Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Nemendur frá sex löndum í Jarð- hitaskólanum Sagan af dönsku bræðrunum var sögð á heilsíðu í danska síðdegisblaðinu BT. Tveir danskir bræður á síðum BT: Betrunarvistin á íslaiidi endaði með ósköpum TÍUNDA starfsár Jarðhitaskól- ans er hafið. Skólaárið er sex mánuðir og að þessu sinni eru nemendurnir frá Eþíópíu, Hond- úras, Kenýa, Kína, Mexíkó og Tyrklandi. Jarðhitaskólinn var stofnaður árið 1979 og þar hafa verið þjálfað- Ragnar H. Ragnar ísafjörður: Minnisvarði um Ragnar H. Ragnar ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa Ragnari H. Ragnar, skólastjóra Tónlistarskóla Isafjarðar, minn- isvarða á ísafirði og færa bænum að gjöf. Það eru Pétur Kr. Haf- stein, Jón Páll Halldórsson og Kristján Haraldsson sem standa fyrir þessu framtaki. Leitað hefur verið til listamanns- ins Jóns Sigurpálssonar um gerð minnisvarðans. Hann vinnur nú að listaverki, sem hann kallar KUML. Um verður að ræða 25—30 fer- metra torf- og grjóthleðslu, sem verður um 1 metri að hæð. Á miðri hleðslunni verður um 3 metra grá- grýtisbjarg, sem verður sagað í femt. Yfirborð bjargsins verður hijúft og óunnið, en sagarsárið verður hins vegar slípað og á þá fleti meitluð einhver þau orð sem táknræn þykja fyrir Ragnar H. Ragnar. Til þess að gera hugmynd þessa að vemieika verður að leita til al- mennings um Ijárframlög. Það er ljóst, að fjölmargir, bæði ísfirðingar og aðrir, munu hafa hug á að leggja þessu máli lið í því skyni að heiðra minningu Ragnars H. Rágnar. Þeim, sem það vilja, gefst nú kost- ur á að leggja það framlag, sem þeir kjósa, inn á ávísanareikning nr. 10197 við Útvegsbanka íslands hf. á ísafirði. Nöfn gefenda verða skráð í sérstaka bók, sem afhent verður bæjarstjóm Isafjarðar til varðveizlu, um leið og minnisvarð- inn verður afhjúpaður. Stefnt er að því, að það verði gert hinn 28. sept- ember á hausti komanda, en þá hefði Ragnar H. Ragnar orðið níræður, hefði hann lifað. Safnist meira fé en sem nemur kostnaði við gerð og framkvæmd þessa verks, mun því verða varið í þágu Tónlistarskóla ísafjarðar, sem verður flömtíu ára nú í haust og Ragnar H. Ragnar helgaði drýgstan hluta starfsorku sinnar hér á Isafirði Þess skal að lokum getir, að Guðmundur E. Kjartansson, löggilt- ur endurskoðandi, hefur góðfúslega tekið að sér að færa reikningsskil vegna þessara framkvæmda. (Fréttatílkynning) ir 69 jarðvísindamenn og verk- fræðingar frá 14 þróunarlöndum. Orkustofnun rekur skólann í sam- vinnu við Háskóla Sameinuðu þjóð- anna. Nemendur fá dvalarstyrki frá SÞ, en íslendingar kosta kennsluna. Segir í fréttatilkynningu frá Orku- stofnun að starfið hafi gengið vel frá upphafi og að starfsemi skólans sé liður í aðstoð íslendinga við þró- unarlönd. Kennarar skólans em sérfræð- ingar á Jarðhitadeild Orkustofnun- ar, prófessorar við Háskóla íslands og sérfræðingar hjá verkfræðistof- um og hitaveitum. Starfsemin mið- ar að því að veita nemendum þjálf- un í einstökum greinum jarðhita- fræða og vinna þeir gjaman verk- efni, sem tengjast framkvæmdum hitaveitna og rannsóknum á ein- stökum jarðhitasvæðum. Náminu lýkur með ritgerð, sem skólinn gef- ur út og dreifir til þróunarlanda og víðar. Nemendur í ár em Jesus De León V., verkfræðingur frá Mexíkó, Ismail Dokuz, verkfræðingur frá Tyrklandi, Eyob Easwaran, verk- fræðingur frá Eþíópíu, Pang Zhonghe, jarðfræðingur frá Kína, Orlando Pena R., jarðfræðingur frá Hondúras og Mwakio P. Tole, jarð- fræðingur frá Kenýa. Suðurlandsvegur: Harður árekstur hjá Hveragerði Selfossi. HARÐUR árekstur varð um há- degisbil í gær milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar á gatnamótum Olfusvegar og Suðurlandsbraut- ar við Hveragerði. Ökumaður fólksbifreiðarinnar og tveir far- þegar voru fluttir á slysavarð- stofu Borgarspitalans. Ökumann vörubifreiðarinnar sakaði ekki. Vömbifreiðin var á leið austur frá Reykjavík og var beygt inn til Hveragerðis, í veg fyrir fólksbifreið- ina sem rakst harkalega á hægra framhom hennar. — Sig. Jóns. TILRAUN tU að leiða tvo af- brotahneigða bræður frá Kaup- mannhöfn frá