Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 38

Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Tel að refabændur reyni að basla til haustsins segir Ævarr Hjartarson ráðunautur „Ég- álít að refabændur reyni að basla til haustsins enda eru læður hvolpafullar nú og komið að goti,“ sagð Ævarr Hjartarson loðdýraráðunautur iýá Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar í samtali við Morgunblaðið. Ævarr sagði að deilt hefði verið á leiðbeiningaþjónustuna þannig að hún hafi att bændum út í refarækt enda hefði staðan þá, í kringum 1980, verið mjög góð. Verð á refa- skinninu þá var um 5.000 krónur. „Með tilliti til þess finnst manni ekkert óeðlilegt að bændur færu út í refarækt. f annan stað vorum við með sýktan minkastofn í landinu svo hann kom þá ekki til greina. Síðan þá hefur verð á heimsmark- aði verið á niðurleið. Þeir bændur, sem byrjuðu strax, hafa fengið ein- hvern hagnað fyrstu eitt til tvö ár- in, en síðan hefur refaræktin verið rekin með tapi.“ Ævarr sagði að menn héldu að hægt væri að ná fóðurverði frekar niður. „Hráeftiiskostnaður hjá okk- ur er mun minni en hjá nágranna- þjóðunum, en fjármagnskostnaður- inn hjá okkur er mikill á stöðvun- um. Fóðurstöð verður ekki byggð upp í takt við notkunina. Fjárfest- ingamar hafa ekki nýst að fullu þar sem fóðurstöðvamar hafa getað annað miklu meira en dýrastofninn gefur tillefni til. Hinsvegar horfir maður fram á það nú, að hægt sé að sjá fram á fulla nýtingu á fóður- stöðvunum, þar sem dýrastofninn er orðinn það mikill.“ Ævarr sagði að gagnrýni leyfaúthlutunar fyrir refabúum ætti mikinn rétt á sér. Búin hefðu dreifst of mikið um landið þótt það eitt hefði ekki sett refabúskapinn á hausinn. Það er fyrst og fremst heimsmarkaðsverð- ið, sem sett hefur refaræktina á hausinn og þessi refatískulægð, sem ætlar að reynast refabændum bæði löng og erfið. Öðru vísi er þó farið með minka- framleiðsluna og selst ávallt mun meira af minkaskinnum, að sögn Ævarrs. Framleidd eru á ári hveiju um og yfir 30 milljónir minkaskinna í heiminum, en í refnum er árs- framleiðslan um sex milljónir skinna. Samt sem áður gengur verr að selja refaskinnin. Ævarr sagðist telja að ná þyrfti fóðurverði veru- lega niður. „Fóðurverðið þarf að lækka um þijár krónur á kg. — úr 11 krónum í 8 krónur. Hver króna í fóðurverði þýðir hækkun á tekjum til bóndans um 125 krónur á hvert refaskinn. Síðan þarf hreinlega að hjálpa mönnum að skipta refnum út fyrir mink, þó ekki í neinu stökki. Morgunblaðið/Rúnar Þór Benedikt Alexandersson refa- bóndi Ytri-Bakka í Arnarnes- hreppi. þess að nýta þær eignir er tengjast refauppbyggingunni. Ég held að rétt væri að drepa dýrin þó stofninum yrði viðhaldið á einhveijum búum og refabændum veitt greiðslustöðvun í stað þess að halda áfram að framleiða í offram- leiðsluna. Ég býst ekki við að Stofn- lánadeildin hefði nokkuð að gera með jarðimar okkar þó hún léti gera okkur upp. Það eru 30 ár síðan ég hóf minn búskap hér og átti ég allt mitt skuldlaust áður en ég fór út í refaræktina og var kominn með fasteignamat á jörðinni minni upp á 21 milljón króna. Ég fór út í refa- ræktina að vel athuguðu máli árið 1983 og seldi alla kvóta af jörðinni vegna fyrirhugaðra búháttabreyt- inga er til stóðu enda þýddi lítið að ætla sér að fara að byggja fjós til að framleiða mjólk ofan í alla offramleiðsluna. Nú er staðan sem sagt þannig að hér er allt veðsett upp í topp og sé ég fram á að geta hvorki selt, hætt né haldið áfram," sagði Benedikt að lokum. Við höldum enn í þá von að refa- verðið komist upp aftur ef litið er á þá staðreynd að refamarkaðurinn hefur alla tíð verið sveiflukenndur. Þá er