Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 39
J. /1\Q k MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Allar nýbyggingar 1 Kvos- inni í ósamræmi við skipulag Skipulagshöfundar og borgarskipulag ekki gert athugasemdir Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Sigurjón Kristjánsson afhendir Ásmundi Ólafssyni minningargjöf um son sinn. KVOSARSKIPULAGIÐ var enn á ný til umræðu i borgurstjórn á fimmtudagskvöldið. Minnihluta- fulltrúar sögðu að ekki hefði ver- ið farið eftir skipulaginu við hönnun neins af þeim húsum, sem framkvæmdir hafa verið hafnar við í Kvosinni eftir að skipulagið var samþykkt. Sögðu fulltrúar minnihlutans að ráðhúsbygging- in, fyrirhuguð bygging Happ- drættis Háskólans við Suðurgötu og Ijamargötu og nýbygging við Aðalstræti 8 færu allar út fyrir ramma skipulagsins. Sjálfstæðis- menn vitnuðu hins vegar til skipu- lagshöfunda og borgarskipulags, sem athugað hafa teikningar af Morgunblaðið/Þorkell Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fer utan til tónleikahalds í næstu viku. Nú stendur yfir sala á hljóð- snældu skólasveitarinnar til styrktar ferðinni. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar: Farið til Austurríkis og Ítalíu SKÓLAHLJÓMSVEIT Mos- fellsbæjar leggur af stað f fimmtán daga tónleikaferð til Austurríkis og Ítalíu næstkom- andi fimmtudag. Ferðin hefur verið f undirbúningi í tvö ár og lokaátak fjáröflunar stend- ur nú yfir. Meðlimir hþ'ómsveit- arinnar hófu nýverið sölu á hljóðsnældu sem tekin var upp á uppstigningardag. Þetta er fjórða utanlandsferð hljómsveitarinnar og gert er ráð fyrir að haldnir verði yfir tfu tón- leikar. Stærstu hljómleikamir verða í Salzburg, bænum Seekirc- hen og í Vínarborg þar sem með- al annars verður leikið í höfuð- stöðvum Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Einnig f Leoben, Graz og á Lign- ano á Ítalíu en sfðustu hijómleik- arnir verða í Verona. Stjómandi hljómsveitarinnar er Birgir D. Sveinsson, skólastjóri Varmárskóla. Hann stofnaði sveitina fyrir tæpum 25 árum og kveðst hafa byggt hana upp með hjálp góðra manna. Um nfutfu böm og unglingar taka þátt í starfinu en elstu meðlimir hljóm- sveitarinnar, um fjörutíu talsins, fara utan. Sumir þeirra em að fara í sína þriðju utanlandsferð með sveitinni. Fjár hefur verið aflað til farar- innar með ýmsum hætti; blóma- sölu, tónleikum og skemmtunum og nú sfðast útgáfu og sölu hljóð- snældu skólasveitarinnar. Birgir vildi koma á framfæri þakklæti til íbúa Mosfellssveitar fyrir góðan stuðning og vonaðist til að snæl- dunni yrði vel tekið. Bamakór Varmárskóla hyggur einnig á utanlandsför. Haldið verður f tveggja vikna ferð til Frakklands í byijun júlf. Söng- stjóri kórsins er Guðmundur Ómar óskarsson. þessum húsum og ekki gert at- hugasemdir. Guðrún Ágústsdóttir (Abl) sagði að Reykjavíkurborg hé?ði gengið á undan með slæmu fordæmi við und- irbúning ráðhúsbyggingarinnar við ’ljömina, þar sem ekki hefði verið farið eftir skipulagi, meðal annars við sameiningu lóðanna Tjamargata 11 og Vonarstræti 11. Það væri ólýð- ræðislegt gagnvart borgarbúum að virða ekki það stjómtæki, sem deili- skipulag ætti að vera. Guðrún mælti síðan fyrir bókun frá minnihlutanum þar sem það er sagt verulegt áhyggjuefni að þeir aðilar sem nú séu að hefja nýbyggingar í Kvosinni hafi allir fengið heimild til verulegra frávika frá skipulaginu. í tveimur tilvikum hafi nágrannar lagt fram kærur, en það þriðja sé enn ekki afgreitt í byggingamefnd. Það sé því full ástæða til að minna bygging- amefnd og skipulagsnefnd á það hlutverk sitt að leiðbeina bygginga- raðilum í Kvosinni og sjá til þess að þeir haldi sig innan ramma skipu- lagsins. Guðrún ræddi sérstaklega fyrir- hugaða byggingu við Aðalstræti 8. Hún sagði að skipulagið hefði gert ráð fyrir tveimur húsum á lóðinni, en nú væri þar komið eitt samfellt hús samkvæmt teikningum. Lagði hún fram tillögu minnihlutans um að borgarstjóm samþykkti að aug- lýsa skipulag á lóðinni, þar sem teikningamar væru ekki í samræmi við skipulag og mótmæli hefðu bo- rist frá nágrönnum. Einnig vildu minnihlutafulltrúar beina þeim til- lögum til byggingamefndar að grenndarkynning færi fram vegna nýbyggingar Háskólahappdrættisins og kæmu fram athugasemdir íbúa. skyldi setja málið í auglýsingu. Til- laga þessi var felld í atkvæða- greiðslu. Bjarni P. Magnússon (A) lét gera bókun vegna sameiningar