Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 47

Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 47
í MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 47 Umsókn Stöðvar 2 um aðild að EBU: Vona að RÚV neyti ekkiafls- munar - segirHans Kristján Arnason, stjórnarmaður „Við vonum svo sannarlega að RUV neyti ekki aflsmunar í þessu máli og tefji það frekar. í skeyti, sem okkur barst frá laganefnd Evrópusamtaka sjónvarpsstöðva á mánudag, segir að svo virðist sem við uppfyllum allar kröfur um aðild. Þau hafa þó óskað eft- ir frekari upplýsingum um inn- lent efni sem við höfum beðið menntamálaráðuneytið að vinna," sagði Hans Kristján Amason, stjórnarmaður í ís- lenska sjónvarpsfélaginu, i sam- tali við Morgunblaðið. Útvarp- stjóri Ríkisútvarpsins skilaði í síðustu viku umsögn til EBU vegna umsóknar Stöðvar 2 um aðild að samtökunum. í lok þessa mánaðar tekur stjóm- amefnd EBU ákvörðun um umsókn Stöðvar 2 og sagðist Hans Kristján eiga von á jákvæðri afgreiðslu máls- ins. „Útvarpsstjóri hefur gert þær athugasemdir að hlutfall innlends efnis sé ekki nægilegt en það er ekkert sem segir að efnið skuli nema ákveðnu hlutfalli heldur veru- legum hluta. Samkvæmt athugun- um okkar er heildarlengd innlends efnis á báðum stöðvunum svipuð í mínútum talið en ekki hlutfallið þar sem útsendingartími Stöðvar er um helmingi lengri en RÚV. T.d. er meðallengd innlends efnis í vikunni 16.-22. maí svipuð en hlutfallið er 22% á Stöð 2 en 42% í Sjónvarp- inu. Aðild Stöðvar 2 er að sjálf- sögðu í þágu íslenskra sjónvarpsá- horfenda," sagði Hans Kristján. Markús Öm Antonsson útvarps- stjóri gerði í umsögn sinni til EBU athugasemdir við upplýsingar Stöðvar 2 um eigin framleiðslu. „Mönnum í útvarpsráði fannst skringilegt að sjá að stöðin teldi innlent efni nema 37% í stað 18%, svo fengin var umsögn hlutlauss aðila um dagskrá stöðvanna og hún kynnt EBU. Því í reglum EBU um segir að umtalsverður hluti efnis aðildarstöðva eigi að vera eigin framleiðsla," sagði Markús Antonsson útvarpsstjóri. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN 8xíviku a 5 FUUGLEIÐIR -fyrirþíg- Kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. 1 mmm mmm KMm- i ■ f f. fyffyn. ’ r IraC ®W j 1 ^ Kór Öldu- túnsskóla Vortónleikar kórs Öldutúnsskóla fara fram í Víðistaðakirkju laugar- daginn 21. maí kl. 16.00. Þar koma fram um 100 nemendur í þremur hópum. Efnisskráin er fjölbreytt og þar er að finna lög allt frá 16. öld til okkar daga. M.a. verður frum- flutt nýtt verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæði Vilborgar Dagbjartsdóttur, „Barnagæla", en verk þetta er mjög nýstárlegt og gerir miklar kröfur til flytjenda.y Stjómandi kórs Öldutúnsskóla er _ Egill Friðleifsson. Kaffisala verður að tónleikum loknum í félagsálmu kirkjunnar. Kórinn undirbýr nú tónleikaför til Asíu og Ástralíu. ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR VANDAÐAN TÆKNIBÚNAÐ OG SKÝRAN HLJÓM □ Sérstaklega hannaður til að þola hnjask □ 100 númera minni 'I | □ Hægt að nota tvö síuitól á sama tæki án aukabúnaðar □ Meðfærilegur og nettur □ Tveggja ára ábyrgð □ Sérhannaður fyrir framtíðar- möguleika á tengingu við telefax og fotofax □ Viðurkennd viðgerðaþjónusta Staðgreiðsluverð: frá kr. 91.000 -100.364. (Stofngjald til Pósts og síma kr. 9.125) FARSIMINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.