villu síns vegar og senda þá til íslands til að vinna • fyrir sér, endaði með ósköpum, að því er segir í heilsíðufrétt í danska síðdegisblaðinu BT. Bræðumir voru sendir aftur til Danmerkur eftir að annar þeirra hafði stolið tveimur bilum og kveikt i öðmm þeirra. Bræðumir, sem em 15 og 16 ára gamlir, vom dæmdir ásamt tveimur öðmm unglingum í bæjarrétti Kaupmannahafr.ar fyrir 185 þjófn- aði sem þeir játuðu á sig. Bræðum- ir hlutu 6 mánaða skilorðsbundinn dóm og vom auk þess skikkaðir til að ráða sig í vinnu sem afbrotaeftir- litið útvegaði þeim. Annar þeirra fékk vinnu í frysti- húsi í Reykjavík en hinn gerðist vinnumaður í sveit. Eftir fímm vikna sælu í sveitinni fór kauða að leiðast dvölin og tók hann því bfl bóndans traustataki og forðaði sér. Þá lagði hann bflnum og reit bónda bréf og lét hann vita hvar bflinn væri að finna. Síðan stal hann öðr- um bfl og ók áleiðis til Reykjavík- ur. Ekki hafði hann ekið lengi er hann yfírgaf bflinn og kveikti í hon- umu Dönsk yfirvöld sáu sig nauð- beygð til að senda drengina heim en eitthvað misfórst komutími þeirra til Kastmp því þeir stungu fylgdarmann sinn af og ganga nú lausir f Kaupmannhöfn. Að sögn fylgdarmanns drengj- anna vom drengimir og vinnuveit- endur þeirra ánægðir með vist þeirra á íslandi. Ógæfan stafaði ef til vill af löngun bræðranna til að vera saman. íslenska álfélagið: Eggert Hauksson í sljórn FRIÐRIK Sophusson, iðnaðar- ráðherra, hefur skipað Eggert Hauksson, framkvæmdastjóra, í stjórn tslenska álfélagsins. Iðnaðarráðherra skipar tvo menn af níu í stjóm álfélagsins en aðal- fundur fyrirtækisins var haldinn í þessari viku í Zúrich. Eggert kemur inn í stjóm fyrirtækisins í stað Jóns Aðalsteins Jónssonar, fram- kvæmdastjóra. Magnús öskarsson, borgarlögmaður, situr áfram í stjóminni fyrir hönd iðnaðarráðu- neytisins. Að sögn Páls Flygenrings, ráðu- neytisstjóra, er það mjög algent að skipt sé um menn þegar nýr ráð- herra tekur við embætti og það yfirleitt gert. Lánskjaravísitalan: Hækkun um 1,53% SEÐLABANKINN hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir júni- mánuð og reyndist hún vera 2.051 stig. Hækkunin frá mánuðinum á undan varð 1,53%, sem jafngildir 20,1% hækkun á heilu ári. Hækkun lánskjaravísitölu sfðustu þijá mánuði umreiknað til árshækk- unar nemur 18,0%, sfðustu sex mán- uði 18,3% og síðustu 12 mánuði 21,6%. Kvikmyndin Foxtrot seld fyrir 30 milljónir DANSKA dreifingarfyrirtækið Nordisk Film keypti heimssýning- arrétt á íslensku kvikmyndinni Foxtrot á 30 miHjónir króna. Myndin er gerð af Frost film i samvinnu við norska aðila. Samn- ingar um söluna voru undirritaðir í Cannes á fimmtudagskvöld- ið. Nordisk Film er þegar í samningaviðræðum um dreifingu myndarinnar, og mun hún verða sýnd í kvikmyndahúsum og sjón- varpi, auk þess sem hún verður til dreifingar á myndböndum. Að sögn forsvarsmanna Frost film er þetta í fyrsta skipti, sem heimssýningarréttur á íslenskri kvikmynd er seldur. Karl Óskarsson, einn aðstand- enda Frost film, sagði í samtali við Morgunblaðið, að myndin hefði fengið góða dóma áhorfenda í Cannes og nokkrir aðilar hefðu sýnt áhuga á kaupum. Hann sagði söluverðið óvenjugott og samn- inginn um dreifínguna einnig. Slíkir samningar væru ekki al- gengir um skandinavískar mynd- ir, að Bergman frátöldum. Karl sagði lykilinn að þessari sölu vera, að myndin var gerð með ensku tali auk íslensku útgáfunnar. Þessi góða sala þýði þó ekki, að framleiðendur komi heim með fullar hendur fjár, því að myndin kostaði um 42 milljónir króna í framleiðslu. Þetta þýðir þó, að sögn Karls, að hægt verður að vanda betur til íslensku útgáf- unnnar en annars hefði verið mögulegt. Foxtrot er gerð í sam- vinnu Frost fílm og norsku fyrir- tækjanna Viking Film og Film Effekt. Það var Viking Film sem sá um sölu myndarinnar í Can- nes. „Þessi sala eykur möguleika okkar á framhaldsverkefnum. Næsta mynd verður væntanlega í samvinnu við Skandinava," sagði Karl óskarsson. Leikstjóri Foxt- rot er Jón Tryggvason og höfund- ur handrits Sveinbjöm I. Bald- vinsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.