Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.05.1988, Blaðsíða 36
^36 Minnihluti borgarstjórnar; Börn fái ókeypis í vatnsrennibrautma Nauðsyn að takmarka aðgang, segir meirihlutinn DEILUR urðu á fundi borgar- stjórnar á fimmtudagskvöld um gjaldtöku í væntanlegri vatns- rennibraut í Laugardalslaug. íþrótta- og tómstundaráð hefur sent borgarráði bréf, þar sem farið er fram á að aðgangseyrir verði 100 krónur fyrir 5 ferðir í brautinni, en 200 fyrir 10 ferð- ir. Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs, benti á að einhvem veginn þyrfti að takmarka aðsókn að rennibraut- inni og koma I veg fyrir að böra og unglingar dveldu timunum saman í lauginni til að fá sér hverja salíbununa eftir aðra, en fulltrúar minnihlutans sögðu hér verið að mismuna böraum eftir efnahag, auk þess sem sundið væri vinsæl almenningsíþrótt borgarbúa og ætti að kosta sem minnst. Lyktir málsins urðu þær að því var visað til borgarráðs á ný til frekari skoðunar. „Bömum í þessari borg er nóg mismunað," sagði Guðrún Ágústs- dóttir (Abl). „Það væri dapurlegt til þess að vita að bömin, sem ættu peninga, kæmust í vatnsrennibraut- ina, en hin horfðu á. Bömin eiga auðvitað bara að borga aðgangs- eyri að sundlauginni, og svo bjóðum við bömum borgarinnar í ókeypis salíbunu í nýju vatnsrennibraut- inni.“ Bjarai P. Magnússon (A) sagð- ist þeirrar skoðunar að borgina munaði ekki um fjármagnið, sem færi í vatnsrennibrautina, en hins vegar gæti aðgangseyrir reynst bammörgum fjölskyldum allstór fjárhæð. Bjami stakk upp á því að til þess að koma í veg fyrir örtröð við brautina mætti tímasetja hve- nær fólk færi ofan f, og takmarka svo tímann sem leyfilegt væri að eyða í lauginni. Fulltrúar minnihlutans lögðu síðan fram tillögu um að ókeypis yrði í rennibrautina. Öll borgar- stjómin var sammála um að vatns- rennibrautin væri skemmtilegt og spennandi mannvirki og enginn lét í ljós efasemdir um ágæti hennar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (S) sagðist telja að endurskoða ætti þá ákvörðun að taka gjald af renni- brautarförum, en sagði að nauðsyn- legt væri þó að finna einhveijar leiðir til þess að aðsóknin yrði ekki of mikil. Lagði Vilhjálmur til að málinu yrði vísað til borgarráðs á ný, og þar með tillögu minnihlutans. Júlíus Hafstein (S), formaður íþrótta- og tómstundaráðs, sagði að rennibrautin hefði ekkert með sundíþróttina sem slíka að gera, og því væri ekki verið að draga úr sundiðkun með gjaldtökunni. Hann sagði að ekki væri heldur verið að greiða niður kostnaðinn við renni- brautina; það sem vakað hefði fyrir ráðinu hefði verið að takmarka að- sóknina til þess að böm og ungling- ar fylltu ekki sundlaugina heilu dagana þeim gestum til óþæginda, sem minni áhuga hefði á vatns- rennibrautinni. Julíus tók fram að hvergi væri ódýrara að fara í sund en í höfuðborg íslands; með af- slætti kostaði það 22 krónur fyrir böm að fara í sund. Júlíus sagði að það væri einnig alvanalegt í Vatnsrennibrautir eru vinsæl leiktæki. Einn borgarfulltrúa kastaði fram þeirri spuraingu hvort nauðsynlegt myndi reynast að hafa vasa fyrir peninga á sundfötunum. nágrannalöndunum að taka gjald í leiktæki á borð við vatnsrennibraut- ina og neftidi sem dæmi að í Svíþjóð kostaði ein buna 35 krónur. Júlfus sagði að ekki væri heldur aðstaða í laugunum til þess að taka á móti fleiri en 800 manns. Það stæði þó til bóta, brátt yrðu gömlu útiskýlin opnuð á ný og einnig skýli í kjallara nýbyggingarinnar við laugina, sem rúma mjmdu aðstöðu fyrir 300-400 manns. QENQI88KRÁNINQ Nr. 94. 20. maf 1988 Kr. Kr. Tott- EJn.KLM.1S K«up 8«ta O*A0l Dollari 43,38000 43,50000 43,28000 Sterlp. 