lausafjárstaða refabænda mjög slæm og fínnst mér að stjóm- völd ættu að íhuga hvort hægt væri að skuldbreyta lánum." Stofnlánadeild landbúnaðarins lánar 60% til fjárfestinga í húsum og búrum. Lánin eru verðtryggð með 2% vöxtum til 25 ára. Sam- kvæmt jarðarlögum fá menn fasta upphæð 600.000 krónur út á jafn- marga fermetra á býli og síðan er misjöfn fyrirgreiðsla í fram- kvæmdasjóði eftir því hvemig menn standa að búháttabreytingum Gefið í refabúi Dalalæðu hf. sínum. „Þessi fyrirgreiðsla er ekki svo slæm, en þegar menn verða fyrir því að ná ekki tekjum og þurfa að lifa á skuldaaukningu, sem er bæði á dráttarvöxtum og erfíðum kjörum, þá vindur skuldahalinn upp á sig fljótt þegar farið er að velta víxlum í bankastofnunum. “ Ævarr sagði að refabændur fengu tæplega helmingsverð framleiðslu sinnar á mörkuðunum. Framleiðsla refa- skottsins kostaði þá um 3.000 kbón- ur og'við skinnasöluna fengu þeir aðeins um 1.400 krónur fyrir það. Þarf að skuldbreyta lánum og fækka refnum verulega — segir Skarphéðinn Pétursson hjá Dalalæðu hf. í Svarfaðardal Get ekki selt, hætt eða haldið áfram — segir Benedikt Alexandersson refa- bóndi Ytri-Bakka „Vandi refabænda er fyrst og fremst sölutregða á refaskinn- um. Tískan virðist ráða mestu þó framboðið komi vissulega inn í dæmið líka, en framboð er talið 20% of mikið í heiminum," sagði .JBenedikt Alexandersson refa- bóndi á Ytri-Bakka í Arnarnes- hreppi. „A íslandi liggur miklu meiri flárfesting í uppbyggingu refabú- skapar heldur en hjá nágrannaþjóð- unum og fóðurverðið er ekki einu sinni samkeppnishæft. Síðustu að- gerðir stjómvalda til hjálpar refa- bændum gerðu ekkert annað en að lengja í hengingarólinni. Ég er í sjálfu sér ekkert hlynntur því að verið sé að styrkja eitt né neitt, en við verðum að fá svar frá hinu opin- bera ekki seinna en strax um það hvort vilji sé fyrir því að refarækt- inni verði haldið áfram. Ég er til dæmis búinn að fæða 260 refalæð- ur fyrir 160.000 krónur frá áramót- um. Ef ég held áfram til áramóta, fæ meðalgot og fer út í pelsun, má reikna með að 120 kg af fóðri fari í framleiðslu hvers skinns og verður þá fóðurkostnaðurinn einn saman kominn í tvær milljónir um áramót auk vaxtagreiðslna af lán- um. Bændur standa nú frammi fyr- ir því að drepa læðumar hvolpafull- ar áður en þeir tapa meiru en orðið er. Þess vegna liggur okkur á svör- um. Hvað ætlast stjómvöld fyrir?" Benedikt sagði að ýmsir agnúar væru á því að hjálpa refabændum að skipta yfir í mink. Fyrir það fyrsta yrði rekstrargrundvelli fóð- urstöðvanna endanlega kippt undan þeim þar sem hver refur æti á við tvo minka. „Þá fengi ég betri lána- fyrirgreiðslu ef ég dræpi refinn, léti húsin og búrin standa auð og byggði upp nýtt minkabú, í stað „Staðan er mjög slæm og er- fitt orðið að halda refabúskapn- um gangandi. Við erum þó ný- byijaðir með minkinn og fengum okkur á síðasta ári 500 minka- læður. Við byggðum 1982 og fengum 200 refalæður ári síðar. Þegar við fórum af stað var mjög erfitt að byggja og fá fjármagn. Verðbólgan var að ijúka upp i 100% þannig að erfiðleikamir byijuðu strax. Þá fengum við engan styrk úr framleiðnisjóði og söluskattinn ekki endur- greiddan strax og búið er að byggja, eins og nú tíðkast. Það skammtímafjármagn, sem við fengum þá, hefur reynst okkur einna erfiðast," sagði Skarphéð- inn Pétursson sem rekur Dala- Iæðu hf. að Dýrholti í Svarfaðar- dal. „Maður verður kærulaus á þessu, hlaupandi á milli bankastofnana, semjandi um framlengingu á víxlum og öðru þess háttar," sagði Skarp- héðinn. Skammtímaskuldir fyrir- tækisins eru hátt í þijár milljónir króna sem eingöngu má rekja til taps fyrirtækisins síðustu ára. „Árið 