Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 35
ei HUOAQUVIVIUa .qiqajhviuohom
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
35
Þorbjörg Daníelsdóttir
í tilefni dagsins
Á þessum merkisdegi í sögu
íslenskra kvenna, 19. júni, sem
Iengi var haldinn hátíðlegur í
tilefni að þvi að þann dag árið
1915 fengu konur kosningarétt
til Alþingis, höfum við fengið
til viðræðu tvær ungar konur
sem báðar eru áhugasamar um
jafnréttisbaráttu kvenna og
starfa að því málefni hvor á
sínu sviði.
Jónína Margrét Guðnadóttir er,
auk síns aðalstarfs sem ritstjóri
flugorðasafns á vegum Flugmála-
stjómar, ritsjóri tímaritsins 19.
júni, sem gefið er út af Kvenrétt-
indafélagi Islands. Hún er einnig
í framkvæmdahópi sem vinnur að
undirbúningi Norræns kvenna-
þings, sem haldið verður í Osló
dagana 30. júlí til 7. ágúst nú í
sumar.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir er
guðfræðinemi á síðasta ári, og
starfar nú sem afleysingaprédikari
I Reykjavíkurprófastsdæmi. Hún
vinnur einnig með samstarfshópi
um kvennaguðfræði, en sá hópur
hefur starfað í 8 ár. Markmið hóps-
ins er, segir Jóna Kristín, að efla
samstarf með konum í kirkjunni
og samtöðu kvenna og karla í
kirkju og þjóðfélagi.
Kirkjurnar standa
með konum
Eins og áður hefur verið greint
frá hér á síðunni, hófst kvennaára-
tugur Alkirkjuráðsins í byijun
þessa árs og stendur til ársins
1998. Yfirskrift þessa starfs en
Kirkjurnar standa með konum.
Jóna Kristin: Kvennavettvang-
ur Alkirkjuráðsins hefur sent öllum
aðildarkirkjum sínum upplýsingar
og hugmyndir viðvíkjandi kvenna-
áratugnum, en það er svo undir
hverri kirkju komið hvemig hún
vinnur úr þessum gögnum og að-
lagar sínu umhverfi og aðstæðum.
f samráði við biskup og utanríkis-
nefnd þjóðkirkjunnar hefur sam-
starfshópur um kvennaguðfræði
tekið að sér forystu á þessum vett-
vangi.
Hvemig verður það í fram-
kvæmd?
Við erum búnar að hafa okkar
fyrstu messu sem var þann 1. maí
og við höfum sent öllum prestum
bréf þar sem við kyntum hugmynd-
ir okkar, en það er svo undir þeim
hveijum og einum komið, hvað
þeir gera. I dag, sunnudaginn 19.
júní, verðum við með útvarpsmessu
í Neskirkju, og ýmislegt annað er
á dagskrá hjá okkur. Fyrstu dag-
ana í ma! var haldinn í Svíþjóð
norrænn samstarfsfúndur um
kvennaáratuginn og dagana
16.—19. júnl stendur yfir ráðstefna
í Sigtúnum I Svíþjóð, Clowns of
God, þar sem nokkrar íslenskar
konur eru. Ráðstefna kvennaguð-
fræðinga verður í Ósló í október
og við hyggjum á ráðstefnuhald
hér í haust, og síðan er það Norr-
æna kvennaþingið í Ósló í ágúst
sem líka er vettvangur til sam-
Jónina Margrét Guðnadóttir
starfs. Þetta er aðeins byijun á
10 ára samfelldu starfí.
Norræna kvennaþingið
Jónína Margrét, vilt þú segja
okkur frá þessu Norræna
kvennaþingi og aðdraganda
þess?
J.M. Kveimaáratugur Samein-
uðu þjóðanna var 1975—1985. í
lok þess áratugar var haldin mikil
ráðstefn í Nairobi í Kenya. Þegar
konur á Norðurlöndunum komu
saman til að ræða þær ályktanir
og samþykktir sem fram komu á
ráðstefnunni í Kenýa og fram-
kvæmd þeirra á Norðurlöndum,
kom fram að mörgum þeirra fannst
þær lítið hafa rætt sin mál á þess-
um alþjóðavettvangi, vegna þess
að málefni kvenna alls staðar ann-
ars staðar f heiminum voru svo
langtum brýnni og þær víðast hvar
svo miklu skemmra komnar, að
málefni kvenna á Norðurlöndunum
voru alveg í skugganum. Það var
því til þess að kvennáratugur Sam-
einuðu þjóðanna kæmi Norður-
landakonum betur að gagni, að
ákveðið var að efna til þessa Norr-
æna kvennaþings og hafa til fyrir-
myndar hliðarráðstefnuna í Na-
irobi, þar sem konur komu úr
kvennahreyfíngum og grasrótar-
hreyfingum alls staðar að ur heim-
inum og fjölluðu um það sem þær
sjálfar höfðu áhuga á, en ekki það
sem ákveðið var af stjómvöldum,
eins og á hinni opinberu ráðstefnu.
