Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 27

Morgunblaðið - 19.06.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 27 Fer inn á lang flest heimili landsins! „Hreyfing og hljómfall tilverunnar“ Myndlist Bragi Ásgeirsson Málarinn Þorvaldur Skúlason (1906—1984) lifði mikil umbrot- atímabil í listasögu 20. aldarinnar á öllum samanlögðum listferli sínumm. í eðli sínu var hann mjög hrif- næmur — náttúrubarn frá smá- byggð í Hrútafirði, sem lét snemma hrífast af nútímalegum straumum og alla tíð vildi hrærast í núinu. Helst gleyma því, sem áður hafði verið gert, — bijóta hveiju sinni allar brýr að baki í listrænum skiln- ingi þótt grunnhugmyndin væri jafnan sú sama, að upplifa og miðla. Hann var í forsvari íslenzkra núlistarmanna um langt árabil, og í smiðju hans leituðu þeir flestir um ráð og uppörvun, um leið og þeir urðu fyrir miklum áhrifum af verk- um hans og skoðunum. Kannski gerðust umbyltingarnar í list hans nokkuð hratt, enda átti hann þess ekki kost að hrærast í hvirfilpunkti heimslistarinnar nema stuttan tíma í senn og iðulega sem gestur og áhorfandi. Var eiginlega alltaf á leið til Parísar þótt það yrði öllu meira ósk- og þráhyggja en veru- leiki. Þannig er ekki gott að vara sig á andríkum framslætti nafn- kenndra kenningasmiða, sem hrifu svo marga með sér, þótt sjálfir tækju þeir sig ekki alltaf jafn hátíð- lega, enda hafa kenningamar sjálf- ar ekki alltaf staðist tímans tönn og sumar jafnvel valdið ómældum skaða og vísast öllu óraunhæfar nema í þröngum hópi áhangend- anna. Málarinn, sem sagði, að fígúr- an væri dauð, yfirgaf hana þannig eiginlega aldrei sjálfur nema í til- tölulega stuttan tíma meðan hann þurfti á þeirri sannfæringu að halda, ef hann gerði það þá nokk- um tíma (Picasso). En víða í fjar- lægð var það hinsvegar eitilhörð stefna núlistamanna að halda kenn- ingunni fram sem heilögum bók- staf. Og á sama tíma og flatarmálslist- in (geometrían) var í algleymi, blómstraði það á bak við tjöídin, er átti eftir að þrengja sér fram, nefnilega „tassisminn" og Ab- strakt- innsæisstefnan. Þetta virðist þó hafa verið flest- um lokuð bók, þar til heimsgalleríin tóku hin nýju viðhorf upp á arma sér og strangflatalistin varð skyndi- lega úrelt sem list dagsins. En jafn útsmoginn málari og Þorvaldur Skúlason þurfti á engan hátt að biðjast afsökunar á því að vera bam síns tíma og háður upp- lagi sínu og umhverfi svo sem fyjöl- margir starfsbræður hans, sem tóku upp svipuð viðhorf og vinnu- brögð víða um heim og langt frá sjálfri hringiðunni. Og Reykjavík bauð ekki upp á sömu skilyrði til blómstrunar nýviðhorfa og t.d. New York og seinna Þýskaland og viðar. Miðað við allar aðstæður og vaxtar- skilyrði er íslenzk myndlist á 20. öld þróttmikil og kröftug og hér er hlutur Þorvaldar Skúlasonar dijúg- ur. Sjálfstætt framlag Gallerís Borg- ar til Listahátíðar er sýning á verk- um Þorvaldar Skúlasonar, sem eru hingað komin frá erfingjum hans í Kaupmannahöfn. Fyrrverandi eig- inkona hans, Astrid Fugman, og dóttir Kristín, erfðu verk hans að honum látnum og fóru þau öll til þeirra. Gallerí Borg fékk svo sér- stakt leyfi til að sýna brot þessara verka í tilefni Listahátíðar. 17 að tölu, málverk, vatnslitamyndir og teikningar auk þess að sýna örfáar myndir í einkaeign til uppfyllingar. Átti sá, er hér ritar, von á, að hér yrði helst um myndir að ræða, sem aldrei eða sjaldan hafa komið fyrir sjónir manna áður, en í raun er þetta mjög brotakennd sýning myndverka, sem maður kannast við í flestum tilvikum. Engu síður eru það miklar fréttir og markverður listviðburður er myndverk sem skara jafn mörg tímabil listar Þorvaldar Skúlasonar eru til sýnis. Hér kemur og fram, að Þorvaldur var fær í flestan sjó og gerði rismikil verk á öllum tíma- skeiðum listar sinnar. Var mjög fær og listfengur teiknari, ef svo bar undir líkt og flestir markverðir nú- listamenn aldarinnar voru. Svo mikið sem við höfum séð af óhlutlægri list Þorvaldar væri mjög áhugavert að fá eina sýningu á hlut- lægum verkum einvörðungu nú er nokkur fjarlægð er að koma á hlut- ina og flestir, almenningur jafnt og listfróðir, geta fordómalaust notið þeirra. Mér datt það svona í hug, er ég leit mynd utan skrár, sem máluð er út um gugga á Austurbrú- götu 140 í Kaupmannahöfn, þar sem þeir Jón Engilberts höfðu vinnustofu hlið við hlið og stutt er í Norðurhöfnina. En myndin var keypt á uppboði af starfsmanni Gallerís Borgar í Höfn á sl. ári. Með því að setja upp eina slíka sýningu yrði auðveldara að tengja síðari tímabil Þorvaldar hinu hlut- læga og fyrra mótunarskeiði hans sem málara. En hvað sem líður allri ósk- hyggju og hillingarsýnum, þá skipt- ir meginmáli, að hver sýning, sem sett er upp á verkum hins ágæta listamanns Þorvaldar Skúlasonar frá Borðeyri við Hrútafjörð, er mik- ill og ánægjulegur listviðburður. Daglega stígur fjöldi Kjörbókareigenda eitt þrep uppá við. Og fær milljónir í staðinn. Já, Kjörbókareigendur góðir og aðrir áhuga- menn um góða ávöxtun sparifjár. Þrepahækkun Kjörbókarinnar er komin til framkvæmda. Afturvirkir vextir eru reiknaðir á þær inn- stæður sem hafa legið óhreyfðar í 16 eða 24 mánuði. Þúsundir Kjörbókareigenda náðu 16 mánaða markinu í lok apríl og daglega bætast fleiri við sem fá reiknaða viðbótar- vexti á sínar innstæður. í desember mun fjöldi Kjörbókareigenda stíga annað þrep upp á við, - 24ra mánaða Kjörbókarþrepið. Og fá enn fleiri milljónir í staðinn. Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstak- lega sem eiga lengi inni en er engu að síður algjörlega óbundin. Ársvextir á Kjörbók eru nú 36%, 16 mánaða vaxtaþrepið gefur 37,4%, og 24 mánaða þrepið 38%. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Áskríftarsímirm er 830.13

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.