ÚTIHURÐIR — BÍLSKÚRSHURÐIR — SVALAHURÐIR INNIHURÐIR — ARNAR OG MARGT FLEIRA. SYNUM AEG HEIMILISTÆKI. BYGGINGAWONGSTA SIMAR 84585-84461 OflKIN/Si*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.