Á þessari hliðarráðstefnu var
ætlast til að konur ijölluðu um
allt sem þær hefðu áhuga á, bæði
sér til skemmtunar og til að efla
baráttu, til að fræða hver aðra og
styrkja hver aðra. Það er sú hug-
mynd sem er að baki Norræna
kvennaþingsins, og þess vegna var
hún falin sjálfstæðum kvenna-
hreyfingum en ekki opinberum
aðilum. Konum á Norðurlöndum
fannst að þær þyrftu að fjalla um
sína stöðu og meta hvort það er
rétt að þær séu komnar svo langt
og f hveiju það er fólgið, og Kka
hvað það er sem þeim finnst vanta
á.
Konur og karlar deili valdi
í jafnréttisumræðu snýst
spurningin meira og minna um
hvernig valdi er skipt og hvern-
ig það er notað. Alkirkjuráðið
hvetur konur til að finna nýjar
Jóna Kristin Þorvaldsdóttir
leiðir til að nota vald og að kon-
ur og karlar deili því jafnt. Það
beinir m.a. þessari spurningu til
kvenna: Eru til nýjar leiðir til
að nota vald?
J.M. Valdið liggur á mörgum
sviðum og það er hægt að líta á
það út frá svo mörgum hliðum.
Þau liggja á stjónmálunum, í pen-
ingavaldinu og hervatdi. þar sem
það á við, og hjá kirkjunni líka
gegnum aldimar og á öllum þess-
um sviðum eru karlar enn alls ráð-
andi, þannig að það er mikið sem
konur eiga ógert. Samt má segja
að konur séu svolítið famar að
„kmkka í völd karla á stjórn-
málasviðinu og lftillega í efna-
hagslffinu með þátttöku sinni á
vinnumarkaði. Þó er langstærstur
hluti kvenna í lægst launuðu störf-
unum, þannig að því fylgja auðvit-
að ekki mikil völd. Þama er ég
að tala um hin formlegu völd í
samfélaginu. fslenskar konur hafa
þrátt fyrir völd af þessu tagi haft
heilmikil óbein áhrif, og notið meiri
virðingar sem einstaklingar en
annars staðar.
J.K. Það sem Alkirkjuráðið
leggur til að verði efst á verkefna-
lista áratugarins er m.a. futl þátt-
taka kvenna í kirkjunni og þjóð-
félaginu, og það er mín skoðun að
þátttaka kvenna í kirkjunni hér á
landi sé það sem helst ber kirkju-
starfið uppi. Það er mjög mikið
og óeigingjamt starf sem unnið
er af t.d. kvenfélagskonum í sókn-
um landsins, meirihluti í hveijum
kirkjukór era konur og flest störf
í þágu aldraðra í söfnuðum era í
höndum kvenna. Konur eru einnig
íjölmennari við guðsþjónustur.
Því er þó eins farið innan kirkj-
unnar og annars staðar f þjóð-
félaginu, að þegar kemur að for-
ystuhlutvérkum og f stjórnuninni
er hún að langmestum hluta í
höndum karla, þrátt fyrir lagaleg-
an rétt og menntun kvenna. Eg
vildi gjaman sjá breytingu á þessu.
Ég er sannfærð um að allur sá
fjöldi kvenna sem f kyrrþey vinnur
störf sín innan kirkjunnar er mjög
kunnugur málefnum hennar. Það
hlyti því að vera mjög til góðs ef
þær konur létu meira að sér kveða
í forystu og stjórnunarstörfum
kirkjunnar. Sama gildir um konur
annars staðar í þjóðfélaginu.
Hafið þið trú að þvi að með
tfmanum verði jafnari skipting
valds og ábyrgðar og að konur
og karlar muni ganga til jafns
í felst öll störf?
