Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 28

Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Er tímabært að láns- kjaravísitala sé afnumin? eftír Ólaf Björnsson FVá því að verðtrygging fjár- skuldbindinga varð í lok síðasta áratugar almenn í lánsviðskiptum til lengri tíma, hafa stöðugt verið miklar umræður um hina svoköll- uðu lánskjaravísitölu sem almennt hefur verið notuð sem viðmiðun í slíkum lánsviðskiptum og hefur þá bæði verið deilt um réttmæti þess að nota slíka vísitölu og það, hvort sjálf vísitalan sé byggð upp á réttan hátt. Fyrra atriðið er auðvitað mikil- vægara og verður eingöngu um það fjallað hér. Aðdragandi verðtrygging- ar fjárskuldbindinga Hugm)mdin um það, að rétt sé á verðbólgutímum að taka upp verð- tryggingu í lánsviðskiptum, er eng- an veginn ný og hefur komið fram í ýmsum myndum. f lok fyrri heims- styijaldar var t.d. talsvert um það á Norðurlöndum og sennilega víðar, að gerðir voru lánssamningar þann- ig að lánsfjárhæð skyldi hækka til samræmis við verðhækkun gulls (guldklausul). Dómstólar voru þó tregir til þess að viðurkenna gæði slíkra samninga. Hin þráláta verðbólga, sem ríkt hefur hér á landi allt frá því á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, leiddi eðlilega til þess að það var rætt manna á milli hvað hugsanlegt væri að gera til þess að koma í veg fyrir það, að allt sparifé yrði að engu. Það hefði auðvitað verið hægt að stórhækka innlánsvexti, en fyrir því voru ekki stjómmálaleg- ar forsendur. Fyrstur til að hreyfa þessu máli á Alþingi varð Ólafur Jóhannesson, síðar formaður Fram- sóknarflokksins. Hann flutti ásamt nokkrum flokksbræðrum sínum á þingunum 1960 og 1961 þings- ályktunartillögu um það að gerð yrði athugun á því, hvort og þá hvemig mætti framkvæma verð- tryggingu sparifjár. Á þinginu 1961-62 flutti sá er þetta ritar til- lögu til þingsályktunar er efnislega gekk í sömu átt og tillaga þeirra framsóknarmanna en var þó mark- að þrengra svið þar sem hún náði fyrst og fremst til verðtryggingar lífeyrisréttinda og líftrygginga. Þegar ég hafði í sameinuðu þingi mælt fyrir minni tillögu kvaddi Ólafur Jóhannesson sér hljóðs og minnti á tillögu þeirra framsóknar- manna sem gengi í sömu átt og mín tillaga en hefði nú legið óaf- greidd í þinginu í nær því tvö ár. Þetta breytti þó engu um það, að hann og, að því er hann bezt vissi, einnig flokksmenn hans myndu af heilum hug styðja mína tillögu. Við þetta var drengilega staðið af Ólafi og var tillaga mín afgreidd úr þing- nefnd og samþykkt á þinginu. Má vel vera að afstaða þeirra fram- sóknarmanna hafí þar ráðið úrslit- um, því að innan Sjálfstæðisflokks- ins voru mjög skiptar skoðanir um réttmæti verðtryggingar. Formaður flokksins, Ólafur Thors, var einn þeirra, sem var henni andvígur, þar sem hann gerði sér ljóst að af henni myndi leiða vaxtahækkun, en hana taldi hann atvinnuvegina ekki þola. Framhald málsins varð svo það, að ríkisstjómin, sem þá sat, þ.e. viðreisnarstjómin, fól mér að semja um þetta álitsgerð sem ég svo skil- aði að nokkrum mánuðum liðnum. Byggði ég þar einkum á reynslu Finna í þessu efni, en Finnland var hið eina Norðurlandanna sem tekið hafði upp víðtæka verðtryggingu íjárskuldbindinga vegna mikillar verðbólgu þar í landi eftir seinni heimsstyijöld. Að fenginni þeirra álitsgerð vísaði stjómin svo málinu til Seðlabankans til ffekari athug- unar og rannsókna. Taldi ég málið þar í góðum höndum, því að mér var um það kunnugt að stjóm Seðlabankans hafði jákvæða af- stöðu til málsins, auk þess sem ég hafði góða aðstöðu til þess að fylgj- ast með málum þar, því að einmitt um það leyti átti ég um skeið sæti í bankaráði Seðlabankans. Þó að alllangur tími