lóð- anna við Tjömina, og sagðist harma þá ónákvæmni í vinnubrögðum sem fram hefði komið vegna stærðar ráðhúslóðarinnar og að borgarstjóri hefði veitt ríkislögmanni þær upplýs- ingar að lóð ráðhússins væri 3880 fermetrar, en hún sé mun stærri. Nágrannar hafa kært stærð lóðar- innar, þar sem hún sé 1000 fermetr- um stærri en byggingarreitur, sem uppgefinn var í skipulagi. Hilmar Guðlaugsson (S), for- maður byggingamefndar, sagðist ekki muna eftir því að áður hefði verið gert veður út af sameiningu lóða. Það hefði verið gert í hundruð- um tilvika án nokkurra athuga- semda. Hvað Aðalstræti 8 varðaði, sagði Hilmar að enn væri um tvö hús að ræða á lóðinni, hins vegar væri létt tengibygging úr gleri á milli þeirra. Skipulagshöfundar og' borgarskipulag hefðu heldur engar athugasemdir gert við húsið. „Það er verið að fara inn á mjög sérstak- ar brautir ef svona þröng túlkun á skipulagi á að vera viðtekin venja,“ sagði Hilmar. Vilhjálmur Vilþjáimsson (S), formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, sagði að skipulags- nefnd hefði verið vel á verði hvað varðaði bygginguna við Aðalstræti. Gerð hefði verið tillaga um að lækka húsið að vestan vegna athugasemda frá íbúum. Vilhjálmur sagði einnig að oft hefðu verið gerðar smávægi- legar breytingar á teikningum án þess að fulltrúi AlþýðubandaJagsins í skipulagsnefnd, Guðrún Ágústs- dóttir, hefði gert athugasemdir. Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins: Stuðningur við 42 þús. í lágmarkslaun Á ráðstefnu Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins, sem haldin var í Valhöll 14. maí siðastliðinn, var samþykkt ályktun þar sem lýst var yfir fullum stuðningi við þá kröfu að lægstu laun skuli ekki vera undir 42 þúsund krónum á mánuði. Ályktunin er svohljóðandi: „Ráð- stefna Verkaiýðsráðs Sjálfstæðis- flokksins haldin laugardaginn 14. maí 1988 áréttar við aðila vinnu- markaðarins þá grundvallarstefnu sjálfstæðismanna innan launþega- samtakanna, að í allri umfjöllun um kjaramál skulu tekin mið af þeim sjálfsögðu mannréttindum að dag- vinnulaun einstaklings nægi til framfærslu meðalfjölskyldu. Með þetta markmið að leiðarljósi og með hliðsjón af ríkjandi aðstæðum í þjóðfélaginu lýsir ráðstefnan yfir fullum stuðningi við þá meginkröfu að lægstu laun skuli ekki vera un(L ir 42 þúsund krónum á mánuði." Morgunblaðið/KGA Gullsmiðirnir með nokkra sýningargripa sinna, frá vinstri Anna Maria Sveinbjörnsdóttir, Ásdis Hafsteinsdóttir og Þorbergur Halldórsson. Þrír gull- smiðir sýna í Helsinki ÞREMUR ungum gullsmiðum, þeim Ásdís Hafsteinsdóttur, Önnu Maríu Sveinbjömsdóttur og Þor- bergi Halldórsyni, hefur verið boð- ið að sýna í Gallerí 585, „Metal art“ í Helsinki í Finnlandi. Ásdís stundaði framhaldsnám í gullsmíði í Helsinki og barst boð um að sýna þar eftir að fréttist af sýningu 30 gullsmiða á Kjarv- alsstöðum í nóvember síðastliðn- um, en hún átti gripi á sýning- unni. Á sýningunni í Helsinki verða eldri gripir og nýir en verið er að leggja síðustu hönd á undir- búning sýningarinnar. Sýningin verður opnuð 26. maí og stendur fram til 19. júní. Minnihluti borgarstjórnar: Dvalarheimili Höfða færð minningargjöf Akranesi. Sigurjón Kristjánsson fyrrum skipstjóri á Akranesi sem nú býr á Hrafnistu í Reykjavik af- henti dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fyrir skömmu minn- ingargjöf um son sinn Sævar, sem drukknaði þann 5. janúar 1952. Sigurjón Kristjánsson átti sitt heimili á Akranesi um margra ára skeið og var þar fengsæll skip- stjóri. Hann var leiðandi maður í félagsstarfí sjómanna og hefur alltaf borið sérstakan hlýhug til dvalarheimilisins Höfða enda áður sýnt því ræktarsemi. Sævar Sigur- jónsson, sonur Siguijóns, fórst með mb. Val ásamt allri áhöfn 5. janúar 1952 í miklu illviðri. Ásmundur Ólafsson forstöðu- maður dvalarheimilisins Höfða tók við minningargjöfínni sem er af- steypa af sjómannsstyttunni sem stendur á Akratorgi á Akranesi með áletrun og þakkaði Siguijóni hlýhug hans til dvalarheimilisins. Siguijón Kristjánsson bað Morgunblaðið að koma á framfæri innilegu þakklæti sínu til Asmund- ar Ólafssonar, stjómar Höfða og allra vistmanna fyrir dásamlegar móttökur þann 11. maí. „Þettavar ógleymanleg stund" sagði Sigur- jón „og það er ósk mín að blessun Guðs vaki yfir Höfða og öllum þar um alla framtíð". - JG Akranes:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.