J.M. Ég er nú ekki alveg nógu
bjartsýn til að álíta að það verði
skammt þangað til, þó ég voni að
sjálfsögðu að það verði ein-
hverntíma.
J.K. Ég vil ekki draga karla í
dilka og skella skuldinni á þá, eða
telja að kartar vilji hafa konur
undir hælnum. Konan verður sjálf
að finna hjá sér þörfina á að hafa
áhrif bæði í kirkju og í þjóðlífí.
En þar sem hefðin fjötrar okkur
enn nokkuð, er full þörf á hvatn-
ingu til kvenna um að efla sam-
vinnu sín í milli og samstöðu
kvenna og karla á öllum sviðum.
Konur eigingjarnar
Mikið er talað um að konur
séu að sækja inn á verksvið
karla, en minna heyrist að talað
um að karlar snúi sér að kvenna-
störfum. Gætir e.t.v. tortryggni
hjá konum gagnvart þvi að karl-
ar getu unnið hefðbundin
kvennastörf?
J.K. Já, ég hetd að okkur hætti
til að vera svolítið eigingjarnar og
vanmeta hæfni karta til að ganga
inn á þau svið sem við höfum haft
í okkar höndum til þessa dags.
J.M. Ég er sannfærð um að
karlar sem hafa löngun til að sinna
umönnunarstörfum eigi oft erfitt
um vik. Sumir karlar hata til dæm-
is afskaplega gaman af að sinna
bömum og gera það af mikilli alúð
og elskusemi, þótt þeir geri það
kannske á svolítið annan hátt en
konur. Það er því miður tilhneig-
ing, bæði hjá konum og körlum
að líta niður á þá karlmenn serh
gefa sig að slíkum störfum. Þetta
er viðhorf sem við þurfum að
breyta hjá okkur sjálfum, því það
yrði öllum tl góðs, ekki síst bömun-
um. Ég held að mörg böm fari
mikils á mis við það að njóta ekki
umönnunar karla. Þau þeggja oft
á tíðum ekki annað en konur, sérs-
taklega böm einstæðra mæðra.
Þau era í höndum kvenna nánast
þangað til þau era komin i fram-
haldsskóla og fá því ákafiega ein-
hæfa fyrirmynd í fúllorðna fólkinu.
Enginn her á íslandi
Getur verið að sú staðreynd
að við höfum ekki her á íslandi
hafi ráðið einhveiju um að kon-
um hefur vegnað tiltölulega vel
á ýmsum sviðum jafnréttisbar-
áttunnar, miðað við konur víða
annars staðar?
J.K. Konur hafa óneitanlega
nokkra sérstöðu um hvað þetta
varðar hér á fslandi. Drengir alast
ekki upp við stríðshugsun og það
að eiga yfír höfði sér herkvaðningu
og mótast af heraga þar sem ýtt
er undir karlmannleg gildi og
hreysti og þá hetjuímynd sem her-
mennskan skapar.
J.M. Ég vil helst ekki tala um
hreysti í þessu sambandi, mér
finnst hreysti svo gott hugtak og
eiga betur heim í íþróttum. Það
væri nær að tala um árásargirni,
en þetta er nokkuð aðlaðandi hug-
mynd og getur vel hafa ráðið
nokkra um gang jafnréttismála
hér. Okkar hetjur hafa gjaman
verið þeir sem hafa haft yfirburði
á andlega sviðinu, sem er auðvitað
langtum æskilegri fyrirmynd held-
ur en sú sem tengist stríðsrekstri
og hemaði og svokallaðri „karl-
mennsku“
Konum álasað
Þrátt fyrir að lífsafkoma
flestra fjölskyldna á íslandi sé
undir þvi komin að báðir for-
eldrar vinni úti og þá staðreynd
jafnframt, að atvinnugreinar
þjóðarinnar þarfnast vinnu-
framlags kvenna til að haldast
gangandi, er ekki enn laust við
að konum sé álasað fyrir að
vinna úti og taiað um að hún
vanræki heimili og böm til að
komast út á vinnumarkaðinn.
Gætir ekki nokkurs tvískinn-
ungs í þessu viðhorfi?