80,84700 81,07100 81,84200 Kan. dollari 34,90600 34,00300 35,14300 Dönskkr. 6,68930 6.70780 6,69610 Norsk kr. 7,01200 7,03140 7,03230 Sœnsk kr. 7,33640 7,35670 7,36050 Fi. mark 10.77100 10,80070 10.79570 Fr. franki 7.54190 7,56270 7,56510 Belg. franki 1,22270 1,22600 1,22780 Sv. franki 30,61400 30,69870 30,88120 Holl. gyllini 22,78660 22,84960 22,89280 V-þ. mark 25,52140 25,59200 25,67020 ít. lira 0,03439 0.03448 0,03451 Austurr. sch. 3,63000 3,64000 3,65220 Porl. escudo 0,31240 0,31330 0,31420 Sp. peseti 0,38580 0,38680 0,38750 Jap. yen 0.34743 0.34839 0,34675 írskt pund 68,20400 68,39300 68,57900 SDR (Sérst.) 59,57420 59,73900 59,69740 ECU.evr. m. 53,10800 53.25490 53,41830 Tollgengi fyrír mai er sölugengi 16. maí Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Flskvarð á uppboðsmörfcuðum 20. mai. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfiröi Hnsta Laagsta Meðal- Megn HeiMer- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 38,00 30,00 34,30 7,397 253.703 Ýsa 53,00 36,00 42,97 3,050 131.073 Keila 7,00 7,00 7,00 0,154 1.078 Ufsi 15,00 10,00 12,25 0,673 8.253 Langa 15,00 14,00 14,31 0,195 2.790 Steinbítur 11,00 10,00 10,15 0,212 2.153 Hlýri 10,00 10,00 10,00 0,029 290 Lúða 90,00 30,00 65,73 0,416 27.342 Koli 25,00 25,00 26,00 0,810 20.250 Sólkoli 36,00 36,00 36,00 0,409 14.724 Undirmál 18,00 18,00 18,00 0,595 10.719 Samtals 33,88 13,941 472.374 Selt var úr ýmsum bátum. Nk. mánudag verður seldur bátafisk- ur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Þorekur 41,00 37,00 39,49 4,100 161.900 Þorekur(ósL) 37,00 35,50 36,30 15,000 544.500 Lúöa 230,00 65,00 221,40 0,211 46.715 Ýsa 48,00 40,00 43,09 5,700 245.600 Ýsa(ósL) 35,00 20,00 28,21 7,246 204.420 Ufsi 12,00 5,00 5,90 2,719 16.045 Gráiúða 22,50 22,50 22,50 14,115 317.596 Steinbitur 10,00 9,00 9,07 0,430 3.900 Karfi 10,00 5,00 5,48 1,260 7.357 Langa 15,00 15,00 15,00 0,350 5.250 Skarkoli 35,00 36,00 35,00 0,200 7.000 Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,600 24.000 öfugkjafta 5,00 5,00 5,00 0,400 2.000 Samtals 30,25 52,431 1.586.283 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK, Eldeyjar-Hjalta GK, Kára GK og Fagranesi GK. Næsta uppboð verður nk. mánudag. i-/ Flateyri: Trillukarl- ar í prófum Flateyri. TÍU trillukarlar luku prófi fyrir skömmu og öðluðust 30 tonna skipstjóraarréttindi. Gömlu pungaprófin eru enn við lýði á landsbyggðinni. Skipstjóm- amámskeiðið fór fram í gmnnskóla Þingeyrar og voru nemendur tíu trillueigendur. Kennari þeirra var Helgi Amason bóndi með meiru í Alviðru í Mýrahreppi. Til þess að prófa nemendur kom Þorleifur Kr. Valdimarsson en hann vinnur hjá Fiskifélagi íslands í Reykjavík. Menn voru glaðbeittir og hressir eru þeir mættu til leiks þótt undir niðri hálf- kviðu sumir eldskíminni. - Magnea Vandi refabænda: Verðum að segja okkur til sveitar eftir gjaldþrot - segir Sigurlaug Gísladóttir refabóndi á Héraði Egfl—tððum* Rekstrargrandvöllur refabúa er gjörsamlega brost- inn, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu, og hætta á að meirihluti þeirra 180 refa- bænda sem í Iandinu era séu að verða gjaldþrota. Það sem gerði endanlegt útslag á þessa búgrein er það verð sem fékkst á skinnauppboði nú sfðast en þá varð 16% verðlækkun á refa- skinnum og er verðið nú það lágt að það dugar ekki til að fóðra hvolpana þar til kemur að feldun. Ekki er útlit fyrir að verð hækki í nánustu framtíð því framleiðsla í heim- inum er fremur vaxandi. Nú er staða staða greinarinnar slík að þó allar skuldir búana yrðu þurrkaðar út næðust endar ekki saman í rekstri þeirra. Til