liði nú þar til víðtæk verðtrygging fjárskuld- bindinga kæmi til framkvæmda, þá er ég þess viss, að tillöguflutningur okkar nafna hratt af stað alvöruum- ræðum um það, að eitthvað í þessa átt þyrfti að gera, ef stórvandræð- um ætti að forða. En fram undir lok 8. áratugarins vom aðrar ráðstafanir, svo sem nokkur hækkun innlánsvaxta, sala verðtryggðra ríkisskuldabréfa o.fl. látnar nægja sem trygging verð- gildis sparifjár, þótt ófullnægjandi væri. Ekki má í þessu sambandi gleyma því, að árið 1953 var sú skynsamlega ráðstöfun gerð að af- nema skattskyldu spariíjár. Mun þáverandi fjármálaráðherra, Ey- steinn Jónsson, hafa komið þar mjög við sögu, því að þó mér sé að vísu ókunnugt um það, hvort hann eða einhverjir aðrir hafí átt þar fmmkvæðið, hefði slík ráðstöf- un ekki verið gerð án samráðs við hann eða samþykkis hans. Þegar verðbólgan fór svo aftur vaxandi um og upp úr 8. áratugnum komst verðtryggingin aftur á dag- skrá og varð nú af því að hún yrði framkvæmd. Með Ólafslögunum er sett vom vorið 1979, var veitt al- menn heimild til framkvæmdar hennar og sumarið 1980 var sam- kvæmt ákvörðun ríkisstjómar Gunnars Thoroddsens tekin í bankakerfínu upp almenn verð- trygging sparifjár sem bundið var ákveðinn lágmarkstíma. Hver er tilgangnr verð- tryggingar? Þar sem verðtrygging fjárskuld- bindinga snertir nú á einhvem hátt hagsmuni flestra borgara þjóðfé- lagsins, er eðlilegt að sú spuming sé ofarlega á baugi í öllum umræð- um um efnahagsmál, hvort og hvers vegna verðtryggingin sé nauðsyn- leg eða ef svo sé, hvort hana megi ekki framkvæma á betri hátt en nú er. Því miður er það svo að mínum dómi að megnið af þessum umræð- um er utan við það sem ætti að vera kjami málsins. Gjaman er tal- að um sparifjáreigendur sem ein- hvem afmarkaðan hóp manna, hlið- stæðan t.d. sjómönnum eða bænd- um eða einhveijum öðmm atvinnu- stéttum. Út yfír tekur þegar farið er að setja jafnaðarmerki milli sparifjáreigenda og fjármagnseig- enda eins og engar eignir séu til í þjóðfélaginu aðrar en innstæður í bönkum og sparisjóðum. Frá þjóð- hagsiegu sjónarmiði er þjóðarauð- urinn eða þjóðareignin aðeins raun- verðmæti, svo sem mannvirki, skip, verkfæri, bústofn o.þ.h. Bankainn- stæður og aðrar peningakröfur eru alls ekki eignir frá sjónarmiði heild- arinnar, nema þá um kröfur á er- lenda aðila sé að ræða, þótt hinar innlendu kröfur séu vissulega eign frá sjónarmiði einstaklinga. Oft er gerður samanburður á launatekjum og vaxtatekjum eins og þetta séu Ólafur Björnsson „Þar sem verðtryg-ging- fjárskuldbindinga snertir nú á einhvern hátt hagsmuni flestra borgara þjóðfélagsins, er eðlilegt að sú spurn- ing sé ofarlega á baugi í öllum umræðum um efnahagsmál, hvort og hvers vegna verðtrygg- ingin sé nauðsynleg eða ef svo sé, hvort hana megi ekki framkvæma á betri hátt en nú er.“ sambærilegir hlutir þannig að sömu reglur eigi að gilda um þetta tvennt varðandi verðtryggingu, skatt- skyldu o.fl. Hér sést yfír mjög mikil- vægan eðlismun á þessu tvennu. Launþegamir geta vissulega verið óánægðir með sína skatta og hafa oft ástæðu til þess, en þeir eiga ekki kost á öðru en halda áfram að vera launþegar þó þeir séu ótæpilega skattlagðir hvort heldur er af þeim sem fara með stjóm fjár- mála eða peningamála, en það sem ég með því síðara á við verðbólgu- skattlagningu með óhóflegri seðla- prentun. Aðeins fáeinir einstakling- ar eiga kost á því að gerast sjálf- stæðir smáatvinnurekendur og geta þannig ákveðið skatta sína sjálfír, hvað sem öllu skattaeftirliti líður. En hér gegnir allt öðu máli með sparifjáreigendur. Þeir geta nær því takmarkalaust valið á milli hinna ýmsu eignaforma, hvort heldur er að eiga fasteignir, hlutabréf, er- lendan