Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAl 1988 21 Templarar: 50 ára afmæli Regiiis REGINN, blað templara, á 50 ára afmæli um þessar mundir. Hannes Jónsson bóksali var Stjórnsýslu- hús í undir- búningi á Akranesi Akranesi. HAFINN er undirbúningur að byggingu stjórnsýsluhúss á Akranesi og standa vonir til að samningur eignaraðila um hönnun hússins liggi fyrir á næstu dögum. Undirbúningsnefnd vegna væntanlegrar byggingar var skip- uð 22. desember 1987 en þá hafði verið rætt um slíka byggingu allt frá árinu 1982. í nefndinni eiga sæti Finnur Sveinbjömsson hag- fræðingur, Þorleifur Pálsson lög- fræðingur og Gísli Gíslason bæjar- stjóri á Akranesi. Að sögn Gísla er nefndinni falið að gera tillögur um hveijir komi til með að hafa aðstöðu innan stjómsýsluhússins og meta hús- næðisþörf þeirra. Þá á nefndin að semja lýsingu á samkeppni um hönnun hússins og beita sér fyrir því að gerður verði samningur milli eignaraðila um hönnun þess. í húsinu er gert ráð fyrir skrif- stofu Akraneskaupstaðar, skrif- stofu bæjarfógeta og skattstofu Vesturlands. Þá er gert ráð fyrir skrifstofu fyrir gjaldheimtu, Tryggingastofnun ríkisins, Vinnu- eftirlit ríkisins, Sjúkrasamlag Akraness svo nokkuð sé nefnt. Gísli Gíslason segir að gera megi ráð fyrir að húsrýmisþörf stofnana liggi fyrir í lok maí eða byijun júni og einnig samningur eignaraðila um hönnun hússins. Þá gæti vonandi farið fram sam- keppni um bygginguna síðari hluta þessa árs og hönnun þess á næsta ári og þá mætti gera ráð fyrir að framkvæmdir við byggingu hefjist eigi síðar en í byijun árs, 1990 sagði Gísli að lokum. —JG fyrsti ritstjóri þess og kom fyrsta tölublaðið út þann 17. maí 1938. Það voru siglfirskir templarar sem stofnuðu blaðið og sáu um útgáfu þess í 40 ár en árið 1978 hófst samstarf milli Regins og forráðamanna Stórstúku íslands um útgáfuna. I afmælisblaðinu kennir margra grasa, frásagnir, ávörp og af- mæliskveðjur. í ávarpi Guðmundar Bjamasonar, heilbrigðisráðherra, segir meðai annars: „Engum blandast hugur um þær hættur sem stafa af neyslu áfengis og hversu hræðilegar af- leiðingar hennar geta orðið fyrir einstaklinga, fjölskyldur og þjóð- félagið allt. Kostnaður samfélags- ins vegna ofneyslu áfengis er gífurlegur. Það verður því seint fullþakkað það mikla og mikil- væga starf áhugamanna í bindind- ishreyfingunni við að vara við hættunni og benda á afleiðingar af notkun áfengis." Allt efni Regins er unnið endur- gjaldslaust og eru tekjur blaðsins nær eingöngu styrkir, gjafír og auglýsingar. Ritstjórar Regins eru þeir Jóhann Þorvaldsson og Halld- ór Kristjánsson. Eigendur Herragarðsins, Þorvarður Árnason t.v. og Guðgeir Þórar- insson í nýju versluninni. Herrahúsið flytur í nýtt húsnæði HERRAHÚSIÐ flutti í nýtt hús- næði sl fimmtudag. Herrahúsið var stofnað 1965 og hefur í ár- anna rás rekið þijár verslanir samtímis í Reykjavík. Nú hefur verið byggt nýtt hús á Laugavegi 47 og hefur Herrahúsið flutt þangað með alla sina starfsemi. Herrahúsið hefur alltaf kapp- kostað að hafa á boðstólum vandað- an karlmannafatnað og eftir að rekstri eigin saumastofu var hætt hefur Herrahúsið lagt metnað sinn í innflutning á vönduðum herrafatn- aði, segir í frétt frá verslununni. Meðal þeirra sem Herrahúsið selur fatnað frá eru Van Gils í Belgíu, Falbe Hansen í Danmörku og Marzotto á ítalfu. Listahátíð: Miðasala hefst á þriðjudag MIÐASALA Listahátiðar hefst þriðjudaginn 24. maí í Gimli við Lækjargötu. Þar verða seldir miðar á öll atriði hátíðarinnar og Listahátiðaraukann sem er tónleikar Leonards Cohen föstudaginn 24. júni. Miðasalan verður opin frá kl. 13.30 til 19.00 alla daga en tekið verður við miðapöntunum í síma til klukkan 22.00 öll kvöld. Fólk er hvatt til að kynna sér dagskrá Listahátíðar og tryggja sér miða tímanlega þar sem tón- leikar vinsælla tónlistarmanna eins og Cohens, franska jassfíðlu- leikarans Stephane Grappellis og einleikartónleikar Vladimir Ash- kenazys, verða aðeins einu sinni og búast má við að færri komist að en vilja. (Fréttatilkynning) RÝMINGAR- SALAI Ferming í Set- bergsprestakalli Ferming i Setbergsprestakalli hvitasunnudag. Ferming i Grundarfjarðar- kirkju kl. 11. Prestur sr. Jón Þorsteinsson. Fermd verða: Gaukur Garðarsson Haraldur Róbert Magnússon Hringur Pálsson Pálmi Marel Birgisson Þorsteinn Bjarki Ólafsson Þórarinn Kristjánsson Aðalheiður Friðfínnsdóttir Eva Jódís Pétursdóttir Guðbjörg Jóhanna Nielsdóttir Jófríður Friðgeirsdóttir Kristín Björg Ámadóttir Kristín Ýr Pálmarsdóttir Margrét Óskarsdóttir Sædís Helga Guðmundsdóttir. Ferming f Setbergskirkju hvítasunnudag kl. 14. Prestur sr. Jón Þorsteinsson. Fermdur verður Illugi Guðmar Pálsson. % Vegna eigendaskipta og breyttrar sölustefnu verður rýmingarsala á ýmsum vörum hjá okkur í nokkra daga. Við erum aðeins að skapa rými fyrir nýjar vörulínur! Notið tækifæri sem ekki gefst aftur og gerid hagkvæm kaup. Á rýmingars&lunni bjóðum vlð m.a.: Verðdæmi .0° 1. -Heilartepparúllur 2. -Teppabútaogafganga 3. -Mottur og stök teppi 4. 5. 6. 7. -Fyrsta flokks gólfdúka -ítölsk ieðursófasett -Sófaborð -Borðlampa 8. -Amerískmálverk Afsláttur Áður: Nú: 20% Ballet 139.500 111.600 30-50% Ýmsir 5.000 2.500 20% L. 1,70 X 2,40 36.025 28.820 25% Rikett fm. 595 446 20% Altana 121.000 96.800 30% Turin 15.250 12.200 20% Lampi 6.450 5.160 30% Stærsta gerð 21.900 Góðir greiðsluskilmálar — Eurokredit — Visa-raðgreiðslur. TEPPABÚÐIN hf. SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 681950-84850. VeriÖ velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.