J.M. Það kom best í ljós á kvenn-
afrídaginn 1975 hverskonar lömun
verður í þjóðlífinu ef konur hverfa
af vinnumarkaðinum, og síðan þá
hefur orðið mikil aukning útivinn-
andi kvenna og mikill vöxtur. Það
er því ljóst að það hefur þurft all-
ar vinnandi hendur í landinu til
að anna öllum nauðsynlegum
störfum. Þó er langt frá því að
þjóðfélagið hefi fylgt þessari þróun
eins og þurft hefði, til þess að fólk
geti stundað störf utan h--imilis„
án þess að hafa eilífar áhyggjur
af umönnun barnanna.
J.K. Það gætir vissulega mikils
tvískinnungs og misskilnings í
þeim kröfum sem gerðar era til
kvenna. Að konan geti verið virk-
ari í störfum utan heimilisins, hlýt-
ur að kalla á það að karlinn gangi
til móts við hana, að þau jafni með
sér ábyrgð heimilisins og deili með
sér störfum. Það er enginn ávinn-
ingur fyrir konuna né þjóðfélagið
að hún vinni tvöfatda vinnu. Dæ-
mið gengur ekki upp fyrr en eins
og reyndar er farið að gerast, að
við he§um hin hefðbundnu
kvennastörf til vegs. Hin mjúku
gildi fá smám saman meira vægi
og það hlýtur að hjálpa til í tauna-
baráttunni og gera hin hefðbundnu
kvennastörf meira aðlaðandi, og
ætti að verða körtum hvatning til
að takast á við þau.
Skoðanir kvenna á réttlæti,
friði og vemdun sköpunar-
verksins. Eitt af því sem Alkirkj-
uráðið leggur til að verði ofar-
lega á verkefnalista kvennaára-
tugarins em skoðanir kvenna á
réttlæti friði og vemdun sköp-
unarverksins. Hvað viljið þig
segja um það?
J.K. Við höfum nefnt að við
búum í þjóðfélagi þar sem
stríðsrekstur vekur andúð og við
þekkjum ekki herkvaðningu og
heraga. Sjátf er ég mjög andvíg
beitingu vopna og get ekki rétt-
lætt stríð. Ég las einu sinni grein
eftir Evu Moberg þar sem segir,
að það að trúa á vopn sem tæki
til friðar væri eins og að búa til
brauðdeig, setja það í ofninn, en
vona svo að aldrei verði úr þvi
brauð. Ég tel að vemdun sköpun-
arverksins, friði og réttlæti sé best
borgið í höndum karla og kvenna
sem standa htið við hlið og vinna
saman í kærleika og virðingu hvort
fyrir öðru, — eitt í Kristi. Mér
finnst kristin trú mjög friðarsinnuð
hugmyndafræði, þá hún hafi
reyndar stundum verið notuð f
öðram tilgangi í tímans rás. Krist-
ur er oft nefndur firðarhöfðingi
og mér finnst ekkert í hans boðun
stuðla að valdbeitingu, þvert á
móti.
J.M. Varðandi konur og friðar-
hugsjónina finnst mér að það liggi
konum ákaflega nærri að vera frið-
arsinnaðar, kannske á íslandi
fremur en annars staðar, en ég
held að allar konur hljóti að skelf-
ast við þá tilhugsun að böm þeirra
verði að fara f stríð, eða verði
stríðsrekstri að bráð á einhvem
hátt. Þar fyrir utan er margt sem
hægt er að gera í þágu friðar, því
að til þess að friður standi undir
dafni er ekki nóg að við séum laus
við vopnaskak, við þurfum líka að
búa við öryggi og virðingu fyrir
réttindum og lífi hvers annars. Það
að beijast fyrir mannréttindum er
líka að berjast fyrir friði og ég lít
á kvenréttindabaráttuna sem
mannréttindabaráttu fyrst og
fremst.
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur: 3. sunnud. e. trfn. Matt. 9,9—13.
Mánudagur: Sálm. 70. Þú ert fulltingi mitt og frelsari, dvel eigi, Drottinn.
Þriðjudagur: Sálm 71. Hjá þér, Drottinn, leita ég hætis.
Miðvikudagur: Sálm 72. Drottinn aumkast yfir fátæka og snauða.
Fimmtudagur: Sálm 73. Mín gæði era það að vera nálægt Guði, ég hefi gjört Drottin að athvarfi mfnu.
Föstudagur: Jóh. 1,1—18. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föður- ins, hann hefur birt hann.
Laugardagur: Jóh. 1,19—34. Sjá, Guðs lamb, sem ber synd heimsins.