gjaldeyri ef þau viðskipti em fijáls o.s.frv. Ef sparifjáreigandan- um þykir að sér kreppt með nei- kvæðum raunvöxtum, sköttum eða á annan hátt, þá hættir hann að verá sparifjáreigandi og flytur eign sína yfír í önnur verðmæti. Gagn- stætt því sem er á vinnumarkaðin- um þar sem fólk verður að dúsa áfram hvemig sem það er pínt með verðbólgu og sköttum, þá geta þeir sem eiga sparifé eða aðrar hliðstæð- ar eignir flutt þær í stómm stíl yfír í eitthvað annað. Smjörþef af því hveijum vandræðum slíkar eigna- hreyfíngar geta valdið fengum við íslendingar nú á dögunum þegar spákaupmennska í gjaldeyri neyddi ríkisstjórnina til ótímabærrar geng- isfellingar. Þó að sá sem þetta ritar hafí að vísu haft jákvæða afstöðu til verð- tryggingar fjárskuldbindinga, þá er það ekki umhyggja fyrir spariíjár- eigendum og hagsmunum þeirra sem liggur að baki þeirri afstöðu. Það þarf enginn að vera sparifjár- eigandi frekar en honum sjálfum sýnist. Ef honum fínnst arður af slíkum eignum óhæfílega lítill getur hann alltaf breytt eign sinni í eitt- hvað annað, eða þá eytt þeim pen- ingum sem um ræðir ef enginn skárri kostur er fyrir hendi. En ef, og þegar um slíkan flótta frá því að eiga bankainnstæður er að ræða, verður slíkt auðvitað mjög verð- bólguhvetjandi og ætti það ekki að þurfa nánari skýringar við. Það er á þessu og að mínum dómi engu öðru sem verðtrygging og aðrir hvatar til þess að hafa eignir sínar á innstæðum hjá lánastofnunum eiga að byggjast. Hvenær verður tímabært að afnema lánskjaravísi- töluna? Þó að verðtrygging fjárskuld- bindinga og það sem í kringum hana er sé að vísu betri kostur en óhamin óðaverðbólga þá er það engan veginn æskilegasta leiðin til þess að koma á jafnvægi í efna- hagslífínu. Miklu betri leið væri auðvitað sú, að koma verðbólgunni niður á það stig að allar verðvísitöl- ur yrðu óþarfar, hvort sem þær snerta kaupgjald, vexti eða annað. Þó ber í leiðinni að vara við því, að blanda þessum verðvísitölum saman, sem oft er gert, því þær eiga ólíkum hlutverkum að gegna, en það er þeim þó sameiginlegt að þær verða óþarfar ef tekst að koma á stöðugu verðlagi. Hér að framan hefír verið minnst á Finna og verðtryggingarkerfí þeirra. En í kringum 1960 tókst þeim með samræmdu átaki á öllum sviðum efnahagsmála að koma verðbólgunni niður á svipað stig og á Norðurlöndum sem hinum að ís- landi undanskildu. Þá var auðvitað fljótlega hægt að afnema verð- tryggingarkerfíð. Ef okkur íslendingum tekst með slíkum samræmdum aðgerðum — og þar myndi ég telja það grundvall- arskilyrði að peningamálin yrðu tekin jafnföstum tökum og fjármál ríkisins, án þess að það verði nánar rætt hér — þannig að hægt væri að koma vexti verðbólgunnar segj- um niður í eins stafs tölu, þá og þá fyrst væri tímabært að afnema lánskjaravísitöluna. En hlutimir verða að gerast í réttri tímaröð en ekki öfugri. Fyrst verður að koma verðbólgunni niður og síðan að skerða eða afnema lánskjaravísi- töluna. Ef byija á hinsvegar á því að afnema verðtrygginguna og hvetja fólk þannig til þess að taka út innstæður sínar með því að gera raunvexti af þeim neikvæða er ólík- legt að nokkrum árangri verði náð í baráttunni gegn verðbólgunni. Höfundur er fyrrverandi prófeas- or við viðakiptafræðideild Háakóla íslonds. Hann var um langtirabii aiþingismaður fyrir Sjilfstæðis- flokkinn í Reykjavík og einn helzti talsmaður flokksins í efnahags- málum svo og ráðunautur ríkis- stjórnarinnar um áratugaskeið. HITACHI ÖRBYLGJUOFNAR vandaðir — öruggir — ódýrir jr KRINGLUNNI RÖNNING heimilistæki - S(MI (91)685868 Sumar-tílboð á svínakótilettum Gott á grillið - Gott á grillið 799,- pr. kg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.