að ræða þau viðhorf sem nú blasa við í þessari búgrein fór ' fréttaritari Morgunblaðsins í heimsókn til ungra hjóna Sigur- laugar Gísladóttur og Sigurðar Gunnlaugssonar en þau búa ásamt bömum sínum í nýbyggðu íbúðarhúsi á jörðinni Hlíð í Tungu- hreppi Síðastliðinn vetur fór Sigurlaug á fund landbúnaðarráðherra Jóns Helgasonar og leitaði eftir hug- myndum stjómvalda um úrbætur í þessari grein. Þá var mjög brýnt fyrir refabændur að fá úr því skor- ið hvort stjómvöld hefðu uppi ein- hverjar ráðagerðir um að rétta hag þessarar búgreinar. Pömn refalæðna fer fram á þessum tíma og ef ákvörðun um lógun dýrana er tekin er best að gera það fyrir pörunina. Ráðherra lofaði þá að tekið yrði á vanda refabænda og skipaði nefnd í málið en raun- hæfar aðgerðir hafa verið litlar. Sfðan í vetur hefur vandi þessarar búgreinar aukist að mun og seg- ist Sigurlaug sjá eftir að þau lóg- uðu ekki dýmnum þá. Sigurlaug og Sigurður hófu refabúskap 1983 og em nú með 147 læður og segir Sigurður það álíka mikla vinnu við hirðingu og að hafa 450 ær. Þegar þau seldu sín fyrstu skinn á uppboði í Dan- mörku 1984 fengu þau 634 kr. danskar fyrir skinnið að meðal- tali. Nú um daginn var verðið komið niður undir 200 kr. dansk- ar. Það er því augljóst hveijum manni hvemig komið er fyrir rekstrargmndvellinum í þessari búgrein því á þesu tímabili hafa orðið vemlegar kostnaðarhækk- anir hér innanlands. Þegar Siguriaug og Sigurður hófu refabúskap var bjart jrfir þessari atvinnugrein og menn græddu. Bændur vom þvf óspart hvattir til að hætta í hefðbundnum búgreinum og snúa sér að loð- dýrarækt. Sigurlaug og Sigurður afsöluðu sér 230 ærgilda fram- leiðslukvóta og hófu refarækt. Jörðin er því án búmarks og því ekki hægt að snúa sér að hefð- bundnum búskap á ný. Á þessum tíma átti loðdýraræktin að vera bjargvætturinn sem héldi sveitum landsins í byggð. Nú er þetta nánast orðin martröð fyrir þá sem létu ginna sig út í þetta segja þau hjón og bæta við að nú sitji sam- félagið uppi með gjaldþrot af Hafskipsstærðargráðu en fjár- festing í refaræktinni mun vera tæpur milljarður. Sigurður segir að fyrir löngu sé komið að að menn ákveði hvort eigi að afskrifa þessar fjárfestingar strax eða bíða eftir að skuldimar hlaði enn meira utaná sig. Sigurlaug segir að í upphafi hafi verið veitt miklu lánsfé í Sigurlaug með ref i fanginu. Morgunblaðið/Björn Sveinsson þessa búgrein enda hafi menn haft virkilega trú á henni. Jafn- framt hafi leyfum verið úthlutað á jarðir sem lágu alltof langt frá fóðurstöðvunum. Bændur séu nú að súpa seyðið af þessu en þeir beri ekki einir ábyrgðina. Ráða- menn sem skipulögðu þessa bú- grein beri einnig mikla ábyrgð. Því hljóti þetta að vera vandi sam- félagsins og menn verði að horf- ast í augu við þá staðreynd að grundvöllurinn fyrir refaræktinni sé brostinn. Loðdýrarækt á héraði er sér- stök að því leyti að hér er að meirihluta búið með ref og eru hér 16 refabú en aðeins tvö bú með mink eingöngu. Vandinn á Héraði sé því stærri en víðast hvar annars staðar. Sigurður telur enga varanlega lausn að skipta yfir í mink því verð á minkaskinn- um sé fallandi líka. Við þær breyt- ingar þurfí að henda refabúrunum og fjárfesta í nýjum fyrir mink. Um framtíðarhorfumar segja þau Sigurlaug og Sigurður að úr því sem komið er sé ekkert annað fyrir þau að gera en að verka skinnin af þeim hvolpum sem nú eru að fæðast þessa dagana. Að því loknu sé ekki um annað að ræða en að bíða eftir gjaldþroti og segja sig þá til sveitar. Jörðin og þær byggingar sem þau hafa komið upp séu í raun verðlaus. Björa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.