1986, sem var mjög slæmt ár, náði skinnasalan ekki einu sinni að greiða afurðalánin, sem við fáum til að reka búin, borga fóður og laun. Mér sýnist árið 1987 ætla að verða lítið betra. Við fáum 140.000 króna afurðalán á mánuði sem á að duga til að greiða tveimur starfs- mönnum laun og greiða fóðurkostn- að. „Vitleysislega hefur verið staðið að veitingu leyfa með tilliti til stað- setninga fóðurstöðva. Það er það Morgunblaðið/Rúnar Þór Skarphéðinn Pétursson hjá Dala- læðu hf. i Svarfaðardal. dýrt að flytja fóðrið. Stærstu búin hér um slóðir greiða því fóður veru- lega niður fyrir þá sem eru með 30-40 refalæður austur í Fnjóska- dal. Keyra þarf fóðrinu til þeirra alla leið frá Dalvík." Skarphéðinn telur að skynsam- legast hefði verið að skera refa- stofnion niður um helming um sfðustu áramót. Fyrirsjáanlegt er svo mikið tap á hveiju skinni og hleður það einungis utan á sig, eins og staðan er í dag. Ég hefði þurft að vera kominn með minkinn fyrir þremur árum til að greiða upp tap- ið á refnum. Samkvæmt síðustu aðgerðum stjómvalda til hjálpar refabændum fær Dalalæða hf. um það bil 700.000 króna stuðning, sem Skarphéðinn telur að þurfi að vera að minnsta kosti helmingi hærri upphæð. „Að mínu mati átti að skuld- breyta vanskilunum strax um ára- mót í langtímalán. Um síðustu ára- mót voru refabændur í biðstöðu og voru að hugsa alvarlega um vera- legan niðurskurð. Mönnum var ráð- lagt að fækka ekki refnum því til stæðu aðgerðir af hálfu stjómvalda sem menn hafa trúað á,“ sagði Skarphéðinn. Hann sagði að staða þeirra refabænda, sem hefðu haft hefðbundinn búskap hér áður fyrr, væri hvað verst. Þeir væra búnir að selja allan framleiðslurétt af jörðum sínum og stæðu nú ein- göngu uppi með bullandi taprekstur og jarðimar veðsettar fyrir öllu saman. Fasteignir á AKUREYRI vaxandi bær Passíukórinn: Lýkur starfsárinu með tónleikum Sextánda starfsári Passíukórsins á Akureyri lýkur með tónleikum í Akureyrarkirkju annan dag hvftasunnu kl. 17.00. Á efnisskránni eru tvö verk, Requim eftir Gabriel Fauré og kantatan Jauchzet ihr Himmel eftir Telemann. Flytjendur auk kórsins eru einsöngvararnir Margrét Bóasdóttir, Michael J. Clarke og Þuríður Baldursdóttir, Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari, Monika Abendroth hörpuleik- ari ásamt nokkrum fleiri hljóðfæraleikurum. Stjórnandi verður Roar Kvam. EIGNAKJ0R Faatelgnasala Hafnaratrwtl 108. Slml 26441 JORÐ ca 6 km frá Akureyri. Mikið landrými. Enginn kvóti. Ýmis skipti möguleg. • Nýleg hús í Glerárhverfi. • Einbýlishús viö Stapasíöu, Sunnuhlíö og Bakkahlíö. • Tvö raöhús viö Rimasíöu. & Passíukórinn hefur starfað af krafti í vetur sem endranær. Aðal- markmiðið með stofnun kórsins var „að flytja meiriháttar verk tón- bókmenntanna", svo vitnað sé f lög kórsins. Oft hefur reynst erfitt að fá fjárhagslega dæmið til að ganga upp við flutning stórra verka, segir í frétt frá kómum. Stofnandi kórs- ins og stjómandi Roar Kvam hefur þó ekki látið deigan síga og á hvetju starfsári era tekin fyrir ný verkefni. Fasteignasalan Brekkugötu 4, Símí 21744. Op!A alla vlrka daga frá kl. 9-18. Gunnar Sótnea hri., J6n Kr. Sólnaa hrl. og Aml Pálaaon hdl.________ Sýnishorn úr söluskrá: Höfðahlíö: Mjög góö sérhæð um 140 fm. Allt sér. Gerðahverfi: Gott einbhús é einni hæð + bilsk. Samtals um 165fm. Gerðahverfi: Gott einbhús, hæð, kj. að fiiuta + tvöf. bílsk. Alts um 300 fm. Skipti é húseign é Akur- eyri eða i Reykjavik. Stapasfða: Mjög gott einbhús á tveimur hæðum ásamt biisk. Alls um 300 fm. Úrval fastelgna á skrá ásamt varal.-, Iðnaðar- og skrtfsthúsn. Sölustj. Sssvar Jónatansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.